Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 75 ÁRA 15 Alþýðublaðsegg Atli Rúnar Halldórsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu: Vilmundur útdeildi 17 verkefnum Minnisstæðastir frá Alþýðu- blaðsárum mínum 1976 til 1978 eru líklega ritstjómarfundir með Vilmundi Gylfasyni í forsæti. Vil- mundur var afleysingaritstjóri á sumrin og mætti hreint ekki tóm- hentur á daglega fundi með blaða- mönnum sínum. A fyrsta fundin- um klukkan níu að morgni fékk ég sautján verkefni og ritstjórinn sleit fundi með þeim orðuni að upp úr hádegi myndi hann ganga á milli manna og deila út nokkrum í við- bót til að glíma við síðdegis! Við vorum fö! í framan af skelf- ingu, en Vilmundur fór inn á sinn kontór og skemmti sér vel yfir öllu saman - á meðan undirmenn hans engdust hver í sínum bás í llóði verkefna. Vonleysið var svo mikið að ég sá eiginlega eftir því að hafa nokkum tíma sótt um vinnu hjá Áma Gunnarssyni ritstjóra. Því Áma hafði orðið það á að ráða mig og bera beinlínis ábyrgð á að ég lenti á þessari starfshillu í lífinu. Sælutfðin á Alþýðublaðinu endaði svo á dramatískan og eftir- minnilegan hátt. Ritstjórinn var rekinn sumarið 1978, eftir íjórtán þingmanna kosningasigur krat- anna, og ákveðið var að gefa út lít- ið Alþýðublað - sem Jón Baldvin Hannibalsson kallaði síðar sendi- bréf til flokksmanna. En Alþýðu- blaðið sýndi sig enn einu sinni að var ekki feigur fjölmiðíll. Það er nú enn og aftur orðið alvörublað; líflegt og læsilegt og löngu vaxið upp úr að komast samanbrotið of- an í eldspýtnastokk. Þingflokkur- inn mun á hinn bóginn ekki sprengja utan af sér flokksherberg- ið í þinghúsinu eftir kosningar í vor, ef svo fer sem horfir. Alþýðublaðið getur því sagt núna: Sá hlær best... Bestu kveðjur til afmælisbams- ins! Atli Rúnar: Á fyrsta fundinum klukkan níu að morgni fékk ég sautján verkefni og Vilmundur sleit fundi með þeim orðum að upp úr hádegi myndi hann útbýta nokkrum til viðbótar. Alþýðublaðsegg Oddur Ólafsson, fréttastjóri Tímans: Blaðamaður Politiken borgaði brúsann I mínum huga em það dýrmæt forréttindi að fá að kynnast og starfa með því mannvali sent rit- stjórn Alþýðublaðsins stöð saman af 1957 og sfðar. Umbrot í okkar litla blaðaheimi og fjölmiðlun voru snörp og átökin um sjálfstæði blaða og blaðamanna mun nieiri en alntenn vilneskja sýnist nú vera um. Ef velja á einstakan atburð öðr- um minnisstæðari frá ámnum á Alþýðublaðinu kemur fyrst upp í hugann 1. september 1958. Þá var landhelgin færð einhliða út í tólf mílur og fyrsta þorskastríðið hófst. Meira var haft við en dæmi vom um áður. Það var leigð flugvél til að fljúga yfir átakasvæðið. Það var of mikið fyrirtæki fyrir eitt blað og tók Vísir og Politiken þátt í kostn- aði og sendu menn með. Frá Alþýðublaði fórum við tveir í loftið, Gísli J. Ástþórsson ritstjóri og ég sem þá starfaði sem ljós- myndari. Við vissum ekki hvert átti að halda eða hvers var að vænta. ísland var komið í stríð og ekkert var vitað um viðbrögð and- stæðingsins. Gmnnt úti fyrir Vestfjörðum fundust breskir togarar að veiðum innan nýju landhelginnar og her- skip þeim til vamar. Óðinn litli var þarna örsmár á sjávarfletinum og Oddur: Alþýðublaðið var orðinn svo merkilegur fréttamiðill (1. september 1958) að blaðið sendi menn sína í fiugvél á átakasvæði til að lýsa atburðum fyrir lesend- um. herskip sigldu mikinn ntilli hans og togaranna. Okkur létti. Fyrsta þorskastriðið var búið að standa í tíu kiukkustundir og sýnilegt var að ekki var um vopnuð átök að ræða. En ofbeldið var greinilegt. Þennan morgun urðu þáttaskil í íslandssögunni og okkur fannst að nýtt tímabil væri einnig haflð í fréttamennskunni. Gísli skrifaði albragðsgrein undir fyrirsögninni „Togað í nafni hennar hátignar" og þótt myndimar sem ég tók væm kannski ekki merkilegar, þar sem í þær vantaði bardagann fóru þær vítt og breitt um heimspressuna vegna mikilvægi þeirrar fréttar að íslendingar stóðu upp í hárinu á herveldi og tóku sér rétt til að vernda eigin auðlindir. En fyrst og fremst vom þær teknar fyrir Alþýðublaðið sem var orðinn svo merkilegur fréttamiðill að senda menn sína í flugvél á átakasvæði tii að lýsa atburðum fyrir lesendum. Að vera þátttak- andi í slíkum tímamótum verður ávallt stolt minning í huga gamals blaðamanns. Síðan vom háð lleiri þorskastrfð og dramatfskari. Fjölmiðlar urðu öflugri og fréttatækni fleygði fram. En að finna flotann og sveima yfir honum á lyrsta tnorgni fyrsta þorskaslríðsins verður aldrei frá okkur tekið. Og mikið gladdi það gjaldker- ann þegar í ljós kom að fyrir mis- gáning hafði blaðamaður Politiken borgað flugferðina sem varð Al- þýðublaðinu að kostnaðarlausu. :— Rétta leiðin i m W f Jt? ► Vv þektfirþú hana? Reikningaflóð, sveiflur í útgjöldum og þú veist ekki hve'Tniíp' er til ráöstöfunar í mánuðinum? Mei, rétta leioirnír fyrirhyggja, útgjaldadreifing og reglubundinn sparnaður gjörið svo vel. ►►► Vr- s. !>\ ',iC\ <•?. •>- A víðtæk fjármálaþjónusta : 9\ \;:v 4* ' tv % %r % ~ % % ^ ?? <»- % >? *>- 0\ ov <o i Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.