Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 2
LafJöard-agu t'20.‘á§úst>19éá 1 LÍTILRÆÐI Flosi Ólafsson skrifar AF FLUGVALLARVITFIRRINGU Mér er sagt að brandarar séu öðru fremur til þess ætlaðir að koma fólki í gott skap, eða jafnvel vekja hlátur. Til eru tvennskonar brandarar, góðir brandarar og vondir brandarar. Það besta við góðu brandarana er aó þeir koma manni jafnan í sólskinsskap, en það versta við vondu brandarana er að þeir orsaka megn- ustu ólund á stórum svæðum. Reykjavíkurflugvöllur er mjög vondur brandari. Upphaf þessa vonda brandara er það, að þegarbretarhernámu ísland í upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar þurftu þeir, einsog gefur að skilja, aó koma sér fyrir. Það sem lagt var til grundvallar í bráða- birgðalandnámi þeirra var að taka sér ból- festu þar sem þéttbýli var mest og helst í hlaðvarpanum á sjúkrahúsum og barna- skólum. Síðan voru stórir rauðir krossar málaðir á þökin þar sem breska heimsveldið var búið að koma sér fyrir í von um að þýskar sprengi- flugvélar bombarderuðu eitthvað annað en húsaskjól breska setuliðsins. Það er Ijóst að á þessum árum höfðu bretar tröllatrú á manngæsku þjóðverja, þó sú skoðun ætti að vísu eftir að breytast tals- vert. Röksemdin fyrir því að herflugvelli var valinn staður í miðbæ Reykjavíkur var ein- faldlega sú að bretar álitu að Adolf Hitler þyrmdi flugvellinum frekar en að útrýma lunganum af reykvíkingum í loftárás á þetta furðulega hernaðarmannvirki, í áður frið- sælum miðbænum. Og það skrítna er, að bretar höfðu rétt fyrir sér. Þjóðverjar gerðu loftárásir á Kaldaðarnesflugvöllinn og víðar, en aldrei á Reykjavíkurflugvöll. Þetta er nú, góðir hálsar, ástæðan fyrir hinni fráleitu staðsetningu flugvallarins í Vatnsmýrinni. Honum var viljandi klastrað ofaní mesta þéttbýliskjarnann á þessu litla landi í von um að þjóðverjar þyrmdu íslend- ingum og bretum í leiðinni. Þetta var dálítið vondur brandari. Þegar svo ameríkanar tóku við að vernda okkurhlógu þeireinhverósköp að staðsetn- ingu flugvallarins í varplandi sund-, mýra- og mófugla himinsins í hlaðvarpanum hjá friðelskandi reykvíkingum. Og þegar verk- fræðingasveitir bandaríska hersins voru búnar aó hlæja út að þessum afleita brand- aravarákveðiðað byggjaalvöruflugvöll sem ekki stofnaði lífi og limum stórs hluta þjóð- arinnar í stöðuga lífshættu. Sá flugvöllur var svo lagður á Miðnes- heiðina og margir kannast við hann undir nafninu Keflavíkurflugvöllur. Þarna er mér sagt að séu hin ákjósan- legustu skilyrði til að hefja sig til flugs og lenda án þess að margir drepist í leiðinni. Þangað er hálftíma akstur og þar er marg- rómuð flugstöð. Skilyrðin fyrir flugvallarrekstri eru jafn- góð á Miðnesheiðinni einsog þau eru slæm í Vatnsmýrinni í miðbænum í Reykjavík. Og samt eru þeir menn til sem álíta að Reykjavíkurflugvöllur eigi rétt á sér. Ég man, þegar ég kom til Þýskalands, skömmu eftirsíðari heimsstyrjöldina, hroll- inn sem setti að mérþegarég leit yfir viður- styggð eyðileggingarinnar eftir hroðalega tortimingu loftárásanna. Heilu hverfin höfðu verið lögð í rúst í miöborginni og stór landsvæði voru einsog gapandi sár þar sem allt hafði verið jafnað við jörðu. Illgresi og njólastóð var þarna ríkjandi gróður, en á auðninni hafði verið hróflað upp skúrum og kömrum á stangli, einsog til að undirstrika ömurleikann. Ekki var það gott. En það sem verra er. Sama hrollinn setur að mér enn þann dag í dag, þegar ég lít yfir flugvallarsvæðið í Vatnsmýrinni. Eða mætti kannske bjóða ykkur, góðir hálsar, að ganga uppá Öskjuhlíðina og líta yfir víðáttuna sem lögð er undir Reykja- víkurflugvöllinn og það í hjarta bæjarins sem okkur þykir nú þrátt fyrirallt svo undur- vænt um. Þarnaliggurþessi ógeðfelldi minnisvarði um hildarleik heimsstyrjaldarinnar í miðri illgresjunni og njólastóðinu umkringdur fúlum fenjapyttum og subbuskap. Og til að kóróna herlegheitin prýða svæðið braggar, skýli, skúrar, kamrar og kumbaldar, einsog til að storka öllu því góða fólki, sem ein- hverja tilfinningu hefur fyrir umhverfi sínu. Á fögru sumarkvöldi mætti kannske bióða ykkur að njóta kyrrðarinnar við rætur Öskjuhlíðarinnar í Vatnsmýrinni og á Tjarn- arsvæðinu ef öskrandi flugvélagnýnum linnir, sem er nú að vísu sjaldan. Og Ijúfur andvarinn ber olíustybbuna að vitum okkar úr eldsneytisútblæstri ærandi flugvélahreyfla. Þegar við svo lítum yfir svæðið hugsum við til allra þeirra sem hafa orðið að flýja uppfyrirsnjólínu áheiðarnarinnaraf Reykja- vík og taka sér þar bólfestu af því að flug- völlurinn verður að hafa forgang framyfir mannlíf í bænum okkar. Ég var á fjöllum þegar ég frétti um fiug- slysið á dögunum og auðvitað brá mér, ekki síst vegna þess að ég bý og hef raunar alla tíð búið í nábýli við þessa fIugvallarvitfirr- ingu. Ég spurði bóndann, sem sagði mér tíó- indin, hvort þetta hefði verið alvarlegt flug- slys, en hann svaraði: — Nei, þetta voru nú víst bara útlending- ar. Og nú bíðum við í ofvæni eftir því, hvort það verða bara útlendingar næst. Æ, ég veit það ekki. Ég er hálf-hnugginn yfir þessu öllu saman og líklega vegna þess að mér þykir Reykjavíkurflugvöllur svo af- spyrnuvondur brandari.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.