Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 21
‘ O ; .. il ITP.C' FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 75 ÁRA 21 Vilmundur Jónsson landlæknir var einn af helstu foringjum Alþýðuflokksins á fjórða ára- tugnum. Hann var líka einn mestur stílsnillingur aldarinnar. Eina dánarminningin sem hann ritaði um dagana er meðal þess fegursta sem ritað hefur verið á íslenska tungu. Eftirmæli Vilmundar um Sigríði Elísabetu Árnadóttur, gamla konu á ísafirði, birtust fyrst í Alþýðublaðinu, 27. janúar 1939. - Eitt sá tómt helstríð - Sigríður Elísabet Árnadóttir 14. júní 1857 - 20. janúar 1939 Hinn 1. dag marzmánaðar 1874 fóm þijú börn Árna bónda Bjöms- sonar í Hvammkoti • (nú Fífu- hvammi) í Seltjamarneshreppi og konu hans, Salvarar Kristjánsdóttur, til kirkju til Reykjavíkur, meðfram til að fylgja þangað frændstúlku sinni, sem átti að fara að ganga þar til prestsins. Systkinin vom Þómnn 18 ára, Sigríður Elísabet 16 ára og Ámi 15 ára. Segir ekki af ferð þeirra, fyrr en þau em á heimleið á áliðnum degi og komin suður fyrir Digranesháls- inn að læk þeint, er þar rennur og niður í Kópavog til sjávar. Hitta þau svo á, að foráttuvöxtur er hlaupinn í lækinn, því að asahláka hafði verið um daginn, og veltur lækurinn fram kolmórauður með þungum straumi, iðuköstum og jakaþurði. Systkinun- um dvaldist við lækinn, en freistuðu loks að komast yfir hann á broti, er þau vissu tillækilegast. Þau héldust í hendur hvert öðm til stuðnings, og fór pilturinn fyrir, þá yngri stúlkan, en eldri stúlkan síðust. En er út í strenginn kom, missti ptlturinn þegar fótanna. Ætlaði yngri stúlkan þá að grípa til hans, en missti við það fót- anna líka og hið sama eldri stúlkan. Hafði nú beljandi straumiðan tekið öll systkinin og hrifið þau með sér. Hér um bil 70-80 föðmum neðar skolaði yngri stúlkunni, Sigríði El- ísabetu, upp á grynningu, þar sern henni tókst að fóta sig. Komst hún heim til sín á vökunni. Faðirinn brá þegar við og fór að læknum, sem þá var orðinn með stíflum og jakallugi. Eftir nokkra leit fann hann lík dótt- ur sinnar við jaka í læknum. Lík sonar síns fann hann ekki fyrr en daginn eftir. Þessi sorgaratburður vakti ntikla hluttekningu með hjónun- um í Hvammkoti, sem vom hinar mestu merkis- og mannkosta- manneskjur, hjálpsöm, vinsæl og vel metin. En harmur þeirra var því átakanlegri fyrir það, að áður höfðu þau misst önnur þrjú böm með svip- legum hætti: uppkominn son í sjóinn og tvær dætur úr barnaveiki. Stóðu hjónin nú uppi, aldurhnigin, fáliðuð og lítils megnug, með þrjú eða Ijög- ur fósturbörn í ómegð, sem þau höfðu tekið af góðsemi sinni, hið yngsta á fyrsta ári. Hluttekningin með hjónunum í Hvammkoti lét sig ekki án merkilegs vitnisburðar, því að einn af þeim, sem hluttekningarinnar kenndu, var Matthías Jochumsson, sem þá var á bezta skeiði hér í Reykjavík, en það varð til þess, að hann orti út af þess- um atburði eitt af sínum dýrlegustu kvæðum, sem síðan hefir ómað hug- svalandi fyrir eymm þeiira, er í svip- aðar raunir hafa ratað, svo og þeirra, sem samúðar hafa kennt með slíkum syrgjendum, og mun óma, meðan ís- lenzk tunga og ntenning er við lýði, fallvaltleiki lífsins og vald dauðans er mönnum viðkvæm staðreynd og mannlegar tilfinningar bærast mönn- um í brjósti - öldungis án tillits til þess, hverja afstöðu skynsemi mann- anna knýr þá til að taka til hinna hinztu raka og hvort þeir hafa nokkra skoðun eða enga á því, hvert liggja kann vegur allrar veraldar. Þetta er kvæðið um Bömin frá Hvammkoti, um dauðann, sem er eins og lækur, og líftð, sem er eins og strá, er starir skjálfandi á straumfallið, hlustandi hálfhrætt og hálffegið á draumfagurt spil, sent dunar undir bakkanum, um systkinin tvö, sem engillinn bandaði, sáu guðs dýrð og bárust í kaf, og um hið þriðja, sem „eitt sá tómt helstríð - og hjálpaðist af‘. Þetta þriðja systkini, sem sá hel- stríðið og hjálpaðist af, Sigríður El- ísabet Amadóttir frá Hvammkoti, liggur nú á líkbömm vestur á Isa- firði, nærri 65 ámm síðar en foreldr- ar hennar „tíndu upp barna sinna bein“, systkina hennar, er dmkknuðu af henni í Kópavogslæknum vorið 1874. Þó að ég bregði hér fyrir mig ný- stárlegu tiltæki, sem ólíklegt er, að hendi mig aftur á næstunni, að rita dánarminningu, mun ég lítt rekja æviferil þessarar konu, sem út á við var ekki viðburðaiíkur eða lrábrugð- inn því, sem gerist og gengur um konur í hennar stöðu. Hún mun hafa flutzt ung vestur til Isatjarðar, ef til vill á vegum bróður síns, hins merk- asta manns, er þar sat lengi, Bjöms gullsmiðs Ámasonar, föður hinna listfengu bræðra, Bjöms og Baldvins Björnssona. Þar giftist Sigríður vönduðum og ráðdeildarsömum at- orkumanni, Olaft Halldórssyni tré- sntið. Bjuggu þau á Isatirði að ég ætla allan sinn búskap. unz Ólafur andaðist 1918, áttu prýðilegt heimili og mörg böm, öll óvenjuleg að prúð- ntennsku og grandvarleika til orðs „Þó að ég bregði hér fyrir mig ný- stárlegu tiltæki, sem ólíklegt er, að hendi mig aftur á næstunni, að rita dánarminningu, mun ég lítt rekja æviferil þessarar konu, sem út á við var ekki viðburða- ríkur eða frábrugð- inn því, sem gerist og gengur um kon- ur í hennar stöðu.“ og æðis. Bjó Sigríður sfðan með börnum sínum ekkja, unz hún and- aðist í hárri elli, eftir að hafa verið blind í nokkur ár, hinn 20. þ. mán., að því er tilkynnt var í útvarpinu. Tilefni þess, að ég get ekki orða bundizt við lát þessarar konu, er það, að mér virðist ,sem ég eigi minningu hennar óvenjulega skuld að gjalda. Það er ýkjulaust mál, að engin mann- eskja, sem ég hefi hitt á lífsleiðinni, hefir við jafnlitla viðkynningu, að- eins með persónuleika sínum, hóg- látri návist sinni og þögulli fram- göngu, haft dýpri áhrif á mig en hún eða orðið mér geðþekkari. Allt fas hennar verður mér ætíð minnisstætt sem ímynd mannlegrar tignar og virðuleika, hvað sem yfir dynur. Og þetta er ekki að rekja til töfra kvæð- isins, sem við hana er tengt og ég hefi getið hér um, því að það var ekki fyrr en seint á kynningartíma okkar, að ég kunni deili á þeirn tengslum. Hitt er satt, að síðan mér urðu þau kunn og lífsferill Sigríðar Ámadótt- ur, er hún og kvæðið óaðskiljanlegt í huga mínum. Þessi sntávaxna, fá- máluga, hógværa, fíngerða, næixi ólíkamlega kona, fríð og ungleg frant á elliár, var fyrir mér blómstr- áið á bakkanum við læk dauðans. Því að viðskipti hennar og dauðans urðu þau, að það er eins og Matthfas Joch- umsson hafi af andagift sinni með orðunum í kvæðinu: „eitt sá tómt helstríð" - sett lífi hennar ntiskunn- arlaus, en óskeikul einkunnarorð. Heita mátti, að hún stæði alla sína ævi „við beljandi sund“ lækjarins, sem varð Matthíasi ímynd sjálfs dauðans, og lifði upp aftur og aftur hinn átakanlega atburð æsku sinnar - horíandi á helstríð ástvina sinna og nánustu vandamanna, en hjálpaðist sjálf af, svo miklu ljúfara sem henni hel'ði etlaust verið að mega hafa þar hlutverkaskipti. Hvert slysið í fjölskyldunni rak annað. Tel ég þau ekki upp öll og rek sízt nákvæmlega, sem orðið gæti til þess að ýfa harma þeirra, sem þar eiga um sárt að binda. En til viðbót- ar því, að Sigríður Árnadóttir hafði 16 ára gömul séð á bak fimm syst- kinum sínum með sviplegum hætti og var sjálf svo átakanlega nærri, er tvö þeirra fórust, týndist sonur henn- ar uppkominn í siglingum, maður hennar var borinn heim til hennar banvænn af slysfömm, annar sonur lézt einnig af hörmulegu slysi á ísa- firði, var borinn út af heimili móður sinnar aðeins til að deyja og lét eftir sig unga konu og böm í ómegð, og enn dóu voveiflega, hvor í sínu lagi og með óvenjulega sorglegum at- burðum, tengdasonur hennar og til- vonandi tengdasonur, báðir kom- ungir menn, en dæturnar leituðu tregandi og í sámm í skjól móður sinnar. Hvernig bar nú þessi veikbyggða kona slíkt óvenjulegt mótlæti? í stuttu máli með þeirri skapfestu og yfirlætislausu, tignu, orðlausu, ótúlkuðu ró, sem ég þekki engin dæmi til og ætla, að lengi megi leita eftir. Það var mitt sorglega hlutskipti að standa nærri, er tvö slysin urðu, einskis megnugur úr að bæta og hafði ekkert í té að láta, er orðið gæti aðstandendunum til huggunar, enda vissi ég ekki aðra hafa. En frá Sigríði Ámadóttur sjálfri, hinni margmót- lættu konu, þögulli og fálátri, stafaði sá sefandi friður og mildandi rósemi, sem jafnvel mér, vandalausum manni, varð til hugarléttis og ekki aðeins í þessum kringumstæðum, heldur er mér það ætíð síðan, í hvert skipti, sem mér gefst ástæða til að Sigríður Elísabet Árnadóttir. „Sennilega hefi ég, árin, sem ég dvaldist á ísafirði, engan íbúa kaupstaðarins séð sjaldnar en Sigríði Árnadóttur. Hún kom naumast út fyrir þröskuld heimilis síns. En það, að ég vissi um hana í miðjum bænum, gaf ekki aðeins staðnum sérstakt innihald og gildi, heldur öllu mannlífinu." minnast þess. Sennilega heti ég, árin, sem ég dvaldist á ísafirði, engan íbúa kaup- staðarins séð sjaldnar en Sigríði Árnadóttur. Hún kom naumast út fyrir þröskuld heimilis síns. En það, að ég vissi um hana í miðjum bæn- um, gaf ekki aðeins staðnum sérstakt innihald og gildi, heldur öllu ntann- líftnu. Meðan skáld vekjast annað slagið upp, sem yrkja eins og Matthí- as, þegar honum tekst upp, og fólkið, sem ort er urn, jafnvel aðeins af til- viljun, á það til að vera eins og Sig- ríður Ámadóttir, er þó mannlífið ein- hvers virði. ísafjörður hefir fyrir mér bmgðið lit við fráfall þessarar háöldmðu konu, þar sent báran kveður nú „grátlag við támgan steirí* yfir síð- asta barninu frá Hvammkoti. 25. janúar 1939. Grein Vilmundar birtist fyrst i Al- þýðublaðinu 27. janúar 1939, en hefur síðan verið endurprentuð í Tímanum, 10. mars 1974, Islenzk- um úrvalsgreinum I, Rvk. 1976 og í fyrra bindi ritsafns Vilmundar, Með hug og orði, 1985.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.