Tíminn - 27.01.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.01.1968, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 27. janúar 1968 TfMINN 9 Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Pramkvæmdastjóri: Kristján Benedlktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Belgason og IndriCi G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gislason Ritstj.skrifstofur t Eddu núsinu. simar 18300—18305 Skrifsofur: Bankastrætl 7 Af- greiðslusimí: 12323 Auglýsingasimi- 19523 ASraT skrifstofur. simi 18300. Áskriftargjald kr 120.00 á mán. Innanlands — í lausasölu kr 7 00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Hver er gróði bæjarútgerðanna? Eins og kunnugt er, stendur nú yfir deila milli eigenda frystihúsanna og ríkisstjórnarinnar um fiskverðið. Eigend ur frystihúsanna hafa lo'kað húsunum og telja sig ekki geta haldið áfram rekstri þeirra, nema þeir fái meiri hækkun á fisikverðinu en ríkisstjórnin hefur hingað til viljað fallast á. Undantekning eru þó frystihús bæjarút gerða. Rekstri þeirra er haldið áfram og virðist eins og forráðamenn þeirra uni vel því fiskverði, sem nú er. Þetta blað hefur ekki aðstöðu til að fella neinn dóm um deilu frystihúsanna og ríkisstjórnarinnar. Engin gögn varðandi hana hafa verið lögð fyrir Alþingi né gerð opin ber á annan hátt. Það er tvímælalaust illa farið, að al- menningi skuli ekki vera gefin kostur á að fylgjast með jafn alvarlegu og mikilvægu máli og þessu á öllum stig- um þess. Það hlýtur hins vegar að vekja athygli í þessu sambandi að frystihús bæjarútgerðanna hafa sérstöðu. Þau halda rekstri sínum áfram, líkt og allt sé í góðu lagi. Af hverju stafar þetta? Hefur rekstur bæjarútgerðanna gefizt svona miklu betur en einkareksturinn og félagsreksturinn, að þær geti haldið rekstri áfram, þegar hinir aðilarnir treysta sér'ekki til þess? Hafa skip og frystihús bæjarút- gerðanna verið að græða meðan skip og frystihús hinna aðilanna hafa verið að tapa? Hér er um slíkt mál að ræða, að ómögulegt er annað en að það verði gert að rannsóknarefni. Ef eitt rekstrar- form virðist gefast svona miklu betur en önnur, þá er sjálfsagt að snúa sér meira að því. Þá hafa bæjarútgerð- irnar sannað svo yfirburði sína, að sjálfsagt er að auka þær og efla á allan hátt. Af hálfu þeirra, sem eru miður góðgjarnir í garð bæjarútgerðanna, er því haldið fram, að forráðamenn þeirra hafi ekki svo mikinn áhuga á arðbærum rekstri þeirra, því að þeir geti jafnað hallann með því að sækja féð í vasa skattgreiðenda með hækkun útsvara. Því er jafnvel haldið fram, að Geir Hallgrímsson hafi hvað eftir annað rökstutt hækkun útsvaranna með því að greiða þurfi halla á rekstri bæjarútgerðarinnar. Allra t-luta vegna væri fróðlegt að fá það upplýst, hvort bæjarútgerðirnar hafi staðið sig betur en einkarekstur- inn og félagsreksturinn. fbúðalánin Mánuðina fyrir kosningar s. 1. vor talaði ríkisstjórnin fjálglega um stórvirki sín í íbúðalánamálum. Þá voru bumbur barðar og fullyrt, að þessi mál væru komin í svo gott horf, að framvegis gætu menn fengið íbúðalánin af- greidd eftir þörfinni og hendinni. Menn voru hvattir óspart til þess að sækja sem fyrst um lán, áður en þeir byrjuðu að byggja, og svo var að heyra, að ekkert gæti tafið lánveitingarnar, nema þá helzt það, ef menn yrðu of seinir að senda umsóknirnar. í umræðum á Alþingi í gær upplýstist það hins vegar að þeir sem sendu umsóknir og höfðu öll gögn í lagi til lántöku 31. marz 1967, munu alls ekki fá lán fyrr en haustið 1968, og hvort þeir mörgu, sem sótt hafa síðan 31. marz 1967, fá lánin árið 1970, 1971 eða 1972 veit enginn, allra sízt ríkisstjórnin. Þetta er að efna loforð sín eða hitt þó t-eldur. Þórarinn Þórarínsson: Hvers vegna frestun hægri umferðar og þjððaratkvæði? Óþörf, gagnslaus og dýr eftiröpun á venju meginlandsþjóða Ágætur vinur minn, Baldvin Þ. Kristjánsson, hefur sent okkur fimmmenningunuim, sem flytjum frv. um frestun hægri handar um ferðar, kveðju sína hér í blaðinu og ásakar okkur um steinaldar- mennsku og margt fleira. Ég hafði ekki ætlað mér að gera þetta frumvarp okkar að sér- stöku blaðamáli, því að fari svo gegn von minni, að frv. okkar fimmmenninganna nái ekki fram að ganga, er ekki heppilegt eftir það að haida uppi deilum um sjálfa breytingiuna, heldur verða menn þá að sameinast um að framkvæma hana á þann veg, að h/ún valdi sem minnstu tjóni. Verði frv. hins vegar samþykkt, eins og ég vona, munu aðrir menn færari mér halda áfram umræðunum. Sökum þeirra ádeila, sem frv. hefur sætt í umræddri grein og fleirum, þykir mér rétt án þess að fara nokkuð að munnhöggv- ast við höfunda þessara greina, að gera í eitt skipti grein fyrir því, hvers vegna ég stend að flutningi þessa frumvarps. Ég skal fyrst játa, að ég tel mig engan sérfræðing í umferð- armiálum. Ég lét þetta mál því ekki néitt til mín taka, þegar það var á sinni tið til umræðu á Al- þingi. Ég greiddi samt atkvæði gegn H-lögunum, því að ég gat ekki fundið neitt í rökum H- manna, sem sannfærði mig um, að breytingin væri til gagns. Ann ars var málið alltof lítið rætt á Alþingi, en þó mæltu Halldór Ás grímsson og Alfreð Gíslason ske legglega gegn breytingunni og Ólafur Jóhannesson flutti mjög rökfasta ræðu gegn henni í efri deild. Eins og oft vill verða, hófust ekki verulegar umræður um málið hjá almenningi fyrr en eftir aðþingið hafði afgreitt það. Mér virtist þá koma glöggt í ljós, að meginþorri þeirra manna, sem bezt þekkja íslenzka þjóðvegi, atv.bílstjórarnir, teldu breytinguna ólheppilega og ó- þarfa. Mér finnst skylt í hverju máli að taka mest tillit til þeirra, sem mesta hafa reynsluna. Þetta varð til þeSs, að ég hafði mikinn áhuga á því á seinasta þingi að taka málið upp aftur í því formi, að það yrði borið undir þjóðaratkvæði í sambandi við þingkosningarnar. Ég lét þó und an þeim rökum ýmissa flpkks- bræðra minna, að óheppilegt væri, að þetta mál, sem væri ópólitískt, en þó mikið hitamál, blandaðist inn í kosningabarátt- una með þeim afleiðingum, að farið væri að kjósa menn á þing eftir því einu, hvort þeir væru með eða móti hægri umferð. Þess vegna féll ég frá þessum tillögu flutningi að því sinni. Nú standa sakir þannig, að forsetakosning ar verða næsta sumar og á að vera auðvelt að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hægri umferðina í sambandi við þær, án þess að það hafi nokkui' áhrif á þá kosningabaráttu, því að ég hygg, að væntanleg for- setaefni leiði hjá sér að taka af- stöðu til hægri handar umferðar innar! Það má með vissum rétti segja, að frv. okkar um þjóðaratkvæða greiðslu sé helzt til seint flutt, því að búið sé að eyða rúmum 20 millj. kr. í undirbúning hægri handar umferðar og verði þeim milljónum á glæ kastað, ef hægri handar aksturinn félli við þjóð aratkvæðagreiðslu. Þetta er ekki alveg rétt, því að ýmislegt af þessum undirbúningi gæti komið að fullum notum eigi að síður. Þessar 20 milljónir eru ekki held ur nema brot þeirrar uppihæðar, sme breytingin mun kosta. Það er þegar áætlað, að hún kosti 65 millj. kr., og er þá ekkert tillit tekið til aukins kostnaðar við löggæzlu, sem vafalaust hlýt ur að kosta tugi milljóna kr., ef hún á að vera í sæmilegu lagi, ekkert tillit er heldur tekið til breytinga á ljósabúnaði bif reiða, sem áætlað er að kosti milli 20—30 millj. kr., og loks er ekkert tillit tekið til þess mikla aukakostnaðar, sem at- vinnufyrirtæki og einstaklingar munu verða fyrir vegna þeirra miklu umferðartafa, sem óhjá- kvæmilega hljóta að fylgja breyt ingunni. Ótalin eru svo öll þau óþægindi, sem breytingin mun valda þúsundum manna um lengra skeið. En sleppum þessu. Ég myndi hiklaust taka undir með Bald- vini Þ. Kristjánssyni, að ég myndi ekki horfa í þennan kostn- að, ef ég sæi minnstu ástæðu til að ætla, að umferðin yrði örugg ari og betri ó eftir. Mér virðist næstum- allir, sem ræða þessi mál öfgalaust, vera sammála um, að frá öryggissjón armiði skipti engu máli, þar sem vegir eru breiðir og góðir, hvort heldur er hægri handar umferð eða vinstri handar umíferð, þeg- ar menn eru búnir að venjast henni. Þetta kom t d. glöggt fram hjá dómsmálaráðherranum, þegar hann lagði frv. um hægri handaraksturinn fyrir Alþingi, en mér finnst hann oftast hafa rætt þessi mál öfgalaust og geti að því leyti verið mörgum H- manninum til fyrirmyndar. Hins vegar skiptir þetta öðru máli, þegar vegirnir eru mjóir og vegbrúnir lélegar, eins og gildir um flesta vegi hér, og líklegt er að gildi áfram um alltof langa hrdð. Mér virðist það nokkuð almennur dómur hinna reynd- ustu manna hérlendis, að undir þeim kringumstæðum sé betra, að stýrið sé sömu megin og vegbrúnin, ten hér eru flestir bílar með vinstri handar stýri. Aðalrökin fyrir breytingunni eru þau, að hægri handar akstur sé algengastur annars staðar. Hér er á ferðinni gamla sagan að tolla í tízkunni og apa eftir öðr- um, án tillits til þess, hvort þörf sé fyrir það eða efni á því. Allt annað þykir steinaldarmennska! Sannleikurinn er annars sá, að hægri aksturinn hefur sigrað á meginlöndum, því að nauðsynlegt þykir að hafa samræmdan akst ur, þar sem lönd liggja saman. Svíar breyttu eingöngu yfir til hægri handarinnar vegna þess, hve margir bílar fóru yfir landa mærin og menn áttuðu sig ekki alltaf nógu fljótt á því. Árið 1963 fóru 5 millj. bilar yfir sænsku landamærin og var búist við að sú tala meira en tvöfald aðist á 10 árum- Hér er hins veg ar ekki um neitt slíkt að ræða. ísland er eyland og á öllum eða nær öllum eylöndum gildir enn vinstri handar umferð og veit ég ekki til þess, að þar sé neitt rætt um að hverfa frá henni. Bretland, írland, Kýpur, Malta og Japan hafa öll vinstri handar umferð, svo að nokkur eylönd séu nefnd. Sagt er, að breytingin sé nauð synleg vegna erlendra ferða- manna. Ferðamenn gæta oftast sérstakrar varúðar, þegar þeir aka erlendis og þurfa að fylgja breyttum umferðarreglum. Hér hafa árum saman verið þúsundir erlendra hermanna, vanir hægri handar umferð, og virðist það alls ekki hafa komið að sök- Sagt er, að breytingin sé nauð synleg vegna sjómanna og flug- manna, því að hægri handar um ferð gildi á sjó og í lofti. Ekki hefi ég þó séð tölur um það, að sjómenn eða flugmenn lendi oftar í bílslysum en aðrir. Sagt er að breytingin sé nauð synleg vegna íslenzkra ferða- manna erlendis. Að mínum dómi á ekki að ýta undir það, að aðrir íslendingar en þeir, sem eru traustir ökumenn, aki erlendis. Hægri handar umferðin á megin- landi Evrópu hefur sennilega stutt að þvi, að íslenzkir öku- menn hafa sýnt þar meiri gætni en ella, en úr því gæti dregið, þegar umferðarreglur verða hin ar sömu að þessu leyti hér og þar. Þannig mætti rekja þetta á- fram. Ég læt þetta nægja, enda mun nú hafa verið minnst á höf uðrök H-manna. Mín niðurstaða er í stuttu máli sú, að breyting in sé óþörf og geri ekkert gagn. Hins vegar munu fylgja henni mikil vandkvæði fyrir fjölda ein- staklinga og hún mun valda mikl um útgjöldum á tímum, þegar þjóðin þarf að spara og fé skortir nær hvarvetna til brýnustu fram kvæmda. Mér finnst af þessum ástæðum. að hér sé mál á ferðinni, sem spyrja ætti þjéðina um áður en það er endanlega ákveðið. Ég er fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðsl- um sem flest mál og greiddi t. d. atkvæði með því á sínum tima að landhelgissamningurinn og ál samningurinn yrðu bornir undir þjóðaratkvæði. Við þurfum að fá ákveðnar reglur í stjómarskrána um þjóðaratkvæði, líkt og Danir. Ríkisvaldið færist nú í aukana á öllum sviðum og saka ég núv. stjórn ekkert >sérstaklega um það, því að þetta er hin al- menna þróun í heiminum. Ég álít þjóðaratkvæðagreiðslur eitt Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.