Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 75 ÁRA 9 Þegar nútíminn hélt innreið sína í íslenska blaðamennsku Jón Baldvin Hannibaisson skrifar um nokkra þætti í lífi heimsborgarans og huldu- mannsins Finnboga Rúts Valdi- marssonar - mannsins sem gerði Alþýðublaðið að heims- blaði á fjórða áratugnum. Hindenburg verður kosinn - en Hitler hef- ur sigrað. Þetta er fyrirsögn á grein sem biil- ist í Alþýðublaðinu 9. apríl 1932. Tilefnið var forsetakosningar í Þýskalandi, sem reyndar fóru l'ram daginn eftir. Höfundur skrifar frá Berlín og kallar sig sósfalista. í greininni eru færð fyrir því rök, að þrátt fyrir sýndarósigur hafi nasimsinn sigrað í Þýskalandi; ný heimsstyrjöld sé því óumflýj- anleg - innan sjö ára. Það kvað við ailt annan tón í umfjöllun vestrænna stórblaða unt þessar sömu sögu- legu kosningar í Þýskalandi. 1 leiðara New York Times er lýst yfir ósigri Hitlers og framtíð lýðræðis í Þýskalandi talin trygg. Sama glámskyggnin blasti við á forsíðum The Times í London og reyndar flestra ann- arra stórblaða álfunnar. Oskhyggjan hefur reyndar löngum leitt meðalmennskuna á asnaeyrunum. Hver var hann, þessi skarpskyggni frétta- skýrandi Alþýðublaðsins í Berh'n? Hann hét Finnbogi Rútur Valdimarsson. Um það bil ári eftir að FRV skrifaði þessa frægu grein tók hann við ritstjóm Alþýðu- blaðsins. Þar með hélt nútíminn innreið sína í íslenska blaðamennsku. Dularfulli huldumadurinn Finnboga Rút var einatt lýst sem hinum dularfulla huldumanni fslenskra stjórnmála. Og það var hann. Persónuleikinn var marg- slunginn og torráðinn og lífshlaup hans fullt af andstæðum. Hann var annálaður náms- garpur í skóla; samt vildu fræðaþulir hins lærða skóla í Reykjavík tregðast við að brautskrá hann með láði. Hann var í ættir fram kominn af vestfirskum sjósóknurum og útkjálkamönnum; samt hafði hann á sér snið heimsborgara svosem hann hefði verið hand- genginn evrópskri hámenningu frá blautu barnsbeini. Hann var náms síns vegna sér- fróður um alþjóðarétt og alþjóðasamskipti; samt varð það kórónan á sköpunarstarfi hans að gerast brautryðjandi tómthúsmanna sem með berum höndum byggðu næststærstu borg Islands á klöppum og hrjóstrugu ber- angri Kópavogs. Þessi hámenntaði vestfirski bóhem og Iífs- nautnamaður sýndist mörgum innhverfur og einrænn; samt hlotnaðist honum meiri lýð- hylli fátæks fólks en flestum þeim stjóm- málamönnum sem alþýðlegri þóttu í fasi. Reyndar var Finnbogi Rútur trúlega mesti kosningasigurvegari í stjórnmálasögu 20. aldar-jafnvel að Hannibal bróður hans ekki undanskildum. Nám í heimsborgum á umhrotatímum Finnbogi Rútur nam þjóðarétt og alþjóða- stjómmál í París, Genf og Berlín á árunum kringum 1930; einhverju mesta umbrota- skeiði aldarinnar. Á þessum ámm sökkti hann sér niður í stúdíu á stjómmálakenning- um samtímans. Öfugt við marga samlanda hans frá þessum tímum hafði hann aldrei minnstu tilhneigingu til að slást í hópinn með Sovéttrúboði Weimarróttæklinga. Greining hans á eðli þýska nasismans, sem birtist með skýmm hætti í blaðagreininni sem vitnað var til í upphafi, sýnir berlega að hann hafði ekki meiri skömm á öðmm mönnum en agentum Komintem, jafnt í þýskum stjómmálum sem íslenskum. Hann vissi alltof mikið um vem- leika evrópskra stjómmála og sögu til þess að vera ginkeyptur fyrir draumórarugli hinna fáfróðu forsöngvara Stalínstrúboðsins meðal evrópskra menntamanna. Vissulega var hann gagnrýninn á blauða og deiga forystu þýska sósxaldemókratísins. En honum var fullljóst að útsendarar Stalíns vom óvinafagnaður innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Með blindum hatursáróðri sínum gegn sósíaldemókrötum lömuðu þeir bar- áttuþrek verkalýðshreyfmgarinnar gegn svartstökkum Hitlers og mddu glæpahyski nasismans þannig leiðina til valda. Greinar Finnboga Rúts í Alþýðublaðinu, sem hann sendi heim á seinni hluta námsáranna, stað- festa að þar heldur á penna maður, sem er Finnbogi Rútur Valdimarsson 1906-1989. „Menn hafa fyrir satt að FRV hafi helst ekki skrifað stafkrók í blaðið sjálfur. Hann stjórnaði blaðinu. Einhverntíma sagði hann mér að einu stjórntæki góðs ritstjóra væru skæri og góð ruslafata.“ orðinn fullmótaður jafnaðarmaður af klass- ískum skóla. Alþýdubladid fremur en Þjódabandalagid Það var Jón Baldvinsson, formaður Al- þýðuflokksins og Alþýðusambandsins, sem veitti athygli pólitísku raunsæi þessa unga frænda síns, sem birtist í greinum hans frá Berlín. Þeir Héðinn Valdimarsson beittu sér fyrir þvf, að FRV yrði ráðinn ritstjóri Al- þýðublaðsins árið 1933. Þótt FRV stæði til boða að ganga í þjónustu Þjóðabandalagsins sem alþjóðlegur diplómat, afréð hann að taka þessu boði og snúa heim. Og þar með hélt nútíminn innreið sína í íslenska blaða- mennsku. Á ótrúlega skömmum tíma gerði FRV þetta litla útkjálkablað að stórveldi í íslensk- um stjómmálum, sem ógnaði útbreiðslu Morgunblaðsins og tók því langt fram að efni og áhrifum. Dánartilkynningum og brull- aupsfréttum var rutt af försíðunni. Brotið var stækkað um helming. Innlendar og erlendar fréttir skipuðu öndvegi undir stómm fyrir- sögnum. Pólitísk greining kom í stað fyrir trúboðsmærð og vanmetanöldur. Blaðið kom út á hverjum degi. Um helgar fylgdi Alþýðu- helgin, fyrsta helgarblaðið með menningar- legu og alþýðlegu lesefni þar sem menn á borð við Magnús Ásgeirsson skáld stýrðu penna og Steinn Steinarr orti ljóð fyrir tíkall stykkið. Nú þegar ný alda fjölmiðlabyltingarinnar leikur um þjóðfélagið mega menn minnast þess, að ásamt með brautryðjendum íslenska ríkisútvarpsins hlýtur FRV að teljast faðir nútíma fjölmiðlunar á Islandi. Skæri og ruslafata Menn hafa fyrir satt að FRV hafi helst ekki skrifað stafkrók í blaðið sjálfur. Hann stjóm- aði blaðinu. Einhvemtíma sagði hann mér að einu stjómtæki góðs ritstjóra væra skæri og góð raslafata. Hann gaf fyrirmæli um, hvað ætti að skrifa og hvernig ætti að setja það fram, þannig að það vekti athygli og fengist lesið. Það er enginn tilviljun að ári eftir að FRV varð ritstjóri, í kosningunum 1934, vann Al- þýðuflokkurinn einhvem mesta kosningasig- ur, sem hann hefur unnið hingað til. Og átti eftir það í fyrsta sinn aðild að ríkisstjóm. Al- þýðublaðið í höndum FRV átti ekki lítinn þátt í þeim mikla kosningasigri. Sálarháski Alþýduflokksins 1938 Undir lok ritstjómarferils FRV lenti Al- þýðuflokkurinn í miklum sálarháska og beið þess ekki bætur næstu áratugi. Hér er átt við klofninginn 1938 þegar Héðni Valdimars- syni, hinum skapríka og aðsópsmikla vara- formanni flokksins, varð það á að rjúfa ein- ingu Alþýðuflokksins á örlagastundu og ganga til flokksstofnunar með kommúnist- um. Atburðimir 1938 eru, þegar litið er til baka, þungbærasta áfall sem stjómmála- hreyfing lýðræðisjafnaðarmanna og verka- lýðshreyfingin á íslandi hafa orðið fyrir. Til þessara atburða er að leita skýringa á því, hversvegna jafnaðarmannahreyfingin hefur ekki enn orðið ótvírætt forystuafl vinstra megin við miðju íslenskra stjómmála, eins og vfðast annarsstaðar á Norðurlöndum og í Evrópu. Mér er fullkunnugt um að FRV bar hlýjan hug til Héðins Valdimarssonar og kunni vel að meta kosti hans. Hins vegar ofbauð hon- um ótrúlegur bamaskapur Héðins og fljót- færni í samskiptum við kommúnista, Fyrir atbeina Jóns Baldvinssonar tók FRV að sér að þreyta rökræðuna við kommúnista í hinu svokallaða sameiningarmáli 1937-38, sem lauk með klofningnum. Þrátt fyrir að honum tækist ekki að afstýra óföranum var mál- Ilutningur Alþýðuflokksins í þessum rök- ræðum með slíkum glæsibrag, að aðdáun hlýtur að vekja seinni tíma mönnum, sem rýna í þau gögn. Þá gladdist Morgunbladid Þegar forystu Jóns Baldvinssonar naut ekki lengur við átti FRV ekki skap saman við eftirmenn hans í forystu flokks og hreyfing- ar. Hann yfirgaf því ritstjórastólinn og hvarf sjónum manna um hríð. Mér er sagt að brott- för FRV úr ristjórastóli Alþýðublaðsins hafi þótt gleðifréttir á ritstjóm Morgunblaðsins í Aðalstræti. Þegar FRV skildi við Alþýðu- blaðið var það orðið jafnoki Morgunblaðsins að útbreiðslu. Það má því vissulega muna sinn fífil fegri. En FRV fór ekki langt. Árið 1938 flutti hann sig um set upp á efstu hæð Alþýðuhúss- ins. Þar voru settar upp aðalbækistöðvar fyr- ir nýstofnað Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Jafnframt var þar stofnað Alþýðu- bókasafn og ráðinn sérlegur bókavörður og prófarkalesari í senn. Þessi virðulegi embætt- ismaður hét Aðalsteinn Kristmundsson, alias Steinn SteinaiT skáld. Það mun vera eina launaða embættið sem skáldið gegndi um dagana. ASÍ-þing höfðu ályktað nokkrum sinnum unx nauðsyn þess að koma á fót menningar- og fræðslusambandi alþýðu, likt og ti'ðkaðist nxeð jafnaðarmannáhreyfingum grannland- anna. Það var hugsað sem hvort tveggja j senn, forlag og skóli. En sambandsstjóm ASÍ virtist engan skilning hafa á nauðsyn þessa í verki. Hún hafðist ekki að. Svo FRV ákvað að gera þetta bara sjáifur. Það hefur verið undarlega hljótt um þetta merkilega brautryðjendastarf við MFÁ frá árinu 1938 allt fram í striðslok. Hversu marg- ir vita að þetta forlag gaf út 30-35 bækur og dreifði í stóru upplagi um land allt? Stefnan var sú að gefa út tjórar til fimm bækur á ári og selja allar í einu fyrir tíkall. Upplagið var haft stórt. Og það var ekki skrifstofubákninu fyrir að fara. Dreifingarkerfið var vinur FRV, Þórar- inn Sigurðsson háseti á Esjunni. Esjan sigldi meðfram allri sUandlengjunni og kom við í hverju plássi. Þórarinn sá um að koma bóka- bögglunum í hendurnar á trúnaðarmönnum verkalýðsfélagsins á staðnum. Auk þess átti fyrirtækið víða hauka í homi þar sem vora hugsjónamenn aldir upp í skóla Jónasar frá Hriflu. Þetta var „stríðsgróðabrask“ þeirra FRV og Vilmundar Jónssonar landlæknis, eins nánasta vinar og félaga hans í áratugi. Helsti starfsmaður þeirra var Ármann Halldórsson, hámenntaður sálfræðingur, bróðir Halldórs Halldórssonar prófessors og frændi dr. Björns frá Viðfirði. Guðni Jónsson prófess- or, Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður og Kristján Eldjárn lögðu allir hönd á plóginn fyrir utan snillinginn Magnús Ásgeirsson sem þarna var lífið og sálin. Vilntundur landlæknir hafði auðvitað vit á bisness eins og öllu öðru. Hann fann það út, að það var markaður fyrir létta skáldsögu. Dag nokkurn kom hann upp á MFA og dró undan frakkanunx handritsbunka, fieygir því á borðið og segir: „Líttu á þetta.“ Það var Borgarvirki eftir Cronin, sem var algjör ntet- sölubók og skilaði stórgróða. „Eg þuifti ekk- ert að líta á þetta,“ sagði FRV seinna. „Það var ekki til beln maður. Maður varð bara að passa sig að móðga hann ekki með því að spyija hvað hann vildi fá borgað fyrir hand- ritið!“ Gallerí af snillingum Eg vildi mikið gefa til að hafa sótt morg- unráðstefnu hjá stjóminni í þessu fína for- lagi. Vilnxundur landlæknir, FRV, Magnús Ásgeirsson, Karl ísfeld, Jón Blöndal, Ámi Pálsson prófessor, Sigurður Jónasson og svo sjálfur yfirbókavörðurinn, Steinn Steinarr. Þvílíkt gallerí af talcntij Eg er viss um að það hefur aldrei verið til á Islandi annað eins úr- vals forlag. Og þetta var ekkert smáfyrirtæki. Það var stofnað hlutafélag um prentsmiðju. Þessi prentsmiðja keypti setningarvél af fullkomn- ustu gerð, góða bókapressu og bókbandsvél. Þetta vora bandarískar vélar og þær sluppu heim fyrir stríð. En iðnaðarhúsnæði lá ekki á lausu í Reykjavík á þeim tíma. Fyrst í stað voru vélamar settar upp í bílskúmum á Mar- bakka. Það hefur kostað setjarana drjúgar göngur að og frá vinnu, því þangað var ekki bílfært. Það þurfti að beita ímyndunaraflinu til að finna hentugra húsnæði. Það varð til þess að prentsmiðjan var að lokum sett niður þar sem engum hefði dottið í hug að setja prent- smiðju: I Listasafni Ásmundar nxyndhöggv- ara við Freyjugötu. Þeir Finnbogi Rútur vora gamlir vinir frá Parísaráranum. Þetta var fín- asta prentsmiðja í landinu. Hún heitir enn í dag prentsmiðjan Oddi og er einhver sú full- komnasta á Norðurlöndum. Þama var frá upphafi góð stjóm á fyrir- tæki, vönduð vinna og margar úrvalsbækur. Meðal annars frábærlega vönduð útgáfa á Fomaldarsögum Norðurlanda undir ritstjóm prófessors Guðna (föður Bjama) og Bjama Vilhjálmssonar, með aðstoð ungs pilts sem hét Kristján Eldjám. Þetta vora metsölubæk- ur fyrir stríð. Stn'ðsgróðabrask félaganna FRV og Vilmundar. Það segir sína sögu um þær breytingar sem orðnar eru á íslensku þjóðfélagi. •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.