Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 22

Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 22
22 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 75 ÁRA FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 Alþýðublaðsegg HaukurHóim, fréttamaður á Stöð 2: Alþýðublaðsegg Bjarni Sigtryggsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins: Talaði frekar við Larsen en Lctxness Þegar hin útskúfaða var ráðin gagnrýnandi Minningamar frá blaðamannaferl- inum á Alþýðublaðinu eru margar og góðar, enda félagsskapurinn góð- ur og hugur í öllum að auka veg blaðsins og var það stærra á þessum tíma en stundum fyrr og síðar. Það var auðvitað gaman ef tókst að „skúbba" og einnig þegar það kom fyrir að „stóru“ blöðin, Mogg- inn og DV tóku undir eða vitnuðu í fréttaskýringar úr Alþýðublaðinu í leiðurum sínum, sem gerðist nokkr- um sinnum. Það er samt ekki slík minning sem stendur hæst þegar litið er til baka til tímans á Alþýðublaðinu, ekki eitt- hvert afrek sem maður taldi sig hafa unnið. Ó, nei. Það sem stendur upp úr í minningunni eru mistökin, ranga ákvörðunin. í september 1989 boð- aði Vaka-Helgafell, útgáfufélag Halldórs Laxness til íjölmiðlafundar að Gljúfrasteini í tilefni þess að þá átti skáldjöfurinn 70 ára rithöfundar- afmæli. Risann á Gljúfrasteini hef ég lengi dáð umfram aðra menn og stóð mér til boða að fara og hitta hann. Akkúrat þann sama dag var einhver útlendingur, sem mér þótti forvitni- legur, staddur hér á landi. Eg man ekki einu sinni hver það var lengur, kannski Kim Larsen, og sýnir kannski best hvað sá gestur var í raun „merkilegur“. Eg þurfti því að velja á milli og mat stöðuna svo, að útlendingurinn kæmi kannski ekki aftur, en Laxness væri áfram í Mos- fellssveitinni og ég myndi bara gera mér sérferð þangað fljótlega. Mikil voru mistök mín, því snillingurinn á Gljúfrasteini hafði þá þegar lifað langa og stranga ævi og kominn tími til að hann fengi frið. Og auðvitað virði ég slíkt við mann sem gefið hefur mér svo margt fallegt. Tækifærið til að hitta þann eina Is- lending sem ég virkilega vildi taka viðtal við, rann mér því úr greipum. Kim Larsen hef ég hins vegar hitt aftur. Þetta stendur upp úr í minning- unni frá Alþýðublaðsárunum, mis- tök sem ég mun kappkosta að gera aldrei aftur. Mig langar að nota tækifærið og óska Alþýðublaðinu til hamingju með afmælið og þakka því fyrir að fóstra mig þennan tíma. Blaðinu og starfsfólki þess óska ég alls hins besta í framtíðinni. Af óteljandi eftirminnilegum við- burðum frá blaðamennskuferli á Al- þýðublaðinu hér á árum áður má margt nefna, en ég læt nægja eitt fyrsta „skúbb“ ferilsins; þegar skipt var um leiklistargagnrýnanda með hraði til að koma útskúfaðri óperu- söngkonu inn í Þjóðleikhúsið. Þetta mun hafa verið árið 1970 , að það varð stórmál í landinu að þá- verandi Þjóðleikhússtjóri sniðgekk helstu óperusöngkonur landsins við val í aðalhlutverk í uppsetningu á Brúðkaupi Fígarós en fól ungri og föngulegri eiginkonu sinni hlutverk- ið. Þjóðin stóð á öndinni. Og enginn gekk lengra í harðri gagnrýni á hlut- verkavalið en hin elskaða óperu- söngkona, frú Guðrún A. Símonar. Miskunnarleysið varð algert - og frú Guðrúnu sem hafði starfað við leikhúsið, var ekki aðeins meinað um boðsmiða á frumsýninguna. Hún fékk alls ekki miða! Hún var útskúf- uð úr húsinu þetta mikla kvöld. Það kom í minn hlut að hafa sam- band við söngkonuna og falast eftir viðbrögðum og í því samtali mundi ég eftir því að blaðið fékk jafnan tvo boðsmiða á frumsýningar fyrir leik- húsgagnrýnanda, sem mig minnir að hafí verið Jónas Jónasson, leikhús- og útvarpsmaður í þá daga. Eg bauð Guðrúnu á óperuna að því tilskildu að hún gerðist óperugagnrýnandi blaðsins þetta eina kvöld. Frú Guð- rún þáði Soðið umsvifalaust, og birt- ist - öllum að óvörum - í Þjóðleik- húsinu þetta kvöld á besta stað og naut eflaust engu síðri athygli þetta iskir ostar eru lirein orkulind sem íkia kraít í á öllum tímum dags. 1 a peir tennur og Lein. Njóttu Dra^ fjölkreytninnar — prófaðu |iá alla! ÍSLENSKIR W OStar, , Bjarni: Frú Guðrún þáði boðið umsvifalaust, og birtist í Þjóðleikhúsinu þetta kvöld á besta stað og naut eflaust engu síðri athygli þetta kvöld en Þjóðleikhússtjórinn. kvöld en Þjóðleikhús- stjórinn í viðhafnarstúk- unni eða prímadonnan á sviðinu. En þegar eftir sýningu kom Guðrún svo yfir göt- una og skrifaði gagnrýn- ina beint í setjarann og Gunnar Heiðdal ljós- myndari gekk frá mynd- um, Á þessum árum var út- varpinu bannað að birta auglýsingar um efni dag- blaða sem stjómmála- flokkamir gáfu út - en það var ekki bannað að tilkynna um dreiftngu blaða eða starfsmanna- mál. Næsta morgun var auglýst að nýr leiklistar- gagnrýnandi væri tekinn við á Alþýðublaðinu og birti sína fyrstu gagnrýni þennan dag. Og það er skemmst frá því að segja, að Alþýðu- blaðið - sem ekki var allt- af í sviðsljósinu - seldist upp á svipstundu. Auka- upplag var prentað og fór strax á götuna en kláraðist líka. Aftur stóð þjóðin á öndinni, því þótt margt gott haft mátt segja um gagnrýnendur annarra blaða þennan dag, að þá var það ógerugagnrýni Guðrúnar Á. Símonar sem öll þjóðin las og ræddi. Þetta mál náði svo hápunkti þegar Guðrún Á. og Guðlaugur Rósin- kranz hittust svo f návígi í sjónvarpinu. Gildran er spennfef öhnmaöur rennir einum snafsi inn fiirir varir sTnar. Effireinn ei ahi neinn! Umferðaráð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.