Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 16
16 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 75 ÁRA FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 Nokkur menningarfyrirbrigði Stigamenska í Reykjavík Flestir þeir, sem koma til Reykja- víkur úr öðrum borgurn, munu veita eftirtekt því sérstaka látbragði, sent skilur mikinn fjölda reykvfskra barna og unglinga frá bömum og unglingum í öðmm borgum siðaðra landa. Það er t.d. mjög algengt að sjá hálfstálpuð börn. einkum pilta, og unglinga upp til tvftugsaldurs eða meir, fara ýmist einstaka eða í hóp- um um strætin með ámátlegustu óhljóðum, gólandi og skrækjandi, líkt og maður ímyndar sér villimenn. Eftir Halldór Kiljan Laxness Seint á kvöldum, jafnvel á næturþeli, verður maður var við hópa af ungum hrínandi mönnum á götunum, stund- um með mddalegustu sönghljóðum, stundum organdi einhverjar lagleys- ur. Eitt meðal hins daglegasta sem við ber á götunni, bæði kvöld og miðja daga, er að sjá hálfvaxna ung- linga standa saman tvo eða þrjá, eða í stærri hópum, og æpa alt hvað af tekur ókvæðisorð og skæting á eftir fólki sem leið á unt strætið, ekki síð- ur eftir konum en körlum, og alveg sérstaklega á eftir gömlu veikburða einstæðingsfólki og aumingjum. Því lík hegðun æskulýðs á strætum úti hversdagslega, þekkist hvergi á bygðu bóli, nema hér í Reykjavík, held ég að mér sé óhætt að fullyrða, að minsta kosti hef ég hvergi séð neitt sem svipar til þ&ss. - Meðal þessara æpandi götuskrfls, þekkir maður oft bcirn úr ýmsum mikilsvirt- ustu fjölskyldum höfuðborgarinnar. Nú væri kanski ástæðulítið að gera veður út af þessum almennu skrílslátum á götum úti, ef þau bæru ekki f sér gerilinn til neins verra; við ísiendingar höfum svo oft orðið að þola það, að vera talin ósiðuð þjóð, að sumum okkar finst kanski afsak- anlegt, að vér látum hlutlaust þó unglingunum sé látið haldast uppi að stuðla að því að þjóðlífið beri nafn með rentu. En þessi hversdagslegi skrílsháttur á götunni er sem sagt einkenni á sjúkdómi í unglingunum, sem þegar minst varir getur blossað upp í herfilegustu mynd, og þess vegna varðar þetta mál alla þá, sem nokkurs meta uppeldi æskulýðsins hér. Fyrir skömmu ber það við, að ungur maður hér í bæ, formaður í æskulýðsfélagi nokkru, er á göngu heim til sín um kvöld. Félagi hans er með honum, og þegar þeir ganga gegn um miðbæinn, er æpt til þeirra skætingi og hótunum úr flokki nokkurra unglinga á götunni. Þeir skifta sér ekki af þessu að neinu leyti, þar sem þetta til- heyrir aðeins þeirri hversdagslegu kurt- eisi, sem hefir nú einu sinni verið viðtekin hér á götunum. Skömmu síðar skiljast félagamir tveir, og formaður æskulýðsfélagsins, gengur heimleiðis, upp Túngötu. En ekki hefir hann fyr skilið við félaga sinn, en hópur sá er áður hafði gert óp að konum, kemur fram úr myrkri næt- urinnar, og ræðst á hann; hafa stiga- mennimir, að því er þeir skýra síðar frá fyrir rétti „fylgt honum út úr mið- bænum og eigi ráðist á hann fyr en að framan greinir, vegna þess, að þeir töldu sig hafa betri aðstöðu til að dyljast og fremja verknaðinn óþektir en í miðbænum.“ Eg vitna til þessara orða úr Lögregluþingbók Reykjavík- ur, vitnið er einn af árásarmönnun- um, sonur úr einni þekktustu og mik- ilsvirtustu borgaraíjölskyldu hér í bænum. Þeir eru að minsta kosti f ;í . ....' • í ' , ................ Halldór Kiljan Laxness: Hann lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi í tilraunum sinum til þess að ala þjóðina upp. fimm saman, jafnvel sjö, og ráðast hér að einum manni á næturþeli í myrkri götu, steypa sér yfir hann með barsmíð, óðar en hann er ein- samall, berja hann til óbóta, og þegar félagi hans, sem hann var nýskilinn við, snýr aftur til hans eftir að hafa heyrt hjálparköll hans, þá flýa stiga- mennimir alt hvað fætur toga út í myrkrið. - Tilræðismennimir gefa síðan upp þá orsök til árásarinnar, að þeir hafi verið í andstöðu við þennan mann, vegna skoðanamunar, sem fram hafi komið á fundi æskulýðsfé- „En það er áreiðanlega sjúkur og heill- um horfinn æskulýður, sem hefir ánægju af því að skríða saman í hópa í myrkri næturinnar til að sitja fyrir ein- sömlum manni, margir gegn einum, og ganga maður undir manns hönd að því að berja hann varnarlausan." lags fyrir nokkmm dögum, en fund- urinn endaði í upplausn. Nú er fátt skiljanlegra og afsakan- legra en blóðheitir strákar fari í áflog og tuskist hver við annan, maður gegn manni, bæði í skólum og félög- um og gefi hver öðmm á hann sem snöggvast, og þá venjulega með þeim árangri að verða aldrei betri vinir en á eftir. Þetta tilheyrir heil- brigðum bamabrekum. Það er líka mikil heilbrigð æfintýraþrá í æsku- mönnunum, löngun til að komast í krappan danz, færast í fang eitthvað meira en aðrir, vinna sigur á erfið- leikunum og afla sér frama, með því að beita kröftunum til hins ítrasta á hættulegum vettvöngum og standast þrekraunina. En það er áreiðanlega sjúkur og heillum horfinn æskulýð- ur, sem hefir ánægju af því að skríða saman í hópa í myrkri næturinnar tii að sitja fyrir einsömlum manni, margir gegn einum, og ganga maður undir manns hönd að því að berja hann varnarlausan. Slíkt framferði hefði verið talið alveg óskiljanlegt meðal Islendinga fram á þennan dag, nema þá meðal vesalla afbrota- manna; slíkt hefði alla tíma frá upp- hafi Islandsbygðar verið álitið blett- ur á íslenzku þjóðemi. Þess vegna hlýtur maður að reka upp stór augu, þegar maður les í réttarskjölunum, að unglingar þessir telja sig allir til- heyra æskulýðsfé- lagi einu hér f bæn- um, sem kallar sig fslenzkt þjóðemis- félag, eða eitthvað þess háttar, og meðlimir þess ís- lenzkir þjóðernis- sinnar. Maður mundi þó að minsta kosti sverja fyrir, að það gæti verið annað en versti trantaralýður lands- ins, sem opinberaði þjóðemismetnað sinn í jafn furðulegu níðingsverki. En viti menn, það er enginn trantara- lýður. Það eru piltar, sem stunda nám í hærri skólum, einn er t.d. í fimta bekk hins almenna mentaskóla, ann- ar í verzlunarskólanum, og tekur þátt í tilræðinu með einkennishúfu sína á höfðinu; einn er sonur í virðulegri kaupmannafjölskyldu f bænum, ann- ar er hvorki meira né minna en sonur sjálfs dómkirkjuprestsins í Reykja- vík; annálaðs ágætismanns! Ég skal taka annað dæmi af því hvernig hið daglega götusiðleysi Rvíkur getur snögglega tekið á sig ógnþrungnar myndir. Það er á gaml- árskvöld. Einhver óheyrilegasta sorgarfregn, Keflavíkurbmninn, hef- ir þá um daginn borist til bæjarins. Samkomuhús hefir brunnið, þar sem fjöldi bama og kvenna var að jóla- gleði; mitt í gleðskapn- um er eldur uppi og hóp- ur glaðra barna er á fám mínútum orðinn að öskuhrúgu. Maður er svo lélegur sállfæðing- ur, að ímynda sér, að ungir ekki síður en gamlir hefðu við þessa frétt fundið með sér, að það væri ástæða til að gæta varúðar í um- gengni sinni við eldinn. En hvað gerist? Það sem gerist er það, að kvöldið eftir Keflavíkurbrunann æskulýður Reykja- víkur á götum úti grip- inn slíku brennuvarga- æði, að engin dæmi slíkrar vitfirringar eru áður kunn hér. Eftir því sem lögreglan skýrir frá, safnast æskulýður göt- unnar saman í hópa um allan bæinn, að því er virðist með það fyrir augum að láta hinn rauða hana gala yfir bænum. Fram eftir öllu kvöldi stendur lögreglan í opnu stríði við æskulýð götunnar í ýmsum átt- um, til þess að afstýra því að borgin verði brend! Það em kveikt bál í ýmsum áttum, bæði í görðum bak við hús, og fyrir framan stórhýsi, þar á meðal Mentaskólann og Frí- kirkjuna, með það fyrir augum að kom öllu í bál og brand. Þegar lög- reglan bjargar eldiviðnum úr klóm hina ungu brennuvarga á Austur- velli, og kemur honum fyrir inni á Iögreglustöð, þá hleypur hersingin á IHalldór Kiljan Laxness , og Alþýðublaðið Halldór Kiljan Laxness og Alþýðublaðið áttu langa sam- leið, allar götur síðan Barn náttúrunnar var fyrsta bókin sem blaðið íjallaði um. Halldór birti fjöldamargar greinar í Alþýðublaðinu, einkanlega á þriðja og fjórða áratugnum. Hann fjallaði um allt milli himins og jarðar; raforkumál og bókmenntir, mannasiði, pólitík og landbúnað - Halldóri var ekkert mannlegt óviðkomandi í viðleitni sinni til þess að ala þjóðina upp. Við end- urbirtum hér á opn- a5aejj nIaBH>á*«ieBnla»er8laui) Hébe; unni ritdóminn um Barn náttúrunnar, og getum státað okkur af því að fyrsti bókagagn- rýnandi blaðsins reyndist svo spámann- lega vaxinn. Þá birtir Alþýðublaðið og snarpa grein Halldórs frá fjórða áratugnum, þarsem hann sagði pS ungum trantaralýð « höfuðborgarinnar til || syndanna; og reyndar ffji ekki síður uppalend- s| um þess sama lýðs. f&wíkmiwiiðtitáii tm mki iéfuku kmgtk ;Un#J rarí »3 l«tía oiánf« ^.HeidaaiMÍ Éi.taBd«u t í-> r... • • atcfoííw ; mdígasr ... Strákurinn frá Laxnesi orðinn sannkallað óskabarn íslensku þjóðarinnar: Forsíða Alþýðublaðsins 28. október 1955 þegar tilkynnt var að Halldór Kiljan Laxness hlyti bókmenntaverð- laun Nóbels. eftir, umkringir lögreglustöðina, ræðst á hana með grjótkasti og mölv- ar allar rúður í byggingunni, svo að það verður að Ioka strætinu. - Var þetta einhver tryltur tötra- lýður? spyr ég lögregluna í gær. - Nei, er svarið, fjarri fer því. Mestur hlutinn af þesu voru vel búnir ungling- ar, meir að segja böm úr velmetnum fjöl- skyldum, Qöldinn allur af unglingum úr skól- unum. - Ég sá ekki ástæðu til að orðlengja frekar um þessi hörmulegu atvik. Ég skal heldur ekki gera tilraunir til að draga neinar ályktanir af þeim hér. Mínar per- sónulegu ályktanir mundu líka hafa litla stoð. Ég skírskota að- eins til heilbrigðrar skynsemi, ég skírskota til almennings, til for- eldra, kennara og yfir- valda, andlegra og ver- aldlegra, - það em þessir aðilar, sem hér eiga einkum að draga ályktanir, hver fyrir sig. Það er sagt, að vond böm þýði sama og vondir foreldrar. Það em með öðmm orðum þeir fullorðnu, sem fyrst og fremst eiga að athuga hvar þeir standa. Greinin er endurbirt einsog hún birtist í Al- þýðublaðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.