Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994
ALÞÝÐUBLAÐHD 75 ÁRA
5
laðinu
:ÖapibráB
AIÞYÐUBIAÐIÐ1
Stórveldisárin: Undir ritstjórn
Finnboga Rúts á fjórða áratugnum
var Alþýðublaðið gríðarlega öfl-
ugt. Fyrirmyndir hans voru evr-
ópskt stórblöð.
SIGGA VIGGA SEGIR :
Sigga Vigga: Svona leit hún út
þegar hún kom fyrst fyrir sjónir les-
enda 10. nóvember 1959. Hún var
vinsælt hugarfóstur Gisla J.
þótti blaðið Ijölbreytt og ágætt frétta-
blað undir hans stjórn. Jókst upplag
þess smám santan á nýjan leik og var
komið upp í 6-7000 eintök er Stefán
lét af ritstörfum í árslok 1952.
Enn gjörningavedur
Og enn skall á nýtt gjörningaveð-
ur sem fór illa með blaðið. Hannibal
Valdimarsson varð ritstjóri Alþýðu-
blaðsins í byrjun árs 1953 en AI-
þýðutlokkurinn, bakhjarl þess, var
þá í rauninni kloftnn í tvennt. Miklir
ijárhagsörðugleikar herjuðu á blaðið
og smám saman rýmaði það í roðinu
og áskrifendatalan hrapaði niður úr
öllu valdi. Teiknimyndasögur hættu
þá t.d. með öllu að birtast í því og
hefur vafalaust valdið því fjárskort-
ur.
Árið 1954 tók Helgi Sæmundsson
við ritstjórn Alþýðublaðsins og var
þá reynt að efla það á nýjan leik þó
að þungt væri undir fæti. Blaðið varð
tólf síður 1. desember 1957 og fékk
nýtt útlit sem Ásgeir Júlíusson teikn-
aði. Meðal nýjunga var íþróttasfða
daglega.
Nýr tónn med
Gísla J. Ástþórssyni
Endurreisn blaðsins hófst þó fyrir
alvöru er Gísli J. Ástþórsson var ráð-
inn meðritstjóri Helga 1. sept. 1958.
Hann segir að áskrifendatalan haft
verið á þriðja þúsund er hann tók við
en verið komin upp í fjórtán þúsund
er mest var undir hans stjórn og var
það þá stækkað í sextaán síður dag-
lega. Uppsetning blaðsins tindir
stjórn Gísla var bylting rétt eins og
hjá Finnboga Rúli aldarfjórðungi áð-
ur. Annað glæsitímabil var að hefj-
ast.
Líklega hefur ein helsta fyrirmynd
Gísla J. Ástþórssonar verið enska
blaðið Daily Mirror og skandinavísk
blöð í svipuðum stíl. Lögð var
áhersla á stórar og djarfar fyrirsagnir
og stærri myndir en áður höfðu tíðk-
ast. I stað þcss að hrúga öllu inn á
forsíðuna voru aðeins ein eða tvær
fréttir á henni en vísað á aðrar fréttir
inni í blaðinu. Myndir á forsíðu voru
oft úr hversdagslífinu en ekki bein-
línis harðar fréttamyndir og var það
Ifka nýjung. Aðaltakmark Gísla var
að skjóta djarft og stórt og segja
fréttir óháðar fiokkspólitík. Þá var
reynt að forðast langhunda í blaðinu.
Opnan var til dæmis lögð undir fjöl-
breytt skemmtiefni. Meðal annarra
nýjunga var þátturinn Hlerað sem
voru eins konar óstaðfestar smáfrétt-
ir sem nú kallast í daglegu rnáli slúð-
ur og er í flestum blöðum. Þá byrjaði
Gísli sjálfur að teikna skopmyndir
sem stundum var slegið upp á for-
síðu. Varð þá meðal annars til per-
sónan Sigga Vigga en hún birtist
fyrst á síðum Alþýðublaðsins 10.
nóvember 1959. Erlendum teikni-
myndasögum tjölgaði líka að mun
og voru stundum heil síða en það var
nýjung í íslenskri blaðamennsku.
Meðal teiknimyndasagna sem byrj-
uðu á þessum tíma og lengi vom í
blaðinu voru Krulli og Nágrannarnir.
Alþýðublaðið kom sannarlega
með nýjan tón í íslenska blaða-
mennsku undir stjóm Gísla J. Ás-
þórssonar og fór hann fijótlega að
hafa áhrif á önnur blöð en þau höfðu
þá verið í stöðnun ámm saman.
Morgunblaðið breytti til dæmis all-
mikið um svip og efnistök árið 1959
og hafði Matthías Johannessen for-
göngu um það. Tímanum var breytt
mikið á ámnum 1960 til 1962 og ár-
ið 1961 varð gjörbylting á Vísi. Allt
þetta kom í kjölfar Alþýðublaðs
Gísla J. Ástþórssonar.
Gísli J. Ástþórsson varð ekki lang-
lífur á Alþýðublaðinu enda ekki allir
forystumenn Alþýðuflokksins í takt
við hugmyndir hans. Hann hætti árið
1963 en árið 1959 hafði Benedikt
Gröndal orðið meðritsjóri ásamt
Helga Sæmundssyni.
Afi gamli og táningurinn
Það var Gylfi Gröndal sem tók við
af Gísla J. Ástþórssyni og var blaðið
áfram býsna líflegt undir stjóm
þeirra bræðra. Meðal nýjunga sem
þá komu var baksíða í hálfkæringi
og birtust þar ýmsar persónur sem
sögðu álit sitt á líðandi stundu. Einn-
ig var þar vísan sem þeir skiptust á
að yrkja Kankvfs (Axel Benedikts-
son), Lómur (Gestur Guðfinnsson)
og Skúmur (Kristján Bersi Olafs-
son). Teiknari blaðsins var Ragnar
Lár og settu teikningar hans mikinn
svip á blaðið um hríð. Valur víking-
ur var meðal annars persóna sem var
urn hríð daglega á si'ðum blaðsins.
Þetta setti léttan svip á blaðið og and-
stæðingar þess töldu það orðið ótta-
legt léttmeti, ekki síst ef myndir al’
Vilmundur: Ritstýrði Alþýðublað-
inu mörg sumur og átti frumkvæði
að stofnun Helgarpóstsins.
fáklæddu kvenfólki birtust á forsíðu
en það vildi brenna við. Það hafði
samt fasta menningarlega kjölfestu
og sá Olafur Jónsson gagnrýnandi
um þá hlið mála.
Gylfi hætti sem ritstjóri árið 1967
en ári síðar varð Kristján Bersi 01-
afsson ritstjóri ásamt Benedikt Grön-
dal. Árið 1968 hætti Alþýðuflokkur-
inn að vera formlegur rekstraraðili
Bylting í blaðamennsku: með Gísla J. Astþórssyni í ritstjórastóli Alþýðublaðsins hófst nýr kafli í íslenskri blaðaútgáfu.
Guðmundur Árni: ritstjóri í tvö ár,
1983-85.
Alþýðublaðsins en við tók Nýja út-
gáfufélagið. Var nú margt gert til að
reyna að auka veg blaðsins en þó
seig jafnt og bítandi á ógæfuhliðina.
Árið 1969 var gripið til þess ráðs að
gera blaðið að síðdegisblaði en sú til-
raun misheppnaðist. Það varð svo
aftur morgunblað er það fór í offsett
1972. Árið 1969 varð Sighvatur
Björgvinsson ritstjóri ásamt Krist-
jáni Bersa Ólafssyni en Benedikt
Gröndal hætti. Sighvatur sagði eitt
sinn í viðtali að tvisvar á ferli sínum
sem ritstjóri hafi hann staðið uppi
með aðeins tvo blaðamenn og þurft
að gefa út tólf síðna blað: það hefði
ekki verið skemmtilegt. Á þessum
tíma fór blaðið ýmsa kollhnísa enda
var það f rauninni í samfelldri
kreppu.
/ vist hjá Vísi
Árið 1973 fór svo að dagblaðið
Vísir tók við rekstri Alþýðublaðsins
vegna fjárhagsörðugleika þess síðar-
nefnda og Freysteinn Jóhannsson
var ráðinn ritstjóri við hlið Sighvats
Björgvinssonar. Nýjung sem vakli
athygli í blaðinu á þessum tíma var
(H)rós í hnappagatið á forsíðu en
kaktusorðan á baksíðu. Sumarið
1975 var svo komið að Alþýðublað-
ið kom ekki út í heilan mánuð vegna
ijárskorts en væringarnar á Vísi, er
Dagblaðið var stofnað, hristu Frey-
stein þá úr ritstjórastóli. Stofnað var
Blað hf. til að gefa Alþýðublaðið út
og ritstjórnarskrifstofur fluttar úr Al-
þýðuhúsinu í Síðumúla 11. Blaðið
kom út fimm daga vikunnar og var
tólf síður. Báðir ritstjóramir hættu en
Ámi Gunnarsson tók við ritstjóm.
Reykjaprent, útgáfufélag Vfsis, gaf
blaðið svo út frá áramótum 1976.
Árið 1978 á sama tíma og Alþýðu-
flokkurinn vann sinn glæstasla sigur
í alþingiskosningum, var Alþýðu-
blaðið enn að veslast upp. Talað var
um þaí í alviiru að leggja það niður
en jrrautalendingin var að minnka
það niður í fjórar síður. Tók Alþýðu-
fiokkurinn þá við rekstri þess af
Reykjapremi.
Afkvæmin: Helgarpóstur-
inn og Pressan
Á ámnum 1978 til 1979 var mikil
óvissa um framtíð Alþýðublaðsins.
Vilmundur Gylfason velti fyrir sér
leiðum um framtíð blaðsins og í
framhaldi af umleitunum hans varð
Helgarpósturinn til sem er þannig
skilgetið afkvæmi Alþýðublaðsins.
Hann var kallaður óháð vikuútgáfa
Alþýðublaðsins en í rekstrarlegum
tengslum við það. Eftir að Helgar-
pósturinn leit dagsins Ijós sáu blaða-
menn hans urn útgáfu Alþýðublaðs-
ins um hríð.
Erfiðu millibilsástandi í líli Al-
þýðublaðsins lauk í byrjun septem-
ber 1979 er Jón Baldvin Hannibals-
son var ráðinn ritstjóri og kallaði
hann blaðið „eins konar pólitískt
sendibréf til safnaðarins". Sumarið
1981 varð hin magnaða Alþýðu-
blaðskrísa milli Vilmundar Gylfa-
sonar, er þá var afieysingaritstjóri
blaðsins, og ýmissa annarra forystu-
manna í Alþýðufiokknum. Verður
hún ekki rakin hér. En hún sýndi svo
að ekki varð um villst að Alþýðu-
blaðið gat enn vakið miklar geðs-
hræringar þó að lítið væri.
Síðla árs 1983 var Guðmundur
Árni Stefánsson ráðinn ritstjóri og
fiuttu þá ritstjómarskrifstofur í Ár-
múla 38. Var blaðið enn í miklum
tjárhagskröggum. Hinn 1. mars 1984
var nýtt útgáfufélag stofnað um
blaðið er nefndist Blað hf. eins og
áður, og var Alþýðufiokkurinn aðal-
hluthafinn. Áskriltir voru þá taldar
um 3500. Guðntundur Ámi Stefáns-
son hætti sem ritstjóri 1985 en Ámi
Gunnarsson tók á ný við. Var hann
ritstjóri einn eða með öðrum til
1987. Þá hóf störf sem ritstjóri Ing-
ólfur Margeirsson og fór þá fram
svokölluð októberbylting á blaðinu.
Næsta ár gaf Helgarpósturinn upp
öndina og tók þá Alþýðublaðið að
gefa út Pressuna sem tók við hlut-
verki Helgarpóstsins að verulegu
leyti enda sögð hálfsystir hans. Al-
þýðublaðið er því líklega amma
Morgunpóstsins sem nú er.
Verður þessi saga ekki rakin
lengra að sinni. •