Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 21
Laugardagur 20. ágúst 1988 ^rnmmmmmmmmmmi 21 Kafarar í björgunarsveitum: Námskeið í leitar- og björgunarköfun Námskeiö fyrir þá sem stunda köfun innan hjálpar- og björgunarsveita verður haldið í lok mánaðarins í Hafnarfirði. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt námskeið er haldið hér á landi og er kennt samkvæmt kröfum frávirtum alþjóðlegum björgunarsam- tökum (International Associ- ation Of Dive Rescue Spec- ialists — IADRS). Þátttakendur sem standast kröfumar verða útskrifaðir sem björgunarkafarar (PSD — Public Safety Divers) og fá réttindi til að starfa sem slík- ir innan björgunarsveita. Námskeiðið er haldið á veg- um Björgunarskóla Lands- sambands hjálparsveita skáta (LHS) og stendur í 8 daga, hefst föstudaginn 26. ágúst og lýkur föstudag- inn 2. september. Þátttakend- ur verða að hafa stundað köf- un fyrir námskeiðið, vera orðnir 20 ára og hafa tilskilda skyndihjálparkunnáttu. Leiðbeinendur verða Stefán Axelsson, Hjálparsveit skáta Hafnarfirði, og Kjartan Hauksson, Hjálparsveit skáta ísafirði, en þeir hafa kennslu- réttindi í björgunarköfun frá IADRS. Þátttökutilkynningar skulu berast skrifstofu LHS, Snorrabraut 60, sem fyrst og þar eru einnig veittar allar nánari upplýsingar í síma 91- 621400. SÍM topp 20 Samtök íslenskra mynd- bandaleiga hafa tekið saman lista yfir 20 vinsælustu myndböndin vikuna 10.—17. ágúst, og er hann eftirfar- andi: 1. (2) Nornirnar frá East- wick (Steinar) 2. (1) No Way Out (Sk(fan) 3. (5) Kæri Sáli (Háskólabíó) 4. (4) The Bourne Identity (Steinar) 5. (-) Hentu mömmu af lestinni (Háskólabíó) 6. (3) Windmills of the Gods (J.B. heildsala) 7. (10) Bigfoot and the Hender- sons (Laugarásbíó) 8. (8) The Man with Two Brains (Stein- ar) 9. (-) The Pick-Uþ Artist (Steinar) 10. (6) The Squeeze (Steinar) 11. (7) Innerspace (Steinar) 12. (12) Power (Stein- ar) 13. (20) Bluegrass (Steinar) 14. (11) Slamdance 15. (13) Blue Velvet (J.B. heildsala) 16. (9) Full Metal Jacket (Steinar) 17. (14) The Last Innocent Man (J.B. heildsala) 18. (17) Housekeeping (Skífan) 19. (15) Dirty Dancing (J.B. heild- sala) 20. (-) Leonard Part 6 (Skífan). TILKYNNING UM ÚTBOÐ Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs 2. flokkur D 1988 1.500.000.000,- kr. Stimpilfrjáls Lánstími Gjalddagi Vextir á ári Fjárhæð 3 ár 01.09.91 8,0% 455.000.000,- kr. 5 ár 01.09.93 7,3% 707.000.000,- kr. 8 ár 01.09.96 7,0% 338.000.000,- kr Útgáfudagur: 17. ágúst 1988 Söluaðilar: Landsbanki íslands Búnaðarbanki íslands Sparisjóðirnir Iðnaðarbanki íslands hf. Útvegsbanki íslands hf. Samvinnubanki íslands hf. Verzlunarbanki íslands hf. Fjárfestingarfélag íslands hf. Kaupþing hf. Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf. Alþýðubankinn hf. § fc O O Spariskírteinin verða skráð á Verðbréfaþingi íslands. Seðlabanki íslands verður viðskiptavaki. Blaðamaður óskar eftir íbúð Blaðamaður á Alþýðublaðinu óskar eftír að taka litla íbúð á leigu. Skilvísum greiðslum og góðri umgengni heitið. Upplýsingará Alþýðublaðinu í síma681866, Haukur. Útboð ''{'V/Æ Styrking Kambsnesi 1988 y Vegageró ríkisins óskar eftir tilboöum í ofan- ~ greint verk. Lengd vegarkafla8,0 km, neðraburðarlag 19.200 m3. Verki skal lokið 1. nóvember 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafiröi og i Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 22. þ.m. Skila skal útboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 29. ágúst 1988. Vegamálastjóri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.