Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 75 ÁRA 17 Fyrsti ritdómurinn sem birtist í Al- þýðublaðinu, 6. nóvember 1919, fjallaði um nýja bók eftir ungan höf- und, Halldór Guðjónsson frá Lax- nesi. Gagnrýnandi Alþýðublaðsins hafði ýmislegt út á Barn náttúrunnar að setja - en reyndist sannspár um framtíð höfundarins. Óskabarn íslensku þjóðarinnar Halldór frá Laxnesi: Barn náttúrunnar. Astar- saga. Bókaverzlun Arin- bjarnar Sveinbjarnarsonar. Reykjavík 1919. Þeir seni þekkja Halldór frá Laxnesi, niunu opna bók þessa með nokkurri forvitni, því höf- undur er kornungur. Og flestir munu vantrúaðir á, að slíkt bam hafi nokkuð nýtt á borð að bera fyrir heiminn. En þeim sem þannig hugsa, vil ég ráða til að lesa bókina, því að hún er vafa- laust inngangur að mörgum, og vonandi miklu betri sögum frá Halldóri. Og það er jafnan fróð- legt, að fylgjast með þroska rit- höfundanna frá byrjun. Sagn er mestmegnis lýsing á ungri stúlku, sem hvorki þekti hvað móðurumhyggja né föður- agi var. Hún hét Hulda. Faðir hennar, sem var efnaður bóndi, lét hana alast upp í algerðu sjálf- ræði og agaieysi. Hún þurfíi ekkert fyrir lífinu að hafa, og þess vegna lék hún sér öllum stundum í náttúrunni. Og því fór svo. að hún varð stjúpu sinni, náttúrunni, samgróin að lund- erni og lifnaðarháttum. Hún varð einræn og dutlungafull. Stundum var hún blíð og inni- leg, og elskaði alt og alla, en hitt veifið var hún ólm og trylt og þoldi engin bönd. Hún hafði engan hemil á tillinningum sín- um og ást hennar gekk æði næst. Og um afleiðingar hugs- aði hún aldrei. Þess vegna skeytti hún því engu, þó að hún sviki unnusta sína, hvern af öðr- um, nálega strax eftir að hún hafði trúlofast þeirn. Það var ólán aðdáenda hennar. Þetta er nú aðal söguhetjan hans Halldórs, og er hugmyndin góð, og meðferðin má heita stórlýtalaus. En þá er mikið fengið. Onnur aðalhetja sögunnar er Randver, fasteignasalinn. Fyrst kynnumst vér honum sem kven- hatara. Hann hafði reynt kvik- lyndi kvennþjóðarinnar. En engu að síður tekst Huldu að ná ástum hans, og fyr en farir eru þau hraðtrúlofuð. Og Randver er sá eini unnusti hennar, em hún fær sanna ást á. En þrátt fyr- ir það svíkur hún hann eftir stutta viðkynningu. Tekst höf- undi klaufalega með ástæðumar fyrir heitrofinu, og sérstaklega er hið heimskulega „heit“ Rand- vers bamalegt. Þegar Hulda hefir brugðið Randveri upp, reynir hún að fullnægja ástarþrá sinni með því, að trúlofast Ara kaup- manni. Og í fyrstu fcr vel á með þeim, enda er hann reiðubúinn til að verða við þeirri bón henn- ar, sem Randver hafði synjað henni um, sem sé, að ferðast með henni um útlönd. En þegar Hulda er ferðbúin og komin á leið til skips, sér hún Randver liggja á götunni útúrfullan og eyðilagðan af sorg og of- drykkju. Þá gýs hin niðurbælda ást hennar til gamla unnustans upp af nýju. Og hún læðist burt frá Ara og sameinast Randveri aftur. Er þetta eini þátturinn í sögunni, sem vekur dálitla sam- úð með Huldu. Höfundur skiftir bókinni í 25 kafla með ýmsum fyrirsögnum, svo sem: Maðkurinn, Huldu- mærin. Maðurinn í hellinum og svo framvegis. Fer allvel á því, og bókin verður þægilegri af- lestrar fyrir vikið. Fyrsti kaflinn er leiðinlegur og klaufalegur. Hann segir frá fyrsta elskhuga Huldu, og hvemig hann ræður sér bana fyrir trygðrof hennar. Og engu betur tekst höfundi í 24.- kafla, þegar hann segir frá sjálfsmorði Ara og aðdraganda þess. Betur væri, að höfundur hefði slept sjálfsmorðskryddinu, því van- smíð þess verða á kostnað Huldu. „Viðvaningshöndin er auðfundin á allri bókinni. En þrátt fyr- ir alla gallana, hlýtur lesandinn að dáðst að dugnaði og dirfsku unglingsins, og eg hygg, að vér megum vænta hins bezta frá honum, þegar honum vex aldur og vizka.“ Enskuslettumar í bókinni eru óþolandi. Þær minna alt of mik- ið á lauslega þýdda eldhúsróm- ana, nema hvað málið er miklu afkáralegra. Viðvaningshöndin er auð- fundin á allri bókinni. En þrátt fyrir alla gallana. hlýtur lesand- inn að dáðst að dugnaði og dirfsku unglingsins, og ég hygg, að vér rneguin vænta hins bezta frá honum, þegar honum vex aldur og vizka. Dauðinn helir verið djarftæk- ur til íslenzku skáldanna á síð- ustunni, og þjóðin bíður með eftirvæntingu eftir mönnum í auðu sætin. En þá fær hún því að eins, að hún hlúi að nýgræð- ingunum, og láti þá ekki þurfa að leita sér rótfestu í framandi löndum. Og hver veit nema Halldór frá Laxnesi eigi eftir að verða óskabam íslenzku þjóðar- innar. Greinin er merkt A. Jónssyni. Stafsetningu er haldið óbreyttri en skammstafanir leystar upp. Fyrirsögn greinar- innar var upphaflega Ný bók. Alþýðublaðsegg Kristján Þorvaldsson, ritstjóri Mannlífs: Það versta voru helvítis aulabrandararnir Það versta við að skrifa í Alþýðu- blaðið vom helvítis aulabrandaramir. Eg náði til dæmis þeim stóráfanga á framabraut að vera titlaður fréttastjóri á blaðinu og fannst talsvert til þess koma. En líklega var ég einn um það því ágæt- ur vinur minn (að ég hélt) spurði hvort það væri satt að ég væri orðinn ljós- myndari á Lögbirtingablaðinu. Annars er blaðamannslíf mitt Áma Gunnarssyni að kenna. Á vordegi 1986 rambaði ég inn til hans af götunni í Sel- múlanum. Þá var ég í skítavinnu hjá Byggingaiðjunni sálugu við að steypa laxakerin fyrir Islandslax - sem hefði betur aldrei orðið. Ég fékk klukkutíma auðsótt frí og byrjaði á því að heim- sækja Tírnann. Einhvena hluta vegna var Helgi Pétursson titlaður ritstjóri en ég fann hann ekki í húsinu og leið fljót- lega illa innan um innréttingamar frá NT-ævintýrinu. Þvf skundaði ég á Þjóðviljann. Þar sat Össur Skarphéð- insson. Ég gekk hreint til verks og tjáði honum að ég væri ekki venslaður inn í flokkinn og því kæmi klíkuskapur mér að engu gagni. „Það skiptir ekki máli," svaraði Össur að bragði og benti á að einungis Álfheiður Ingadóttir og Lúð- vfk Geirsson væm þannig til komin. Hins vegar væri það ákvörðun útgáfu- stjómar að ráða nú bara konur. Þrátt fyrir góðan vilja gat ég ekki uppfyllt það skilyrði. Leiðin lá niður í Selmúlann. Þar var Ámi Gunnarsson við ritvél sína, sem Valdimar Jóhannesson, þáverandi framkvæmdastjóri, keypti á útsölu hjá Sölu vamarliðseigna. Ámi pírði yfir lesgler- augun og spurði svo: „Kanntu á ritvél?" Það reyndist auðvelt að svara því Ijúgandi. „Þú getur byrjað fyrsta júní,“ bætti hann þá við. Kristján: Ágaetur vinur minn (að ég héit) spurði hvort það væri Satt að ég væri orðinn Ijósmyndari á Lögbirt- ingablaðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.