Alþýðublaðið - 10.12.1988, Page 28

Alþýðublaðið - 10.12.1988, Page 28
 -C r UPPLYFTING AÐ VETRARLAGI iwMBraasasKSHa* LUXEMBORG NEW YORK ... i allan vetur því vinsælu helgar- og vikuferðirnar verða á sínum stað. Þeir sem vilja breyta til í skammdeginu og láta amstrið lönd og leið geta nú valið um 12 staði sem allir eru heillandi hver á sinn hátt. Bætt hefur verið við tveimur nýjum ferðapökkum sem mörgum þykir vafalaust fengur að - til Frankfurt og New York. Frankfurt er fyrst og fremst rómuð fyrir það að vera stórkostleg verslunarborg - þeir sem ætla sér að gera hagstæð innkaup geta verið öruggir um að komast í feitt þar. Auk þess hefur borgin upp á ótal menningarviðburði og skemmtanir að bjóða. New York er engri annarri borg lík. Þessi töfrandi stórborg einkennist af fjölbreytni hvert sem litið er og möguleikarnir eru óþrjótandi hvort sem áhugasviðið tengist listviðburð- um, verslunum eða skemmtunum af öllu tagi. Að auki verða tíu aðrir ferðapakkar í boði sem alltaf hafa notið mikilla vinsælda: Kaupmanna- höfn, London, Luxemborg, Glasgow, Gautaborg, Salzburg, Stokkhólmur, Orlando, Osló og Færeyjar. FLUGLEIÐIR Það borgar sig að taka ákvörðun tímanlega um haust- og vetrar- pakkana í ár. Nánari umfjöllun er að finna í vetrarbæklingi Flugleiða ’88-’89.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.