Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 ■*» '^ -—“ FORRETTIR sjávarréttapaté • villibráðarseyöi hreindýrapaté • villigœsakœfa reyksoðinn lundi • grafinn lax eða silungur reykt og sesamgrafin gœsabringa • ogfleira AÐALRÉTTIR hreindýrasteikur steiktar í salnum • rjúpur pönnusteiktargœsabringur • villikryddaðfjallalamb villiandarsteik • svartfugl • hreindýrapottréttur súla • hreindýrabollur í títuberjasósu • skarfur gœsapottréttur • ogfleira Alþýðublaðsegg Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur: Stóri borinn kominn! Indriði: Undir mynd af Emil Jónssyni stóð Stóri borinn kominn til landsins! Þannig háttaði til að það var verið að djöflast með bor fyrir utan hjá okkur og myndirnar víxluðust. Það er ekki alveg frítt við að okkur hafi stundum orðið á í messunni á Alþyðublaðinu þegar ég starfaði þar. Eg minnist þess til dæmis að einu sinni var Emil Jónsson, utanríkisráðherra, að koma heim úr utanferð sem hann fór fyrir ráðuneyti sitt. Við tókum mynd, og undir henni stóð: Stóri borinn kominn til landsins! Þann- ig háttaði til að það var verið að djöflast með bor fyrir utan hjá okkur og mynd tekin af honum með frétt, - sem því miður víxluð- ust í blaðinu. Frægt var það líka þegar Eggert G. Þorsteinsson var nefndur Ekk- ert í Alþýðublaðinu. Leiðrétting fylgdi auðvitað daginn eftir. Þar stóð enn Ekkert G. Þorsteinsson. yið svo búið var hætt að leiðrétta. Ég var þarna á árunum 1959 til 196! þegar ég gerðist ritstjóri Tímans, en þar hafði ég hafið störf 1951. Á þessum árum reif Gísli J. Ástþórsson upp Alþýðublaðið úr nánast engu upp í heljargott upp- lag. Þá komu auðvitað pólitíkus- amir og sögðu: Nú get ég! Gísla var kastað og blaðið hríðféll í sölu í kjölfarið. Blaðamennska á þess- um ámm var skemmtileg. Á Alþýðublaðinu ríkti verulega „smart“ blaðamennska. Gfsli J. og Sigvaldi Hjálmarsson eru méreft- irminnilegastir allra blaðamann- anna. Áki Jakobsson var líka sér- lega góður framkvæmdastjóri, glaðsinna maður, enda þótt það væri sífellt barið á honum, bless- uðum. Þetta var góður tími á Al- þýðublaðinu því þar var þægilegt að vinna. Hjá okkur var allt í kæti. mikil vinna og við hálf launalaus- ir. Engu að síður var þelta skemmtilegur tími, sem maður minnist með ánægju. Alþýðublaðsegg óiiTynes, fréttamaður á Stöð 2: Bj arndýraveiðar á íseyjunni Arlis II Það sem er mér einna minnis- stæðast frá þeim tveimur árum sem ég vann á Alþýðublaðinu (1965 lil 1966 að mig minnir) er lfklega fólkið sem ég vann með. Heiðursmennimir Benedikt Grön- dal og Gylfi Gröndal voru ritstjór- ar, Guðni Guðmundsson rektor var fréttastjóri og meðal blaða- manna voru sá ágæti skólamaður Kristján Bersi Olafsson og fjöl- listamaðurinn Ragnar Lár. Eiður Guðnason sendiherra var ritstjórn- arfulltrúi. Og ekki má gleyma Indriða G. Þorsteinssyni. Hann vann raunar ekki á Alþýðublaðinu heldur var hann ritstjóri Tímans á þessum ár- um. En Indriði kom alltaf í eftir- miðdagskaffi til okkar í Alþýðu- húskjallarann, enda nóg fyrir hann að vinna með framsóknarmönnum þótt hann þyrfti ekki drekka með þeim kaffi líka. Það voru því Qör- ugar umræður við kaffiborðið. Það fréttatilvik sem stendur uppúr er líklega leiðangur út í ís- eyju eina mikla sem var að reka hægt og rólega frá Norðurpólnum. Bandaríkjamenn vom þar með rannsóknastöð og eyjan hét ARL- IS II, sem stóð fyrir Arctic Rese- arch Laboratory Ice Station Two. Við flugum þangað hópur blaðamanna með gamalli DC-3- vél frá Vamarliðinu sem í höfðu verið settir auka eldsneytisgeym- ar. Aðrir í ferðinni voru Jón Birgir Pétursson sem þá var á gamla Vísi, Ámi Gunnarsson frá Ríkisút- varpinu, Jón Hákon Magnússon frá Tímanum og síðast en ekki síst Elín Pálmadóttir af Mogganum. Flugið gekk vel og við lentum á ARLIS á tilskildum tíma. Þetta átti að vera dagsferð en vegna þoku í Keflavík var ákveðið að við gistum um nóttina, sem enginn hafði neitt á móti. En við þurftum auðvitað að finna okkur eitthvað til að dunda við og þar sem heima- Óli: Ég fékk lánaðan herjans mikinn riffil, Winchester 30/06 og rölti út á ísbreiðuna. Mér til fulltingis voru þeir Árni Gunnarsson og Jón Há- kon. menn höfðu sagt frá heimsóknum bjamdýra ákvað ég að fara á bjarndýraveiðar. Ég fékk lánaðan herjans mikinn riffil, Winchester 30/06 og rölti út á ísbreiðuna. Mér til fulltingis vom þeir Ámi Gunnarsson og Jón Hákon. Engan sáum við ísbjörn- inn og ákváðum þess í stað að ráða niðurlögum fimm lítra dollu und- an kokteilávöxtum sem við rák- umst á. Hún var dyggilega skotin í tætl- ur. Raunar hafði nú aldrei verið mikil alvara á bakvið bjarndýra- veiðihugmyndina en sem við stóð- um þama plaffandi á dósina hafði einhver okkar orð á því að það væri nú fræðilegur möguleiki að eitthvað bjamdýrið heyrði skot- hvellina og kæmi til að grennslast fyrir um hvað væri á seyði. Það var einhvem veginn þegj- andi samkomulag um að við myndum hverfa aftur bakvið ör- ugga veggi rannsóknastöðvarinn- ar. Og það gerðum við. Og geng- um sýnu hraðar en á útleiðinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.