Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 75 ÁRA Pelsfóðurskápur og jakkar Alþýðublaðsegg Fríðrik Þór Guðmundsson, blaðamaður á Vikublaðinu: Ég heimilaði birtingu gagnrýni á Jón Baldvin Ég hóf minn blaðamennskuferi! á Alþýðublaðinu 1982 og sannreyndi þá að Alþýðublaðið var og er öflug uppeldisstöð fyrir blaðamenn. A sama tfma og mér var ýtt beint út í foraðið - að „grilla Tómas Amason um bankamál og Agúst Einarsson um útgerðarmál - hóf vinur minn störf á Morgunblaðinu við að vinna úr Velvakandabréfum. Ritstjóri Alþýðublaðsins var þá Guðmundur Ami Stefánsson, tiltölu- lega nýkominn frá Helgarpóstinum og blaðamaður var Þráinn Hall- grímsson. Alþýðublaðsdeilan 1981 sveif yfir vötnum og ég man greini- lega eftir taugaveikluninni þegar flokksþingið 1982 stóð yfir og ég heimilaði sem vakthafandi blaða- maður birtingu greinar eftir Kjartan Ottósson; grein sem innihélt mikla gagnrýni á Jón Baldvin. Ég hygg að þetta hafi verið afgreitt sem byij- andamistök. Okkur Gása og Þráni tókst held ég að halda úti mjög þokkalegum fjór- blöðungi sem hafði áþreifanleg „tveggja þrepa“ áhrif út í pólitíkina. Friðrik Þór: Okkur Gása og Þráni tókst held ég að halda úti mjög þokkalegum fjórblöðungi sem hafði áþreifanleg „tveggja þrepa" áhrif út í pólitíkina. Mér er sérlega minnisstætt þegar ég skrifaði grein um að Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri, hefði rekið ræst- ingakonu fyrir að nota símann á skrifstofu hæstvirts borgar- stjóra. Þá minnist ég þess vel hversu þungvæg baráttan var í blaðinu gegn „sjúklingasköttum" hægri stjómarinnar sem ríkti 1983 til 1987 og gegn þeirri hrikalegu kjaraskerðingu sem þessi ríkis- stjóm beitti sér fyrir þegar kaup- máttur ráðstöfunartekna hmndi um 20 til 25 prósent á tveimur ámm. Ég óska Alþýðublaðinu hjart- anlega til hamingju með afmæl- ið og til hamingju með nýtt og ferskt blað. NÝSENDING Greiðslukjör við allra hæfí PELSINN Kirkjuhvoli • sími 20160 Þar sem vandlátir versla. Þorgrtmur; Blaðstjórnin brást, engir peningar, ekkert átak í dreif- ingunni; Gísli hætti og Alþýðublaðið varð aldrei stórblað. Við hætt- um líka. Alþýðuhlaðsegg Þorg r™ ur Gestsson, ritstjóri Vinnur Mér fannst ég ekki vera að vinna fyrir krataflokkinn Það er hálf ótuktarlegt að minna mann á besta aldri á að aldarfjórðungur er liðinn frá því hann var ungur blaðamaður á Al- þýðublaðinu. Tuttugu og fimm ár er svo langur tími að flest sem gerðist þá, og við hæfi er að segja frá, er löngu gleymt og grafrð. Nema ef vera skyldi það að í 50 ára afmælishófi Alþýðublaðs- ins þakkaði Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi formaður flokksins, okkur ungu blaðamönnunum á Alþýðublaðinu sérstaklega fyrir framlag okkar í þágu flokksins. Okkur þótti hólið vitanlega gott, en mér fannst ég þó ekki hafa verið að vinna að framgangi krataflokksins. Mér fannst ég vera að vinna við blaðamennsku. Og var orðinn þó nokkuð sjóaður í starfmu; hafði unnið við þetta í rúmtár! Alþýðublaðið bar gæfu til að ráða Gísla J. Ástþórsson ritstjóra blaðsins rúmu ári seinna. Hann hafði áður stýrt blaðinu við góð- an orðstír á miklu blómaskeiði þess, sem hófst í ritstjómartíð Finnboga Rúts Valdimarssonar. Með báðum þessum mönnum komu ferskir vindar inn í ís- lenska blaðamennsku. Á árunum 1971 til 1972 tók Gísli okkur unga fólkið til bæna og gerði úr okkur blaðamenn; hann þjálfaði okkur og agaði og taldi sig að lokum hafa í höndun- um blað sem hægt væri að selja. En blaðstjómin brást, engir pen- ingar, ekkert átak í dreifmgunni; Gísli hætti og Alþýðublaðið varð aldrei stórblað. Við hættum líka, hver eftir annan næstu árin, dauðuppgefnir á baráttunni við að heimta launin okkar en ég þakka það tamningu Gísla að flestir okkar sem vom í ritstjóm- inni hans em að fást við þetta ennþá þótt ekki gusti af okkur viðlíka og honum og Finnboga Rúti. Alþýðublaðið komst að lokum ofan í eldspýtnastokk. Ég veit það, því ég hef prófað það sjálf- ur. Það hjarir þó enn, sem er dá- lítið kraftaverk. Og flokkurinn tórir lika. Það var því enginn fyr- irboði þegar fyrmefndur ungur blaðamaður greip til þess óyndi- súrræðis eitt sinn á prentsmiðju- vakt að loka blaðsíðu tvö með legsteinaauglýsingu í útfarar- ramma þar sem áttu að standa til- kynningar um flokksstarf Al- þýðuflokksins, vegna þess að þessar tilkynningar höfðu ekki borist í tæka tíð. Flokksstjórnin titraði víst út af þessu en mig minnir að þáverandi pólitískur ritstjóri blaðsins, en núverandi heilbrigðis- og iðnaðarráðherra hafi hlegið. Síðasta tala númersins segir til um skoðunarmánuðinn. Láttu skoða í tíma - öryggisins vegna! BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. Hægt er að panta skoðunartíma, pöntunarsími í Reykjavík er 672811. Grænt númer er 99 - 6333.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.