Tíminn - 27.01.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.01.1968, Blaðsíða 2
2 TIMINN LAUGARDAGUR 27. janúar MYNDAÞRAUT. Það er ekki að furða þótt Hallvarður prins sé hálfsmeykur á svip, því að hann er hræddur um að rata ekki til Hólmfríðar prlnsessu. Viljið þið reyna að hjálpa honum? En farið varlega, nornin gæti breytt ykkur og prinslnum I mýsl SMÁSÖGUR EFTIR SKÓLABÖRN Leikritið um hann Árna í Hraunkoti hefur verið mörg- um börnum og unglingum til skemmtunar, og margir hafa dundað við að teikna myndir við leikritið. Hér kemur ein slík: „Ég heiti Guðbrandur Magnússon og er 12 ára. Ég á heima á Víðigrund 11, Sauð- árkróki. Ég sendi þér þessa mynd af flugvélinni hans Árna. Guðbrandur.“ Myndir úrgarni og mislitum spottum Sunna hét tímarit, sem gef- ið var út fyrir skólabörn. í því birtust margar skemmti- legar sögur eftir börn á ýms- um aldri. Fyrir jólin birti ég hér tvær sögur úr þessu riti, og hér koma nokkrar í viðbót. PÉTUR LITLI. Pétu.r litli var fjögra ára. Hann var alltaf að gera eitt- hvað, sem hann mátti ekki. Hann var avo óþægur, að ekki mátti l’íta af homum eitt augna- blik. Einu sinni fór mamma hans frá homum. Þá hljóp hann út á hlað. Þegar mamma hans náði hionum, sagði hún: „Etf þú ættir lítinn dremg, sem færi út í bleytuna á sokkun- um, hivað mundir þú gera við hann?“ „Ég mundi klæða hamn í þunra sokka“, sagði Pétur. Þórný Unnur Þorbjörinsd. (13 ára). SÓLSKRÍKJAN. Ég var austur á Laugar- vatni eiitt sumar. Einu sinni vorum við að leika okkur úti í góða veðrinu. Þá 'Sjáum við hvar tveir drengir komu með sóiskríkju í höndunum. Hún var væmgbrotin á öðrum vaeng, svo hún gat ekki flogið. Swo fóru þeir með hana inn. En um kvöldið var hún farin að geta flogið og hreyft vænginn. Næsta morgun flaug hún út og settist á staur Þar fyrir utan. Það er svo gaman að geta hjiálpað dýrunum. Heiða Aðalsteinsd. 11 ára. Rvík. JARÐEPLI. Jarðeplin eru ræktuð þannig að jörðin, sem jarðeplið er látið í, er plægð með skóflu eða plógi. Síðan eru jarðeplin látin í jörðina á einn eða anm- am hátt. Þetta er venjulegast gert á vorin, en á haustin eru jarðeplin tekin úr jörðinni. Ef hivert heimili á íslandi hefði garð, þiá þyrfti ekki að flytja inm þessa óhemju áf jarðepl- um. Ádð 1928 voru garðávext- ir keyptir fyrir 450 þúsund kx. Séra Björn Halldórsson frá Sauðlauksdal var manna fyrst- ur til að rækta jarðepli hér á landi (um 1765). Jarðepla- ræktun var lítil fyrstu árin eftir, en fer þó alltaf vaxandi. Ásta Magnúsdóttir (12 ára), Austurbæjarskóla Reykjavík. ÓHAPP. Þegar ©g var 9 ára, var ég að leika mér sem oftar. ásamt tveimur systkinum mínum, Ágústu og Sigurveigu. Við léCc- um okku.r oftast uppi á efstu hæð heima hjá okkur. Við ætluðum að fara í „bæjarleik" sem oftar. Ég var elztur og var að bera í bæinn. Það var örmjó brúm milli reykháflsins og stigagatsins, og var rétt Framhald á bls. 12. Hefur ykkur nokkurn tíma dottið í hug, að hægt væri að teikna mymdir með gamend- um? Það er alveg bráðskemmti- leg tómstundaiðja og ég er viss um, að mamma eða amma eiga mikið af litskærum end- um. Þessar myndir voru ein- mitt gerðar þannig. Það er hægt að nota teiknipappír, en jafnvel er betra að nota þynnri pappír, sem límdur er á pappa. Þið teiknið fyrst lauslega mynztrið eða fyrirmyndina á pappírinn. Það er ekki n.auð- synlegt að teiina hvert ein- asta smáatriði, þeim getið þið bætt við eftir því, sem ykkur sýnist. Síðan berið þið lím á lítiinn Muta pappínsins í einu. Gott er að nota Iím, sem ekki þorn- ar mjög fljótt. Svo leggið þið þráðinn á myndina, beygið hann og brjótið eins og þörf er. Það má leggja þræði ofan á aðra, eins og til dæmis á myndinni, þar sem reykurinn liðast upp úr reykháfnum. Einnig er hægt að skreyta myndina með alla vega íitum, tölum eða ýmsu smádóti úr sau'makaissanum hennar mömmu ykkar. Hér sjáið þið, hvernig þræðirnir eru iagðir á pappírinn. nmmmrn ii'wnnumi ii»iiii'n'"M Þetta eru þrjár myndir, sem allar eru gerðar með þráðarspottum. Því miður er ekki hægt að birta þær í litum, enþið verðið bara að láta hugmyndaflugið ráða, þið byrjað sjálf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.