Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 20
20 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 75 ÁRA FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 I I I minnir á, að markmið laganna nm stojhunina er sem hér greinir: Að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála og húsbygginga, að landsmenn geti búið við öryggi í húsnæðismálum. Að stuðla aðjafnrétti í húsnæðismálum, þannig að jjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleikafólks til að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Þetta eru þau markmlð sem Húsnæðisstofnunin starfar að. Þess vegna er hún ein af velferðarstofnunum þjóðfélagsins. C*h HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 OPIÐ KL. 8-16 VIRKA DAGA HAGSKÝRSLUR Haustlesning landsmanna Landshagir 1994 í ritinu er að finna mikinn talnafróðleik um mannfjölda, atvinnuvegi, félags- og heilbrigðismál, menntamál, þjóðarbú- skap, verslun o.m.fl. Omissandi rit öllum þeim sem vilja fræðast um hag lands og þjóðar. Verð 2.100 krónur. Landshag- ir fást einnig á disklingum í Excel. Ve rs 1 u n a rs kv rs I u r 1993 Þar er að finna ítarlegar upplýsingar um utanríkisviðskipti Islendinga á árinu 1993. í skýrslunni eru textar við öll toll- númer og gerir það hana mjög aðgengilega. Þeim sem vilja kynna sér viðskipti okkar við umheiminn er hún nauðsyn- legt rit. Verð 2.200 krónur. Konur og karlar 1994 Hagstofan hefur gefið út litprentaðan bækling sem lýsir í tölum og myndritum stöðu kvenna og karla á íslandi. Ritið fjallar m.a. um mannfjölda, heilsufar, menntun, atvinnu, laun, heimilisstöif og áhrifastöður. Verð 300 krónur. Vinnumarkaður 1991-1993 Hagstofan hóf gerð reglubundinna kannana á vinnumarkaðinum árið 1991. Frá upphafi til ársloka 1993 hafa verið gerð- ar sex kannanir. í þessum könnunum er m.a. aflað upplýsinga um atvinnuþátttöku, starfstétt, atvinnugrein, menntun þátttakenda og atvinnuleysi. Verð 1.000 krónur. Gistiskýrslur 1984-1993 Arið 1984 hóf Hagstofan söfnun upplýsinga um framboð gistirýmis og nýtingu þess. í þessu fyrsta riti hennar um ferðaþjónustu er að finna upplýsingar um nýtingu á gististöðum eftir tímabilum, íjölda gesta, þjóðemi og dvalartíma þeirra. Verð 700 krónur. íslensk atvinnugreinaflokkun ÍSAT 95 Um næstu áramót tekur gildi ný atvinnugreinaflokkun sem byggð er á atvinnugreinaflokkun Evrópusambandsins, N.A.C.E., Rev 1. ISAT 95 mun leysa af hólmi Atyinnuvegaflokkun Hagstofu íslands. í bókinni eru ítarlegar skýringar við einstaka flokka og leiðbeiningar um notkun þeirra. Verð 1.900 krónur. ÍSAT 95 fæst einnig á disklingum í Excel, Access og dBase. íslensk starfaflokkun ÍSTARF 95 Ut er komin Islensk starfaflokkun, ÍSTARF 95, sem byggð er á starfaflokkunarkerfí Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ISCO- 88.1ISTARF 95 eru störf m.a. flokkuð eftir verkefnum, hæfni, sérhæfíngu og ábyrgð. Því nýtist það öllum sem vinna með upplýsingar um vinnumarkaðinn. Verð 1.000 krónur. ÍSTARF 95 mun einni fást á tölvutæku formi. Hagstofa Islands Skuggasundi 3 H Sími 91-60 98 66 Bréfasími 91-62 33 12 Húsnæðisstofnun ríkisins Alþýðublaðsegg Haiidór Halldórsson, sjálfstætt starfandi blaðamaður: Gísla J. fannst O-flokkurinn ekkert fyndinn Ég var ekki nema sextán ára menntskælingur, þegar ég byrjaði á Alþýðublaðinu sem prófarkalesari og sumarblaðamaður. Þá var blað- ið ennþá í raun og sann „Blaðamannaskóli Islands“. Ég var svo heppinn að stíga fyrstu alvöruskrefin undir leið- sögn Gísla J. Astþórssonar, meistara íslenskrar blaða- mennsku. Hann var sannur fréttamaður og átti það sam- eiginlegt með Finnboga Rúti Valdimarssyni að vera djarfur og nýjungagjarn. Gísli, sem er annálaður húmoristi, kom mér oft á óvart en aðeins einu sinni botnaði ég ekkert í honum. Það var þegar ég var (í laumi) á kafi með fé- lögum mínum í því, að skipu- leggja framboð og tilheyrandi uppákomur Framboðsflokks- ins í alþingiskosningum 1971. Ég var í einstakri aðstöðu til þess að fylgjast með og skrifa fréttir um O-flokkinn, en gall- inn var bara sá, að Gísla þótti þetta ekkert fyndið og því var lítið sagt frá þessu merka fyrir- bæri stjórnmálasögunnar í Al- þýðublaðinu. Strangt til tekið samrýmdist þetta vitanlega illa Halldór: Ég var svo heppinn að fréttamannsstarfinu, þótt ég liti stíga fyrstu alvöruskrefin undir á Framboðsflokkinn í mesta leiðsögn Gísla J. Ástþórssonar, lagi sem ögrandi brandara. meistara íslenskrar blaða- Um svipað leyti var Sig- mennsku. hvatur Björgvinsson stjórn- málaritstjóri blaðsins, nýútskrifaður úr Háskólanum, vonarpeningur krata á Vestfjörðum. Hann hafði mjög gott fréttanef og var ómetan- legur fréttatengiliður við Alþingi. Hann sá um allapólitík í blaðinu og var óhemjuduglegur. Það var eiginlega Sighvati að kenna að ég lagði fyrir mig blaða- mennskuna. El'tir stúdentspróf fór ég til nánrs erlendis, en í jólafríi 1970 hitti ég Sighvat í Bankastrætinu. Við byrjuðum að ræða um dag- inn og veginn, en ,.Hvati“ var að hugsa um annað, því hann spurði mig allt í einu hvað ég væri að gera? Ég svaraði að það væri mest lít- ið. Með það bauð hann mér blaðamannsstarf á Alþýðublaðinu og daginn eftir byrjaði ég. Þannig datt ég í blaðamennskuna. Þeir voru ótalmargir blaðamennirnir sem ég vann með á Alþýðu- blaðinu. Meðal þeirra voru Helgi E. Helgason (Sjónvarpi), Sigtrygg- ur Sigtryggsson (Morgunblaði), bróðir hans Bjarni Sigtryggsson (upplýsingafulltrúi), Vilhelm G. Kristinsson (framkvæmdastjóri), Þorgrímur Gestsson (ritstjóri), Gissur Sigurðsson (RÚV), Öm Éiðs- son, Ami Gunnarsson (framkvæmdastjóri), Eiður Guðnason, Frey- steinn Jóhannsson (Morgunblaði) og Kristján Bersi Ólafsson (skóla- meistari), sem var ritstjóri blaðsins og tleiri og fleiri. Alþýðublaðsegg Sigtryggur Sigtryggsson, frétta- stjóri Morgunblaðsins: Skrifaði tíu lína frétt á tveimur tímum Árin mín á Alþýðublaðinu em björt í endurminningunni og margt skemmtilegt sem ég upplifði þar. En ætli fyrsti dag- urinn minn sé ekki eftirminni- legastur. Þetta var haustið 1970 og ég hafði verið að hjálpa Bjama bróður mínum við að skrifa íþróttafréttir. Gísli Ástþórsson hafði nýlega tekið við blaðinu og ritstýrði því ásamt Sighvati Björgvinssyni. Dag einn kom ég niður á blað með gein um einhvern kappleik og þeir Gísli og Sighvatur báðu mig að finna sig. Það vantaði blaða- mann og þeir spurðu mig hvort ég vildi reyna mig. Ég var til í mennilega á ritvél. Ég fékk í hendurnar skeyti frá NTB um saltfiskframleiðslu í Nor- egi og skrifaði tíu línu frétt á tveimur tímum! Ég notaði bara tvo putta og nota sömu aðferð enn, nær aldarfjórðungi síðar. Sigtryggur: Skrifaði tíu lína frétt um saltfiskframleiðslu í Noregi á tveimur tímuml það þótt ég kynni ekki einu sinni al- 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.