Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 22

Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 22
22- L&ti^afdagar i2Q. i ágúst''-T988-i TÓNLIST Ríkharöur H. Friðriksson skrifar FJÖLBREYTTUR KOKTEILL Nú er staddur í Osló fríður hópur ungra íslenskra tón- skálda og hljóðfæraleikara á tónlistarhátíöinni Ung Nor- disk Musikfestival. Síöastlið- inn laugardag, 13 ágúst, feng- um við aö sjá sýnishorn af því hvað þetta unga fólk er að gera, á tónleikum sem UNM á íslandi stóð fyrir í Norræna húsinu. Þar voru flutt nokkur af þeim íslensku verkum sem hafa verið flutt í Osló þessa vikuna, auk nokk- urra annarra. Tónleikarnir hófust á „Missa Brevis" eftir Hildi- gunni FTunarsdóttur, yngsta tónskáldið í hópnum, aðeins 23 ára. Þetta var, eins og nafnið bendir til, stutt messa og var skrifuð fyrir blandaðan kór. Þó ekki sé verkið galla- laust, það er dálítið stuttara- legt á köflum og sumum myndi finnast það óþarflega „gamaldags" (hvað sem það nú þýðir), þá er engum blöð- um um það að fletta aö hér er á ferðinni einhver allra efnilegasta „fyrsta tónsmíð" sem greinarhöfundur hefur heyrt. Verkið var flutt af dálitið furðulegum heimatilbúnum kór, samsettum úr tónskáld- um og hljóðfæraleikurum sem fara á hátíðina að við- bættum félögum úr söng- hópnum Hljómeyki, samsetn- ing sem stóö óvenju vel und- ir nafngiftinni „blandaður kór“. Undirbúningstími hafði greinilega verið skammur því kórinn átti talsvert í land með að vera búinn að syngja sig saman. Hins vegar leyndi sér ekki atvinnumannsbragurinn á meðlimum hans því hann gerði verkinu það góð skil að margur annar kórinn með margfaldan æfingatíma hefði grænkað af öfund. Þórólfur Eiríksson átti tvö verk á tónleikunum, bæði unnin með dyggri aðstoð raf- eindatækni. Fyrra verkiö hét „i geislasnörunni" og átti meira skylt við hljóðumhverfi en eiginlegt tónverk, breyt- ingar þess gengu mjög hægt fyrir sig. Það gekk ágætlega ofan í greinarhöfund en sást þó til nokkurra þar sem þeir voru að laumast til að draga ýsur. En það er víst þeirra mál. Seinna verk Þórólfs var „Mar“ fyrir klarinett og umhverfishljóð. Hljóðin á bandinu voru að mestu leyti hvalasöngur og ýmis sjávar- hljóð. í viðtali við Alþýðublað- ið í síðustu viku sagði Þórólf- ur að ætlunin hefði verið að leiða þarna saman hljóð- heima hvalanna (á segul- bandi) og mannanna (klarin- ettið). Ekki er hægt aö sjá annað en nokkuð vel hafi tek- ist til og er greinarhöfundur ekki frá því að klarinettið (mennirnir) hafi í verkinu lært eitthvað af hvölunum, betur að svo væri í raunveruleikan- um. Eiríkur Örn Pálsson átti þarna stykki sem hann kall- aði „Ekki tokkata" fyrirein- leiksklarinett. Samkvæmt prógrammnótum snýst verkið í kringum fjórar tilvitnanir í tokkötu sem reynast „haldlitl- ar“ og „renna út í sandinn" áður en eitthvað verður úr þeim. Þetta er góð hugmynd og sem slík var hún vel út- færð, en hins vegar hætti samhenginu á köflum til að renna út í sandinn með til- vitnununum og gerði það þetta ágæta verk dálítið lang- dregnara en það hefói þurft að vera. Guðni Franzson klarinett- leikari átti góðan dag og stóð sig eins og hetja, engu síður en í „Mar“ Þórólfs Eiríksson- ar. Hann hefur nú ( nokkur ár lagt mikið á sig við að kynna nýja tónlist og ætti hann aö verða mörgum ungum hljóð- færaleikaranum fyrirmynd. Bryndís Pálsdóttir er þræl- efnilegur fiðluleikari þó ung sé að árum og nýútskrifuð úr skóla. Hún mætti á staðinn til að flytja „Adagio" fyrir fiðlu og segulband eftir und- irritaðan og stóð sig framúr- skarandi vel. Það er óhætt að bjóöa hana velkomna í þenn- an hóp nútímatónlistarfólks og vona að við fáum meira frá henni að heyra á þessum vettvangi í framtíðinni. Mist Þorkelsdóttir lagði til „Ftún“ fyrir einleiksflautu. Snoturt litið verk sem Guð- rún Birgisdóttir flutti ágæt- lega. Síðasta einleiksverkið á þessum tónleikum var „Various Pleasing Studies" eftir Hróðmar Sigurbjörns- son, lunkið einleiksverk fyrir fiðlu sem Laufey Sigurðar- dóttir lék meö glæsibrag. Tónleikarnir enduðu síðan eins og þeir byrjuðu, á „Missa Brevis" eftir Hildi- gunni Rúnarsdóttur. Það var virkilega þarft framtak hjá UNM að kynna okkur hvað yngsta kynslóð íslenskra tónskálda er að fást við þessa dagana. Þar kennir greinilega margra grasa og breiddin milli hinnaólíku stil- tegunda er með ólíkindum. Hér er greinilega aö vaxa úr grasi mjög sterk kynslóð tón- skálda og hljóðfæraleikara og víst er að þetta fólk á eftir að láta að sér kveða í fram- tíðinni og sumt af því svo um munar. Það er ekki hægt að gera annað en óska því'gæfu og gengis. A Bílbeltin jfi hafa bjargað A gainla góðaAski er þjónustan hröð! V Þeir sem vilja ljúffengan, heitan mat koma á gamla Ask að Suðurlandsbraut 14 og velja á milli hinna ýmsu rétta. Og aðrir sem eru svo uppteknir að þeir komast ekki frá vinnu eða heimili - hringj a og láta okkur senda sérafmatseðlinum. Gamli, góði Askur er enn á sama stað og stendur alltaf fyrir sínu. Suðurlandsbraut 14

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.