Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 75 ÁRA t'.PP! .. V' ' FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 Byltingarnar á Alþýðub Á 75 ára ferli hefur blaðið oftar en einu sinni valdið þáttaskilum í íslenskri blaðamennksu Frá því að Alþýðublaðið var stofnað sem lítið og harð- skeytt verkamannamálgagn fyrir 75 árum hefur það gengið í gegnum mörg og ólík tímabil. Sagt hefur ver- ið að ekkert íslenskt blað hafi sveiflast jafn mikið í leit að einhvers konar ímynd eða forskrift sem passaði fyr- ir tilgang þess og lífsmöguleika. A sínum glæstustu augnablikum hefur það hitt á óskastundina og fundið þá formúlu, sem best átti við, og þá hefur það farið langt í að verða stærsta blað þjóðarinnar. A öðrum stundum hefur það verið vesælt og við það að hverfa. Tími flokksblada Þegar Alþýðublaðið byrjaði að koma út, 29. október 1919 voru fyrir tvö dagblöð í landinu. Þau voru Vís- ir, stofnaður 1910 og Morgunblaðið, stofnað 1913. Báðunt hafði í upphafi verið ætlað af stofnendum sínu, Ein- ari Gunnarssyni og Vilhjálmi Fin- sen, að vera óháð fréttablöð en áður en mörg ár liðu voru þau engu að síður orðin þrælflokkspólitísk. Þetta sást fyrst glögglega árið 1916. Vísir og Morgunblaðið börðust þá hat- rammlega gegn sérstökum framboð- um verkamanna og bænda og gegn víðtæku og af- drifaríku háseta- verkfalli í Reykja- vík. Sú pólitíska stefna sem þessi tvö höfuðblöð Reykjavíkur tóku var innsigluð með þvf að stjómmálamaðurinn Jakob Möller keypti Vísi árið 1918 og sam- tök kaupntanna í Reykjavfk keyptu Morgunblaðið 1919. Hinn nýstofn- aði Alþýðuflokkur taldi því brýna nauðsyn á að koma upp dagblaði sem túlkaði sjónarmið verkamanna og myndaði mógvægi gegn fyrr- nefndum blöðum. Tími flokksblað- anna var upp runninn. Olafur Friðriksson, einn helsti leiðtogi jafnaðarmanna, hafði að vfsu ritstýrt blaðinu Dagsbrún frá 1916 en það var aðeins vikublað og gat því ekki haft jafn afgerandi áhrif og dagblað. Öflug blöð vom þá talin hafa úrslitaáhrif í allri stjómmálabar- áttu. Upphaflega stóð til að blaðið Dagsbrún yrði gefið út áfram sem eins konar vikuútgáfa af Alþýðu- blaðinu. Samgöngur voru með þeim hætti þá að ekki var unnt að senda dagblöð í sveitir og var því talið nauðsynlegt að þjappa efni þeiira saman í eina vikuútgáfu handa sveitamönnum. Þess vegna var Tím- inn, sem einkurn var ætlaður bænd- um, aðeins vikublað. Hann varð ekki dagblað fyrr en 1947. Fyrirætlanir um Dagsbrún fóru hins vegar út um Eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing Fyrstu árin var þvf afar lítið um al- mennt skemmtiefni sem nú þykir nauðsynlegt í blöðum, svo sem myndasögur, skrítlur og þess háttar en þó vom þar framhaldssögur, svo sem Tarzan- sögumar sem birtust í Alþýðublaðinu frá og með árinu 1922. Ekki vom heldur myndir í blaðinu svo að nokkm næmi og þætti slíkt dauflegt nú til dags. Fyrsta fréttamyndin í Alþýðublaðinu kom 22. júní 1920 eða átta mánuðum eft- ir að blaðið byrjaði. Viðtöl vom líka sjaldgæff^rstuárin. Ingólfur Jóns- son, einn stúdent- anna sem aðstoð- uðu Ólaf Friðriks- son við efnisöflun sagði að Ólafur hefði daglega sest við ákveðið borð í Rósenbergkjallaranum undir Nýja bíó. Þar hafi safnast nokkur hópur manna í kringum hann og rætt nýj- ustu tíðindi úr stjóm- og þjóðmálum og þar hafi orðið til hugmyndir um efni blaðsins næsta dag. Utvarp var þá nýlega komið til sögu í heiminum og mun Hendrik Ottósson, einn af aðstoðarmönnum Ólafs Friðriksson- ar, fljótlega hata eignast móttöku- tæki en hann var málamaður mikill og útvegaði þannig nýjustu erlendu fréttirnar með því að hlusta á fjarlægt og brakandi útvarp, sennilega frá Bretlandi. Hann hlýtur að hafa verið með þeim alfyrstu sem það gerðu hér á landi. Timburskúrinn vid Ingólfs- stræti, Ólafur rekinn Þó aö Alþýðublaðið hefði engar ritstjómarskrifstofur fyrstu árin var þó keyptur lítill timburskúr og hann settur upp á lóðinni þar sem nú er Is- lenska óperan við Ingólfsstræti. Þar var afgreiðsla blaðsins undir stjóm Sigurjóns A. Ólafssonar, síðar bæj- arfulltrúa og alþingismanns. Ekki er vitað um upplag blaðsins fyrstu árin en í Reykjavík vom aðeins 500 kaupendur í febrúar 1923, þannig að Fyrsti ritstjórinn: Ólafur Friðriks- son skrifaði Alþýðublaðið heima hjá sér. Haraldur Guðmundsson: einn virt- asti foringi Alþýðuflokksins, rit- stjóri 1928-31. þúfur vegna skorts á fjármunum. Aðeins eitt tölublað af því kom út eftir að Alþýðublaðið hóf göngu sína. Stíll Ólafs Fridrikssonar Ólafur Friðriksson, fyrsti ritstjóri Alþýðublaðsins, skrifaði mestallt blaðið heima hjá sér, en hafði Ijóra stúdenta sér til aðstoðar um efnisöfl- un. Blaðið var síðdegisblað í litlu broti og fyrst og fremst áróðursblað. allt upplagið hefur þá varla náð 1000 eintökum. Morgunblaðið var þá selt í um 2200 eintökum. Alþýðublaðið var prentað í Guten- berg til 1923. Þá varð prentaraverk- fall snemma árs. Til þess að Alþýðu- blaðið gæti komið út, þrátt fyrir verkfallið, tóku tveir prentarar úr Al- þýðuflokknum gamla og ónotaða prentsmiðju í bakhúsi við Bergstaða- stræti 19 á Ieigu þar sem hægt var að prenta blaðið meðan á verkfallinu Benedikt Gröndal: ritstjóri flest viðreisnarárin. Þrír ritstjórar: Ingólfur Margeirsson, Kristján Bersi Ólafsson og Gylfi Grön- dal. Myndin er tekin þegar Alþýðublaðið var 70 ára. Slfkt fréttaritarakerfi var þá nýjung á Islandi. Hin blöðin vöknuðu upp við vondan drauml. Svar Morgunblaðs- ins var að koma sér upp fréttaritara í Kaupmannahöfn og einnig var það stækkað upp í átta síður daglega með fjölbreyttari efnisþáttum en áður meðan Alþýðublaðið var aðeins Ijór- ar síður. Alþýðublaðið svaraði aftur með því að stækka blaðið í broti upp í sex dálka í október 1934, hefja út- gáfu sérstaks sunnudagsblaðs með forsíðum eftir íslenska listamenn og hefja mánudagsútgáfu þannig að blaðið kom út alla daga vikunnar og gekk svo í tvö ár. Þá var efnt til smá- sagnasamkeppni og einnig gekkst blaðið fyrir skemmtunum í Iðnó. Þetta var blaðastríð. Eitt gerði Morg- unblaðið þó ekki, það hélt áfram að leggja forsíðu sína undir auglýsing- ar. En auglýsingarnar voru einmitt Akkilesarhæll Alþýðublaðsins. Þeim fjölgaði lítið þó að blaðið ykist mjög að útbreiðslu. Breytingamar á Alþýðublaðinu oliu keðjuverkunum í íslenskum blaðaheimi. Blaðið seldist stundum í allt að tíu þúsund eintökum á dag en upplagið var þó að jafnaði 6000 ein- tök. Þá var Morgunblaðið prentað í svipuðu upplagi og stóðu blöðin jafnfætis um hríð. Athyglin sem hin nýja samkeppni olli varð líka til þess að framsóknarmenn hugsuðu sér til hreyfings. Þeir byrjuðu 1934 að gefa út Nýja dagblaðið og kom það út sem dagblað í Reykjavík á ámnum 1934 til 1938. Var það fjórða dag- blaðið á landinu en Þjóðviljinn kom svo hið fimmta árið 1936. Farsæl ritstjórn Stefán Pjeturssonar Miklar deilur innan Alþýðu- flokksins urðu árið 1938 og lauk þeim með því að hann klofnaði. Við þessar deilur virðist Finnbogi Rútur hafa misst áhugann á blaði sínu eða skort úthald til að halda áfram rit- stjórn þess. Hann hætti einfaldlega að mæta á ritstjómarskrifstofunum en var þó áfram titlaður ritstjóri. Stefán Pjetursson gegttdi ristjóra- störfum í forföllum Rúts en tók formlega við blaðinu I. júlí 1940. Þá var upplag þess komið niður í 3000 eintök og var það skömmu síðar minnkað í broti vegna rekstrarörðug- leika. Svo illa höfðu innanflokks- deilurnar farið með það. Þó leið ekki á löngu þar til enn var blásið til sókn- ar. Það tækifæri gafst er stríðsgróð- inn tók að þyngja pyngju lands- manna. í febrúar 1942 var blaðinu gjörbreytt. Það var stækkað í átta síð- ur, geit að morgunblaði í stað síð- degisblaðs sent það hafði verið frá upphafi og teknir upp fjölmargir ný- ir efnisþættir. Byrjað var til dæmis með teiknimyndasöguna Öm eld- ingu sem var í mörg ár í blaðinu og naut mikilla vinsælda. Hún var samt ekki fyrsta teiknimyndasagan því að 1939 hafði um skeið verið leikni- myndasaga í blaðinu, byggð á ævin- týmm H.C. Andersen. Hins vegar var við þessar breytingar allar farið að leggja forsíðuna undir auglýsing- ar á ný og þótt mörgum það afturför. Var svo allt fram í ágúst 1946. Bak- síðan var aftur á móti lögð undir gamanmál, sem Loftur Guðmunds- son sá um, og var það nýjung. Stefán Pjetursson var farsæll ritstjóri og algerlega lögð undir auglýsingar eins og í hinum dagblöðunum tveimur. Árið 1928 tók Haraldur Guð- mundsson við ritstjóm blaðsins af Hallbirni Halldórssyni en árið 1931 tók gamla kempan, Ólafur Friðriks- son, við ritstjórn á ný og hélt henni til 1933. Var blaðið heldur dauflegt á þessum ámm og kom ekki út fyrr en klukkan ljögur á daginn og stundum seinna. Upplag blaðsins á þessum ár- um var aðeins 1200 til 2000 eintök. Rútur lætur til skarar skrída Árið 1933 voru enn aðeins þtjú dagblöð á Islandi: Vísir, Morgun- blaðið og Alþýðublaðið. Þá var komið að því að síðastnefnda blaðið tæki forystuna og gerði eins konar byltingu í íslenskum blaðaheimi. Ungur og róttækur maður kom þá til landsins eftir áralangt nám í helstu stórborgum álfunnar, svo sem Berl- ín, París og Róm. Hann tók að sér rit- stjórn Alþýðublaðsins fyrir milli- göngu Héðins Valdimarssonar og Jóns Baldvinssonar og sagði í ávarpi til lesenda er hann tók við: „Mönnum kemur saman urn að ís- lenskum blöðum hafi hingað til ver- ið mjög ábótavant, einkum dagblöð- unum þremur í Reykjavík. Eg skal fúslega játa að það er langt frá því að Alþýðublaðið hafi verið nokkur und- antekning í því efni. Allir sem hafa haft tækifæri til að bera saman erlend blöð og íslensk eru sammála um það að þau standist engan samanburð." Finnbogi Rútur lét því hendur standa fram úr ermum. Eitt af því sem hann gerði strax var að sópa auglýsingum af forsíðu blaðsins og hafa þar í staðinn fréttaflutning í líf- legum stfl. Hann vildi hafa stórt letur á fyrirsögnum, sem hafði verið sjald- gæft til þessa, ásamt undirfyrirsögn- um og inngangi að fréttum. Fréttim- ar áttu að byrja á aðalatriði málsins. Einnig lagði hann mikið upp úr myndum. Hann kunni þá kúnst að haga fyrirsögninni þannig að lesand- inn tók blaðið hvort sem hann var sammála henni eða ekki. Fyrsta setn- ingin átti að valda því að hann vildi lesa næstu setningu og svo koll af kolli. Stíllinn átti að vcra einfaldur og hnitmiðaður. Mottó hans var að nauðsynlegustu vinnutæki góðs rit- stjóra væru skæri og stór ruslafata. Með þessari stefnu ásamt ná- kvæmni, áræðni og vinnusemi olli Finnbogi Rútur þáttaskilum í ís- lenskri blaðamennsku. Hann var maður hins nýja tíma meðan flestir aðrir blaðamenn vom enn nokkuð fastir í aldamótastíl íslenskra blaða þar sem allt var sett fram í belg og biðu. Er talið að fyrirmyndir sínar hafi Rútur einkum haft úr frönskum blöðum. Oft setti hann Iíka fréttir fram í æsifréttastíl og með nokkmm galsa og vísaði þar með veginn fram á við. stóð. Þess skal getið að prentvélin, sem notuð var, hafði veriö keypt til landsins árið 1879 til Isafoldar og var fyrsta svokallaða hraðpressan á landinu. Svo æxlaðist að í þessari gömlu vél í bakhúsinu við Berg- staðastræti var svo Alþýðublaðið prentað til 1926 en þá tók Prent- smiðja Alþýðublaðsins til starfa. Ólafur Friðriksson ritstjóri fór til Moskvu öðm sinni árið 1922 til að sitja alþjóðaþing kommúnista. Var það í óþökk miðstjórnar Alþýðu- flokksins og gaf hún honum reisu- passann sem ritstjóra blaðsins sama dag og hann fór af landi brott. Við tók Hallbjörn Halldórsson prentari og skrifaði hann nánast allt efni í blaðið þrjú fyrstu ritstjómarár sín. Hann var rnjög vandfýsinn en meiri bókamaður en blaðamaður. Hall- björn sagði að betra væri að gefa út gott blað og vandað en að fiýta út- gáfunni. Blaðið kom því stundum seint út. Prentsmidja Alþýdu- bladsins og stækkun Alþýðublaðið eignaðist eigin prentsmiðju, cins og áður sagði, og tók hún til starfa I. febrúar 1926. Gamli timburkofinn við Ingólfs- stræti hafði þá verið stækkaður að mun og orðinn tvílyftur kumbaldi eða réttara sagt hæð ofan á háum kjallara. Þar var prentsmiðja niðri en afgreiðsla og síðar ritstjórn uppi. Þess skal getið að eitt af því sem Hannibal: ritstjóri Alþýðublaðsins og formaður Alþýðuflokksins á umbrotatímum. keypt var í nýju prentsmiðjuna var setjaravél (Linotype) en fram til þess tíma hafði blaðið verið handsett. Hinn 1. desember 1926 var Al- þýðublaðið stækkað um helming í broti og var þar með orðið svipað hinum dagblöðunum í útliti þó að síðufjöldinn væri að jafnaði heldur minni. Fram til þess tíma höfðu yfir- leitt verið fréttir á forsíðu blaðsins auk þess sem stundum voru þar aug- lýsingar, en eftir þetta var forsíðan Kedjuverkun í bladaheiminum Finnbogi Rútur gerði samning við þekkta blaðantenn við Daily Herald í London, Politiken og Social-Demo- kraten í Kaupmannahöfn og Arbeid- erbladet í Osló um að þeir sendu einkaskeyti með fréttum til blaðsins. Alþýduhúsid og Hannes á horninu Á dögum Finnboga Rúts sem rit- stjóra Alþýðublaðsins var hafin bygging Alþýðuhússins á homi Ing- ólfsstrætis og Hverfisgötu og var húsið vígt 1. maí 1936. Er það enn eitt dæmið um stórhug hans og hreyfingarinnar um það leyti. Þess skal getið að tuminn á húsinu var ætlaður fyrir fréttir sem rynnu þar á ljósaskiltum eins og gerðist í erlend- um stórborgum. Aldrei varð þó úr þeim áformum. Alþýðublaðið var t mikilli efnis- legri mótun á þessum árunr. Varan- legasta nýjungin sem blaðið inn- leiddi var fastur dálkur sem Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson hóf að skrifa árið 1936 undir heitinu Hann- es á hominu. I þessum dálkum var vettvangur fyrir almenning til að koma skoðunum sínum á framfæri, umkvörtunum, lofi og lasti og jafn- framt vettvangur fyrir Vilhjálm sjálf- an að berjast fyrir sínum eigin áhugamálum. Hann varð þannig eins konar sál og samviska Alþýðublaðs- ins. Hugmyndina mun hann hafa fengið frá breska blaðamanninum Hannan Swaffer sem lengi skrifaði fasta rabbdálka í Daily Herald í London. Vilhjálmur hélt þessum þáttum úti í Alþýðublaðinu til dauðadags 1966 og voru þeir fyrir- mynd af samsvarandi dálkum í öðr- um blöðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.