Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 12
12 HLATURINN W (lengir lífið) w w 21. október eru liðin 20 ár frá innrás Varsjárbandalagsríkjanna í Tékkó- slóvakíu. Þar með draumurinn um meira frelsi að engu. Þegar tilveran er grá gctur gálgahúmorinn blómstrað. Hér fyigja nokkrir bitar úr hversdags- lífinu í Prag. Tékkar eru slóvakar og sagðir hafa húmórinn í lagi: ★ Brú var byggð í Prag. Til þess að reyna styrkleika hennar voru 2000 sovéskir dátar látnir ganga yfir. Þyldi brúin þá stæðist hún prófið. Ef hún héldi þeim ekki — þeim mun betra. ★ í lestarklefanum sitja Tékki, sovéskur hermaður, ung stúlka og gömul kona. Lestin brunar inn í göng og þá heyrist fyrst koss og síðan eins og einhverjum sé gefið utan undir. Þegar lestin kemur út úr göng- unum, hefur Rússanum auðsjáan- lega verið gefið vel utan undir. Hann hugsar sem svo: Klár gæi, kyssti stelpuna og sló mig sfðan utanundir. Gamla konan hugsaði: Gott hjá ungu stúlkunni að slá bölvaðan dátann. Unga stúlkan hugsaði: Algjör bjáni, hugsið ykkur að kyssa gamla konu I myrkrl. Tékkinn hugsar: Snjöll hugmynd. Kyssa sjálfan sig á hendina og reka Rússanum bylrhingshögg. — Tékkóslóvakia er hlutlausasta land I heimi. Þar blanda menn sér ekki í eigin mál. ★ Tékkinn má óska sér þrisvar. — Ég óska þess í fyrsta lagi að Kinverjar leggi Prag undir sig. í öðru lagi óska ég þess að Kínverjar leggi undir sig Prag. í þriðja lagi óska ég þess að Kínverjar leggi undir Prag. — Þettavarundarlegósk, félagi. Viltu virkilega að þeir komi þrisvar sinnum og hernemi Prag? — Já, vegna þess að þá fara þeir þrisvar þvert í gegnum Sovétríkin. ★ — Hvers vegna hafa Rússarnir verið svona lengi í Tékkó? — Þeireru að leitaað manninum sem bað þá að koma. ★ Eftir innrás Sovéthers lagði Vasil Bilak Moskvuvinur til að Tékkó- slóvakía gengi í eina sæng með Sovét sem 16. sovétlýðveldið. Til- laga Bilaks var borin undir atkvæði i miðstjórn tékkneska kommúnista- flokksins, og greiddi Bilak einn at- kvæði með tillögunnl. Daglnn eftir gat að llta I Prövdu austur i Moskvu: — Tékkneski kommúnistaflokk- urlnn samþykkti samhljóða að sam- einast Sovétrlkjunum. — Hvaða leikhús er stærst i heimi? — Tékkneska þingið. — Hvers vegna? — Jú, þinghúsið er i Prag, en leikhústjöldin I Moskvu. ★ Tékkneski smábóndinn húkti við brunninn og tautaði: — Tuttugu og tveir, tuttugu og tveir. Rússa bar að og gerðist forvitinn. — Hvað er um að vera? Bóndi svaraði engu en tautaði áfram: — Tuttugu og tveir, tuttugu og tveir. Rússinn klkti ofan í brunninn, en þá sparkaði bóndi I afturendann og Rússinn féll ofan f. — Tuttugu og þrir, tuttugu og þrír. ★ í tékkneska útvarpinu eru fréttir flokkaðar i þrennt! Heilagan sann- lelk, llklegar fréttlr og helbera lygi. í fyrsta hóþl er klukkan. í annan hóp flokkast veðurfréttir, en i þann þriðja allar aðrar fréttir. ★ — Varstu á slðasta flokksfund- inum i Prag? — Nei, en ef ég hefði vitað að það var sá slðasti hefði ég áreiðan- lega látið sjá mig. Laugardagur 20. ágúst 1988 UPF5ŒRAN MUh SANYRKJOBðlMU VI&L0SNUMVI€ S0SIAC(SMAN5'.\ V0R OOr HAUST fl RAD HEdHÍVAlO S05WU5MI ME© MtNHsS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.