Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 75 ÁRA 7 hvarf úr miðstjórn Alþýðuflokksins, en þar hafði hann verið meira eða minna frá því á fimmta áratugnum. Það er hins vegar auðheyrt að Helgi er langt í frá hættur að hugsa unt pól- itík. Hvernig mætti það líka vera um mann sem allt sitt líf hel'ur fylgst með þjóðfélagsþróun og var um langt árabil einn helsti stjómmála- skýrandi þjóðarinnar. Við ræðum unt jafnaðarstefnuna, krata á Norð- urlöndunum, í Bretlandi og Þýska- landi sem standa í þvf að endurskoða innihald hennar í Ijósi mjög breyttra þjóðfélagsaðstæðna. Og auðvitað fer ekki hjá því að við ræðum um Al- þýðuflokkinn eins og hann er hér og nú. „Ég tek ekki mjög djúpt í árinni þegar ég segi að Alþýðuflokkurinn hefur valdið manni dálitlum von- brigðum síðan 1956. Það er alveg Ijóst að í okkar þjóðfélagi höfum við ýmsar meinsemdir, kannski ekki síst spillingu. Stjómmálamenn hér taka sér oft vald sem er umdeilanlegt og vafasamt að þeir eigi yfirleitt að hafa á sinni hendi. Slíkur gangur mála bitnar alltaf illa á litlum flokki sem í félagi við stæiri flokk ber ábyrgð á stjórn landsins. Alþýðullokkurinn fékk strax að kenna svolítið á þessu fyrir stríðið, en þó held ég að þetta haft aldrei bitnað meira á honunt og eins og núna síðustu tvö eða þrjú ár- in. Svo er þetta líka spuming um ein- staklinga. Það gleymist stundum að stjórnmálaflokkur þarf að vera eins og knattspyrnulið. Það þarf rétta samsetningu til að ná upp góðu ell- efu manna liði. Það þarf líka rétta samsetningu til að ná upp senr gerir það sem við viljum að hann geri og gerir ekki það sem við viljum ekki að hann geri.” - Eftir 78 ár er Alþýðuflokkurinn ennþá tiltölulega smár flokkur. Þýðir það ekki að hann hefur farið hálf- gerða erindisleysu allan þennan tíma? „Alþýðuflokknum hefur auðvitað mistekist að sameina jafnaðarmenn í stómm, frjálslyndum og víðsýnum jafnaðamtannaflokki. Samt vitum við að svonefnd jafnaðarstefna - sem svolítið svifkennt hugtak - á rnikið fylgi hér á Islandi og hún á auðvitað mikil ítök í Alþýðuflokkn- um. Það er hins vegar spurning hvort suntir í Alþýðuflokknum em nógu góðir jafnaðarmenn." Kolvitlaus kosningaskipan „Flokkarnir hafa breyst mikið á mínum tíma. A santa tíma finnst mörgum að þjóðfélagið sé ramm- gallað. Og þá er ekki óeðlilegt að menn spyrji hvort ekki séu einhverj- ar brotalamir í flokkakerfinu. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það sé bara tímaspursmál hvenær llokkaskipan- in breytist. Spurningin sé miklu frek- ar hvað taki við en hvenær. Flokka- fylgið virðist alltaf verða veikara og veikara. Við sáum það til dæmis í borgarstjómarkosningunum í Reykjavík hvernig stjórnmálin geta breyst allt í einu. Gæti maður ekki gert sér í hugarlund að þetta kynni að gerast á landsmælikvarða? Þetta getur hins vegar ekki gerst nema kjördæmaskipanin breytist. Ég hugsa að úrelt og vitlaust kjördæma- fyrirkomulag eigi meiri þátt í vitleys- unni í þjóðskipuninni en við gerum okkur grein fyrir. Það hefur að mörgu leyti staðið í vegi fyrir eðli- legri þróun stjómmála í landinu. Ég á við hreppapólitík og hrossakaup og hvernig pólitíkusar hafa tekið sér vald sem þeir eiga ekki eða að þeim hefur verið fengið vald sem þeir ekki eiga. Allt stafar það beint og óbeint af kjördæmaskipuninni. Eg vil ekki vanþakka þær breyt- ingar sem hafa orðið í minni tíð, frá I934 þegar ég fór að fýlgjast fyrst með. Sumar hafa verið svolítið til bóta, en stundum hefur þetta mistek- ist og síðustu breytingar vom hreint óhemju vitlausar. Það er sagt að sérhagsmunasegg- imir á Alþingi vilji ekki breyta kjör- dæmaskipaninni og það er nokkuð til í því. En það þarf meira en að vinna sigur á þeim. Það þarf líka að vinna sigur á einhvetjum sérfræðingum sem virðast ekki kunna að búa til lög og kosningaskipan fyrir almenning. Næst því að kosningaskipanin sé réttlát, þá er jafnsjálfsagt að hún sé svo einföld að hvert mannsbam sjái í „Ef ég frétti að Alþýðu- blaðinu vegnar vel þyk- ir mér vænt um það, ef því gengur illa kemur það við viðkvæman streng í brjósti mínu.“ hendi sér hvað það er að gera þegar það greiðir atkvæði. Við verðum til dæmis að geta verið nokkuð viss um að atkvæðið okkar l'alli ekki á ein- hvern annan en þann sem við emm að kjósa. Það er gmndvallaratriði. Þar næst eigum við að hætta að einblína á að allir séu skyldugir til að kjósa einhvem flokk. Það á að vera hægt að kjósa um persónur, rétt eins og flokka. Þetta er vel framkvæman- legt þótt við höfurn stór kjördæmi og listakosningar, enda höfum við fyrir- myndina víða í Evrópu þar sem kjós- andinn hefur santa rétt til að kjósa einstaklinga og hann hefur til að kjósa flokkslista. Ef við gemni þetta þá er ég ekki viss um nema geti - nteð batnandi árferði og stjómarfari - orðið nokk- uð álitlegt að lifa fram í nýju öldina." Alþýdublaðid - Við höfum mikið skeggrætt um pólitík en minna um afmælisbarnið, sjálft Alþýðublaðið. Þú fórst héðan fyrir þrjátfu og flmm árum eftir að hafa verið héma í næstum tvo ára- tugi. Hvaða taugar hefurðu til blaðs- ins? „Ég hugsa til þess svona eins og til húss sem ég bjó í áður fyrr eða stað- ar sem ég var á eða jafnvel eins og til fyrri konu. Ef ég frétti að Alþýðu- blaðinu vegnar vel þykir mér vænt um það, ef ég frétti að því gangi eitt- hvað illa kemur það við viðkvæman streng í brjósti rrn'nu." •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.