Tíminn - 27.01.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.01.1968, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 27. janúar 1968 TÍMINN Borizt um víðan völl „Gamall Húnvetningur hefur sent Landfara eftirfarandi grein: .iandfari góður! Ég hef að undanförnu fylgzt með deilu, sem orðið hefur á bæjarhlaði þínu, og á þar við hnippingar þær, sem orðið hafa milli Halldórs Sigurðssonar frá Þverá annars vegar og Hall- gríms Jónassonar og einkum Benedikts Gíslasonar hins veg ar. Upphaflega var meiningar- munurinn sá, h-vorf Árni Odds so-n hafi getað riðið úr Vopna- firði á Þingvöll á þeim tíma, sem sagan segir. Nú þykir mér deilan hafa bor izt út um víða-n völl. í seinna svarinu er það mergurinn máls hjó Benedikt að gera saman- burð á sér og Halldóri. Um sjáifan sig segir hann, að er- lendis haldi menn, að hann hljóti að vera h-ásikölakennari, og mér skil-st, að páfinn hafi fengið á honum mætur og les- ið sér eitthvað til hollustu, sem Benedikts var. Halldór sýnist honum lágu-r í ses-si við hlið sér og færir það mannjöfnuð inum til styrkingar, að hans sé hvergi getið á bókum. Mér finnst þetta leiðinlegur tónn, leiðinlegastur fyrir Bene dikt sjálfan. O-g ekki bætir um, að Halldór -hafði þegar sagt, að hann ætlaði ekki að leggja sig niður við lengri st-ælur u-m Þin-g vallareið Áma. Hvorki Bene- di-kt né neinn annar getur heim-tað, að aðrir fallist skil- yrðislaust á kenningar þeirra, og er óþarft að reiðast meinin-g armun. Það er réttur hvers manns að haf-a sí-nar skoðanir.“ Mælikvarði á menn Og ,,Húnvetningu-rinn“ held- ur áfram: „Mér sýnist líka tvennt til um það, hvort nofckur mæli- fcvarði er á menn, hversu víða þeirra er getið á bókum. Þó er það svo um Halldór, að vald ast er, hvað Benedikt kallar bækur. Ég min-nist þess að hafa oft séð Halldórs getið í prent uðu máli. En látum það liggja miUi hluta. Hins minnist ég líka, að heima í Húnavatnssýslu var það sagt á búskaparárum hans, að Geitaskarð í Langadal og Efri-Þverá í Ve-sturhópi væru einhverjir þeir bæir í öllu héraðinu, þar sem urn- gengni var snyrtilegust, og ætla ég, að allur hafi búskapur Hall dórs einkennzt af þrifnaði og fyrirhyggju. Það er líka nokk uð. Þess má líka geta, sem mér finnst jafnast á við eina þrætu bók, eða kannske tvær ef þær eru ekki nema miðlun-gi góðar, að hann safnaði peningum til þess að hlaða upp Borgarvirki í sin-ni gömlu mynd, stjómaði sjálfur verkinu að ráði og fyrir sögn þjóðminjavarðar og boð- aði að því loknu til myndarlegr ar héraðssamk-omu, sem varð fjölsótt. Ég efast um, að þetta hefði gert verið, ef hans hefði ekki notið, og mætti hann fyrir það komast á bók, ef það er einhvers virði. Þetta vildi ég fá að segja, þegar talað er í þeim tón um gamlan sýslunga, sem ég hef séð gert. Einu sinni var maður, sem kvað um sjálfan sig: Ég er gull og gersemi, gimsteinn elskuríkur, ég er d-jásn og dýrm-æti, dr-ottni sjálfum líkur. Svona orðum eiga menn ekki að fara um sjálfa sig, nema þeir séu að hæðast að sér. All ir höfu-m við vonandi eittihvað okkur til ágœtis, en öllurn er okkur sennilega líka áfátt í ein hverju. Og þeir, sem hafa keppt eftir því að komast á bækur, ættu bara að bíða þess dóms, sem eftirtíminn kveður upp.“ Um dugnað og annað „Móðir sex af þekkingarkyn slóðinni" hefur sent Landfara eftirfarandi grein út af grein hér í blaðinu um kynslóðaskipt in í landinu. Móðirin gerist all harðorð á köflum. og kemur fram, að sitt sýnist hverj-u-m. Þykir móðurinni sinn f-u-gl fag ur hvað hennar kynslóð snert ir, og virðist ekki hafa gert sér grein fyrir, að hennar kyn slóð var einmitt hælt fyrir d-ugnað. Kemur það lí-ka vel heirn við greinina, því að móð irin hefur komið sex börnum til manns og hvergi dregið af sér. Deildar meiningar eru því um það, hvort dugnaðurinn sé einhlítur og hvort ekki verði eitthvað meira að koma til. einkum þegar heil bjóðfélög eru höfð í huga. Hér á eftir fer svo þessi hvassyrta grein. Finnst sér málið skylt taka mé-r penna í hönd er grein ein mikil að vöxtum, en ekfci að sama skapi spakleg, sem birtist í Tímanu-m 16. þessa mánaðar. f grein þessari er byrjað á að tala um aldamóta kynslóðina og lætur höfundur hana njóta sannmælis og meiia að segja hrósar henni, en get- ur þó ekki stillt sig u-m að sparka í endann á henni, svona um leið o-g hann kveður með þessum orðum. „Um þe-ssa kyns-lóð hefur þegar myndazt mikil goðsögn, enda átti h-ún í sínurn hópi snjalla áróðursmeistara. sem ýktu kosti hennar og gættu þess að fela gallana." Látum þetta nægja um þá gengnu kynslóð, en nú kemur annað alvarlegt mál og það svo, að pilturinn hef-ur ekki nægan orðaforða til þess að lýsa þess- ari siðspillingar manntegund „Styrjaldarkynslóðinui" sem er óalandi og óferjandi. Nú vill svo til að ég undirrituð til'heyri þessari ,,vandræðakynslóð“ og finnst mér skylt málið, þar sem við, ég og mínir jafnaldrar höf um leitt þessa þjóð út í „sið- ferðislega. félagslega og menn ingar glötu-n“.. Reiður. ungur maður Og „móðirin" heldur áfra-m: ,.N-ú er það svo að unglingum liggur oft hátt róm-ur og ,koð anir ýktar og ærsl-afengnar, um menn og málefni. Þetta kannast maður við úr sinni eig- in æsku. og einnig þeirrar, sem nú er að vaxa úr grasi. En aldrei minnist ég þess að hafa heyrt þvílíkt orðbragð. Segjum svo. að þessi reiði, un-gi maður h-afi einskis góðs að minnast úr sínum uppvexti — kannski að hann sé runninn upp úr þessim sora þjóðfélag' ins. sem hann hefur skipað okkur öllum (..Styrjaldarkyn- s-lóðinni“) í. Ég get ekki sagt annað en það, að ég aumkva hann. blessaðan piltinn, og ósköp verður þetta stór biti að kyngja, þegar hann þarf að fara að éta ofan í sig aftur það ,sem hann hefur sagt. 6- hjákvæmilegt er. að það kem ur að því, og fjölyrði ég ekki um það mál meir. Vikið að „þekkingar- kvnslóð“ En nú vil ég víkja að af- fcvæmum okkar, sem hann af sínu líti-llæti kallar „þekkingar kynslóð“. Við sku-lu-m aðeins hugleiða nokkur atriði í þvf máli. Hvemig hefur þessi unga kynslóð skapað sér möguleika á að afla sér allrar þessarar þekkingar? — Getur það ver- ið að sú siðlspilta hafi borgað fyrir brúsann? — Getur verið að heimilisfaðir af þessari gjör spil-ltu kynslóð hafi unnið 10 klukkustundir. stu.ndum tólf i sólarhring til þess að geta borgað uppihald barna sinna, sem voru í þekkinga-rleit. Og síðast en ekki sízt. Getu-r það verið að allar þessar nýj ungar, sem unga fólkið er að lœra núna, að það hafi sótt eitthvað af vizku sinni og vís indaþekkingu til okkar?. — Það k=vldi þó ald>*pi vera. Pilt urinn talar u-m allar þær fram farir í vísindum og listum og fleiru s-íðastliðin tuttugu ár, sem unga fólkið sækist eítir að ,,Það, sem fær mig til að 5 kynnast. Gæti það nú verið, að þetta séu verk þeirra gjör- spilltu? — Enn eru þessi ung- menni okkar ekki farin að sýna nein sérstök afrek á neinu sviði. sem varla er von, þar sem þa-u eru enn i skólurn eða nýsloppin frá prófborði. Ég vona að þau eigi eftir að gera marga góða hluti, en umfram a-llt vona ég. að þau verði góð- ir og nýtir þegnar þessa lan-.ls og 'reyni aldrei að vekja athygli á sér með því að kasta óþverra orðúm og -.hrakyrða foreldra sína og þeirra jafnaldra.“ Vitlaust að farið Og niðurlag g^einar „móður- inn-ar“ er þannig: „Að endingu þetta. Mér er stórlega ti-1 efs, að Eysteini Jón-ssyni. for- manni Framsóknarflokksins, sé greiði gerður með því að taka upp orð hans í lok grein arinnar. Ég held. að hann sé sama sinnis og ég og flestir af vandræðakynslóðinni, að við h-öfum mikla trú á unga fólk inu í dag og við styðjum ba* til framhaldsnámg, og skipum þv: aldei-lis ekki að einskorða sitt nám við Danmörku eða nokkr ar bjórborgir í Þýzkaland.i. Þeirra er að velja — okkar að borga. Geta íslendingar ekki gengið í takt? Áh-ugi skrifar: .,Kæri Landfari, í upphafi máls míns vil ég lýsa ánægju minni með hvað hækkað hefur á þér risið að undanförnu. Þú fórst ágætlega af stað hér u-m árið, en swo smá dofnaði yfir þér. Núna ertu bara sprækur, og vona ég að svo verði um ókomna framtíð. Tilefni þessa tilskrifs er það, að ég get ekki orða bundizt eft- ir að hafa horft á sjónyarpið ekki alls fyrir löngu. þar var sýnt. er körfukriattléiksmenn gengu fylktu liði inn í íþrótta skemmuna á Akureyri, undir okkar fallega íslenzka fána. Mér fannst alveg hrein hörm ung að sjá þessa annars ágætu íþróttamenn. e-r þeir gengu þarna inn salinn — en gátu ómögulega gengið í takt. Ég hélt nú að það væri eitt af því fyrsta, sem íþrót-tamönn-um væri kennt, og það væri væri að geta gengið ska-mmlaust í takt. Ekki var lögreglan betri. Þessi leiðinlega sjón rifjaði upp fyrir mér annað svipað atvik, sem skeði á Reykjavíkur fluigvelli í fyrrasumar. Konung borinn maður var að koma til landsins, og af því tilefni stóð hópur lögregluþjóna heiðurs- vörð. En það var bað sama unni á teningnum með þá og fþrótta mennina. — þeir virtust ekki geta gengið í takt. Það viídi nú svo til að ég var suður á flu-gvelli, þegar þetta atvik gerðist, og sá svo hörmungina aftur í sjónavrninu. að »r pitt sem víst er, að myndavélin lýg- ur ekki. og nú þegar farið er í aukn-um mæli að festa hreyfing ar manna á filmu, ættu við- komandi að fá sér æfingu í að ganga — og ganga þá í takt. Ég trúi því ekki, að sömu or- saka sé að leita fyrir þessu takt leysi, og var að finna fyrir lé- legum tilburðum sænskra dáta er stóðu heiðursvörð við komu ráðamanns íslenzku þjóðarinn ar, er hann kom um borð í skip þeirra hér í Reykjavíkur höfn á s. 1. sumri, — en þeir höfðu þá nóttina áður gengið held-ur betur á vit næturíífsins í Reykjavík.' Á VÍÐAVANGI . o , Hirting Vísis Vísir tekur samtök frystihús- anna í landinu allmyndarlega til bæna í Ieiðara í gær og segir m. a. „feamtök frystihúsanna hafa um langan aldur vanið sig á að kalla „úlfur, úlfur“. Þau náðu t. d. í ríkisstyrk á árinu 1965, sem var eitthvert mesta blómaár í sögu frystihúsanna". Þetta eru athyglisverð orð og vekja piargar spurningar. Þarna er játað, að árið 1965 hafi verið uppgripa og aflaár, en samt hafi frystihúsin talið rekstraraðstöðuna svo örðuga, að þau töldu sig verða að fá ríkisstyrk. Og ríkisstjórnin fylgdist ekki betur m-eð málum þrátt fyrir alla sína efnahags sérfræðinga, að þau fengu þennan styrk. Nú segir stjórnar málgagnið hins vegar, að frysti húsin hafi þarna leikið illa á stjórnina. Menn hljóta því að spyrja: Er ríkisstjórnin þvílík ur fáráðlingur og allir hennar efnahagssérfræðingar, að ein stærsta atvinnugrein lands- manna getur krafið hana um stórfé, og veitti ríkisstjórnin styrkinn, án þess að vita í sinn haus, hvort atvinnugreinin þyrfti hjálpina eða ekki? Hún vissi um stóraflann þetta ár, svo að skjótræði hennar við hjálpin bendir ekki til annars, en hún hafi verið svo viss um bölvun „viðreisnar---stefnunn ar á reksturinn, að hún teldi hjálp nauðsynlega, hvað sem stórafla og hávirði á erlendum markaði liði. Þetta er ljóta játn ingin. Ljótt er að heyra Og Vísir heldur áfram að þjarma að þrjótinum, Sölumið stöð hraðfrystihúsanna og segir: „Sölumiðstöðin hefur nefni- Iega reitt upp nýja svipu: Þau frystihús, sem leyfa sér að taka á móti fiski, fá engar fiskum- búðir. Sölumiðstöðin hefur nefnilega komið sér upp eigin umbúða- gerð og skyldar hraðfrystihúsin að skipta við liana, þótt þau geti fengið ódýrari umbúðir hjá þeirri verksmiðju, sem þau skiptu áður við. Nýja umbúða gerðin var reist fyrir stjórfé á sama tíma og ríkið styrkti frystihúsin. Nú hefur henni ekki fyrr verið komið á laggirn ar, en hún er notuð til að kúga frystihúsin til hlýðni við verk bann samtakanna. Það væri slæmt, ef svona harkalegar að- farir breiddust út í þjóðfélag inu. Óbdgirnin er nóg samt.“ Ja, ljótt er að heyra, Vísir sæll. En hvernig er það, er þetta ekki eitt mesta og bezta afrek ríkisstjórnarinnar, hinn 1 fullþroska ávöxtur frelsisins í athöfnum og umsvifum? Er þetta ekki hið frjálsa framtak og samlceppni í allri sinni dýrð æðstu hugsjónir núverandi rík isstjórnar? Studdi ríkisstjórn in þetta ekki sem hún mátti? Hvað er stjórnarmálgagnið að fara? Er það ekki svona hag- ræðing, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir? Þetta mál, nýja umbúðagerð in var ekkert launungarmál á sínum tíma, og það virtist ekki verða neinn hemill á ríkisstjóm ina í því að styrkja frystihús- in með fjárframlögum, sem Vís ir telur nú að hafi verið „plötuð“ að þarflausu út úr Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.