Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 6
-4 6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 75 ÁRA FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 Leiðir Helga Sæmundssonar og Alþýðublaðsins lágu fyrst saman fyrir rúmri hálfri öld. Hann hóf störf á blaðinu 1943 en varð ritstjóri þess 1952. Hann er því elsti núlifandi ritstjóri blaðsins. Egill Helgason ræddi við Helga um Alþýðublaðið og þó einkum og sérílagi um pólitíkina á miklum umbrotatímum: „Eins og hús sem ég bjó í áður fyrr“ Það er eiginlega hendingin ein sem ræður þvf að við Helgi Sæ- mundsson eigum samtal inni á skrif- stofu ritstjóra Alþýðublaðsins. En það er óneitanlega vel við hæft. Þarna inni hefur Helgi skrifað ófáa leiðarana, því þetta er sami kontór og hann sat á þegar hann var ritstjóri blaðsins á árunum 1952 til 1959. Hillumar em þaktar þykkum möpp- um sem innihalda Alþýðublaðið frá upphafi og allt fram á þennan dag. Þar er fólgin mikil saga sem seinlegt væri að lesa til hlítar og vfsast eru þar ófáir dálksentímetrarnir sem Helgi hefur skrifað með eigin hendi. Það má sjá að húsakynnin vekja upp ýmsar minningar í huga Helga. Hann rifjar upp sögu af því þegar hann sat í næði og skrifaði leiðara og allt í einu var kominn inn á gólf for- veri hans Finnbogi Rútur Valdi- marsson og var að biðja um aðstoð við Þorstein Ö. Stephensen, ástsæl- an leikara og sameiginlegan vin þeirra, sem hafði orðið févana í sigl- ingu í útlöndum. Helgi segir að þetta haft verið í fyrsta skiptið sem Finn- bogi Rútur kom inn á Alþýðublaðið eftir að hann lét af ritstjóm þess. Helgi byrjaði fyrst á Alþýðublað- inu 1943, en hafði þá starfað í ung- liðasamtökum jafnaðarmanna. Hann skrifaði erlendar fréttir fyrstu árin en varð svo þingfréttaritari 1946. A þessum ámm var ritstjóri blaðsins Stefán Pétursson sem á síðari tím- um er kannski einna frægastur fyrir að hafa komist Islendinga næst þvf að bíða bana í hreinsunum Stalíns. Stefán var harður bolsévíki og dvaldi í Moskvu þegar ofsóknaræði leið- togans hafði náð slíku hámarki að hann tók að láta strádrepa erlenda kommúnista. En Stefán slapp naum- lega og gerðist síðan mjög andsnú- inn kommúnistum sem kunnu hon- um litla þökk fyrir. Helgi segir að Stefán haft aldrei minnst á þessa atburði. Hann hafi haft sig lftið frammi í pólitík, en ver- ið gáfaður maður, listrænn að eðlis- fari og góður ritstjóri. Það er að heyra á Helga að blaða- mennskan hafi ekki breyst að marki síðan hann hóf störf á Alþýðublað- inu. Stjómmálaflokkamir gáfu reyndar út blöðin og kannski var flokkslínan öllu harðari en nú er. Innan dyra hafði starfið hins vegar sinn vanagang og blaðamenn iétu ekki pólitíkina vefjast of mikið fyrir sér. Hédinn og adrír skörungar En í þinginu komst Helgi í tæri við ómengaða pólitík, alla helstu stjórn- málaleiðtoga þessara ára. Helgi nefnir ýmsa þingskömnga sem menn á mínum aldri þekkja ekki nema af myndum: Pétur Ottesen úr Sjálf- stæðisflokki, Jónas frá Hriflu, Ey- stein Jónsson og Hermann Jónas- son úr Framsóknarflokki, Einar Ol- geirsson og Brynjóif Bjarnason úr Sósíalistaflokki. Af krötum Ásgeir Ásgeirsson, Vilmund Jónsson, Harald Guðmundsson og Finn Jónsson - og svo yngri mennina, Gylfa Þ. Gíslason og Hannibal Valdimarsson. Flokksforinginn á þessum ámm var Stcfán Jóhann Stefánsson og um hann vom átök sem áttu eftir að ná hámarki í illvígum innanflokks- eijum 1952. „Ég held að Stefán hafi kannski verið of lengi í þessari forystu," seg- ir Helgi. „Þetta vom erfiðir tímar að mörgu leyti. Flokkurinn mótaðist af því að hafa klofnað tvívegis, 1930 þegar kommamir fóm og svo rétt fyrir seinna stríð þegar Héðinn Valdimarsson fer. Að mörgu leyti var hann því frekar rislítill á þessurn ámm og átti við margvíslegt mótlæti að stríða.“ - Manstu eitthvað eftir Héðni? „Já, ég þekkti Héðin svolítið á síð- ustu ámm hans, eftir að hann var kominn út úr pólitík. Hann hafði ver- ið ákaflega aðsópsmikill, en hann var það ekki þegar ég þekkti hann. Hins vegar hafði hann mikinn áhuga á pólitík, fylgdist vel með og virtist alveg laus við alla úlfúð í garð fyrri samheija. Mér sýndist hann líka ist stjórn hinna vinn- andi stétta, 1934-37, skásta stjórn sem ég hef lifað við.“ kunna vel að meta menn sem höfðu allt aðrar skoðanir en hann.“ - Það em margir sem telja að þetta hafi verið eitthvert mesta áfall sem Alþýðuflokkurinn hafi orðið fyrir, að missa Héðin. , Já, það er eiginlega ekki hægt að gera sér það 1' hugarlund. Héðinn hafði verið einn áhrifamesti leiðtogi flokksins á árunum á undan, varafor- maður og aðalframbjóðandi í stærsta kjördæminu þar sem mesta fylgið var. Það var náttúrlega mikið áfall að missa slíkan mann og flokkurinn var í sámm eftir það. Á sama tíma gerist það svo að Jón Baidvinsson missir heilsuna og fellur frá. Ef allt hefði verið með felldu hefði verið eðlilegt að Héðinn tæki við af Jóni og yrði formaður. Og þá hefði þessi póiitík kannski orðið öðmvísi.11 Skásta stjórn á íslandi? Það vom ærin ágreiningsefni eftir stríðið. Það var deilt um herinn og Atlantshafsbandalagið og þar vom Alþýðuflokksmenn ekki á einu máli. Þegar inngangan í Nató var sam- þykkt á Alþingi 1949 vom tveir þingmenn Alþýðuflokks á móti, þeir Gylfi Þ. Gíslason og Hannibal Valdimarsson, en Barði Guð- mundsson sat hjá. Helgi segir að andstaðan gegn Nató hafi í reynd verið miklu meiri innan Alþýðu- flokksins en mætti álykta af störfum þings og ráðherra, sjálfur hafi hann verið andvígur stefnu flokksforyst- unnar í utanríkismálum á þessum tíma. Stjórnarþáttaka Alþýðuflokksins á þessum ámm var ekki síður umdeild. Flokkurinn hafði að vísu forsætis- ráðuneytið, en var þó smár í saman- burði við samstarfsflokkana, Sjálf- stæðisflokk og Framsóknarflokk. Þetta var að mörgu leyti erfið vist og ungir menn með Hannibal og Gylfa í broddi fylkingar gagnrýndu flokks- forystuna óspart. Á þessum árum var Heígi í miðstjóm flokksins og skip- aði sér í sveit með ungu mönnunum sem mynduðu vinstri arm flokksins. „Á þessum tfma litu margir til stjómar Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks á áranum 1934 til 1937, stjómar hinna vinnandi stétta eins og hún var kölluð. Mér finnst alltaf að það hafi verið skásta stjóm sem ég hef lifað við. Ráðherramir, þeir Her- mann og Eysteinn fyrir Framsóknar- flokkinn og Haraldur Guðmundsson fyrir Alþýðuflokkinn, vom ungir og dugmiklir menn sem virtust eiga gott með að vinna saman. Það var skoðun margra að þessir aðilar ættu að vinna saman; annars vegar Framsóknar- flokkurinn með Samvinnuhreyfing- una og bændur á bak við sig og hins vegar Alþýðuflokkurinn með verka- lýðshreyfinguna og launþegasam- tökin að bakhjarli." Flokkur án verkalýdshreyfingar „Einn atburður á þessum tíma hygg ég að hafi haft afskaplega mik- il áhrif á það hversu flokkurinn átti erfitt uppdráttar. Það var þegar Al- þýðusambandið var skilið frá Al- þýðuflokknum - eða flokkurinn frá Alþýðusambandinu. Ég var þeirrar skoðunar á sínum tíma, og hef ekki breytt henni á síðari ámm. að fiokk- ur sem ætlar að sér að vera verka- lýðsílokkur og breyta þjóðfélaginu og hefur ekki sterk sambönd í verka- lýðshreytingunni - hann er eins og viðundur. Hitt er svo ennþá þýðingarmeira að verkalýðshreyfing sem ekki styðst við pólitískt afi, hún er meira og minna vonlaus. Verkalýðshreyf- inguna hefur vantað aðila á löggjaf- arsamkomunni og í framkvæmda- valdinu til að fylgja sínum málum eftir. Þetta er auðvitað ein helsta ástæðan fyrir þvf hvað okkur hefur gengið verr f launþegamálum heldur en til dæmis á Norðurlöndunum og í Þýskalandi." - Telurðu þá að Alþýðuflokkurinn hafi lifað í tómarúmi eftir aðskilnað- inn við Alþýðusambandið? „Hann gerir það auðvitað því hann missir uppruna sinn að miklu leyti. Jafnaðarmannaflokkamir á Norður- löndunum em á margan hátt ólíkir því sem þeir vom 1930, en bakhjarl þeirra er verkalýðshreyfingin rétt eins og áður. Það er meira að segja sagt að hún ráði of miklu í krata- flokkunum á Norðurlöndum. Á sömu forsendum má kannski segja að hún hafi ráðið of litiu í Alþýðu- fiokkum og öðmm flokkum sem stóðu með henni málefnalega, Sósi'- alistaflokknum, Alþýðubandalaginu og Samtökum fijálslyndra og vinstri manna." - En stal Sósíalistaflokkurinn verkalýðshreyfingunni ekki hrein- lega frá Alþýðuflokknum? „Hann gerði það að vissu leyti, það er alveg ljóst. Eða réttar sagt gerðist það að Sósíalistaflokkurinn tók sömu afstöðu til Alþýðusam- bandsins og Sjálfstæðisflokkurinn. Og þá var íjandinn laus. Ekki svo að skilja að gagnrýnin sem þeir höfðu í frammi hafi ekki verið sumpart eðli- leg. Það var til dæmis ekkert vit í að menn mættu ekki sitja Alþýðusam- bandsþing nema vera flokksbundnir í Alþýðuflokknum. En það er bara fyrirkomulagsatriði sem annars stað- ar er búið að leysa fyrir lifandis löngu, og hefði verið hægt að leysa eins hér.“ Endaslepp bylting Hannibals Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur mynda ríkisstjóm 1950 en Alþýðuflokkurinn er skilinn eftir úti í kuldanum í heil sex ár. Helgi segir að þetta hafi verið nokkuð nýstárleg staða fyrir flokkinn, enda hefðu ver- ið liðnir rúmir tveir áratugir frá því hann þurfti síðast að reka harðvítuga stjómarandstöðu, fyrir 1927. Helgi varð ritstjóri Alþýðublaðsins 1952, það vom svo sannarlega engir friðar- tímar. Hannibal Valdimarsson náði kjöri sem formaður Alþýðuflokksins 1952 og felldi sitjandi fonnann, Stef- án Jóhann Stefánsson. Tveimur ár- um síðar er Hannibal svo felldur úr sæti af Haraldi Guðmundssyni. Helgi fylgdist með þessurn atburð- um úr návígi, enda var Hannibal meðritstjóri hans á Alþýðublaðinu jafnframt því að hann var flokksfor- maður. ,Ég held að byltingin sem varð í flokknum þegar Hannibal tók við 1952 hafi verið alveg sjálfsögð. Það var eðlilegt að yrði látið sverfa til stáls milli hægri og vinstri arma flokksins. En svo gerist það eftir sig- ur Hannibals að allir sem em í armi Stefáns Jóhanns neita að taka sæti í miðstjóm. Afleiðingarnar af þessu „Hannibal og Héðinn voru skapmiklir menn og ráðríkir, og án þess hefðu þeir aldrei kom- ist áfram í pólitík.“ verða auðvitað hörð og persónuleg átök, miklu skelfilegri en nokkur átti von á.“ - Og hann sat ekki nema tvö ár. „Hannibal breytti í raun ekki miklu, enda gerir maður ekki stóra hluti í pólitík á tveimur ámm í svona hægvirkri skilvindu eins og hér er. Þessi bylting sem menn höfðu haldið að hann stæði fyrir, það varð lítið úr henni. Hannibal var auðvitað einn af helstu verkalýðsforingjum Alþýðu- flokksins og það er ein ástæðan fyrir því að margir aðhylltust þessa breyt- ingu, þeir vildu auka tengslin við verkalýðshreyfinguna. En þegar öllu er á botninn hvolft hafði það þveröf- ug áhrif, þvf eftir að Hannibal var felldur varð hann formaður Alþýðu- sambandsins og þá er eins og gremj- an út í hann beinist í leiðinni að verkalýðshreyfingunni.“ - En var Hannibal þannig skapi farinn að hann gæti verið leiðtogi sem menn sameinuðust um? „Það var sagt um þessa menn báða, Hannibal og Héðin, að þeir hefðu skapgalla. Ég held samt að það hafi ekki verið rneira en við mátti bú- ast. Þetta vom skapmiklir menn og ráðríkir og án þess hefðu þeir senni- lega aldrei komist áfram í pólitfk. Hins vegar var Hannibal kannski ekki alltaf mjög lipur og fékk mið- stjómina upp á móti sér ýmsum mál- um, eins og til dæmis í kosningunum í Kópavogi þegar hann studdi Finn- boga Rút bróður sinn á móti sínum eigin llokki - Svo fer hann sína leið og gerir bandalag við Sósíalistaflokkinn sem líkt og fitnaði eins og púkinn á Ijós- bitanum á öllum þessum átökum innan Alþýðuflokksins. ,Já, hann græðir auðvitað á þess- um átökum. Enda held ég verði að segja að hann hafi spilað betur úr sín- um spilum en Alþýðuflokkurinn. Hann nærðist að vissu leyti á nýju blóði þaðan. Hann náði sambandi við Héðin og si'ðar Hannibal sem átti kannski ekki margra annarra kosta völ. En hjá þeim báðum verður þetta ekki annað en millispil, þeir vinna þarna í smátíma og svo springur allt í loft upp.“ - Og eftir situr Alþýðuflokkur í sámm. „Ég held að það sé afskaplega slæmt að þótt Héðinn og Hannibal hafi verið áhrifamenn í Alþýðu- flokknum á vissu tímaskeiði, þá fá þeir f raun aldrei aðstöðu til að fram- kvæma þá pólitík sem fyrir þeim vakir. Ég held að báðir hafi þeir haft í hyggju að koma upp sterku pólit- ísku afli á vinslri vængnum til jafn- vægis við sterkan hægri væng. Og báðum mistókst þeim, likt og mörg- um öðmm sem hafa látið sig dreyma um þetta.“ Leidir skiljast med Fram- sóknarflokki 1956 settist Alþýðuflokkurinn aft- ur í ríkisstjóm, nú með Framsóknar- flokki og Álþýðubandalagi. Þetta var vinstri stjóm sem margir bundu miklar vonir við. Ferill hennar varð hins vegar stuttur og ekkeit sérlega glæsilegur. Haustið 1958 fór Her- mann Jónasson forsætisráðherra á Alþýðusambandsþing og vildi fá samþykki verkalýðshreyfingarinnar fyrir erfiðum efnahagsaðgerðum. Það fékk hann ekki og stjómin hrökklaðist frá. „Það sem Hermann gerði var út af fyrir sig drengilegt og myndarlegt, en ég held að ef hann hefði beðið í nokkra daga hefði verið hægt að finna lausn á málunum. I raun var þettá versti kosturinn sem hann gat tekið í stöðunni. Stjórnin átti auðvit- að í talsverðu basli; það vom miklar blikur á lofti í heimsmálunum og heimafyrir hrúguðust vandamálin upp, sérstaklega vegna dýrtíðarinnar. En að vissu leyti var eins og stjómin hefði dottið um sjálfa sig, svona allt í einu, nánast af tilviljun - ekki ósvip- að og stjóm Þorsteins Pálssonar 1988. Eftir á að hyggja er það manni hálfgert undmnarefni að þetta skyldi gerast, jafnvel þótt mann hafi gmnað að myndi draga til tíðinda." - Þetta hljóta að hafa verið talsverð vonbrigði. „Já, og þá ekki síst fyrir Alþýðu- flokkinn og Framsóknarflokkinn sem höfðu staðið saman í kosning- unum 1956 í svokölluðu hræðslu- bandalagi. Þetta var að vissu leyti til- raun til að færa pólitíkina á vinstri vængnum aftur í svipaðar skorður og hafði verið þegar Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur áttu í samstarf- inu 1934 til 1937. Þessi tilraun hafði miklar undirtektir í báðum flokkun- um og því urðu vonbrigðin mikil. Fyrir marga þingmenn kom þetta sér afar illa, enda höfðu Alþýðuflokks- þingmenn verið kosnir af Framsókn- arfólki f sumum kjördæmum, en Framsóknarþingmenn af Alþýðu- flokksfólki í öðmm.“ - Þessir atburðir boða ákveðin vatnaskil í stjórnmálunum. Fram- sóknarflokkur og Alþýðuflokkur höfðu alla tíð átt vissa samleið, en eftir þetta liðu tuttugu ár áður en þeir reyndu að starfa saman aftur - og raunar þrjátíu ár þangað til þeir náðu að vinna saman á nýjan leik í sæmi- legum friði. „Stjómin 1958 er á margan hátt lykillinn að því sem gerist síðar, á tíma Viðreisnarstjómarinnar. Þegar þama var komið sögu var mikið kapphlaup um það hvaða flokkar ættu að vinna saman. Að mörgu leyti var það persónulegt spil og þar hélt Sjálfstæðisflokkurinn einna best á spilunum. I kapphlaupinu um Al- þýðuflokkinn stóð hann sig betur en Framsókn." Gott samstarf í Vidreisn Helgi segir að persónulega hafi hann tekið það nærri sér þegar Al- þýðuflokkurinn skildi á þennan hátt við gamlan samstarfsflokk. Mörgum vinstri mönnum í Alþýðuflokknum hafi verið á móti skapi að taka upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hins vegar verði að segja eins og er að Alþýðuflokknum hafi á margan hátt gengið betur að ná samstöðu við Sjálfstæðisflokkinn en við vinstri flokkana á ámnum 1956 til 1958. Viðreisn hafi líka gert margt vel, hún hafi breytt stefnunni í efnahagsmál- um, aflétt höftum í viðskiptah'finu sem höfðu gengið sér til húðar og fest stefnuna í utanríkismálum. „Svo gerðist annað í Viðreisnar- stjórninni sem er Alþýðuflokknum til nokkurs vegsauka og minnir svo- lítið á árin frá 1934 til 1937. Ein- hvem veginn tókst svo gott samband milli ráðherra að maður treysti manni, sem er auðvitað bráðnauð- synlegt í pólitísku samstarfi, ekki „Það er hins vegar spurning hvort sumir i Alþýðuflokknum eru nógu góðir jafnaðar- menn.“ síður en í íþróttakappleik." - Það er einhvem veginn orðin hálfgerð lenska að tala vel um Við- reisnarstjórnina sem var nú ekki allt- af ýkja vinsæl. „Er það ekki meðal annars vegna þess að menn sem vom þama í for- ystu standa okkur enn dálítið nærri: Ólafur Thors sem sjarmerandi pól- itíkus, Bjarni Benediktsson sem féll frá ntjög vofveiflega fyrir aldur fram og Gylfi Þ. sem hefur haldið uppi málstað þessarar stjómar nú á síðari ámm og gert það myndarlega að mörgu leyti eins og hans er von og vísa.“ Vonbrigdin med Alþýduflokkinn Helgi segist hafa hætt að skipta sér af stjómmálum 1974 þegar hann

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.