Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 11
11
Laugardagur 20. ágúst 1988
— Kemur samþjöppun
Evrópuríkja til meö aö hafa
áhrif innan NATO og minnka
frumkvæöi Bandarikjanna?
„Það getur vel verið að
aukin samvinna muni auka
pólitískan styrk þeirra innan
NATO. Að hinu leytinu verð-
um við að vera meðvituð um
þá umræðu í Bandaríkjunum,
að Evrópuríkin taki of lítið á
sig sjálf. Það kann að vera að
þessi þróun leiði til þess að
Bandaríkjamenn þrýsti á í
þeim efnum. Hins vegar held
ég að þegar Bandaríkjamenn
tala svona hugsi þeir bara
um krónur og aura. Þeir eru
ekki að tala um það sem
fylgir með, nefnilega valdið.
En vitaskuld er það mein-
ingin með þróuninni hjá
Evrópubandalaginu, að gera
það sjálfstæðara efnahags-
lega, en um leið verður það
pólitlskt sjálfstæðara."
— Hverjar eru líkurnar á
þvi að ísland gangi í EB?
„Þær eru engar í náinni
framtíð. Við eigum heldur
ekki að hugsa um það á
þessu stigi, heldur einbeita
okkur að því að greina stöð-
una eins og hún er og hvern-
ig við megum aðlaga okkur.
Það getur enginn sagt fyrir
um, hvað gerist um aldamót-
in.“
— Er timabært aö opna
islenska fjármagnsmarkaöinn
og veita strax erlendum
aðilum heimildir til að eigrí-
ast meirihluta í íslenskum
fyrirtækjum?
„Við þurfum að auka frjáls-
ræðið. Það kostar auðvitað
einhvern undirbúning, en al-
mennt séð eigum við að auka
möguleika erlendra aðila til
þátttöku I atvinnurekstrinum.
Við þurfum að gera upp hug
okkar, á hvaða sviðum það
geti gerst.
Ég held t.d. að það fyrir-
komulag sem nú er, að út-
hluta erlendum lánum til ein-
hverra manna eftir klíkuskap,
sé tóm vitleysa. Ég held að
það sé eðlilegra að hver og
einn geti tekið lán erlendis,
hafi hann lánstraust.
Við sjáum að við úthlutun
á erlendum lánum sitja við-
skiptaráðherra og bankarnir
og pikka út: Þessi getur
fengið, en ekki hinn. Síðan er
það ekki á grundvelli þess
hver staða fyrirtækisins er
gagnvart erlendum aðilum
hvort það fær lánið. Þetta er
allt með ríkisábyrgð í gegn-
um bankana.
Ef menn gerðu þetta beint,
þá tel ég aö kjörin á fjár-
magnsmarkaðnum hér
myndu jafna sig.“
— Heföi mátt vera búiö aö
gera þetta?
„Auðvitað hefði mátt gera
þetta fyrr, en menn verða að
vera undirbúnir fyrir allar
breytingar. Gallinn er sá að
það hefur ekki verið hugsað
um þetta nægilega. Við
teljum t.d. að við séum að
hafa hemil á eftirspurn í land-
inu með því að hafa stjórn á
peningamálum, þar með talið
erlendum lántökum. Mér sýn-
ist hins vegar reynslan sú að
ekkert af þessu hafi gerst.
Við erum ekki með eins
lokað hagkerfi og við viljum
vera láta. Það opnast alltaf
einhvers staðar glufur, hvort
sem er í gegnum kaupleigu-
fyrirtæki eða vegna þrýstings
á ríkisvaldið. Ég get því ekki
séð að sú aðhaldssemi sem
menn hafa sagst viðhafa hafi
nokkurn tímann ræst. í stað-
inn erum við með vott af
spillingu. Þetta geta a.m.k.
ekki talist eðlileg viðskipti."
— Alþýöuflokkurinn fer
meö bankamál og ríkisfjár-
mál í landstjórninni. Ertu að
segja aö ráðherrarnir hafi ekki
staöiö sig?
Ég er að segja, að ég vil að
unnið sé I þessu. Við erum
auðvitað ekki einir í ríkis-
stjórn, en það þarf að vinna í
þessu og hugsa um þetta."
TEYGJUR OG ÞREK 22. ÁGÚST
3 vikna námskeið í teygjum og þreki hefjast
22. ágúst n.k. Þá verða sérstakir tíma fyrir
16 ára og eldri, byrjunar og framhalds hópa.
30 ára og eldri, byrjunar og framhalds hópa.
40 ára og eldri, byrjunar og framhalds hópa.
Kennari verður Bjargey Aðalstelnsdóttlr
Vertu f góðu formi tfmanlega.
FLOTT FORM
7 bekkja œfingakerfið slœr í gegn.
Hringið og pantið tíma í sfma 680677
VEGG JATENNIS
Þann 22. ágúst n.k. opnum við fyrir
Veggjatennls, enn eru lausir tíma f þetta
skemmtilega sport sem allir geta spilað.
Engjatelfll 1, símar 687701 og 687801
PÓST- OG
SlMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða starfsfólk til afgreiðslustarfa hjá póst-
stofunni í Reykjavík.
Upplýsingaráskrifstofu Póststofunnar, sími 687010.
Póststofan í Reykjavík.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar aö ráöa starfsfólk til bréfberastarfa í hálfs-
dagsstörf fyrir hádegi.
Upplýsingar áskrifstofu Póststofunnar, sími 687010.
Póststofan í Reykjavík.
PÓST- OG
SlMAMÁLASTOFNUNIN
leitar eftir fólki til skrifstofustarfa í
Reykjavík.
Umsóknareyöublöð liggja frammi hjá
starfsmannadeild í Landsímahúsinu
viö Austurvöll 1. hæö.
Ungir jafnaðarmenn
Þing Sambands ungra jafnaðarmanna veröur haidió
í Keflavík helgina 16. til 18 september n.k.
Dagskráin verður auglýst síðar.
Stjórnin