Vísir - 20.01.1976, Qupperneq 1
Matthías Bjarnason:
ENGIR GÓÐIR
KOSTIR TIL
oð semjo né
Hvorki svigrúm til
lóto hirðo fisk í óleyfi
„Svigrúm til aö semja er i raun
og veru ekki fyrir hendi. Hitt er
svo annað mál hvaö kann að ger-
ast svo friður rlki. Það er auðvit-
að heldur ekki svigrúm til þess að
iáta hirða fisk i óleyfi eins og
staða fiskistofnanna er núna. Það
eru engir góðir kostir til I þessu
máli. Hitt þarf svo að vega og
meta hvaða kostur er skástur”.
Þetta sagði Matthias Bjarnason
sjávarútvegsráðherra i morgun
er Visir hafði samband við hann
og spurði hvort hann teldi svig-
rúm til samninga við breta.
Eins og kunnugt er hafa bretar
ákveðið aðfara brott með herskip
sin af miðunum og bjóða Geir
Hallgrimssyni til viðræðna við
Wilson forsætisráðherra breta.
Er Matthias var spurður hvort
þetta þýddi að áreitni við bresk
herskip yrði hætt sagði hann:
„Þetta kemur ekki i veg fyrir
að við getum stuggað við bresku
togurunum. Enda hefur hvorki
verið farið fram á það eða rikis-
stjórnin gefið nein slik vilyrði.”
— EKG
Geir Hallgrímsson:
Deilunni ekki lokið
„Ég tel að það sé ljóst að við
hljótum að halda uppi lögum inn-
an islensku fiskveiðiiögsögunnar.
Fari bretar burtu með herskip
sin og Nimrod þotu er það skoðun
min að ekki komi tii slita á stjórn-
málasambandi”.
Þetta sagði Geir Hallgrimsson
forsætisráðherra i morgun er
Visir hafði samband við hann.
Geir vildi sem minnst segja um
ummæli Callaghans, þess efnis að
herskipin verði send aftur inn i
landhelgina ef varðskipin hætti
ekki að áreita togarana, þar sem
fregnir af ummælum hans væru
enn of óljósar.
„Ég tel að nú sé um þáttaskil að
ræða. En deilunni er ekki lokið og
þvi ástæðulaust að fjalla þar frek-
ar um á þessu stigi”. —EKG
Herskipin fara af
íslandsmiðum:
— en koma aftur ef varð-
skipin áreita togarana
„Bresku herskipin verða send
aftur á tslandsmið, ef islensku
varðskipin halda áfram að
áreita breska togara innan 200
milna landhclginnar, sem is-
lendingar hafa tekið sér með
einhliða ákvörðun”, sagði
James Callaghan, utanríkisráð-
herra breta, eftir að hann lýsti
þvi yfir, að bretar myndu kalla
herskipin heim af islandsmið-
um.
Breski utanrikisráðherrann
gerði grein fyrir þessari
ákvörðun eftir að hafa setið lið-
lega þriggja klukkustunda fund
ineð Joseph Luns, fram-
kvæmdastjóra Atlantshafs-
bandalagsins i Brussel i gær-
kvöldi. Hann sagði einnig, að
Geir Hallgrimssyni, forsætis-
ráðherra, yrði boðið til Lundúna
til að ræða landhelgisdeiluna við
Wilson, forsætisráðherra breta.
Viðbrögðin i Hull
Formælandi Sambands
breskra togaraeigenda sagði i
gærkvöldi, er hann frétti um
yfirlýsingu Callaghans, að
breska stjórnin hlyti að hafa
fengið einhverskonar tryggingu
fyrir þvi, að islensku varðskipin
létu bresku togarana i friði, áð-
ur en ákvörðun var tekin um að
senda herskipin heim.
Hann sagði, að erfitt væri að
trúa þvi, að breska stjórnin kysi
að leika sér með lif breskra sjó-
manna. Hún hlyti að hafa fengið
einhverja tryggingu fyrir þvi,
að togararnir yrðu látnir
óáreittir.
Luns varð fyrir
vonbrigðum
Ákvörðun breta um að kalla
herskipin heim kom aðeins
nokkrum klukkustundum eftir
að islendingar tilkynntu, að ef
bresk herskip yrðu ekki á brott
úr islenskri landhelgi á mið-
nætti 24. þessa mánaðar, jafn-
gilti það stjórnmálaslitum við
breta.
f fréttum frá Brussel segir, að
Joseph Luns, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins,
hafi oröið fyrir miklum von-
brigðum, er hann frétti um
ákvörðun Islendinga um að slita
stjórnmálasambandi við breta.
Haft er eftir honum, að þessi
ákvörðun gerði honum erfiðara
fyrir I sáttastarfinu.
Bretar undrandi
I frétt frá Lundúnum segir, að
bresk stjórnvöld hafi orðið
undrandi á „timasetningu”
ákvörðunar islendinga um
stjórnmálaslitin. Tilkynnt hafi
verið um ákvörðunina skömmu
áður en breski utanrikisráð-
herrann og Joseph Luns hafi
verið búnir að ákveða fund til að
fjalla um málið.
Þá er þess einnig getið, að
Luns hafi hringt i Geir Hall-
grimsson, forsætisráðherra, á
meðan á fundi þeirra Callag-
hans stóð.
— Þegar Callaghan tilkynnti
um ákvörðun bresku stjórnar-
innar á blaðamannafundi, var
hann spurður hvort bretar
myndu gera samning við is-
lendinga þar sem ákveðinn yrði
65 þúsund lesta ársafli. Breski
utanrikisráðherrann sagði, að
umræður um aflamagn yrðu að
biða betri tima.
^skattaleiðbÍi^ ^
INGARNAR FYLGJA
MEÐ BLAÐINU í DAG
Sýna vald sitt
hvítt ó svðrtu!
Veðurguðirnir hljóta að hafa
sérstakt dálæti á islendingum.
Dag eftir dag, viku eftir viku hafa
þeir eytt öllum kröftum sinum til
að sýna það svart á hvitu (eða
hvitt á svörtu?) hvers þeir séu
megnugir. Og þvi miður virðist
ekkert lát ætla að verða á þessum
darraðardansi.
Myndina tók Jim i gær af einu
fórnardýra veöurguðanna.
STJÓRNARANDSTAÐAN
ANDVÍG FORMLEGUM
SAMNINGAVIÐRÆÐUM
Vfsir leitaði tii forsvarsmanna
stjórnarandstöðunnar og innti þá
álits á þvi, hvort við islendingar
ættum að ganga til samninga-
viðræðna við breta eftir að þeir
væru búnir að kveðja herskipin út
fyrir 200 milurnar.
,,Allt i lagi að eiga við
þá könnunarviðræður”
sagði Magnús Torfi.
„Það fer eftir fleiru en þessum
aðgerðum” sagði Magnús. „Það
veltur á þvi með hvers kyns
hugarfari bretar ganga til
samninganna — hugmyndum
þeirra um hugsanlegar niðurstöð-
ur. Ég álit það óhugsandi að hefja
við þá formlegar samninga-
viðræður, en allt i lagi að eiga við
þá könnunarviðræður um málið”.
,,Enginn grundvöllur
fyrir þvi frá okkar
hálfu” sagði Lúðvik
Jósefsson.
,,Ég álit það vera alveg út i
hött" sagði Lúðvik. „Það er
enginn grundvöllur fyrir þvi frá
okkar hálfu að taka upp
samningaviðræður við breta um
veiðiheimildir. Það yrði litið á
það sem við ætluðum að semja
við þá um 65 þús. tonn eða meira
og mundi setja okkur i óleysan-
legan vanda hér heima fyrir”.
Ekki tókst að ná i Benedikt
Gröndal til þess að leita hans álits
á málinu.
— VS.