Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 10. desember 1988 11 KRINGLAN Gœði og glœsileiki eru einkenncandi fyrir Benetton og Sisley vörur, segir Hjördis Gissurardóttir verslunarkona Bjartsýnisfólk er ekki auö- fundið þessa dagana. Flestir barma sér og fullyrða að við stefnum stöðugt niður á við. En hjá Hjördísi Gissurardótt- ur eiganda Benetton og Sisl- ey verslananna kveður aldeil- is við annan tón. Hún er full bjartsýni og segir að við höf- um bara gott af örlitlum sam- drætti, kannski sérstaklega unga fólkið sem hugsar bara um daginn í dag. Þegar Hjördís byrjaði með Benetton verslunina fyrir sex árum var hún til húsa að Skólavörðustíg 5. Þar var seldurjöfnum höndum barna- og fullorðinsfatnaður en ekki leið langur tími þar til Ijóst var að full ástæða væri til að skipta versluninni á tvö húsnæði. Benettón verslan- irnar færðust neðar á Skóla- vörðustíginn, á númer 4 og 4a en á númer fimm eru nú útsöluvörur seldar á enn lækkaðra verði. Hjördís Gissurardóttir var ein þeirra fyrstu sem tóku ákvörðun um aö kaupa hús- næði í Kringlunni: „Eg er gef- in fyrir alla þróun í þjóðfélag- inu hvort sem hún er í sam- bandi við uppbyggingu versl- unar eða einhvers annars. Áhætta? Lífið er ein áhætta og það þýðir litið að hugsa stöðugt um hana. Ef áhættan reynist neikvæð verður bara að taka því og gleðjast ef hún er jákvæð. Ef maður tek- ur aldrei áhættu í lífinu þá gerist heldur aldrei neitt.“ Sisley og Benetton versl- anirnar selja fatnað á alla fjölskylduna, allt frá nærföt- um til yfirhafna, og Hjördís segir muninn á verslununu.cn einkum vera þann að Sisley, sem er systurfyrirtæki Benetton, sé með annað lit- róf og meira út í „country línu“ en Benetton: „Sisley selur fatnað á aldurinn frá fimmtán til fimmtugs. Frá næsta vori verður hins vegar hægt að fá fatnað í Benetton á nýfædda upp að hundrað ára þvi þá förum við að selja fatnaö á hvítvoðunga." Hún segir fötin frá Benetton og Sisley þess eðlis að hann nýtist alls staðar: „Þetta er fatnaður sem hægt er að nota við flest öll tækifæri og er yfirleitt valinn með því hugarfari að hann sé hægt að eiga í mörg ár, enda mjög vönduð efni í honum. Við er- um ekki bundin við að taka inn margar flíkur sömu teg- undar og vöruúrvalið er því mikið. Ég hef alltaf verið fremur mótfallin því að fólk klæðist eins og mæli því með að hver og einn gefi hugmyndafluginu lausan tauminn." Hjördís segir Benetton verslanirnar í Kringlunni og á Skólavörðustíg bjóða upp á sitt hvora línuna: „Verslanirn- ar eru alveg aðskildar að því leyti að þar er sitt hvort vöru- úrvalið. Reyndar er hægt að ganga að sömu litum á báðuflri stöð- unum en snið og gerðir eru mismunandi." Hún segirvið- skiptavini Benetton og Sisley vera á öllum aldrk „Okkar við- skiptahópur er fj’ölskyldan," segir hún, „allir þeir sem hugsa um gæði og glæsi- leika." Innréttingárnar í Benetton og Sisley eru téiknaðar af hönnuðum fyrirtækjanna á Ítalíu enda eru gerðar strang- ar kröfur um uppsetningu á verslununum. Eina undan- tekningin sem gerð er frá þessari reglu er ef Benetton verslun opnar á smærri stöð- um, en undantekningin varir aðeins í ákveðinn tíma. Þann- ig urðu endalok Benetton verslunarinnar á Akureyri sem var í leiguhúsnæði: „Verslunin var á annarri hæð og við höfðum ekki útstilling- arglugga. Slíkt er ekki andlit Benetton og eftir tæplega tveggja ára starfsemi urðum við að loka, enda alveg jafn nær í leitinni að húsnæði á jarðhæð." Jólagjafainnkaup eru farin af stað í Benetton og Sisley og Hjördís segir peysur vin- sælar jólagjafir núna eins og undanfarin ár. „Mér finnst fólkfliafa verið nokkuð snemma í jólagjafainnkaup- unum Síðustu tvö árin“ segir hún. „Auðvitað heyri ég krepputalið eins og allir áðrir. Þaö heilsar okkur öllum og hefurekki skilið nokkurn út- undan. Við verðum auðvitað að gera okkur grein fyrir að ef við eyðum um efni fram kemur það niður á okkur og það er ekki eingöngu af hinu illa. Við lærum af þessu og að mínu mati höfum við gott af aö kynnast samdrætti. Það þýðir ekki að fara of langt fram úr skammti og verða svo hissa þegar kreppir að! Erlendis eru Islendingar þekktir fyrir að vera eyðslu- samir og spá lítið í peninga. Það virðist ríkjandi hér að spata aura og henda krón- um.“ Hjördís segist ekki hafa merkt það að „kreppan" hafi gert vart við sig í verslunum hennar „enda kallast þetta varla kreppa fyrr en fólk fer að standa í biðröðum. Þessi samdráttur hefur auðvitaö snert allt. Fólk notar greiðslukort í mun meira mæli en fyrr og okkar svar við því er að bjóða 20% stað- greiðsluafslátt til jóla. Þótt fólk kaupi ekki sama magn og áður eiga Benetton og Sisley sína föstu viðskipta- vini og það fólk er líklega að kauþa til þrengri áranna, ef þau verða fleiri, því það veit að þessar flíkur endast. Á krepputímabili lærir fólk að spila á gæðamatiö, það hugsar um hversu endingar- góðar vörur eru og það lærir að fara betur með hlutina. Hraðinn hefur verið svo mikill í þjóðfélaginu síðustu árin að fólk hefur ekki gefið sér tíma til að hugsa um slíkt. Nátt- úruefni eins og eru í Benetton og Sisley vörunum standa betur að vigi en gervi- efni.“ Hjördís segir minna um aö hlaupið sé eftir tískufyrir- brigðum en var til dæmis fyr- ir síðustu jól þegar allar stelpurvildu svokölluð blöðrupils: „Núna kaupir fólk það sem því finnst fallegt, er sjálfstætt og lætur ekki stjórnast af tískunni, — enda nokkuð dýrt að elta hana á þriggja mánaða fresti! íslend- ingar eru duglegir við að blanda nýju og gömlu saman og þeir eru áberandi fallega klæddir." Hún segir eðlilegt að Kringlan hafi fengið gagn- rýni: „því það eru alltaf til neikvæðar raddir, fólk sem er á móti öllu' segir hún. „Marg- ir voru lika á móti þeirri þró- un að við færum úr moldar- kofunum. Miðbærinn hefði aldrei getað annað öllu því fólki sem hér býr og þótt hjarta mitt slái ekkert siður fyrir miðbæinn en Kringluna er alveg Ijóst að það þarf að lífga mikið upp á ýmis hús i gamla miðbænum. Ef versl- unum og fyrirtækjum er illa haldið við útlitslega virkar það eins og þreyta sé komin í reksturinn og fólk sækir siður í slíkar verslanir. Fólk er nýjungagjarnt og ég er þess fullviss að bjart og vist- legt umhverfi Kringlunnar laðar að. Bílastæðin er annar þáttur því auðvitað er það mikill kostur að geta geymt bílinn meðan verslað er, án þess að verða þrjúhundruð krónum fátækari í hvert sinn. í gömlum sögum er sagt frá því er fólk fór til kirkju aó sýna sig og sjá aðra. Nú fer það í Kringluna og það er gaman að hitta þar skólasyst- kini úr sjö ára bekk sem mað- ur þekkir aftur á andlitum barna þeirra ...!“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.