Alþýðublaðið - 10.12.1988, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 10.12.1988, Qupperneq 14
14 1 ♦ 4 i > t Laugardagur 10. desember 1988 KRINGLAN ákveða hver fær þar inni: „Viö áttum von á að það yrði meira um það að menn gæf- ust upp á rekstrinum, en hann hefur gengið vonum framar.“ Kringlan hefur óneitanlega fengið gagnrýni, verið k.ölluö „marmarahöllin" og öðrum slíkum nöfnum í niðrandi merkingu. Jón svarar þessari gagnrýni í stuttu máli: „Ég er alveg sannfærður um að hús- iö á eftir að standa af sér alla sllka gagnrýni.1' Á sínum tíma vildu margir álíta sem svo að útilokað væri fyrir rúmlega sjötíu verslanir að starfa undir sama þaki, en að sögn Jóns er samstarfið gott í húsinu: „Auðvitað er ákveðin sam- keppniinnanhúss og menn lita málin ekki alltaf sömu augum. Nú sjá menn og skilja það betur hversu nauð- synlegt það var að setja sam- skiptareglur í upphafi og þeir sjá líka betur hvernig hags- munir eins fara saman við hagsmuni annars. Hér er það ekki spurningin um að dauði eins sé annars brauð, heldur hefur hver gott af öðrum hér. Heildin er það sem laðar að, en hún er ekkert sterkari en veikasti hlekkurinn í keðj- unni. Það verður hver og einn að standa sig." NÝJAR BYGGINGAR VALDIÐ VONBRIGÐUM Kringlumenn lögðu á það áherslu að strætisvagnaferóir yrðu að Kringlunni en enn hefur sú ósk ekki ræst: „Það hefur gengið mjög erfiðlega að fá Strætisvagna Reykjavík- ur til að átta sig á hvað Kringlan er orðin mikilvæg verslunarmiðstöð. Það geng- ur enginn strætisvagn niður að húsinu og næstu stöðvar eru við Miklubraut. Kringlan tengist strætisvagnakerfi Reykjavíkur ekki ennþá nægi- lega vel.“ Jón segir það einnig hafa orðið þeim mikil vonbrigði hversu mikið hefur verið byggt í kringum Kringluna: „Það stóð ekki til að byggja svona mikið á þessu svæði," segir hann. „Þegar við feng- um lóðina var um það rætt, eða að minnsta kosti var það okkar skilningur, að Kringlan yrði eina verslunarhúsnæðið i nýja miðbænum. Af þeim sökum héldum við því fram við þá sem af okkur keyptu að þeir yrðu einir með versl- un á þessu svæði. Það var lögð á það áhersla af hálfu borgaryfirvalda að við yrðum eins austarlega á lóðinni og hægt væri til að skyggja ekki á Borgarleikhúsið. Þá var á skipulagi lítið lágreist hús, um 2000 fermetrar, sem átti að vera á milli okkar og Borg- arleikhússins, en notkun þess húss var nokkuð flökt- andi. Ýmist var talað um að þar yrði borgarbókasafn eða annað, en okkur skildist alltaf að þar yrði þjónustufyrirtæki sem yrði ekki í neinni sam- keppni við Kringluna, hvorki um bílastæði né verslun. Svo allt í einu áttuðum við okkur á því vorið 1986 að þarna er komin teikning upp á 7—8000 fermetra hús og þó svo að úthlutunin hafi náð til þess að þarna yrði skrifstofu- húsnæði, prentsmiðja, köku- gerðarhús og kvikmyndahús, þá sáum við fljótt að þessir byggingaaðilar ætluðu sér að hafa þarna verslanir. Þeir út- hluta sér bílastæði eins og um iðnaðar- og skrifstofuhús- næði sé að ræða. Við erum með 1.600 bílastæöi fyrir 30.000 fermetra, eða eitt bíla- stæði á hverja 19 fermetra meðan þeir hafa eitt bíla- stæði á hverja 50 fermetra." Jón segir að í sjálfu sér telji hann annað verslunarhús þarna vera í lagi, ef pláss væri fyrir umferöina: „Ég er ekkert hræddurvið þessa samkeppni milli aðilanna í verslununum. Hættan er sú að þetta verði eins og „búmmerang" sem kemur í hausinn á manni aftur, því fólk kemst ekki nærri húsun- um og það bitnar á öllum. Það má alveg færa rök fyrir því að þetta nýja verslunar- hús geti gert Kringluna að meira verslunarsvæði, en kaupmenn í Kringlunni hafa lagt i fleiri hundruð milljóna króna kostnað við að reisa bílastæði og þá er auðvitað hart ef samkeppnisaðilar nota stæðin þeirra." FLEIRI HAGKAUPSVERSLANIR? Jón Ásbergsson segist persónulega vera ánægður með Kringluna, þótt auðvitað hafi komið upp byrjunarörð- ugleikar: „Kringlan er feiki- lega stórt mannvirki og það væri óeðlilegt ef ekki hefðu komið upp einhver vanda- mál,“ segir hann.“ Þaö voru ákveðnir byrjunarörðugleikar í sambandi við loftræstikerfi, sem við vissum reyndar fyrir- fram að myndi taka nokkra mánuði að fá í lag. Það hefur tekist að mestu leyti að laga það, nema hvað það er ákveð- inn galli að mínu mati að búðirnar taka til sín loft úr göngugötunni og það vill oft verða einum einum of kalt þar þess vegna. í verslunun- um er mikill hiti frá Ijósum og þess vegna verður loftið í göngugötunni að vera kald- ara en æskilegt má telja. Við- skiptavinir hafa að vísu ekki kvartað yfir þessu, en okkur finnst hitastigið stundum vera alveg á mörkunum. Plönturnar í húsinu þoldu til dæmis þennan kulda illa og voru á mörkum þess að lifa. Hins vegar má benda á að það sé ekki heppilegt að hafa 20 stiga hita í göngugötunni, því flestir sem koma í Kringl- una eru vel klæddir í yfir- höfnum og sjálfsagt liði þeim illa ef hitinn væri meiri." Hagkaup hyggst ekki bæta við fleiri verslunum alveg á næstunni, enda segir Jón þá vera komna með nokkuð góða skiptingu: „Framtfðin liggur sjálfsagt í því að við munum byggja upp lóðir okk- ar í Kópavogi þar sem birgða- skemmur, IKEA og einhver Hagkaupsverslun verða. Við ætlum ekki að leggja vérsl- unina í Skeifunni niður, þótt sú hugmynd hafi komið upp á sínum tíma. Það hefur sýnt sig að Skeifan á tryggan við- skiptavinahóp sem vill ekki versla annars staðar. í Kringl- unni er öðruvísi hópur við- skiptavina, yngra fólk, sem að líkindum er tilbúið að eyða meiri peningum. Það sjáum við á sölu dýrara kjöts í Kringlunni en annars staðar. í fatasölu leggjum við mesta áherslu á fjölskylduna og þar er barnafatadeildin stærst. Við höfum ekki lagt okkur eftir táningum. Hinn tryggi viðskiptavinur Hagkaups er fjölskyldan og við höfum leyft öðrum að sjá um að selja dýrari fatnaðinn og öfgakenndari tískuafbrigði. Ég held það sé alveg úr sög- unni að það þyki neikvætt eða hallærislegt að versla í Hagkaup. Slagorð Hagkaups sem sett voru á einn af fyrstu póstlistunum fyrir nærri þrjá- tíu árum standa enn fyrir sínu: „Drýgiö lág laun — kaupið góða vöru ódýrt". Það sýnir sig vel á þessum tímum að kjarabaráttan fer ekkert síður fram við búðarborðið," sagði Jón Ásbergsson fram- kvæmdastjóri að lokum. Jólasveinarnir koma í dag! m kl. 11.00 í dag er von á fyrstu jólasveinunum í KRINGLUNA. Með söng og glensi munu þeir skemmta „þægum jólabörnum". Seinna í dag koma fleiri góðir gestir: Léttsveit Tónmenntaskólans, Blás arakvintett Reykjavíkur og síðast en ekki síst. Skólakór Garðabæjar. VERSLUN OG SKEMMTUN I EINNI FERÐ OPIÐ / dag verslanir, til kl. 18.00 Mánud.- föstud.: Verslanir opnar til 19.00 Laugard.: Verslanir opnar til-kl. 16.00 Veitingastaðir, alla daga til kl. 21.00/23.3C VELDU AUÐVELDU LEIÐIIMA - 1600 ÓKEYPIS BÍLASTÆÐI

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.