Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 5
Laingardagur20. ágúst 1988 FRÉTTIR j Presti falinn rekstur KRON og Miklagarðs j RADNING FORSTJORA RÍDUR SAMEININGAR „Það er ekki nokkur leið að svara þessu strax. Ég sagði stjórninni, þegar búið var að ákveða þetta, að ég liti ekki á þessa ráðstöfun til mjög langs tima. Þetta er ekki nýtt starf sem ég hef fengiö, heldur er verið að launa stjórnarformanninn,“ sagöi Þröstur Ólafsson, stjórnarfor- maður KRON og Miklagarðs, við Alþýðublaðið í gær, en stjórn KRON ákvað að fela Þresti formlega yfirumsjón með starfsemi félagsins meðan unnið verður að sam- einingu og endurskipulagn- ingu rekstrar fyrirtækjanna. Stjórnin ákvað á fundi sinum að ganga fyrst frá sameining- armálum, áður en ráðinn yröi nýr framkvæmdastjóri. Þröstur sagöi að meö þessari ákvörðun væri því nánast slegið á frest um óákveðinn tíma að ráða nýjan framkvæmdastjóra. „Þaó var ákveðið að ganga frá samein- ingarmálum áðuren farið yröi að ráða framkvæmda- stjórann,“ sagði Þröstur. Fyrst um sinn, a.m.k., munu Ólafur Stefánsson, kaupfélagsstjóri KRON, og Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Miklagarðs, gegna störfum áfram að sögn Þrastar. Frá og meö 1. september hefur sérstök rekstrarstjórn með höndum daglegan rekst- ur undir forystu Þrastar stjórnarformanns. Reiknað er með að fyrsta áfanga sameiningarinnar verði lokið um áramót og að málið verði í höfn fyrir aðal- fund KRON á næsta ári. Þröstur Ólafsson: Lit ekki á þessa ráðstöfun til mjög langs tima. Lánskjara vísitalan 1,67% hækkun í ágúst Lánskjaravisitala hækkar um 1,67% í ágústmánuði og umreiknað til árshækkunar svarar það til 22% veröbólgu en miðað við hækkanir vísi- tölunnar siðustu þrjá mánuði er árshækkun lánskjaravísi- tölunnar 45,9% ÁBYRGÐAR- LAUST TAL segir Þórður Ingvi Guðmundsson, framkvœmdastjóri kaupleigufyrirtœkisins Lindar hf, um ummœli Olafs Ragnars um ógœtilega fjárfestingu kaupleigufyrirtœkja. Ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns Al- þýðubandalagsins, um að tvö fjárfestingarfyrirtæki standi nú mjög tæpt og geti ekki staðið við skuldbindingar sinar hafa vakið mikla at- hygli. Ólafur segir að fjár- mögnunarfyrirtæki hafi aö undanförnu orðið að yfirtaka 30—40 fyrirtæki og fjár- magniö liggi nú ávöxtunar- laust „á lager“ eignarleigunn- ar. Ólafur hefur ekki viljað nefna hvaða fyrirtæki hér er um að ræða. Fjögur eignar- leigufyrirtæki starfa nú í Reykjavík og segir Þórður Ingvi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Lindar hf., í samtali við Alþýðublaðið að þessi ummæli Ólafs geti ekki átt viö Lind þar sem Lind hafi engum kaupleigusamningum tapað á tveggja ára ferli sínum. Aðeins hafi tvívegis þurft að sækja bíla sem leigðir voru á starfstímabil- inu. „Þeir voru seldir skömmu síðar og því bárum við ekki skarðan hlut frá borði. Vanskil hafa verið inn- an við hálft prósent, sem er mjög gott hlutfall. Við gerum hins vegar ráð fyrir þvi að vanskil fari vaxandi vegna erfiðleika fyrirtækja. Það er mikill ábyrgðarhluti að halda þessu fram eins og Ólafur gerir án þess að nefna fyrir- tækin á nafn, því hættan er sú að nú fari kaupendur að kippa að sér hendinni, sem getur leitt til keðjuverkunar," segir Þórður Ingvi í samtali • við Alþýðublaðið. Hljómplata landsliðsins var kynnt á Sprengisandi i gær, en veitingastaðurinn er einn fjölmargra styrktaraðila HSÍ. A-mynd/Magnús Reynir. Handboltalandsliðið EKKI SUNGIÐ SITT SÍÐASTA Landslið íslands í hand- bolta hefur ekki sungið sitt síðasta. Framundan er mikil törn í æfingum fyrir Ólympíu- leikana, en á þriöjudag kemur út hljómplata með söng pilt- anna og Ladda, sem hefur aðstoðað dyggilega. Grunntónninn að lögunum þremur, sem eru á plötu Steinaútgáfunnar, er saminn af Valgeiri Guðjónssyni. Ef dæmið gengur upp verður hagnaöur af plötunni 1,5—2 milljónir króna, sem munu renna óskiptar til handknatt- leikssambandsins. Garðabœr BYGGJA 47 IBUÐIR FYRIR ALDRAÐA í Garðabæ var stotnaö byggingarfélag 10. ágúst sf. til að hefja byggingu ibúða fyrir aldraða Garðbæinga. Hefur verið ákveðið aö hefja byggingu 47 íbúða fjölbýlis- húss og verður stærð ibúö- anna frá 60—100 term. „Áður hafði starfað undir- búningsnefnd til aö kanna möguleika á að byggja íbúðir fyrir aldraða eins ódýrt og kostur er og er ákveðið að hefja byggingarframkvæmdir þegar i haust við miðbæinn,1' segir Einar Guðmundsson, formaður félagsins. Að sögn Einars er stefnt að því að íbúðirnar verði til- búnar eftir 14 mánuði. Sagði hann jafnframt að ekki væri búið aö ganga frá fjármögn- unarhliðinni endanlega, en það væri Ijóst að þetta fyrir- komulag gerði öldruðum kleift að eignast þessar íbúð- ir mun ódýrar en á frjálsum markaði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.