Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 75 ÁRA 19 Hið fræga samtal Helga Sæmundssonar ritstjóra við Stein Steinarr skáld. Sovét-Rússland er vonandi ekki það, sem koma skal Sleinn Steinarr kom ekki t auga á sósíalismann í Sovét-Rússlandi ALÞÝÐUBLAÐIÐ birtir á 5. síðu í dag samtal víð Stein Steinarr skáid í til- eíni aí ferð hans til Eúss- lands í sumar og kennir þar margra grasa, þó að stiklað sé á stóru. Skáldið-* er síður en svo hrifíð aÞ ' Rússlandi og segir skoðun sína hispurslaust. Lætur .SteLnn í Ijós álit sitt á stjórnarfarinu og telur sig ekki hafa komið auga á framkvæmd sósíalismans, segir lífskjör almennings bág, Iýsir miklum von- brigðum af listum og bók- menntum í Rússlandi, — finnst áhrifa Stalíns enn gæta í ríkum mæli, þrátt fyrir það, sem gerzt hefur að undanförnu, og sér friðarvilja Rússa í allt öðru ljósi en kommúnistar á Vesturlöndum. Niðurstaða Sleins er sú, að kommúnisminn í Rúss- landi sé fullkomin andstæða þess, sem frjálsu fólki á Vesturlöndum finnst eftirsóknarverðast. Segist hann vona, að Sovét-Rússland sé ekki það, sem koma skuli, enda hafi hugsandi menn á Vesturlöndum löngu séð í gegnum rússnesku blekkinguna. Hins vegar sanni rússneska ævin- týrið ekkert gildi eða fánýti sósíalismans af þeirri eín- földu ástæðu, að í Rússlandi ríki alls enginn sósíalismi — hugsjón Lenins hafi þar verið fótum troðin og -enn hafi Steínn Steinarr. Steinn Steinarr fór f sendinefnd austur til Rússlands í sumar. Undirritaður mæltist til þess við hann á sínum tíma að segja frá förinni og áhrifum hennar, ef einhver yrðu. Skáldið tók tilmælunum hægiætislega en Ijúfmannlega. Fyrir skömmu áttum við svo tal saman um allt þetta, og Steinn léði máls á að leyfa les- endum Aiþýðublaðsins að fylgjast með. Samtalið fer hér á eftir og þykir senni- lega nokkur tilbreyting: Ekki mjög hrifinn Jœja, þú fórst til Rússlands sem fnegt er orðið - hvemig leiztþér á? ..Humm - mér hefur verið kennt að tala gætilega um stórveldin, hvaða nafni sem þau kunna að nefnast. En Rússar eru ýmsu vanir - og sannast að segja varð ég ekki mjög hrifmn. Sovét-Rúss- land er að vísu stórt og auðugt land, ef til vill auðugasta land þessa heims, og þar er mikið um alls konar verklegar fram- kvæmdir. En það út af fyrir sig er ekki nægilegt til að hræra hug og hjarta hins „úrkynjaða skálds frá auðvaldsheimin- um“, eins og vinur minn og samferða- maður Jón Bjamason myndi orða það.“ Sósíaifasismi? Firinst þér, að Rútssar séu að fram- kvœma sósíalismann ? „Nei, ekki held ég það. Það er að minnsta kosti ekki sá sósíalismi, sem okkur „gömlu mennina" eitt sinn dreymdi um. Ég held, að það sé einhvers konar olbeldi, mddalegt, andlaust og ómannúðlegt. Og okkur svoköliuðum Vesturlandamönnum myndi sennilega finnast það óbærilegt. Mér er að vísu ekki fyllilega ljóst, hvemig þessu er var- ið, en það er ekki sósíalismi, það er miklu frernur einhver tegund fasisma. Kannski er þetta sá margumtalaði sósíal- fasismi, ef menn vita ennþá, hvað það orð þýðir.“ Skopleg alvara Hvað finnst þér um skáldskap og list- ir í Rússlandi? „Það, sem við köllum skáldskap og listir, á mjög örðugt uppdráttar í Sovét- ríkjunum. Flokkurinn ákveður hvemig mála skuli mynd, skrifa skáldsögu og yrkja kvæði. Þetta kaila þeir sósíalreal- isma og þykjast góðir. Sömu lögmálum lýtur byggingarlistin, það er erfitt að hugsa sér auvirðilegri hégómaskap og andlausara tildur en sumar nýbygging- arnar í Moskvu, t.d. háskólann, Metro og fleira slíkt. Fyrst í stað heldur maður kannski, að verið sé að skopast að Vikt- oríutímabilinu brezka eða jafnvel Thor- valdsen gamla. En svo kemur það upp úr kafinu, að þetta er rammasta alvara - „listsmekkur sósíalismans", gerið þið svo vel! Það er víst þetta, sem við köll- um hlægilegt og aumkunarvert í senn.“ Æstir og ódamála Náðuð þið tali af einhverjum skáldum og rithöfundum? „Jú, við hittum nokkra rithöfunda og bókmenntamenn, en það var lítið á þeim að græða. Spyrði maður einhvers urðu þeir strax dálítið æstir og óðantála. Sum- ir fóm jafnvel að hrakyrða Bería sáluga. Þeir vita lítið sem ekkert um vestrænar nútímabókmenntir. Rússar flytja ekki inn erlendar bækur. Það er ekki til gjald- eyrir! Öðm máli gegnir þó um bækur frá leppríkjunum. Eg sá í nokkrum búðar- gluggum verk Leníns og Chekovs í aust- ur-þýzkum og tékkneskum útgáfum. Kommúnistaflokkurinn lætur þýða og gefa út allmikið af vestrænum og jafnvel amerískum bókmenntum, en það verður belzt að vera lofgerð um þá sjálfa eða mjög einfaldar og naktar árásir á kapítal- isrnann. Stundum misskilja þeir þetta sem vonlegt er, og við því er ekkert að segja. Við töluðum lengi dags við þann fræga mann llja Ehrenburg. Hann vat' allstrangur í tali og hélt, að við væmm hinar svívirðilegustu auðvaldsbullur. Annars vom „frasar“ hans furðu „billeg- ir“ og minntu mig all mikið á tvo gamla vini mína hér heima, þá Ólaf Friðriksson og Guðbrand heitinn Jónsson. En það er mikill misskilningur, sem ég hef ein- hvers staðar séð á prenti, að vð höfum veitzt að þessum ágæta rnanni og sovét- rússneskum bókmenntum yfirleitt. Ég gat að vísu ekki gert greinarmun á bók- menntagildi tveggja sovét-rússneskra skáldsagna, sem ég sagðist hafa lesið, þeina „Lygn streymir Don“ eftir Sjó- lókov og „Saga af sönnum manni" eftir Polevoj. En við sættumst fljótlega á þeim forsendum, að það væri of langt síðan ég hefði lesið aðra og of stutt síðan ég hefði lesið hina. Þar með var það deiluatriði úr sögunni. Sálfrædi Laxness Rússar eru ákaflega hrifnir af Halldóri Laxness. Ég spurði einn frægan bók- menntagagnrýni þeina, hveiju það sætti. „Laxness er svo mikill sálfræðingur," svaraði hann. „Hvað er til marks um það?“ spurði ég. „Jú, hann er svo mikill sálfræðingur, að hann minnir á Ibsen,“ svaraði gagnrýnandinn. Svo var því samtali lokið. Yfirleitt fundust mér þessir „andans menn“, sem við hittum í Rússlandi, frek- ar leiðinlegir og jafnvel ógeðfelldir. En þeir hafa búið vel um sig og hugsa og skrifa það eitt, sem Flokkurinn vill.“ Stalín er enn, „vinur" og „fadir" Hvað segjaþeir um Stalín? „Sennilega er það allt satt og rétt, sem þeir Knistjov og félagar segja um Stalín. Sennilega hefur hann verið brjálaður glæpamaður, og sennilega er það fyrst og fremst honum að kenna hvemig hin mikla hugsjón Leníns hefur verið svívirt og fótum troðin í Rússlandi. En hvað um það. Þetta veit ekki rússneska þjóðin í dag, af einhverjum ástæðum hafa ráða- mennimir í Kreml ekki ennþá treyst sér til að flygja sinni eigin þjóð þessi hörmulegu tíðindi. Stalín gamli er enn í dag „faðir“ og „vinur“ hinnar rússnesku alþýðu. Hvar, sem maður kemur, og hveit, sem maður fer, blasa við sjónum ntanns ljósmyndir af þessum þögla, harða og skuggalega manni. Borgir, samyrkjubú, verksmiðjur, götur og torg bera ennþá nafn hans í þúsundatali. - Og þó hefur eitthvað gerzt, hvað svo sem það er. Vonandi tekst Krústjov og félög- um hans inann stundar að skapa nýjan Guð lil handa þessari undarlegu þjóð, fyrst hún endilega þarf þess með.“ Hvernig heldur þú að kjör rússnesks almennings séu? „Það veit ég ekki nteð neinni vissu. Allir hafa atvinnu, en kaupgjald er mjög misjafnt. Öll vara er ótrúlega dýr og hlutfallið milli vinnulauna og verðlags virðist vera ákaflega óhagstætt, hvað sem því veldur." Heldurþú, að Rússarséu friðelskundi þjóð? „Rússar hafa fundið upp friðinn, hvorki meira né minna, og má það teljast býsna laglega geit. Þar með er ekki loku fyrir það skotið, að þeir hyggi á land- vinninga og jafnvel heimsyfirráð í viss- um skilningi. Þeim er sem sé ljóst, að friðsamleg vinna getur gert þá ríka og volduga langt út fyrir öll staðbundin landamæri. I Rússlandi fara nefnilega færri handarvik til ónýtis en í nokkru öðm landi. En þjóð, sem hlotið hefur hið sovét-rússneska uppeldi, hlýtur óhjá- kvæmilega að ala í brjósti sér einhvers konar herraþjóðaðdraum, þótt leynt fari. Og þeim er ljóst, að heimurinn verður ekki unninn með vopnum, heimurinn verður einungis unninn með snilldarleg- um áróðri og takmarkalausum auðæf- um. Þetta vita þeir, sem nú stjóma Sov- ét-Rússlandi og þess vegna kjósa þeir friðinn framar öllu öðm. Hann er þeirra sterkasta vopn.“ Vonandi ekki! Erþettci það, sem komct skal? „Nei, vonandi ekki. Við á Vesturlönd- um myndum ekki sætta okkur við það stjómarfar, sem ríkir og ríkt hefur í Sov- ét- Rússlandi. Það er í grundvallaratrið- um fullkomin andstæða þess, sem okkur þykir eftirsóknarverðast. Þetta er öllum ljóst. Flestir eða allir alvarlega hugsandi menn á Vesturlöndum hafa fyrir löngu séð í gegnum hina sovét- rússnesku blekkingu. Aftur á móti er þetta rúss- neska ævintýri enginn dómsúrskurður um ágæti eða fánýti sósíalismans, blátt áfram vegna þess, að það er ekki sósíai- ismi. Það væm stórfelld og hættuleg ósannindi að halda slíku fram.“ Vill ekki vera í girdingunni Mér heyrist á öllu, að það sé rétt, sem þú sagðir í upphafi, að þú hafir ekki orð- ið mjög lirifinn. „Ég er vitanlega enginn Rússlandssér- fræðingur, og það má vel vera, að ég hafi misskilið ýmislegt og kveði annars staðar fullsterkt að orði - og við því er ekkert að segja. En ég vil ógjama láta loka mig inni í þeirri gaddavírsgirðingu, sem heimkomnir Rússlandsfarar stund- um gista, og þora ekkert að segja af ótta við það að vera stimplaðir annaðhvort „leiguþý kommúnismans“ ellegar „keyptir auðvaldslygarar". Fyrir okkur, svokallaða fijálsa menn, gildir sama um Rússland og önnur lönd. Við höfum fullt leyfi til þess að segja það. sem okkur finnst sannast og réttast, án þess að því þurfi að fylgja neinar heimskulegar og móðursjúkar getsakir." Helgi Sæmundsson. Steinn og Alþýðublaðið Steinn Steinarr var ekki orðinn þjóðskáld þegar hann tók að birta kvæði í Alþýðublaðinu á fram- anverðum fjórða ára- tugnum; ýmislegt bendir til þess að sú fullyrðing hans hafi átt við rök að styðjast, að hann hati verið „soltinn og klæð- laus“. En vegur Steins fór smámsaman vaxandi og uppúr 1940 varð hann andlegur lærifaðir nýrrar skáldakynslóðar. Þegar Steinn dó árið 1958, aðeins 49 ára, var • hann í margra hugum mesta skáld Islands. Og í vitund þjóðarinnar hefur vegur Steins vaxið æ síðan, svo líklegt er að hann verði í framtíðinni talinn mesta Ijóðskáld 20. aldar. Steinn Steinarr birti bæði ljóð og greinar í Alþýðu- blaðinu. Hann var snarp- ur stílisti í lausu máli, og margir hafa tregað að hann skyldi ekki hafa skrifað nieira. Stuttar ádeilugreinar, ritdómar og ýmislegt rabb ber æv- inlega skýr merki höf- undarins, engu síður en ljóðin. Við ritjum upp tvö Ijóð sem Steinn birti í Al- þýðublaðinu sumarið 1934. Hann var þá 26 ára gamall og ennþá undir talsverðum áhrif- um frá Tómasi Guð- mundssyni. En aðdáend- ur Steins þekkja eiaðsíð- ur í þessum ljóðum þann tón sem meistarinn átti eftir að slá oftar og með ýmsum blæbrigðum á komandi árum. Miðvikudagur Miðvikudagur. - Og lífið gengur sinn gang, eins og guð hefir sjálfur í öndverðu hugsað sér það. Mannifinst þetta dálítið skrítið, en samt erþað satt, þvísvona hefir það'verið og þannig erþað. Þér gangið hér um með sama svip og í gær, þér sigrandi Jullhugar dagsins, sem króntma stýfið. I morgun var haldið uppboð á eignum manns, sem útt ’ ekki nógfyrir skuldum. - Þannig er lifið. Og mennirnir grœða og mennirnir tapa á víxl, og mönnum er lánað þó enginn skuld sína borgi. Um malbikuð strœtin berst múgsins hávœra ös, og Morgunblaðið fœst keypt nið ’r á Lœkjartörgi. Miðvikudagur. - Og lífið gengur sinn gang, og gangurþess verður víst hvorki aukinn né tafinn. Dagbjartur múrari eignaðist dreng í gœr. - / dag verður herra Petersen kaupmaðiir grafinn. Alþýðublaðið, föstudaginn 6. júlí 1934. The morning after the night before Nóttin er liðin. - Götumarfyllast affólki, fólki með svefnþrútin andlit og reikula fœtur. Aðeins lokaðir gluggar ú einstaka afskektu húsi bera enn þá dulrœnan svip hinnar liðnu nœtur. Og bílar og vagnar, sem rétt fyrir örstuttri stundu svo stiltir og hógværir sváfu í skúr eða porti, þeir bruna með válegum gnýyfir bæjarins stræti eitis og blóðþyrstir vargar af langvinnum nœringarskorti. Og bílamir öskra og mennimir verk sín vinna í verzhmum, sementi, trjáviöi, fiski og kolum, samt finst okkur öllum launin svo lítils virði og líf okkar sjálfra svo dapurt og alt í molutn. En til hvers er þá að vakna og fara á fætur og fást við kol eða verzlun, sem illa gengur, og hlaupa sig þreytta í daganna fánýta flani, þegarflestir gætu sofið svo miklu lengur? Svo vitum við líkasl til allir hvar sagan endar, að eitt sinn skal dauðinn loka sérhverju auga, og bílctrnir velta og vagnamir eyðileggjast og verða fluttir suður á öskuhauga. Alþýðublaðið, fimmtudaginn 5. júlí 1934. Steinn breytti síðar nafni kvæðisins í Daginn eftir. Ljóðin eru birt hér með sömu staf- setningu og þegar þau komu fyrst fyrir sjónir lesenda Alþýðu- blaðsins fyrir réttum 60 árum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.