Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 20. ágúst 1988 -TI n |» y i' ri* n'l l .. I MMÐUBLMÐ Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helgarblaðs: Þoriákur Helgason Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar Friðriksson. Dreifingarstjóri: Þórdis Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virkadaga, 80 kr. um helgar. FRAMTIÐIN SKIPTIR MEIRA MÁLI Tvisvar á dag, tvo tíma í senn. Þannig hljóöar forskriftin aö efnahagsbata. Forstjóra- nefndin á aö skila Þorsteini forsætisráðherra tillögum aö framtíðinni eftir helgi, þegar hann hefur náö fótfestu eftir flugiö. Nefndin hefur þingaó hvern dag inni í Rúgbrauðs- gerö — og er byrjuó aö lekaefnahagstillögum í Moggann. „Þaö þarf aö vera hægt aö leggja meiri peninga í áhættu- rekstur," er haft eftir formanni nefndarinnar. Á sama tíma er þjóöin aö fara kollskít á kolvitlausum fjárfestingum. Þaö hefur veriö slíkur „áhætturekstur" í þjóðarbúinu, aö menn sjá bókstaflega enga leiö út úr góðærinu. Þaö eru veikleikamerki aö ríkisstjórn sem hefur stjórn- aö landinu skuli leggja efnahagsástandiö í nefnd. Ríkis- stjórnin hefur hamast við aö stjórna í eitt ár meö þeim af- leiöingum aö nokkrum forstjórum (að fulltrúa Alþýðu- flokks undanskildum) erfaliö aö leita leiöaút úr ógöngun- um. Þegar sú mæta nefnd hefur síöan lagt fram tillögur, meöal annars aö stórfelldum hækkunum vaxta af hús- næðislánum, veróur ríkisstjórnin auövitað aö stofna aöra nefnd. Þá veröur fjölskyldunefndinni væntanlega falið aó finna leiðir út úr ógöngum vaxtabyröarinnar, sem for- stjóranefndin leggur til að veröi aukin. Stjórnarflokkarnir funda stíft þessa dagana og þaö er vonandi aö þeir komi meö uppástungur um efnahags- aögerðir. Ýmsirkostireru fyrirhendi, niöurfærslaog geng- isfelling. Og þriöja leiðin sem er „hreinsun á markaönum" sem felst í því aö markaðslögmálin fái aö framkalla enn frekari niðurtalningu lífskjara. Þá kæmi betur í Ijós á hversu miklum brauöfótum efnahagskerfið stendur. Þessi leiö er freistandi en stórhættuleg. Okkur ætti nú þegar aö vera fullljóst aö atvinnulíf er í þroti víða og þaö þarf stór- kostlega uppstokkun í fyrirtækjum og heilu atvinnugrein- unum. Fer verölag upp (meö gengisfellingu) eöa niöur (meö niðurfærslu)? Um þær leióir viröist einkum deilt, en von- andi ber ríkisstjórnin gæfu til að velja braut sem er væn- legust fyrir atvinnu- og mannlíf. Sú braut leiöir til framtíö- ar og þá braut raka ekki „bjargræöisnefndir" (eöa hjálpar- stofnanir). Hana verður að fara á samhliða skeiði meö verkalýöshreyfingu og öðrum aðilum vinnumarkaöarins, en ekki síst meö fjölskyldunum á þjóóarbúinu. Og fram- tíðarbrautina getur þurft að ryðja með ærlegri uppstokk- un í atvinnulífinu. Þaö er þó framtíðin sem skiptir máli — ekki einhverjir vaxtaverkir, sem á aö lækna meö fundar- skammti: „Tvisvar á dag, tvo tíma í senn.“ BODSLISTAR DAVÍ0S Frétt Alþýðublaðsins af þeirri ákvörðun Davíðs Oddsson- ar borgarstjóra aö bjóöa ekki Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra til veisluhaldanna í Viðey hefur vakiö verðskuldaðaathygli. Þaö veröuraö teljast einstakt brot á opinberum umgengnisvenjum aö ráöherra og yfirmanni sveitarstjórna- og skipulagsmála skuli ekki hafa verið boöiö til hátíðarhaldanna, þegar mannvirkin í Viöey voru formlega afhent Reykjavíkurborg eftir aö ríkisstjórn ís- lands gaf Reykjavík Viðeyjarstofu fyrir tveimur árum í til- efni af 200áraafmæli borgarinnar. Þjóóin hlýturaö spyrja sig hvort framkoma borgarstjóra viö ráöherra stafi af makalausri klaufsku eöa hvort vera megi að þeir opinberu starfsmenn og embættismenn sem sett hafa sig gegn vilja og ákvöröunum borgarstjóra í einstökum málum megi vænta þess aö vera strikaðir út af boðslistum Davíðs Oddssonar. Rannveig Guðmundsdóttir aðstoðarmaður félagsmálaráðherra HLAKKA TIL Rannveig Gudmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, var i gær ráðin aðstoðarmaöur fé- lagsmálaráðherra. Hún hefur gegnt fjölmörgum trúnaðar- störfum i sveitarstjórnarmál- um og er formaður Húsnæð- isstofnunar ríkisins. Rannveig er gift Sverri Jónssyni tæknifræðingi og eiga þau þrjú börn. „Ég hlakka mjög til aö starfa sem aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur, sem ég hef miklar mætur á og styð heilshugar, en fáar eru jafnötular og hún að hrinda fram baráttumálum jafnaðar- manna,“ segir Rannveig í spjalli við Alþýðublaðið. — Er staða aöstoöar- manns ráðherra sjálfstætt embætti eða ertu undir handarkrika ráðherra? „Þettaerekki beinlínis ráðuneytisstaða heldur hef ég þá sérstööu aö vera starfsmaður ráðherra." — Þú hefur veriö i bæjar- stjórn í 10 ár samfellt og ert á kafi i húsnæöismálum, þannig að þú ert varla gestur í félagsmálageiranum? „Það er kannski ekki hægt að segja það, a.m.k. eru þess- ir tveir málaflokkar mér ákaf- lega hugleiknir. Ég þykist þekkjavel til sveitarstjórnar- mála eftir að hafa veriö bæjarstjórnarfulltrúi í stóru sveitarfélagi og sem for- maður Húsnæöisstjórnar veit ég hversu mikilvægir mála- flokkar þetta eru. Ég hlakka líka til að kynn- ast öðrum þeim málaflokk- um, sem ég hef kannski ekki beint komist í kast við sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn eða sem opinber embættis- maður. Það eru fjölmörg svið sem eru á hendi féjagsmála- ráðherra." — Þaö hlýtur að vera meira en fullt starf að sinna Húsnæðisstofnun jafnframt bæjarmáium. Muntu hvila þig á öðru hvoru eða hvoru tveggja? „Það þýðir ekki að sitja alls staðar, og geta ekki sinnt ábyrgðarstörfum sem skyldi. Ég mun því óska leyfis í bæjarstjórn Kópavogs á næsta bæjarstjórnarfundi að varamaður minn taki sæti i bæjarstjórn. Fyrir því eru for- dæmi. Um Húsnæðisstofnun hefur ekkert verið ákveðið," segir Rannveig Guðmunds- dóttir, aöstoðarmaður félags- málaráðherra. Rannveig segist hafa farið stofugang um ráðuneytið með Hallgrími Dalberg ráðu- neytisstjóra fyrsta daginn, en hún viti það að í félagsmála- ráðuneytinu sé sérstaklega gott andrúmsloft. Einn meS kaffinu Nýliöanum í klaustrinu var tjáö þegar í byrjun, að munk- arnir legóu ofurkapp á að þagnarheitiö yröi ekki rofið. Þremur árum síöar átti ungi munkurinn erfitt meö svefn vegna þess að nagli stóö upp úr rúmbotninum. Hann kom aö máli viö ábótann sem lét fjarlægja naglann. Fimm árum síðar baö munkurinn um mjólkurglas á kvöld- in, því hann þjáöist af magaverkjum. Nú liðu átta ár og þá kom munkurinn aö máli vió ábótann og sagði að hann hygðist gefa klausturlíf upp á bátinn og yfirgefa klaustriö. Þá sagöi ábótinn: — Þetta kemur mér ekki á óvart. Þú ert búinn að vera aö kvarta alveg síðan þú komst!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.