Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 20. ágúst 1988 formið sé að fjarlægjast fólk eða er fólkið einfaldlega of upptekið af sinni velmegun og kemur hvorki verkalýðs- hreyfing né stjórnmálaflokkar við? „Þetta er sjálfsagt blanda af öllu. Verkaskiptingin seil- ist inn á fleiri sviö og yfir allt þjóöfélagið. Beina lýðræöið í verkalýöshreyfingunni er kannski ekki í takt við lýö- ræðishugmyndir fólksins sem er vant verkaskiptingu gagnvart þingmönnum og fulltrúum í sveitarstjórnum. Á vinstri kantinum eru menn of háöir lenínískri hugmynd um meövitaöa hugsuði sem eiga aö stjórna fjöldanum þannig aö þaðan kemur ekki krafa um virkt lýöræöi. í daglegu lifi okkar er sterk tilhneiging til aö skipta lífinu skýrar en áöur milli vinnu og heimilis. Vinnustaöurinn er til aö afla sér tekna og hefur ekki sama inntak og áöur. Á síðari árum hefur þaö gerst aö hjón eiga sína vini, en ekki eins og áður aö konan átti sínar vinkonur og karlinn sína vini. Ég held aö samver- an í fjölskyldunni hafi aukist, en hún er fyrir framan sjón- varpið. Fólk er meira saman fyrir framan lifandi myndir i kass- anum en um sé aö ræöa skapandi mannleg samskipti í fjölskyldunni. Þar er hætt- an. Fólk lokar sig af í litlum fjölskyldureit og reynir aö skapa persónuleg hugguleg- heit í kringum sig. Þetta er skiljanlegt en ekki beinlínis heppilegt til aö efla þær fé- lagslegu stofnanir, sem viö viljum styrkja." — Þú talar um „beint lýö- ræði“ sem nauðsyn verka- lýðshreyfingar, en eruð þið ekki flækt i önnur net, þar sem krafist er af ykkur að taka þátt í mótun samfélags, sem er margbrotnara efna- hagslega en áður? Eruð þiö ekki þessi ábyrgi aðili sem verður að spyrja hvað á að gera í dag og á hvaða nótum eiga vextir að vera o.s.frv? „Út af fyrir sig hefði ég ekkert á móti því aó þú kæm- ir þessu sjónarmiði á fram- færi vió þá, sem þú ert aó vinna fyrir, þvi aö þeir hafa ekki haft þetta samráö mjög að leiðarljósi. En það er Ijóst aö viö stöndum frammi fyrir því í verkalýðshreyfingunni aö kjör og réttindi okkar fólks eru ekki nema aö hluta til tryggö meö samningum viö atvinnurekendur, og þaö skiptir máli um lífskjörin hvernig haldiö er á málum á vettvangi hins opinbera. Þaö á ekki bara viö um félagsleg mál eins og löggjöf um trygg- ingar, heldur á þaö einnig viö um atvinnumál, vaxtamál o.s.frv." AF ALÞÝÐUFLOKKI Á VILLIGÖTUM — Er verkalýðshreyfingin afskipt i dag? Fær hún aö fljóta meö án þess aö vera innt álits? „Þaö er Ijóst að þjóðfélag- ið vinnur ekki alltof vel i boð- hætti, og ef ákvarðanir ganga í berhögg viö þaó sem almenningur telur vera rétt og sanngjarnt leiöir þaö af sér ólgu, sem getur gert stjórnvöldum erfitt fyrir um aö fara sínu fram. Stjórnvald sem gengur þvert á þaó sem verkalýðshreyfingin vill lendir venjulega fyrr en seinna í þeim vanda. Þetta er aó koma fram gagnvart þeirri stjórn sem situr í dag. Ríkisstjórnin hefur haft mjög takmarkaðan áhuga á aö haga stefnumörkun og aögerðum á þann hátt að það yröu sættir við verkalýðs- hreyfinguna. í stærstu mál- um gildir þetta, t.d. þegar hún leggur skatt á allar mat- Vandinn er að fá stjórnmálamenn til að líta til lengri tíma og fást við viðfangsefnin — ekki bara þrjá daga eða þrjá mánuði samfellt, heldur til lengri tíma. Öðru vísi leysast málin ekki. vörur, og gengur á hag þeirra sem verst standa. Og hitt stóra málið er lagasetningin í vor um aö banna samninga- gerö. Þaö er athyglisvert aó Al- þýðuflokkurinn var einn stjórnarflokka meó einhvern vilja til aö hafa samskipti viö verkalýðshreyfinguna í sam- bandi viö bann við gerö samninga. Viö áttum frum- kvæöi að því, ég, Karl Steinar og Karvel, aö eiga samtal vió ráöherra Alþýöuflokksins. Þeir voru þá tilbúnir að beita sér fyrir því aö ríkisstjórnin færi ekki þær brautir sem . hún endaði í. Því voru i fyrstu umferð teknar upp formlegar viöræður viö verkalýðshreyf- inguna. Á fyrri fundinum meö sjálfri rikisstjórninni kom fram eindreginn vilji ráðherr- anna Jóns Baldvins, Stein- gríms og Þorsteins aó ræóa almennt um vandamál, sem aö steðja i efnahagsmálum. Þá var viðurkennt af öllum aó kaupið væri í sjálfu sér ekki stórmál. Þaö var eftirtektar- vert að Jón Baldvin bætti ýmsum atriðum, sem hann taldi aö þyrfti aö ræöa, viö þann lista sem viö komum meö. Þess vegna var þaö mjög sérkennilegt þegar Þor- steinn ákvaö aö slita viðræö- unum og setja Jón Baldvin og Steingrím i bindindi. Á síðari fundinum sögöu þeir ekki neitt. Alþýðublaðið segir svo frá þvi aó ég hafi komið meö óaðgengilegan lista og spillt fyrir viðræöum. Þeir vissu betur á blaðinu aö Jón Baldvin haföi bætt á þann lista, en þetta er eitt af þeim áróöursbrögöum, sem menn nota á undarlegum stundum til aö pakka hlutunum saman eins og hentar þeim best. Þessi kúvending Alþýðu- flokksins kom mér satt aó segja á óvart, og ég hef svo- litlar áhyggjur af því aö Al- þýóuflokkurinn setji sig í þá stööu aö hann sé aö veröa ábyrga íhaldsafliö í ríkis- stjórninni. Steingrímur er í augum fólks orðinn sá sem helst vill fara meö gát að kjörum fólks og aóstööu á meöan Alþýðuflokkurinn fær æ meira á sig yfirbragð þess sem ekki skirrist við aö ganga harkalega fram. Þetta er Alþýöuflokknum hættu- legt, því aö hann heföi staðið betur, ef hann hefði haldiö uppi félagslegri afstöðu og lagt meiri rækt viö aö sinna þeim viöhorfum, sem eru rikj- andi innan verkalýóshreyfing- arinnar. Ekki tekur betra viö, þegar menn fara aö ræöa niður- færsluleiöina í efnahagsmál- unum í dag. Hún leiðir ein- ungis til þess að laun sumra lækkuöu. Forystumenn Al- þýóuflokksins setja engan fyrirvara um þessa leið. Þaö sem stakk mig var aö daginn eftir að Alþýðu- blaöiö haföi fyrst allra sagt frá niður- færsluleiöinni er viötal við viöskiptaráöherra flokksins meö yfirskriftinni: Lögþving- uö vaxtalækkun nær ekki til- gangi sínum. Þar kemur strax fram yfir- lýsing frá viöskiptaráöherra Alþýóuflokksins aö vextir veröi ekki skornir niður, þó aö launin veröi skorin niður. Alþýöuflokkurinn ber lika ábyrgð á verðlagsmálum og þar stöndum viö frammi fyrir því aö fulltrúi viöskiptaráó- herra greiddi atkvæöi gegn tillögu minni í verðlagsráói i vor um að takmarka álagn- ingu vegna gengisfellingar- innar. Það hefur hvergi komiö fram aö minnsti vilji sé til þess hjá ráðherrum aó taka á verölagsmálum. Aögeröir á peningamarkaði eru mjög ófullkomnar, þar sem bindiskylda hefur engin verið á gráa markaðnum og núverandi ákvæöi gera hlut veröbréfamarkaöa miklu hag- stæðari en bankanna. Smám saman flyst allt lánsfé yfir á gráa markaóinn, enda fara bankarnir æ meira inn á þennan markaó. Erlendar lántökur hafa auk- iö á þensluna, á síðasta ári tóku kaupleigufyrirtækin t.d. 2,5 milljarða kr. aö láni erlendis, sem var svipuð upp- hæö og halli ríkissjóös." — Er Alþýöuflokkurinn aö þínu mati, Ásmundur, aö ein- angra sig frá félagslegu öfl- unum? „Þaö er ákveóin hætta á aö Alþýðuflokkurinn sé að taka ákvörðun um aö hætta aö vera félagslega sinnaður flokkur. Hann er aö fá þá ímynd, en ég veit ekki hvað er aö gerast innan flokksins. Flokkurinn er kominn hættu- lega langt meö aö tala fyrir- litlega um þaö tillit sem óhjákvæmilegt er aö taka til þeirra, sem eiga erfitt í þjóö- félaginu.'1 — Formaður þins flokks hefur biðlað til Kvennalista og Framsóknarflokks, og vill að yfirlýsingar verði gefnar um samstarf aö loknum kosningum, ef til þeirra kem- ur. Ertu sammála honum? „Ég held aö þaö sé ólíklegt aö fá yfirlýsingar frá öörum flokkum um svona samstarf. Þaö getur verið fallegur draumur. Kvennalistinn vinn- ur atkvæöi vegna þess að fólk sér að hann hefur jákvæöan vilja, og jafnvel út á þaó aö gefa ekki alltof af- mörkuö svör. Fólk er orðið þreytt á loforðum um einfald- ar lausnir, sem þaö sér að hafa ekki fært okkur fram á veginn. Fólk kallar á einhvern með jákvæöan vilja til aö fikra sig áfram. Þar hefur Kvennalistinn náð árangri. Og enginn sér á þessu stigi hvaöa yfirlýsingar kynnu aö koma frá Framsókn fyrir kosningar." ÞARF SÆMILEGAN FRIÐ — Þú hefur margoft lýst því yfir að það þurfi alhliða aðgerðir til að ná efnahags- legu jafnvægi. Þýðir það ekki að það þarf að ná þverpólit- ískri samstöðu? „Ef viö ætlum aö búa viö sæmilegan friö þurfa aö vera sæmilegar sættir. Þaö sem skiptir okkur mestu máli er aö koma á meiri jöfnuöi. Af- koman hefur batnaö en mis- skiptingin hefur aukist. Með aðgerðunum 1983 var tekju- lægsta fólkið keyrt niður í kaupmætti um fjórðung, og viö höfum ekki náö okkur út úr þeirri misskiptingu. Viö sitjum aö mínu viti verr í dag en viö sátum þá.“ — Hvað þarf fyrst að gera? „Það verður að ná jafnvægi í efnahagslífinu. Hvorki nið- urfærslan né gengisfellingin ná árangri í átt til jafnaðar. Verkefniö kallar á víötæk viöbrögö. í fyrsta lagi er Ijóst aö þaö verður aö taka á rikis- fjármálunum. Efla aöhald í útgjöldum og gera ráðstafan- ir til aö auka tekjur. í mínum huga er ekki minnsti vafi á því aö það verður að koma til ný skattlagning. Menn gengu í ranga átt meö matarskattin- um. Þaó á að leggja skatta á vexti, skattleggja háar tekjur meö öðru skattþrepi og í þriöja lagi á aö skattleggja meira þau fyrirtæki, sem hafa góöa afkomu. Á peningasviði verður aö koma stjórn á gráa markaðinn eins og ég hef nefnt. Ég tel mjög koma til greina aó beita handafli til aó koma vöxtum niður, því aö vextir í dag eru bókstaflega út í hött. En þaö verður ekki gert nema meö því aö koma böndum á allan peningamarkaðinn. í þriöja lagi þurfum við uppstokkun í atvinnulífi, og þar er ekkert einfalt svar. Vandi frystihúsanna kallar á sérstaka fyrirgreiðslu, sem væri skynsamlegra að veita meö þvi aö ganga á ríkissjóð frekar en fara gengisfellingar- leið. Það er hins vegar heimskulegt að dæla pening- um í þessi fyrirtæki án þess að stokka þau upp um leið. Bráöabirgðaaögeróir núna gætu verió fólgnar i því aö létta af ýmsum kostnaði til að gefa fyrirtækjum svigrúm til aö komast undan þeim vanda sem blasir viö, meö því fengist tími til aö leita varan- legri lausna. Innra skipulagi fyrirtækja er víöa ábótavant, sums staö- ar þarf að Ieggja niður fyrir- tæki og annars staöar sam- eina fyrirtæki. Uppstokkun í atvinnulífi á ekki bara viö sjávarútveg. Hún á ekki síður við verslun og þjónustu. Rétt eins og þaö er misskipting milli ein- staklinga í þjóðfélaginu er aðstaöa fyrirtækja ekki jöfn. Þaö þrengir aö útflutnings- greinum, en ekki aó sama skapi aö þjónustugreinum. Vandinn er aö fá stjórn- málamenn til aó líta til lengri tíma og fást viö viðfangsefn- in ekki bara þrjá daga eöa þrjá mánuöi samfellt, heldur í lengri tíma. Ööru vísi leysast málin ekki.“ HIN EIGINLEGA STJÓRNARANDSTAÐA — Þaö getur fariö á hvorn veg sem er aö stjórnin taki á málum til lengri tíma eöa fari frá. Hvaö gerist viö kosning- ar? Verður Alþýöubandalagiö komiö úr tilvistarkreppunni? „Ég held aö ég sé ekki í betri aöstöðu en þú aö svara því. Kosningar geta Ieitt til jákvæöra breytinga og þvi gæti verið skynsamlegast aö fá kosningar sem fyrst, svo að uppstokkun geti orðið í kjölfar þeirra. Vœri tilbúinn að fella hvaða ríkis- stjórn sem hegðar sér á þann hátt sem ríkisstjórnin gerir núna. En meginmáliö er aó leggja niður fyrir sér hvaö á aö gera. Hvaöa lausnir koma til greina og hvernig er hægt aö ná samstööu svo aö þær lausnir veröi aö raunveru- leika? Það hefur vantaó á í störfum stjórnarandstöðunn- ar aö hún geröi tilraunir til aö svara því hvernig hún brygö- ist viö, ef hún væri í stjórn. Þegar þjóóhagsspáin kom um ríkishallann voru viö- brögö samanlagðrar stjórnar- andstööu aó leggja mikla áherslu á hvaö vandinn væri mikill, án þess aö tilraun væri gerð til að lýsa því hvernig hún teldi að ætti aö takast á viö vandann. Vegna þessara viðbragða stjórnarandstööunnar er kannski eölilegt aö Stein- grímurverði hin eiginlega stjórnarandstaða í landinu, eins og almenningur sér þaö.“ — Veröur þá Steingrímur ekki aö ganga til liðs viö höf- uðlausa stjórnarandstöðu og mynda stjórn? „Ég útiloka ekki aö hann heföi lag á aö vera líka í stjórnarandstöðu þar, en það gæti vel verið aö það væri kostur." — Hver veröa viöbrögö verkalýðshreyfingar viö geng- isfellingu eða niðurfærslu? „Fyrir mér er þaö algjört grundvallarmál aö verkalýös- hreyfingin fái samnmgsrétt- inn aftur. Af þeim sökum ein- um væri ég tilbúinn aö fella hvaöa ríkisstjórn sem hegöar sér á þann hátt sem ríkis- stjórnin gerir núna. Varöandi hvaö gerist eftir kosningar óttast ég að viö fengjum Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk eina í stjórn.“ SAMI STOFN — Fyrir áratug voru Al- þýöuflokkur og Alþýöubanda- lag með landsstjórnina i höndum sér eöa næstum því. Eiga þeir að sigla hvor upp aö öörum? „Tvennt er ólíkt. 1978 var ákveðin samstilling milli flokkanna. Þeir voru saman í stjórnarandstööu og stilltu strengina saman fyrir kosn- ingar. Báöir lögöu sig fram um aö fylgja eftir sjónarmiö- um verkalýöshreyfingarinnar. Hvorugt hefur verið uppi á síöustu árum. Flokkarnir hafa verið eins og hundar og kett- ir. Þá á ég viö flokksforystu- menn. Innan verkalýöshreyf- ingar hefur samkomulagið verið gott. Jafnframt er ákveöin fjarlægð milli þeirra sjónarmiða sem eru ráðandi í verkalýðshreyfingunni og i flokkunum. Þaö á við báöa flokkana. Ef menn eiga aö vænta einhvers árangurs veröur aö færa hvort tveggja i sama horfið aftur.“ — Og þaö mun ekki ger- ast meö Alþýðuflokk í stjórn og Alþýðubandalag sem á nóg meö sjálft sig? „Það mun ekki gerast á meðan unnið er eins og gert er í dag.“ — í báöum flokkunum? „Já, þaó á við báöa, þó aö staðan sé ólík. Alþýðubanda- lag, eins og þú sagðir, á nóg með sjálft sig, sem er kannski stærsti vandi þess, og svo Alþýóuflokks sem viróist vera aó gleyma sínum félagslegu forsendum." — Hvernig nær Alþýðu- bandalagið áttum? „Þaö sem skiptir máli er aó fá efnislega fótfestu. Kannski er stærsta málið fyrir Alþýðu- bandalagiö að stilla sig betur í átt viö þaö sem er aö gerast í verkalýðshreyfingunni. Þaö er eina leiöin, ef þaö ætlar aö sækja fram á viö. Þaö sama gildir um Al- þýðuflokkinn, því rætur hans eru hinar sörnu."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.