Tíminn - 27.03.1968, Side 7

Tíminn - 27.03.1968, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 27. marz 1968. ÞINGFRÉTTIR TÍ8VIINN SlSGIl msm A Hinir nákvæmu og þriðja útgáfa fjárlaga '68 Frumvarpið um breytingar á fjárlögum fyrir árið 1968 var tek- ið til umræðu í efri deild í gær, en frumvarpið hlaut fullnaðaraf- greiðslu í neðri deild í fyrradag. Magnús Jónsson fylgdi frumvarp- inu úr hlaði í gær og skýrði ein- stakar greinar frumvarpsins á sama hátt og hann hafði áður gert í neðri deild. Einar Ágústsson talaði af hálfu Framsóknarflokksins við umræð- una í gær og gerði athugasemdir við frumvarpið og stefnu ríkis- stjórnarinnar í heild og einstakar greinar frumvarpsins. Fara hér á eftir kaflar úr fyrri hluta ræðu Einars í gær. Einar Ágústsson sagði, að skv. athugasemdum fruimvanpsins fjall- aði það um að flytja út af fjánlög um 1968 annars vegar 138 millj. kr. og hins vegar að fjármagna með lánum innan ramrna fram- kvæmdaáætlunarinnar fram- kvæimdir við menntaskóla og rík- isspít'ala, er nema 62,6 millj. kr. á yfirstandandi ári. Samkvæmt þessu á að létta á fjárlögunum um 200 millj'. kr. að því er sagt er til þess að við verði komið sér- stakri aðstoð við bátaútveginn og fiskvinuslustöðvarnar á þessu ári. Fjármálaráðherra verður að virða það til vorkunnar þótt menn taki öllum þessum útreikningum ríkisstjórnarinnar og séríræðinga hennar með hæfilegum fyrirvara. í allan vetur er búið að hringia með þetta vesaliings fjárlagafrum- varp. Okkur er sú saga vafalaust öllum í ferSku minni. Þegar Al- þingi kom saman í haust lá á borðum þingmanna þykk og mynd arleg bók. Frumvarp til fjárla.ga fyrir árið 1968. Jafnframt var lagt fram frumvarp um efnahagsráð- stafanir e.n skv. því átti ýmist að afla nýrra tekna eða fella niður útgjöld sem námu 750 millj. kr. Þegar þetta var, þóttist hæstv. ríkisstjórn ætla að standa við hin stóru orð sín frá því fyrir kosn- ingarnar í júnií s. 1., að standa vörð um gjaldmiðilinn. Þá var oákvæmlega út reiknað að það væri 750 millj. kr. bil, sem þyrfti að brúa. Á þessurn málfiutningi var þó auðvitað hinn augljósi galli, að vanda atvinnuveganna var ýtt til hliðar. Menn létust bara ekki sjá hann, töfraibragðasnilliing ur rikisstjórnarinnar hagaði sér eins og þaulæfður kabarett- skemmtikraftur — hann talaði bara um eitthvað annað til að leiða athyglina frá því, sem raun- verulega var að gerast. Þetta var i októiber. í' nóvember var síðam framkvæmd stórfelld gengislækk- un — verð erlends gjaldeyris hækkað um 33,6% — og töframað urinn kom á nýjan leik fram á sviðiðj nú til þess að tilkynna þjóðinni að aldrei í sögu landsims hefðu aðrir eins útreikningar leg- ið fyrÍT til að byggja á nákvæma gengislækkun — 25,4% var upp á brot það, sem hún þurfti að vera til þess að hægt væri að reka útflutningsatvinnuivegina styrkja o.g hallalaust. Svokölluðum gengishagnaði var ráðstafað hingað og þangað, m. a. til þess að byggja upp framtíðar- sjóði, væntanlega af því að at- vinnuvegirnir þyrftu ekki á þeim að halda. Fjárlagafrumvarpið ar afgreitt skv. þfessu í desember. Jafnframt var sambaind milli kaup gjalds og verðlags fellt úr lögum, en til þess að draga úr reiði al- mennings var enn eitt töfrabragðið sett á sv-ið, og nú hét það tolla- lækkun. Tollana átti að lækka um 250—270 millj. og draga þannig úr dýrtíðaráihrifum gengislœkku.n- ariinnar. E.nn var setzt við að reikna. Svo kom janúar. Þá komust sér- fræðingarnir að því, að gengis- lækkunin .dugði ekki. Sjávarútveg inn vantaði meira fé. í febrúar kom svo aðstoðin við sjávarútveginin upp á 320 millj. króna. Tollalækkunin varð ekki 270 milljónir heldur 169 milljón- ir og áfengi og tóbak var hækkað um 40 milljónir. Nú er kominn marzmánuður og þá er þetta frumvarp lagt fram. En alltaf eru tölurnar jafn vís- itndalega útreiknaðar. — Nákvæm- lega þetta vantar — ekki hægt.að hnika þar krónu.til, sbr. afgreiðslu á breytingatillögum. Hæstvirtir ráðherrar standa á sviðinu eins og sjónhverfinga- ★ Þórarinn Þórarinsson liefur lagt fram frumvarp til laga um laun listamanna, skálda og rithöfunda. Verður þess nánar getið síðar. ★ Umræður urðu utan dagskrár í neðri deild í gær í tilefni af flugslysinu í Landsveit í fyrradag er bandarísk herþota fórst. Spurði Jónas Árnason utanríkisráðherra, hvort þetta flug væri samkvæmt þeim reglum er íslenzk stjórnvöld settu. Utanríkisráðherra sagði svo vera og taldi æfingaflug orrustuflugsveitar varnarliðsins nauðsynlegan og sjálfsagan þátt í vörnum landsins. ★ j^rumvarp um breyting á áfengislögum var til 1. umræðu í neðri deild í gær. Frumvarpið er flutt af nefnd og er samhljóða frumvarpi milliþinganefndar, er var til umræðu á þinginu í fyrra og þá flutt af ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin taldi sig ekki standa að flutningi máls ins nú. Þetta frumvarp er samhljóða frumvarpinu í fyrra að öðru leyti en því, að felld eru niður ákvæði um skyldu vínveitingahúsa til að hafa opið án vínveitinga eitt laugardagskvöld í mánuði og cnnfrem ur er Iækkað aldursmark varðandi réttindi til kaupa úr 21 ári í 20 ár. ★ Sigurvin Einarsson gagnrýndi að niður skyldi fellt ákvæðið um vínlaust laugardagskvöld i mánuði hverjum í vínveitingahúsunum. Gísli Guðmundsson gerði athugasemdir varðandi það, hvernig flutn- ingur málsins bæri nú að. V: v - . ' : i : • K Einar Ágústsson menn en halda áfram að reyna að blekkja eftir að áhorfendur hafa fyrir löngu séð gegnum alla galdrana. Það er aumkunarverð sjón. Það hefur löngum viljað bren.na við að hverjum þyki sinn fugl fag- ur. Svo er jafnan um hæstv. fjár- málanáðherra á öllum tímum, og þá einnig nú. Þegar frumvarpið var til meðferðar í haust — í bæði skiptin — var litið hiustað á það spannaðarhjal, sem maður og maður var þó að bin’ðast með hér á háttv. Alþin.gi. Slíkt var talið markleysa — og sýndar- mennska, sem ekkert væri á hlust andi — enda ekkert hægt að spara. Nú hefur hins vegar blað- inu verið snúið alveg i’ið — og því haldið fram, að þegar til kom haiji bara heilmikið mátt spara. Eg skal fyrstur manna klappa fjármálaráðherra lof í lófa þegar honum tekst að koma fram raun- hæfum sparnaði. Hainn skal njóta fyllsta sannmælis fyrir það, sem honum tekst að draga úr útgjöld um rikissjóðs á þessu ári, þau eru sannarlega nægilega há fyrir því. Ein hp.sltv. ráðherra verður að heit’a því, að frumvarpið sé athug að og menn geri sér grein fyrir því, hvað er raunverulegur sparn- aður og hvað sjónhver.fiingar. Rakti Einar síðan hvernig „sparnaðurinn“ væri til I kominn. Verkefni upp á 62 milljónir væru leyst með lántökum. 18 milljónir vegna hægri umferðar væru tekn- ar í ríkissjóð og lán tekið í stað- inn. 8 milljón krón’a kostnaður vegna orlofs væri fært á bókhald pósts og síma í stað ríkissjóðs og kallað sparnaður! Framlög til ýmissa sjóða atvrnnuveganna væru lækkuð um 51 millj. króna. Samt eru eftir þanna 61 millj. kr., sem sparast eiga á yfirstand- andi fjárlaga'ári. — 1% fjárlag- anna. Matsatriði er alltaf hvað eigi að fella niður. Ég vil þó leyfa mér að benda á, að af þessari 61 millj. kr. eru það 16,7 millj. kr., sem snerta menntamálin í landinu í einni eða amnarri mynd. Hláskóli 575 þús., rekstur skóla 6,6 millj., skólabyggin.gar 5 millj., fræðslu- málaskri'fstofan 2,040 þús„ Kenn- araskólinn 1 millj. og Safnahús IV2 millj. Ég nefni þessi mál sér- staklega veg.na þess að ég óttast, að við séum að dragast aftur úr nágramhaþjóðum okkar á sviði menntunar, þrátt fyrir allt okkar 'fræðslukerfi og vissulega mikla 'fjármagn, sem til þessara mála er variö. í heiminum í dag er það menntunin, sem hefur úrslita áihrif á hag og afkomu þjóð'anna. Okkur er það .blátt áfram lífsnauð syn að fá börnum okkar góða og raunhæfa menntun til þess að geta hagnýtt auðlindir landsins og staðizt s'amkeppnina við aðrar þjóðir. Nú er það sérhæfingin, sem gildir — Ekki — Löngum var ég læknir mimn, eins og einu sinni þótti svo afskaplega gott og var raunar nauðsynlegt þá til að lifa. Einhvers staðar las ég það í er- lendu blaði, að Evrópumenn þyrftu að gera sér grein fyrir því, að þeir væru ekki fyrst og fremst í efnahagsstríði við auðlindir Bandaríkjanna heldur meinntun- ina þar í landi. Þeir væru svo langt á undan Evrópuþjóðunum í sérhæfðri me.nntun. Þá kæmu Rússar næstir, en Bretar væru skáistir hér í Vestur-Evrópu. Að vísu þykir okkur miörgum þessi HÆSTARÉTTARLÖGMAOUK AUSTURSTRÆTI 6 SlMI IÍ3S4 SKIPAUTGCRÐ RIKISINS M.s. Blikur fer austur um land til Akur- eyrar 3. apríl. Vörumóttaka miðvikudag, fi'mmtudag og föstudag. til Breiðdalsvíkur, Stöðvarf j arðar Fáskrúðsfj arð- ar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar. Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, — Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Þórshafnar Raufarhafnar. Kópa skers, Húsavíkur og Akureyrar. Auglýsing um brottför m.s. Blikur í dagblöðunium 23. þ.m. er ógild. Tapab - Fundib Ferðataska tapaðist laugar- daginn 9. þ.m., á leiðinni Reykjavík—Búrfell. — Vinsamlegast látið vita í síma 22819. einhæfa menntun hvimleið — við viljum helzt vita allt og vera jafnvígir á humanistisk sem real- istisk fræði — en í lífsbaráttunni gildir sérhæfingin óhugnanlega mikið — verðum að gera okkur grein fyrir þvi. — Þetta styður svo hvað ann'að, því vegna velmeg unariinnar sem bandarísk mennt- un hefur skapað þar í landi, sog- ast færustu vísindamenn annarra landa þangað og þannig breikkar bilið enn. Við megum alvarlega vara okk- ur á andvaraleysi í þessum efn- um. Við þurfum að endurskoða skólakerfið o,g það er ekki nóg að vera árum sam'an með þetta í athugun. Þeir, sem eiga börn í skóla eru ekki nógu ánægðir með þetta. Það er sárt að sjá fjiárveit- ingar til menntamálanna falla fyr ir hnífnum. Hagræðiing er góð og vonandi er hægt að spara án þess að slaka á kröf.unum. En hann borgar sig illa sá sparnaður, sem verður til þess að draga úr menntun í landiinu. Nánar verður sagt fná þessari ræðu í Þingsjá á sunnudag. HGLGNA HGKTOR NYJUNG HELENA — HEKTOR hár- lakk er ódýrt og gott. Helena-Hektor hárlakk fæst í öllum kaupfélags-í búSum. \

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.