Vísir - 20.01.1976, Síða 7
vism Mánudagur 19. janilar 1976.
. I
7
MISST AF STRÆTISVAGNI
Þegar mörg og mikil tiðindi
gerast samtimis, fjöldi merki-
legra deilumála þróast eins og
best verður á kosið, merkir gáfu-
menn viðra sig f dagblöðunum og
fjalla um aðskiljanlegustu hluti
svosem eins og Kröflumáiið,
Brecht, Alþýðublaðiö, Ver-
fremdungseffektinn, Bókmennta-
verölaun Norðurlandaráðs,
Náttúrulækningafélag tslands,
< sem raunar er senníiega
langmerkilegasta deilumáliö sem
nii er I gangi í blöðunum þó aö
undirritaöan hafi ennþá skort
ÞREK til þess að fylgjast nægi-
lega vel meö því), að ógleymdu
sjálfu „máli málanna” — málinu,
sem að sjálfsögðu hefur algjöran
forgang — Landhelgismálinu —
þegar allt þetta dynur yfir sam-
timis, þá vandast mjög verkefna-
valið fyrir þennan dálk.
Það má vissulega merkilegt
heita hjá þjóð, sem undantekn-
ingarlitiö lukkast að vera ósam-
mála um flesta hluti, að þó skuli
henni takast að vera nokkurn
veginn sammála um það mál,
enda þótt menn greini vitanlega á
um leiðir — sem skiljast raunar
fyrir alvöru, þegar rætt er um
hvort og hvemig NATO skuli
blandast i málið.
Merkasti viðburðurinn
á nýja árinu
Að minu viti voru aðgerðir
þeirra Suðurnes jamanna og
Hornfirðinga um næstsiðustu
helgi merkilegustu viðburðir
þessa nýbyrjaða árs — þ.e.a.s.
þeirra af manna völdum, enda
ekki sannað aö eldgos við Kröflu
og jarðskjálftar i Kelduhverfi séu
beinlínis af mannavöldum.
Þessar aðgerðir sýndu að minu
viti þjóðarhuginn margumtal-
aða betur og skýrar en hinar
fjölmörgu fundarsamþykktir,
ályktanir, blaðaskrifin og ræöu-
höldin, og þá um leið og ekki síð-
ur, hversu heitt mönnum var og
er i hamsi. Hér var ekki um
þrautskipulagðar ráðstafanir að
ræða ogsíst af öllu, að undirbiin-
ingurinn hafi verið langur og
gagnger — þvert á móti! Og jafn-
skjótt og Grindvikingar höföu rið-
ið á vaðið, var engu llkara en
einskonar vakning ætti sér stað,
Sandgerðingar létu ekki á sér
standa og Hornfirðingar enn síð-
ur.
Þá voru þessir viðburðir ekki
síöur merkilegir fyrir þær sakir,
hverjir að þeim stóðu. Eftir þvi
sem manni skilst, voru það út-
gerðarmenn, skipsstjórar og há-
setar — kjarnakarlar úr þeim
stjórnmálaflokkum, sem hlynntir
eru aðild okkar að NATO og veru
varnarliðs i landinu — af þessum
stöðum. Hvað vildu svo þessir
menn með þvl að loka vegum að
hinum ýmsu stöðvum varnarliðs-
ins I Grindavik, „Rockville” og
Stokksnesi? Mér þykir sem fyrir-
sögn Dagblaðsins frá 12. janúar
svari þeirri spurningu hvað best:
ólíkt fréttamat
Það var vissulega lærdómsrikt
að fylgjast með þvi, hvernig blöð-
in skýrðu frá þessum atburðum
oghvaðfréttagildi þeirra var tal-
ið mikið á hinum ýmsu rit-
stjórnarskrifstofum. Siðdegis-
blöðin gátu þeirra nokkuð á for-
siðum, en helguðu þeim verulegt
rúm á innsiðum og birtu auk þess
ágætar myndir. Fréttin fékk
einnig heima i eindálki á forsiðu
Þjóðviljans á þriðjudag — sem
annars var helguð tillögum Lúð-
viks Jósepssonar i Landhelgis-
nefndinni eins og vera bar! Þeim
mun meira rúm var veitt á inn-
siðum blaðsins, þar sem heil opna
var helguð frásögnum, myndum
og viðtali við forystumann þeirra
Grindvikinga, Edvarð Júliusson
útgerðarmann,og mun það senni-
lega fádæmi að varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins fái jafn mik-
ið rúm fyrir skoðanir sinar (og
mynd af sér I ofanálag!) i þvi
blaði! Timinn átti ofurlitið pláss á
þriðju siðu — engar myndir — en
forsiða blaösins var helguð um-
mælum Helga Hallvarðssonar
skipherra og Ólafs Jóhannesson-
ar dómsmálaráðherra og vitan-
lega ekkert nema gott eitt um
hvorttveggja aö segja. Morgun-
blaðið gat um atburðina neðst á
annarri siðu — með þessari fyrir-
sögn:
Páll Heiðar
Jónsson skrifar:
|Vcgartálnii vifl Stukksnesstöflina:
AÐGERÐIHNAR HAFA NÁÐ j
[TILGANGI sínumíjbili
- scgja SuAurncsjamcn
Tvær ljósmyndir fylgdu með
Morgunblaðsfréttinni, en forsíða
blaðsins, sem yfirleitt er helguð
erlendum fréttum nema um eitt-
hvað verulega markvert sé að
ræða af innlendum vettvangi,
fjallaði um mótmæli og verkföll á
Spáni og skaðsemi fiskveiðideil-
unnar fyrir NATO.
Stórfrétt i útlöndum
En þótt meðferð blaðanna á
þessum atburðum væri næsta
ólik, svo ekki sé meira sagt, þóttu
útlendingum þeir vera þeim mun
meiri tiöindi, og áður en deplað
væri auga, voru aðgerðir Suður-
nesjamanna og Hornfirðinga
orönar heimsfréttir. Sem dæmi
um áhuga manna erlendis má
geta þess, að til min hringdi
fréttastofa Nýsjálenska útvarps-
ins og stóðu menn þar beinlinis á
öndinni yfir þvi, að „búið væri að
loka NATO-stöðvunum á Is-
landi”, eins og þeir komust að
orði. Ég er þeirrar skoðunar, að
mótmæli þessi hafi þannig haft
meiri áhrif erlendis en margt, ef
ekki flest annað, sem gerst hefur i
þorskastriðinu til þessa — gert
ótvirætt gagn og vakið athygli út-
lendinga á nauðsyn þess að leysa
fiskveiðideiluna sem fyrst!
Þá upplýstist það einnig, hverj-
um þeir ágætu Suðurnesjamenn
ogHornfirðingaráttu heimsfrægð
sina að þakka. Það var engum
öðrum að „gamla Visi” — a.m.k.
eignaði blaðið sér þann heiður s.l.
þriðjudag:
iVísir Tkom Tréttum
heimspressuna
Fáar fréttir I sambandi vib
þorskastrlbift hafa vaklb jafn-
mikla athygli erlendis og lok-
un leiAa a*A fjarsklptastöAvum
varnarllAsins. ÞaA var fyrir
tilstilli VIsls aA fréttirnar af
atburAunum komust nýjar og
ferskar f heimspressuna.
Þegar blaöamenn VIsis
höfAu samband viA frétta-
menn Reuter og BBC hér á
landi, hafAi hvorugur heyrt af
atburöunum. En þeir komu
fréttunum inn I aAalfréttatima
dtvarps og sjónvarpsstöbva,
vegna þess hversu skjótt var
brugAiA viA.
Ritzau fréttastofan danska
fékk fréttirnar frá Visi, og
sömuleiAis eitt ensku dagblaA-
anna. —OH
Misstu af strætó!
Ég gat þess hér að framan, að
merkilegir mættu atburðir þessir
kallast fyrir þá sök, hverjir að
þeim stóðu. Fram að þessu hefur
viss hópur, sem sumir kalla
„kommadót”, aðrir „þjóðholl og
vakandi vinstri öfl” og énn aðrir
„ofstækis- og öfgalýð” haft nokk-
urs konar einkarétt á þvi að hafa i
frammi það sem útvarpið nefnir
„andóf”. 1 þessu tilviki brá svo
við, að þeir aðilar, sem fram til
þessa hafa „staðið i fylkingar-
brjósti” eða „haft i frammi
skrilslæti” hvort heldur orðalagið
lesendur kjósa að nota — misstu
algjörlega af strætisvagninum,
útgerðarauðvaldið og ihalds-
pakkið á Suðurnesjum og Horna-
firði skaut þeim gersamlega ref
fyrir rass! Og svona lika hressi-
lega! Og það samtimis þvi að
Samtök lierstöðvaandstæðinga
eru i róiégheitum að mynda
starfshópa til þess að stúdera
áhrif „hernámsins” á islenskt
þjóðlif------!
En okkar fólk lét ekki lengi að
sér hæða. I blöðunum á fimmtu-
dag og föstudag lásum við nefni-
lega:
Slik var fyrirsögn Þjóðviljans
en fyrir þá lesendur, sem ekki
átta sig á hver „NATO-Mangi”
er, skal fyrirsögn Morgunblaðs-
ins af sama atburði einnig til-
færð:
FRuddust inn á skrifstofu :
t,,Vestrænnar samyinnu’ J
Er skemmst frá að segja, að 27
manna hópur „verkafólks og
námsmanna” eins og þetta fólk
kynnti sig fyrir blöðunum, stöðv-
aði NATO-störf Magnúsar Þórö-
arsonar eina morgunstund, en
hafði áður gætt þess að boða
pressuna á staðinn, þannig aö
enginn missti af þessu baráttu-
framtaki.
Þetta þóttu hinar ágætustu
fréttir að mati blaðanna og brá nú
svo við, að dálkar þeirra voru
nokkurn veginn jafn langir — þó
Þjóðviljinn vinni samt keppnina
með sjónarmun — en hinsvegar
hefi ég ekki orðið þess var, aö
uppátæki þetta hafi vakið viðlika
eins mikla athygli erlendis og
mótmæli Suðurnesjamanna og
Hornfirðinga, hvernig sem á þvi
stendur. Kannskier skýringin sú,
að i þvi tilviki stóðu fáein hundruð
vopnlausra manna gegn
„máttugasta herveldi heimsins”,
svo notað sé orðalag Þjóðviljans,
en i þvi siðara 27 baráttufélagar
„verkafólks og námsmanna”
gegn Magnúsi einum.
Setning vikunnar:
Og þá er komið að athyglis-
verðustu ummælum vikunnar, en
þau tel ég vera svar Geirs Hall-
grimssonar forsætisráðherra á
blaðamannafundi s.l. föstudag,
þegar hann var spurður álits á
tittnefndu andófi Suðurnesja-
manna og Hornfirðinga. Ráð-
herrann sagði m.a.:
.Þessar aðgerðir eru
’andstæðar islenskum
rhagsmunum ég
1 harma þær.
Birta sjónvarpsins
Jón Júliusson I hlutverki Dússa sýnir guðfræðinemanum Balda,
Jóni Hjartarsyni, hvernig stjörnukerfið raunverulega er.
Jörðin stendur kyrr en sólin snýst umhverfis hana.
Það færöist birta yfir skjáinn
á sunnudagskvöldið, þegar leik-
ritið Birta eftir Erling E.
Halldórsson var frumsýnt. I
fyrsta skipti i langan tima kom
fram reglulega vel gert og
vandað leikrit sem er þvi til
mikils sóma. Það var greinilegt
að ekki var farið eftir
má-ekki-kosta-mikla-pen
inga-formúlunni, sem er vart
viö hæfi. Það er að minu mati
viturlegra aö sýna einu verkinu
færra en vanda þeim mun meira
til þess sem sýnt er.
Birta gerist i nútimanum og
viðkynnumst ólikum persónum,
sem raunverulega eru til. En
þegar upp er staðið spyrjum viö
okkur sjálf, hver þeirra hafi
verið einkennilegust. Uppbótar-
þingmaðurinn sem fer á ráð-
stefnur erlendis án umboös,
eiginkona hans, sem snúið hefur
baki viö hugsjóninni til að fylgja
manni sinum i bliðu og striöu,
guöfræðineminn, sem heldur að
kona hans fæði eingetið barn,
Dússi, sem leitar viskusteinsins
og finnur hann að lokum eða
kannski Birta sjálf, sem leitar
ástar hjá manni sem er af allt
öðru sauðahúsi en hún og auk
þess miklu eldri.
Leikritið hafði þann mikla
kost, að hvergi kom i það
Ingibjörg Jóhannsdóttir,
Birta, á leiö upp á fæðingar-
deild aðfæða barn. Dússi, Jón
Júliusson, býðst til að fylgja
henni, þvi Baldi, unnusti
Birtu, fæst ómögulega til að
vakna.
„dauður” punktur, heldur hélt
það viðstöðulaust áfram og
maður beið eftir endinum með
eftirvæntingu.
En að leikritinu loknu lágu
eftir margar spurningar sem
hver og einn verður að svara
fyrir sig. Ingibjörg Jóhanns-
dóttir lék Birtu og er þetta
fyrsta meiriháttar hlutverk
hennar en hún hefur áður unnið
við gerð auglýsingakvikmynda.
Hlutverkið fórst henni vel úr
hendi, hún oflék hvergi og hafði
svipbrigði kvikmyndaleikarans
en ekki leiksviösleikarans. Það
kom ekki fram hvers vegna hún
hélt sa mbandi við þingmanninn,
en einna helst er það vegna þess
að ástalif hennar og Balda, guð-
fræðinemans, var allt úr skorð-
um vegna sambýlisins við
Dússa.
Gunnar Eyjólfsson og
Margrét ólafsdóttir léku
þingmannshjónin. Gunnar er
eins og skapaður i þingmanns-
gervið og ferst það vel úr hendi
og lék vel hinn umhyggjusama
eiginmann þrátt fyrir samband
sitt við Birtu. Þótt kona hans
væri honum stoð og stytta,
„hugsaöi hans hugsanir”, átti
hún þó sin leyndarmál og voru
hugsanir hennar smekklega
felldar inn i myndina og
nauðsynlegar til að skilja at-
hafnir hennar siðar meir. Jón
Júliusson lék hinn geösjúka
Dússa ágætlega, manninn sem
leitaði að viskusteininum, upp-
gjafa útvarpsvirkjann, sem átti
konu og þrjú börn úti i bæ. Hann
er tákn þeirra manna sem gefist
hafa upp i kapphlaupinu og
hverfa inn i sjálfa sig i óraun-
verulegan heim eigin hugsana.
Kannski er það besta leiðin til
aö lifa þetta allt saman af. Mig
langar að geta þess að ljósa-
meistari sjónvarpsins hjálpaöi
Jóni mikið við aö gera Dússa
jafn sjúkan og hann var með
lýsingu, sem var best, þegar
hann hafði fundið viskusteininn.
Jón Hjartarson lék guðfræði-
nemann eins og hann gat, en
mér fannst persónusköpun höf-
undarins ekki nægilega góð til
að gefa tækifæri til sérstakra
tilþrifa. Hlutverk Guðrúnar
Stephensen fannst mér innskot
sem átti varla heima i stykkinu
nema þá til að sýna aðra tegund
uppgjafar á lifinu.
Leikstjórinn, Þorsteinn
Gunnarsson, og tæknimenn
sjónvarpsins eiga þakkir skild-
ar fyrir þá alúð sem þeir lögðu i
vericið.
Þetta sjónvarpsleikrit hafði
þann stóra kost að i þvi var
mynd og hreyfing sem er
nauösynlegt hverju sjónvarps-
efni en oft vill skorta á.
Óskandi er að vinnsla næstu
leikrita sjónvarpsins verði með
sömu ágætum og i þessu verki.
Rafn Jónsson.