Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 20. ágúst 1988 Kjartan Jóhannsson formaður EB-nefndar Alþingis MEGUM ÉKKI VERÐA EINANGRUNARSINNAR Kjartan Jóhannsson al- þingismaöur er formaöur nefndar sem Alþingi kaus til að móta stefnu íslands gagn- vart Evrópubandalaginu. Hann hefurátt fundi meö ráðamönnum í höfuðstöðvun- um i Brussei og í þinginu í Strassburg. Alþýöublaðið ræddi við Kjartan um þróun- ina hjá EB, en bandalagið hefur sett sér það markmið að koma á sameiginlegum innri markaði árið 1992. — Hvað knýr þessar þjóöir til að sameinast um þetta markmið og þurrka út landa- mæri? „Drifkrafturinn er, að þær töldu að þær myndu dragast aftur úr Bandaríkjunum og Japan. Til þess aö geta stað- ið sig í samkeppninni þyrfti langtum stærri heimsmarkað. Þar með yrði traustari undir- staða fyrir alla vöruþróun og þess háttar. Ég held að það sé óhætt að segja, að þær ákvarðanir sem teknar hafa verið hjá Evrópubandalaginu hafi auk- ið trú bandalagsþjóðanna á sjálfar sig. Það eru sem sagt gífurlegir straumar sem fara um Evrópu og þjóðirnar leggja mjög ríka áherslu á, að þær muni standa við tíma- setningar sínar. — Þetta muni komast á. Hitt er alveg Ijóst að það eru ýmis Ijórí í veginum og mjög ólíklegt, að það takist að fullu fyrir þennan tíma. Þau lönd sem eru fyrir utan, eins og EFTA-þjóðirnar, óttast mjög að þau muni ein- angrast og eiga ekki eins greiðan aðgang með vörur sínar til EB-landanna og þau eiga núna. Af þessum sökum er m.a. nokkur ásókn af hálfu ýmissa aðila innan EFTA- landa í að ganga inn í EB. Austurríki hefur kannski gengið lengst í þeim efnum. Við vitum að það er ákveðinn þrýstingur uppi í Noregi svo og í Svíþjóð. Það sem stendur gegn því að þetta sé gert er af mörg- um toga. Það eru t.d. sögu* legar forsendur í Noregi.' Norðmenn höfnuðu aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst og fremst á þeirri pólitísku forsendu að verið væri að af- henda yfirráð ( Noregi til em- bættismanna í Brussel. í Sví- þjóð telja menn að hlutleysis- stefna þeirra samræmist ekki því að vera aðili að EB, en þeir hafa sagst vera tilbúnir að gera allt til að fara í sömu sporin, t.d. samræma löggjöf, en alls ekki ganga í EB.“ — Hvaða áhrif mun þessi nýja skipan hafa innan EB? Nú er t.d. talað um að ítalia verði stórveldi. Það virðist haldið áfram að tala um styrk einstakra ríkja innan banda- lagsins þrátt fyrir aukið sam- starf. „Þyngdarpunkturinn ( EB hefur verið að færast suður á bóginn., Þeir bættu við sig Miðjarðarhafslöndum eins og Grikklandi, Spáni og Portú- gal. Þetta hefur hins vegar skapað bandalaginu vanda- mál, þar sem þessar þjóðir eru tiltölulega vanþróaðar. Ég get ekki spáð fyrir um það hvort Ítalía verður stór- veldi. Líklegast er að þau lönd, sem eru stórveldi núna, haldi áfram að vera stór innan bandalagsins, þ.e.a.s. Frakkland, Þýskaland og Bretland. Það að þyngdarpunkturinn skuli hafa færst suður eru sumar bandalagsþjóðirnar ekki jafnánægðar með og aðrar og hafa því áhuga á samvinnu og jafnvel inn- göngu Norðurlandaþjóða. Frá sjónarhóli þeirra myndi bandalagið ná „nýju jafn- vægi“. Ymsir hafa haft á orði, að viðhorf þessara landa skipti einmitt miklu máli fyrirokkur og þeirra stjórnmálafla innan þeirra, sem hafa áhuga á þvi að uppbygging innan Evrópu- bandalagsins verði meira fé- lagsleg en ella. Félagslega séð eru Noröurlöndin náttúr- lega mjög þróuð.“ — Þessi „móralski stuðn- ingur“, kemur hann kannski helst frá Bretlandi og írlandi? „Já. Ég á kannski ekki að vera að gera upp á milli þjóða í þessum efnum, en mér hefur fundist að það væri verulegur skilningur á okkar málum hjá þingmönn- um innan Evrópuþingsins og hjá vissum aðilum innan framkvæmdastjórnar, þó þar sé mikill, stigsmunur á. Þegar ég heimsótti þingið létu margir^iingmenn þar í Ijós áhuga^á því að auka sam- skipti við ísland. Min skoðun er sú, að við höfum ekki rækt það hlutverk nógu vel. Með eamskiptunum getum við haft áhrif á hvað þeir eru að gera. Fyrsta verkefni okkar i slíkum samskiptum er náttúr- lega að sjá til þess, að þeir skaði ókkurekki, því ýmsar sarnþykktir sem þeir gera geta vissulega gert það. Við verðum að reyna að sjá til þess, að þróunin geti orðið okkur til hagsbóta. Við megum alls ekki ein- angrast, því samskiptin skipta okkur öllu máli, bæði efnahagslega og pólitískt. Við megum því ekki verða eins og Albanía, svo ég nefni það dæmi. Það fer því ekki milli mála, að við verðum að breyta lög- gjöf hjá okkur í frjálsræðis- átt. Við megum ekki verða afturhaldssamir einangrunar- sinnar, að þvi er varðar fjár- magnsflutninga og réttindi til atvinnurekstrar. Það er m.a. þannig sem við aðlögum okkur Efnahagsbandalaginu og ég tel að það muni verða íslensku efnahagslífi til góðs.“ Lega Islands skiptir máli í samskiptum við þessa aðila. Við þurfum ekki að nota okkur það með neinum hœtti. Það kemur inn af sjálfu sér 44 — Hjá Jóni Baldvin og fleirum hefur komið fram aö íslendingar veröi að fara að fylgjast betur meö þessum málum og þegar hefur verið nefndur sá möguleiki i tengslum við umræðu um veika stöðu íslensku krón- unnar, að tengja hana Evrópugjaldmiðlinum, ECU. Hvernig list þér á þessa hug- mynd? „Ég held að menn séu að leita að einhvers konar 'skyndilausn þegar þeir halda þessu fram. Veikleiki is- lensku krónunnar verður nákvæmlega sá sami, hvort sem hún er miðuð við ECU eða einhverja aðra samsetn- ingu. Við erum með ákveðna körfu af myntum sem við miðum krónuna við núna. Það að skipta um körfu held ég að skipti engu meginmáli. Mín skoðun er sú, að það sé miklu farsælla heldur en að beina sjónum sínum að því að festa islensku krónuna við þessa Evrópukörfu að horfa á hvaða gagn við get- um haft af því að auka frjáls- ræði í fjármagnsflæði. Auka samskiptin við erlenda aðila í atvinnurekstri. Veita þeim auknar heimildir til þátttöku í atvinnurekstri og aðlaga ís- lenskt efnahagslif fyrst með þeirn hætti umheiminum. Árangurinn af þessu ætti síðar að gefa okkur mögu- leika á að meta betur hvort myntkerfi þeirra hentar okkur eða ekki.“ — Þú nefndir áðan hugsanlega togstreitu á milli norðurs og suðurs innan EB. Eigum við að vinna með Norðurlandaþjóðunum öðr- um fremur i samskiptum við bandalagið? „Það er ekki nokkur vafi á því að við eigum alltaf mesta samleið með Norðurlanda- þjóðunum. Ég held þó, að við getum unniö þetta meö ýms- urn hætti. í fyrsta lagi tel ég að við eigum að nota EFTA til að vinna fyrir okkur. Það eru ýmis atriði sem ég held að EFTA sé vel í stakk búið að sinna. Á vettvangi Norðurland- anna getum við rætt ýmis- legt sem varðar félagsleg málefni og gerð efnahagslífs- ins, t.d. frjálsræði á vinnu- markaði, í fjármagnsflutning- um og í atvinnurekstri. í þriðja lagi þurfum við bein samskipti viö bandalag- ið um ýmis atriði sem eru sérstök fyrir okkur, sjávarút- vegsmálin og fleira. Síðast en ekki síst þurfum við að átta okkur á þvi, hvað við viljum gera. Treystum við okkur t.d. til þess, að vera með svipað skattkerfi og verið er að taka upp innan Evrópubandalagsins? Þeir eru með virðisaukaskatt í tveimur þrepum vegna þess að þeir treysta sér ekki til að vera með eitt þrep og lægri skattprósentu en við erum með. Hvernig myndi þetta ganga upp hjá okkur? Hvað treystum við okkur langt í því að opna efnahagslífið fyrir þátttöku erlendra aðila? Hvaða svið henta? Hvað treystum við okkur langt i frjálsræði í fjármagnsflutn- ingum? Hér eru ýmsar hömlur. Hafa þær skilað ein- hverjum árangri? — Hvert er kalt mat þitt á því hvar við stöndum gagn- vart sameiginlegri sjávarút- vegsstefnu Evrópubandalags- ríkjanna? „Þau fylgja eigingjarnri sjávarútvegsstefnu. Þau setja stórfé í að þróa sjávarútveg hjá sér, fyrir sig, og sækjast eftir veiðiheimildum utan síns landsvæðis. Kaupa t.a.m. heimildir við Grænland og Afríku. Það er greinilega þrýstingur á löndin utan við. Til dæmis tókst þeim að semja við Norðmenn um svo- litlar heimildir hjá þeim. Til- hneiging hefur verið til þess aó versla með viðskiptafriö- indi á móti heimildum til fisk- veiða sem við teljum út í hött. Menn eins og Magnús Gunnarsson hjá SÍF hafa t.d. bent á að EB vilji stuðla að sem mestum ferskfiskút- flutningi frá okkur svo þeir geti saltað og fryst og gert hvað sem þeir vilja. Slík þró- un getur ekki verið okkur að skapi.“ — Varnarmálin hafa komið inn i þessa umræðu. Getur staða okkar á landakortinu styrkt stöðu okkar í samning- um við bandalagiö? „Ég vil ekki hnýta þessi mál saman. Ég er þeirrar skoðunar að það fyrirkomu- lag sem við erum með í varn- armálum hafi gefist okkur vel, og vil að við höldum okkur viö það. — Ekki fara út í neina ævintýramennsku. Hitt eralveg Ijóst að nátt- úruleg lega íslands skiptir máli pólitiskt. Ég er t.d. alveg sannfærður um að Banda- rikjamönnum er ekkert sama um örlög íslands, vegna þess að landið skiptir máli fyrir þeirra varnir. Á sama hátt er Evrópuþjóðunum ekki sama um örlög íslands, efnahags- lega eöa pólitískt. Af þessu leiðir að lega ís- lands skiptir máli i samskipt- um við þessa aðila. Við þurfum ekkert að nota okkur það með neinum hætti, það bara kemur inn af sjálfu sér.“ — Kemur þetta mál upp í viöræðum? „Nei, ekki nema verið sé að fjalla sérstaklega um slík mál.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.