Vísir


Vísir - 13.02.1976, Qupperneq 8

Vísir - 13.02.1976, Qupperneq 8
8 VÍSIR (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Árni Gunnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson Fréttastjóri erl. frétta: Guömundur Pétursson y Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. simi 86611. 7 linur Áskriftargjaid 800 kr. á mánuöi innanlands. i lausasögu 40 kr. eintakið. Blaöaprent hf. Mikilvæg uppstokkun Engum vafa er undirorpið, að uppstokkun sjóða- kerfis sjávarútvegsins er með merkari málum, sem núverandi rikisstjórn hefur beitt sér fyrir. Með þeim aðgerðum, sem nú standa fyrir dyrum i þessum efnum, hefur ótvirætt verið stigið mikil- vægt spor i áttina að heilbrigðari atvinnurekstri i landinu. Það er óneitanlega fagnaðarefni, að allviðtæk samstaða virðist hafa tekist um að gera þessa um- fangsmiklu breytingu að veruleika. Um leið ætti þetta framtak að vera stjórnmálamönnum hvatn- ing til þess að ganga milli bols og höfuðs á óheil- brigðu millifærslu- og niðurgreiðslukerfi á öðrum sviðum. Millifærslur sjóðakerfisins i sjávarútvegi nema nú um það bil sex þúsund milljónum króna. Ef sú breyting nær fram að ganga, sem frumvörp sjávarútvegsráðherra gera ráð fyrir, lækkar þessi upphæð um nærfellt fjögur þúsund milljónir. Hér er þvi um að ræða verulega uppstokkun. Mestu munar þó um oliusjóðinn, sem ráðgert er að leggja niður. í sjálfu sér má segja, að það hafi verið eðlileg viðbrögð stjórnvalda, þegar oliukreppan skall á, að mæta þeim vanda fyrst um sinn með niðurgreiðsl- um. En öllum má vera ljóst, að þetta gat með engu móti verið frambúðarlausn, enda er þetta kerfi eins óheilbrigt og hugsast getur. Forsenda þessara breytinga er vitaskuld sú, að hagsmunaaðilar i sjávarútvegi komi sér saman um nýjar hlutaskiptareglur. Fullur vilji virðist vera fyrir hendi til þess að svo verði. Þegar horft er framhjá marklausum lofræðum flokksblaðanna um mikilleik og óskeikulleika eigin manna, er yfirleitt meir um að rætt sé um það sem miður fer i stjórnmálum en hitt sem vel er gert. Gagnrýni er að sjálfsögðu mikilvæg, en hún missir marks, ef menn þverskallast við að sjá ljósu hliðar tilverunnar. Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra á vissulega þakkir skildar fyrir að hafa beitt sér fyrir þeim umbótum, sem hér eru á döfinni. En um leið og athygli er vakin á mikilvægu starfi hans og ann- arra þeirra, sem unnið hafa að framgangi þessa máls, er rétt að brýna rikisstjórnina til þess að taka til hendinni á öðrum sviðum. Niðurgreiðslu- og upp- bótakerfi við verðlagningu landbúnaðarafurða er t.a.m. jafnóheilbrigt og i sjávarútvegi. Það er verð- ugt verkefni fyrir framtakssama og frjálslynda rikisstjórn að brjóta það kerfi niður. Jafn kosningaréttur Visir hefur á undanförnum mánuðum vakið at- hygli á nauðsyn þess að koma fram breytingum á kjördæmaskipaninni. í þvi sambandi hefur sérstak- lega verið bent á mikilvægi þess að jafna kosninga- rétt landsmanna. Erfiðlega hefur gengið að hreyfa við stjórnmála- flokkunum i þessu efni. Rétt er þó að vekja athygli á, að framsóknarmenn efndu fyrir skömmu til ráð- stefnu um kjördæmamálið. Athyglisvert er, að i ályktun þeirrar ráðstefnu gengur flokkurinn lengra til móts við kröfuna um jafnan kosningarétt en nokkru sinni fyrr. En fram til þessa hefur Fram- sóknarflokkurinn verið helsti þrándur i götu allra breytinga, sem miðað hafa að jöfnun kosningarétt- ar. Ályktanir sem þessar segja ef til vill ekki mikið, en þær eru þó visbending um, að nú sé fyrir hendi póiitiskur grundvöllur til þess að koma fram breytingum af þessu tagi. Föstudagur 13. febrúar 1976 VISIR Umsjón: Guömundur Pétursson ) Hve lengistendur fimmto ríkisstjórn Aldo Moros? Fimm vikna stjórnarkreppa ítaliu er nú á enda, en án þess þó að út úr bökunar- ofninum kæmi sú sterka samsteypu- stjórn, sem jafnaðar- menn höfðu krafist. Þvert á móti situr nú við taumana ein sú veikasta stjórn, sem komið hefur til valda á ítaliu frá þvi i striðs- lok. Ef menn eru sammála um eitthvað i itölskum stjórnmál- um þessa dagana, þá er það helst, að eftir alla óvissuna séu menn verr staddir en áður var. Hafa menn ekki mikla trú á þvi, að þessi bráðabirgðalausn end- ist meir en nokkrar vikur. Aldo Moro, þessi viðurkenndi stjórnmálaskörungur kristi- legra demókrata og án vafa mesti málamiðlari þeirra, varð að láta sér nægja minnihluta- stjórn, sem aðrir vilja ekki eiga hlut að en flokksbræður hans. Hann verður að reiða sig á at- kvæði þingmanna sósdaldemó- krata á þingfundum og fjarvist- ir þingmanna jafnaðarflokksins og lýðveldissinna til þess að koma málum fram. Við svo búið þykir mönnum ekki liklegt að geti staðið lengur en rétt meðan samþykktar verða nokkrar efnahagsráð- stafanir og þar til kristilegir demókratar og jafnaðarmenn hafa haldið flokksþing sin. — Takist þessum tveim flokkum ekki á þeim tima að gera með sér samkomulag um stjórnun landsmála, þarf ekki að gera að þvi skóna, hvað við tekur. önnur stjórnarkreppa, sem leiða mun til almennra bmg- kosninga fyrr en gert hefur ver- ið ráð fyrir. Aido Moro forsætisráðherra ttaifu hefur nú myndað sina fimmtu rikisstjórn, en hversu langlif verður hún? Á flokksþingi eins itölsku stjórnmálaflokkanna. Framundan eru flokksþing tveggja stærstu flokkanna, kristilegra demókrata og svo jafnaðarmanna. Þykir ekki liklcgt að nýja stjórnin standi Iengur en fram yfir þau þing. Allir flokkarnir (nema ný- fasistar) segjast andvigir kosningum i bili. En hafi Moro tekist eitthvað siðustu vikurnar, þá er það að sýna fram á, að það er naumast nokkur annar kost- ur. Sumir keppinauta hans hafa borið honum á brýn að bera sig eigingjarnt að i sinum tiltekt- um. Segja þeir hann ganga að öllum sinum verkum með þvi hugarfari, að takist honum ekki að vinna þau, þá vilji hann að minnsta kosti sjá til þess að engum öðrum heppnist það heldur. Tregða nokkurra leiðtoga i flokki Moros til að starfa með honum i þessari fimmtu rikis- stjórn hans vilja margir túlka sem svo, að þeir séu strax byrjaðir að búa sig undir kosningar. Að þeir vilji helst ekki láta orða sig við rikis- stjórn, sem þeir spá skammlifi svo að þeir falli ekki með henni. En svo er mörgum lika litill söknuður að hvarfi ýmissa and- lita, sem mest hefur borið á i itölskum stjórnmálum siðustu þrjátiu árin. Einhver benti á það, að margir núverandi stjórnmálaleiðtogar italiu voru orðnir ráðherrar, áður en 40% núverandi ibúa landsins fæddist i þenna heim. Emilio Colombo fil dæmis fjármálaráðherra siðustu stjórnar hefur átt sæti i hvorki meira né minna en 2i rikisstjórn siðan 1955. Taki hann sæti i næstu stjórn, setur hann nýtt met, og skýtur þar aftur fyrir sig Emilio Taviani, fyrrum innanrikisráðherra. Svo vikið sé aftur að mögu- leikum þess að efnt verði fljót- lega til kosninga, þá hefur ennþá ekkert verið tilkynnt um slikt. Þing hefur ekki verið rofið og kosningar ekki verið boðað- ar. Jafnvel þeir sem mest klifa á nauðsyn almennra kosninga hið fyrsta, geta ekki séð fyrir, hversu langt yrði að biða þeirra. Margir i flokki kristilegra demókrata eru þeirrar trúar, að þvi fyrr sem kosningar verði, þvi meiri séu möguleikarnir á þvi að halda kommúnistum utan stjórnar. Enda er það grunur ófárra manna, að sá sé i rauninni aðaltilgangur Moros. Er það jafnvel ætlan þeirra, að Moro hafi beinlinis stuðlað að þvi, að jafnaðarmenn drógu sig út úr stjórnarsamstarfinu, til þess að koma þessu i kring.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.