Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 75 ÁRA 11 MANVDÁGlNto bhtUIM tt vW Hv.m»80tu nr. r R, y«ia.n.»«5on. tUsnU AtI»lr««on. tllad»nm8n>, Ft»m»t»v»g' u. ,, Verður MftiöuWaði hannað á motpnj * Wvt krafist w • ■ t i r lf. » « 8íTSTJ6aI: ____ —VAL!DBmAHs&nu rv . 0( fl M * M L. X ----- ril"“- ~ r 'f1 f. ansuiatu) ueur Knmai y d\, að hún hiníti útkonn ...... ‘ wnúírt mál Utht^&kT **fc s.,„rir stc. %«"Wa8sins ' ' ísfiá« 4%„ ^ 0 ^öfla * ma?srÆ?'»J>ore(i Nazisla, pZi^oo ' MSgos „ar . ekt- ff«i> 2i?naöar sldua.li I .._ "'ojvr,,.. 1,1 "/íö J Seaúilietra um«« ............- Dðtberus J^éröarsouar! pý»ha a6altoTOÚlali& i Ueykjiv | he[ir Vfk heiif nýWga snmð aúr 1" tar . ^ ^ rU(isslJÓ*t„: «viinr.TOherra og krntlsl fc^ a° I ' „,n;,na að verðP, „ — wmw.í «„ro*« » ere. ÆW«áIa8sins _ J rl A’Þýðuhl ---------------------T™" ****«■ Na2isla. fiZr^Z = í inálí Hitl- RS j arar - - - ,ifiJ usrsssite”> —= "—»■ »• ««• r ri v„z,r:rj°^y.n iféllarramisðkB í ináli Bill- i ers oego dlDýðublaðion, L. JtC j' r I nr Þegar Hitler fór í mál við Alþýðublaðið S,®W«an :ð a%/riU)n ,,aV«Wn. ' c a ^Aíto,, ^ Asr 2 -og Þórbergur Þórðarson var dæmdur fyrir að móðga foringjann í grein í blaðinu Miðvikudaginn 31. október 1934, eða fyrir sléttum 60 árum, var kveð- inn upp í Hæstarétti dómur í land- ráðamálinu eins og Alþýðublaðið kallaði það. Þar var Þórbergur Þórð- arson dæmdur til að greiða 200 króna sekt fyrir meiðandi ummæli um Adolf Hitler í greinum í Alþýðu- blaðinu. Finnbogi Rútur Valdimars- son ritstjóri blaðsins var hins vegar sýknaður. Höfðað hafði verið opin- bert mál á hendur þeim tvímenning- um að kröfu þýska aðalkonsúlsins í Reykjavík. Ummæli Þórbergs, sem hann var dæmdur fyrir, voru í greinaflokknum „Kvalaþorsti Nazista", sem birtist í fimm hlutum í Alþýðublaðinu 6. janúar til 3. febrúar 1934. Það sem vakti gremju þýskra var að Þórberg- ur leyfði sér að kalla Adolf Hitler „sadistann í kanzlarastólnum þýska.“ Greinar Þórbergs birtust í þætti sem hann ritstýrði á þessu árum og kallaði „Lesbók Alþýðu“. Birtist þátturinn á hverjum laugardegi í Al- þýðublaðinu. Ofsóknir nasista í fyrsta hluta greinarflokksins byrjar Þórbergur að lýsa því hvemig nasistar höfðu unnið að því að undir- búa jarðveginn fyrir ofsóknir sínar. Þar segir meðal annars: „Það sannaðist þegar eftir Ríkis- þingsbrunann, að nazistarnir voru eini stjómmálaflokkurinn í Þýska- landi, sem var undir þennan glæp bú- inn...Lognum fréttum er dreift út um landið með síma og útvarpi um tildrögin til brunans. Sérstakir fanga- skálar, eins konar bráðabirgðarfang- elsi, eru uppmumbleruð með alls konar píningatækjum, svo sent stál- sprotum, svipum, hlekkjum, bönd- um, kylfum, vatnsskjólum og laxer- olíu. Og þessa sömu nótt hefjast kvalir og píningar, er jafnvel sjálfan Rannsóknarréttinn á Spáni myndi hrylla við, ef hann mætti renna yftr þessi tæp 800 ár úr eilífðinni, sem eru milli Luciusar 111 og sadistans á kanzlarastólnum þýska.“ Alþýdubladid bannad? Þann 12. janúar skýrði Alþýðu- blaðið frá því, að þýska aðalkonsúl- atið hefði nýlega snúið sér til forsæt- isráðherra og krafist þess að ríkis- stjórnin kæmi í veg fyrir að framhald birtist af grein Þórbergs „Kvalaþorsti nazista." A þessum ti'ma sat sam- stjóm Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks. í frétt Alþýðublaðsins þennan dag segir: „Forsætisráðherra, Ásgeir Ás- geirsson, hefur tjáð Alþýðublaðinu, að hann hafi svarað þýzka aðalkon- súlnum á þá leið, að ríkisstjórnin sjái sér ekki fært að hindra útkomu blaðsins að svo komnu, þ.e. án undangenginnar máls- sóknar. Forsætisráðherra hefur sýnt Alþýðublaðinu kvörtun þýska aðalkonsúls- ins og farið fram á það við ritstjórn Alþýðublaðsins að framhald greinarinnar birt- ist ekki.“ Af hálfu Alþýðublaðsins var því lýst yfir að ekki kæmi til mála að verða við þessum lilmælum. I frétt blaðsins segir meðal ann- ars: „Alþýðublaðið mun taka þessu máli með mestu ró. Það mun birta framhald af grein Þórbergs um „Kvala- þorsta Nazista" eins og ekkert hafí í skorist. Það mun koma út á morgun á venjulegum tíma, svo framarlega sem stjómvöld- in hafa þá ekki séð sig neydd til að banna útkomu fejur. þess eftir kröfu sendiherra Hitlers. OG ÞAÐ MUN EF TIL VILL KOMA ÚT ÞRÁTT FYRIR ÞAÐ.“ Framhald greinar Þór- bergs birtist svo eins og til stóð, laugardaginn 13, janúar og þar er Þórbergur enn við sama heygarðs- hornið. |«mut it* ruUMt'í tsríto/a I w tl vetn rt'tis- Mgmé tm íwwitn é twM Miti i tíi»4l ssmvtífktM d jsíjöfMíí* íiö Ítstní árí tífklt! g á tmstá mtllgfssíttt*. báhtttífcý** 4 6 1 Mum. «» frá t»ÍF fmm, m> iolsíd Ittáls tertfartö- Málshöfdunar krafist Þriðjudaginn 16. janúar mi Hitter skýrir Alþýðublaðið frá því m,,n að daginn áður hafi forsæt- isráðuneytinu borist bréf frá þýska aðalkonsúlatinu í Reykjavík, þar sem það krefst þess í umboði þýsku ríkisstjórnarinnar og eftir skipun frá henni, að ís- lenska stjórnin léti höfða opinbert mál á hendur Al- þýðublaðinu fyrir meiðandi ummæli um þýska ríkis- kanslarann, Adolf Hitler, og þýsku ríkisstjómina". Þegar íslenska ríkisstjórnin hafði tilkynnt aðalkonsúlnum, Haubold, þá ákvörðun Alþýðublaðsins að hafa tilmæli Þjóðveija að engu, símaði hann til stjómar sinnar og óskaði fyr- irmæla. Þýska utanríkisráðuneytið skipaði honum að krefjast opinberrar málssóknar á hendur Alþýðublað- inu. Ásgeir Ásgeirsson forsætisráð- herra vísaði kröfunni tafarlaust til dómsmálaráðuneytisins „til skjótra aðgerða". Magnús Guðmundsson dóms- málaráðherra beið heldur ekki boð- anna og skrifaði lögreglustjóra bréf Þýzfcaland er elnaoKrtð þióðin er ekk! leagur talia iiéða) Wóða. Atvinnuieyai toefir aukiat um 350 pú»- uad i dezember máuuði elnuœ. * Imé m þf*i nt jíéj! tg m itgtt *ií#6tet Möft ( l>U Beyr’ i*eyr?ji, fAtuc tkki h la»», n* Um w'iþyrmt itf uft Wíum j*?i! gféhtMmim lallsíítf 4fln m w fylgi svívirt hafa allar siðferðis- hugsjónir siðaðra þjóða og sagt sjálfa sig og þjóð sína úr lögum við hinn menntaða heim. Þessi og þvílík svör hef- ir Hitler og sendimenn hans fengið hjá siðuðum ríkisstjórnum.“ Ennfremur segir Al- þýðublaðið: „En skipun Magnúsar Guðmundssonar til lög- reglustjóra um að hindra útkomu Alþýðublaðsins, ef það gerist svo djarft að birta framhald af grein Þórbergs Þórðarsonar, ÁÐUR EN VITAÐ ER HVORT í ÞVI ERU NOKKUR MÓÐGANDI ORÐ EÐA MEIÐANDI, kórónar þó þá sVívirðu, sem íslenska stjórnin gerir sig seka um í þessu máli. Hann er reiðubúinn til þess að banna útkomu ís- lensks blaðs, ef farið er fram á það af erlendum mönnum.“ 6r rafia Ut. <tré, «ri fivai ÞýykaI«SÍ, f mMntáUwfm, km *ktí 8» ttlál afuiíim í Itólwwt i ari Ifrt yfir t»vl iú)k»tK 4*Ú i Var nema von að Hitler sárnaði? Alþýðubiaðið minntist eins árs valdaafmælis austurríska skiitamálarans með því að prenta á forsíðu stóra og verulega ófrýnilega mynd af barni sem virtist af ætt hrímþursa. Undir myndinni stóð einfaldlega: Adolf Hitler 4 ára. samdægurs þar sem hann fyrirskip- aði opinbera rannsókn og málshöfð- un gegn Alþýðublaðinu og Þórbergi Þórðarsyni. Svívirda stjórnarinnar í bréfi dómsmálaráðherra þar sem rannsóknin er fyrirskipuð segir að dómsmálaráðuneytið geri ráð fyrir því, með tilvfsun til tilskipunar 9. maí 1855, að lögreglustjóri hindri út- komu Alþýðublaðsins með fram- haldi af grein Þórbergs. Um þetta segir Alþýðublaðið meðal annars 24. janúar: „Framkoma dómsmálaráðherra í þessu máli mun vera einsdæmi í sið- uðum löndum. Það er áreiðanlega mjög fátítt, að erlent ríki kreíjist málshöfðunar gegn blaði í öðm landi fyrir nteið- yrði. Þó hefur Hitlerstjómin gert það nokkrum sinnum á síðasta ári. En óhætt er að fullyrða, að í flestum til- fellum hafa stjómir í þingræðislönd- um t.d. á Norðurlöndum og í Eng- landi, vísað slíkum kröfum og kvört- unum sendimanna Hitlers algjörlega á bug og látið þá herra skilja að þær álíti sér ekki fært að gera slíkar tak- markanir á málfrelsi og prentfrelsi til þess að þóknast þeim mönnum, sem Málshöfdun fyrir landrád Réttarrannsókn hófst í rnálinu þann 23. janúar 1934 og var hún í höndum Ragnars Jónssonar full- trúa lögreglustjóra. Það kvöld vom þeir Þórbergur Þórðarson og Finnbogi Rútur Valdimarsson rit- stjóri kallaðir fyrir rétt og einkum spurðir um hvor þeirra bæii lagalega ábyrgð á greinum Þór- bergs. Ennfremur var Þór- bergur spurður sérstak- lega um það hvaða heim- ildir hann hefði fyrir skrif- um sínum um nasista. Nefndi hann þær og kvaðst bæði mundu birta þær í lok greinar sinnar og leggja þær fyrir rannsókn- ardómarann. Hins vegar virðist rann- sóknardómarinn ekki hafa séð ástæðu til að fara að þeim tilmælum dómsmálaráðherra að banna útkomu blaðsins. Mánudaginn 12. febrúar skýrir Alþýðublaðið frá því, að rannsókn f máli þessu sé lokið og hafi verið höfðað opinbert mál á hendur Þór- bergi Þórðarsyni og ritstjóra Alþýðu- blaðsins fyrir brot á 83. grein hinna almennu hegningarlaga. Sú grein er í IX. kafla laganna, sem ber yfirskrift- ina „Um landráð" og hljóðar síðasta málsgreinin svo: „En meiði maður útlendar þjóðir, sem eru í vinfengi við konung, með orðum, bendingum eða myndupp- dráttum einkum á þann hátt að lasta og smána þá, sem ríkjum ráða, í prentuðum ritum, eða drótta að þeim ranglátum og skammarlegum at- höfnum, án þess að tilgreina heim- ildarmann sinn, þá varðar það lang- elsi, eða þegar málsbætur eru, 20 til 200 ríkisdala sektum." Sýknadir í undirrétti Mánudaginn 9. apríl 1934 skýrir Alþýðublaðið frá því að klukkan hálf tvö þann dag hafi verið kveðinn upp dómur í landráðamálinu. Voru þeir Þórbergur og Finnbogi Rútur sýkn- aðir af ákæm réttvísinnar og skyldi málskostnaður greiddur af almanna- fé. í forsendum dómsins segir meðal annars: „Fyrir réttinum hefur höfundur haldið því fram að með greinabálki þessum hafi hann viljað uppfræða lesendur blaðsins um stefnu og starfshætti eins stjórnmálaflokks í Þýskalandi, nazistaflokksins. Hann hefur neitað að grein sfn hafi átt að beinazt að hinni þýzku þjóð eða stofnunum þýzka ríkisins, heldur hafi hann með greininni að eins vilj- að deila á forystumenn nazista- flokksins. Við lestur greinarinnar í samhengi verður að telja að þessi meining höf- undarins konti skýrt í ljós....Ekkert kemur fram í greininni, sem gefi ástæðu til að ætla að greinarhöfund- ur sé óvinveittur þýzku þjóðinni í heiid, né að ásetningur hans hafi ver- ið að deila á hana sjálfa. Ádeilan beinist öll að annarti og takmarkaðri félagsheild þ.e. þýzka þjóðemisjafn- aðarmannaflokknum.......Meiðandi eða móðgandi ummæli um erlenda stjómmálafloKka, stefnu þeirra. staif eða forystumenn verður hins vegar ekki talin móðgun við hina erlendu þjóð eða á annan hátt refsiverð sam- kvæmt íslenskum lögum.“ Finnbogi Rútur var sýknaður þeg- ar af þeirri ástæðu að greinin „Kvala- þorsti nazista" var rituð undir fullu nafni höfundar, Þórbergs Þórðarson- ar. Hæstiréttur dæmdi Þórberg Miðvikudaginn 31. október 1934 var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í landráðamálinu, eins og Alþýðublað- ið kallaði það, og var Þórbergur Þórð- arson dæmdur til að greiða 200 króna sekt fyrir meiðandi ummæli um Ad- olf Hitler. Auk þess skyldi hann greiða málskostnað allan. Finnbogi Rútur Valdimarsson ritstjóri var hins sýknaður. Sækjandi ntálsins í Hæsta- rétti var Jón Ásbjömsson en veijandi Stefán Jóhann Stefánsson. •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.