Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 20. ágúst 1988 Á SVIÐI OG UTAN Eyvindur Erlendsson skrifar ..VOÐINN MIKLr OG PINTER „Heyrt hefur maöur hans getiö,“ sagði þunglyndi maó- urinn þegar sálfræöingurinn spuröi hvort hann kannaðist viö einmanaleikann. Meira fékkst ekki uppúr honum um það málefni. Sú kenning er raunar enn uppi í veröldinni, sem frans- menn fundu upp fyrr á öld- inni og nefndu existensíal- isma, aö maðurinn sé alltaf einn, — einnig í erlinum miöjum, þar sem þúsundir troðast um. Þessu var þó undireins svaraö m.a. í fræg- um línum sem hefjast á orð- unum: „Enginn er eyland, einhlítur sjálfum sér...“ vegna þess aö hver eyja hefur fjölda augljósra og dulinna tengsla viö meginlandiö og hver maður, hversu einn sem hann fer, er alháóur öðrum mönn- um. Jafnvel sá sem gerist einsetumaður í helli, — hug- ur hans er fullur af öörum mönnum og athafnir hans stjórnast af þeim hugsunum. Jafnvel er hugsanlegt aö sjálf útlegðin sé af honum ætluð sem svar við einhverju því áreiti sem hann hefur oröiö fyrir af öörum mönnum, — hans afneitun á þátttöku i stimpingum heimsins sé ein-- mitt hans þátttaka í þeim sömu stimpingum. Og stundum hreint ekki svo áhrifalítil. Viö þekkjum dæmin. Hvaö sem því líður, þá er það eitt víst í vorum nútíma aö maðurinn gerir ekki neitt einn. Ekki aó gagni. Allra síst i leikhúsi. Kannski: „Þvi miöur.“ Leikhús nútímans er þung vél og lætur illa að stjórn. Hver maður þar er svo háöur heildinni aö hann fær sig harla lítiö hreyft að eigin vilja en veröur aö fylgja meö í þeim sígandi straumi sem vaninn, verkþörfin og tíska tímans orsaka. Þaö eina sem hann getur gert upp á eigin spýtur er aö drepast eöa koma sér burt. Veit þó hver sá er reynt hefur að hvort- tveggja er einnig harla þungt í framkvæmd. „Leikarinn er véfrétt og leikhúsiö musteri" kann að vera rétt, en þó og því aðeins að hvorugt hugsi sér sig þannig. Þetta kann aö viröast fjar- stæöa eöa þversögn. Samt er þaö satt og væri hægt að sanna en hér verður þó látið nægja aö fullyrða; það er annað á dagskrá. Látum nægja eitt dæmi. Á sínum tfma var tilkynnt fjálglega: „Þjóöleikhúsiö er musteri ís- lenskrar tungu.“ Þessi trú grot um sig meöal leikaranna og varó þeirra stolt. Afleió- ingin var sú að í hverri sýn- ingu var lögö áhersla á aö tala íslensku „eins og hún verður fegurst töluö“. Þá var gjarnan vitnaö til enskra leik- ara jafnframt en á þeim tíma var þar í landi tíska aö tala flott. Þetta varö til þess aó leikarar, sem eru kannski ekki endilega fullkomnir í málsmekk, fóru aö leiðrétta texta hinna frægustu höf- unda, strax a tyrsta samlestri og áöur en þeir voru búnir aö átta sig á persónum leiksins, — uns ræóa hvers og eins var orðið staðlaö, rökrétt, fag- urt og vióurkennt íslenskt mál. Þetta og einmitt þetta átti til aö drepa líf ræöunnar og þar með leiksins. Sérstaklega gat þetta oröið bagalegt þegar fariö var aö fást viö höfunda á borö viö Rússana Gorky og Tsékov, menn sem höföu afar næmt auga fyrir málfari allrar alþýöu manna og skildu manna best að fjöldi fólks talar alls ekki rök- rétt eða fagurlega en í sund- urslitnum hugsunum og margvíslegum kringilyröum, enda þótt mál þess verði kannski fegurst og rökréttast alls máls þegar allt er komiö saman í munni góös leikara. Gleggstu dæmin eru hinar ýmsu gömlu fóstrur, sem koma fyrir hjá báöum, sítaut- andi, hrærandi saman þrem til fjórum áhyggjuefnum í einu og engin setning nema hálfsögö með hverskyns inn- skotum og ringjum á milli. Afleiðingin veröur einföld: Rétt mál, fagurt og skiljan- legt — röng persóna, skrum- skæld og óskiljanleg = óskiljanlegt leikrit, þrátt fyrir skiljanlegt orðafar og jafnvel leik = allt hið ágæta mál talað fyrir daufum eyrum. Þess vegna varö Þjóðleik- húsiö aldrei neitt musteri og orð þess sem hljómanda málmur og hvellanda bjalla, oft og einatt. Þaö skorti meininguna — erindiö viö söfnuðinn. Hinn upphaflegi leikari meöal mannanna; spásagnar- maöurinn sjamaninn og síðar fífliö, átti öruggt erindi. Hann var nefninlega sá friöhelgi sem í skjóli geðtruflana, furðulegheita og skrípaláta gat sagt kónginum og hverj- um sem var það sem öörum var ekki leyfilegt að hugsa .einu sinni hvaö þá segja og gat allt eins innihaldið guö- legan bodskap, hversu mikiö rugl sem þaö virtist. Þess- vegna uröu þeir einskonar vé- frétt, — enn meir eftir aö skáld tóku aö móta ruglið í form hrynjandi skáldskapar — og seiðpallur þeirra, eöa leikpallur, varð aö musteri hinnareinu sönnu tungu, hvert svo sem þeir töluöu tungumálið. Leikhús er ekki spaugstofa og ekki heldur friðhelg kirkja, eins og viö þekkjum slíkar, — þaö er ekki heldur háskóli vitsmunanna eins og viö þekkjum slíka; þaö er brenni- punktur hinna margvíslegu andlegu Ijósa sem að því ber- ast — ef vel er. Hin grónu, starfandi leik- hús nútímans þurfa hins- vegar ekki aö vera þaö. Á þeim hvíla svo margar aörar kröfur. T.d. aö vera fínn sam- komustaður þar sem er sómi að láta sjá sig, aö skemmta, aö vera forsetanum (eöa kónginum) samboöin, aö skaffa starfsfólki sínu verk- efni, að standa skil á kaupi, aö uppfylla kröfur ríkisendur- skoóunarinnar og, í sam- keppnisþjóðfélagi, aö þenjast sífellt út, vera alltaf öllu bólgnari aö fyrirferö þetta áriö en það næsta á undan. Því enginn er eyland og enda þótt maður sjái oft og einatt leikhúsið sem eyju, friöaðan griðastað skáld- skaparins, þá er sú eyja al- háö ófriði meginlandsins. Vandinn er aö bregðast við, án þess aö eiga algera innrás og eyðingu, af völdum hins blinda kapps, yfir höfði sér. Ekki vantar aö liösmenn leikhúsa séu sér meðvitaðir um þetta og hvarvetna í heiminum eru þeir leitandi að röddum tímans og þessu nauösynlega en háskalega sambandi eyjarinnar viö meg- inlandiö, leikhússins viö mannfélagiö umhverfis. Gall- inn er sá að leitin verður æva yfirborðsleg og foröast fundinn. Menn gríþa til yfir- boröslegra ályktana eins og þeirra aö á kvenréttindatím- um sýnir maður kvenréttinda- stykki eöa fatlaöraoglamaðra- stykki ef þau málefni eru I umræóunni. Oftast fer svo að slíkar lausnir eru samþykktar og meðteknar af öllum þeim nefndum sem um málið fjalla og hinu óræöa almennings- áliti sem allir veróa aö óttast og reyna aö hlýöa. En galdur verður enginn af því. Engin spásögn. Enginn leikur aö háskanum. Hvergi komið nærri hinum guðlega eldi. Og jafnvel þótt af og til uppvekist upptendraöir eld- hugar lostnir guðlegum hug- myndum og jafnvel þótt allt liöiö sé ákveðið í aö veðja á þá menn og þær hugmyndir þá er hinn marghjólaði vagn leikhússins of þungur f drætti, leðja vegarins of seig, til þess aö skrið ækisins geti nokkru breytt um hraöa eöa stefnu. Ketill Bang Hansen, fyrrum leikhússtjóri norska þjóöleik- hússins, kvað rækilega uppúr meö þennan vanda nú í sumar. Hætt er þó við aö þaö upphlaup fái heldur ekki miklu breytt. Harold Pinter leyfir sér hlutskipti einsemdarinnar, tekur á sig kross utanveltu- mannsins og situr við yrking- ar um þau efni sem enginn hefur tilkynnt aö brenni á samtíma hans en ratar þó, af sínu innsæi og — ef til vill — glöggri dómgreind einnig, á þær véfréttir um hæpna vígstööu Mannsins, þess sem alltaf fereinn þrátt fyrir manngrúa nútimans, þrátt fyrir aö hann hefur gert óaflátanlega iðkun „sam- bands“ við aðra menn aö sínu aóalstarfi, ástina og kynlífið ekki síst. Og at og til verður einhver þess umkominn, — eöa hrekst til þess, — aö taka þessa sjónleiki hans upp og setja þá á sviö, hreina eins og þeir voru hugsaðir af höfundinum, án þess að laga á þeim máliö, án þess að fegra eða lýta persónurnar, án þess aö aðlaga neitt „kröfum tímans", án þess aö ætla sér neitt annað en þaö sem ég leyfi mér aö kalla „hrelling spásagnarmanns- ins, miöilsins og skelmishátt fíflsins" — aö gefa sig galdr- inum á vald. Þetta er þaö sem gerist í sýningu Alþýðuleikhússins undir leikstjórn Ingunnar Ásdísardóttur og meö fim- legum leik þeirra Viöars Egg- ertssonar og Erlu B. Skúla- dóttur. Meö þessu breytist hinn fátæklegi Ásmundarsalur I musteri hinnareinu sönnu lifandi tungu og hiö mikla samband sem menn löngum þrá, viö guðdóminn hinn skelfilega og aðra menn, myndast. Og um stund er maður ekki lengur einn! Með þessu breytist hinn fátœkiegi Ás- mundarsalur í musteri hinnar einu sönnu lif- andi tungu og hið mikla sam- band sem menn löngum þrá, við guðdóminn hinn skelfilega og aðra menn, myndast. Og um stund er maður ekki lengur einn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.