Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 15
Laugardagur 20, ágúst 1988 15 Maxi Priest til ísiands Einn vinsælasti dans- reggae-söngvari Evrópu, Maxi Priest, er væntanlegur til ís- lands helgina 26. og 27. ágúst og mun syngja fyrir gesti Broadway. Maxi Priest hefur sent frá sér fjórar LP-plötur og sú síð- asta, Maxi, inniheldur þrjú af topp tiu í Bretlandi um þess- ar mundir. Þaö eru lögin How can we ease the pain, some guys have all the luck og Cat Stevens-lagið Wild world, sem vermt hefur fyrsta sæti allra íslensku listanna í sex vikur. Opið hús á Hvanneyri I tilefni af Norrænu tækni- ári 1988 verða Bændaskólinn á Hvanneyri og Bútæknideild Rannsóknastofnunar land- búnaðarins með opið hús á Hvanneyri sunnudaginn 21. ágúst klukkan 13—17. Þarna verður kynntur bæði gamli og nýi tíminn i land- búnaði, dýrasýning verður fyrir börnin og léttar veitingar á boðstólum. Þetta er tilval- inn sunnudagsbíltúr fyrir fjöJ- skylduna og allir eru hjartan- lega velkomnir. Opið hús á næstunni: Sunnudaginn 4. sept.: Rannsóknastofnun landbún- aðarins. Sunnudaginn 11. sept.: ís- lenska járnblendifélagið. Sunnudaginn 18. sept.: Mjólk- urstöðvar víða um land. REYKJMIÍKURBORG Actutovi Stidtvi Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27 Starfsfólk vantar í eftirtalin störf: Vakt — hlutastarf, aöstoð við íbúa. Eldhús 75% starf — vinnutími 8—14, unnið aðra hvora helgi. Heimilishjálp: 100% starf, hlutastarf kemur til greina. Dagdeild: Hlutastarf — aðstoð við vistmenn. „Hljóðleiðsla" Fyrirtækið Námsljós hefur nýlega hafið kynningu og sölu á bandarískum kassett- um með undirvitundarboð- um (Subliminal Messages) sem hefur verið gefið nafnið „hljóðleiðslá'. Þessi tækni, sem hefur mikið verið notuð í Bandaríkj- unum sl. ár og býðst nú hér á landi, notar dulda hæfileika og undirvitund notandans til að skerpa viljastyrk og ein- beitni. Hljóðleiöslu er beint að undirvitundinni með jákvæðum skilaboðum sem skipta þúsundum á hverri kassettu. Boðin eru með svo lága tíðni að aðeins undirvit- undin greinir þau, en á með- an heyrir notandinn aðeins sjávarnið eða Ijúfa tónlist. Vegna þess aö dagvitundin heyrirekki hljóðleiðsluboðin getur notandinn gert allt mögulegt annað um leið og hljóðleiðslukassetta er spil- uð, s.s. lesið, sofið, unnið, keyrt bíl og horft á sjónvarp. Boðin eru á einfaldri og skýrri ensku og höfða til lausnar á margvíslegum verk- efnum. Á hverri kassett.u er tekist á við ákveðið mál (stundum nokkrar saman í pakka) s.s. að hjálpa fólki til þess að grennast, hætta að reykja, njóta betur kynlífs, sofa betur, auka sjálfstraust o.fl. o.fl. Ef fólk óskar eftir nánari upplýsingum má panta ókeypis kynningu meö því að skrifa til Námsljóss, Pósthólf 183, 212 Garðabæ eða hringja i sima 91-652344 og 91-21170. Upplýsingar gefur forstööumaöur í stma 685377 frá kl. 10—14 daglega. maJi skiptir að vera vakandi mÉUMFERÐAR við stjýrið. Wráð Vor og sumarliWr komnir ssmetíc soyrtivömr í' hæsta worattu fra hinu þekMa ty ^Orionl Rnníandi LUMENE ALÞÝÐUFLOKKSFERÐ TIL SPÁNAR SKRIFSTOFU ALÞÝÐUFLOKKSINS hefur tekist að útvega góð kjör á ferð til Spánar. BOÐIÐ ER uppá tveggja vikna ferð. EF ÞATTTAKA verður næg förum við til Madrid og heimsækjum spænska bræðraflokkinn og skoðum höfuóborgina. FARIÐ VERÐUR 20. september og gist í góðum íbúðum á Benidorm. VERÐ frá kr. 32.900.- tvær vikur. NÁNÁRI UPPLÝSINGAR hjá fararstjóra Guðlaugi Tryggva s: 681866 e.h. og hjá Ferðamiðstöðinni s: 28133, Fanney.FJÖLMENNUM til landsins þar sem jafnaðarmenn hafa skapað efnahagsundur. Ath. 3 vikur frá kr. 40.700.- VIVA ESPANA ALÞÝDUFLOKKURINN . Guðlaugur Tryggvi Karlsson, fararstjóri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.