Vísir - 13.02.1976, Blaðsíða 10
Föstudagur 13. febrúar lí)76 VISER
Nýlega birtist
grein i timariti
lögfræðinga eftir
Guðmund Ingva
Sigurðsson, lög-
fræðing, sem hann
nefnir Uppsögn
Vinnusamninga.
Uar er fjallað um
gildandi réttar-
reglur um upp-
sagnarfrest vinnu-
samninga skv.
lögum, kjara-
samningum og
f o r d æ m u m i
hæstaréttardóm-
um. Hér verður
greinin rakin
efnislega.
Uppsagnarfrestur vinnusamn
allt frá einni viku upp í tólf
Lagareglur um
uppsagnarfrest
Löggjöfin er heldur fátæk af
almennum reglum um upp-
sagnarfrest. Virðist áhugi lög-
gjafans hafa verið af skornum
skammti að lögbinda þetta at-
riði. Þessiskortur á lagareglum
hefur verið aðalástæðan fyrir
þvi hversu oft dómstóla hefur
verið leitað til úrskurðar um
þessi efni. Er nánar um það
fjallað siöar i greininni.
011 ákvæöi i lögum um u.pp-
sagnarfrest eru sérákvæði að
undanskildum ákvæðum laga
,,um rett verkaíólks til upp-
sagnarlrests frá störlum og um
rétt þess og fastra starfsmanna
lil launa vegna sjúkdóms- og
slysaforlalla”. Þessi lög geyma
þá reglu um uppsagnarfrest, að
hafi verkamaður, iðnlærður eða
óiðnlærður, sem fær laun sin
greidd i tima - eöa vikukaupi,
unnið hjá sama atvinnurekanda
i eitt ár eða lengur, ber honum
þá eins mánaðar uppsagnar-
frestur irá störfum.
Athyglisvert að þau taka að-
eins til tima- og vikukaupsfólks.
Sjómannalögin geyma ákvæði
um uppsagnarfrest. Mismuna
þau mjög skipverjum, þannig
að íurðulegt má teljast á þess-
um jaf nréttistímum . Þannig
hefur skipstjórinn þriggja
mánaða uppsagnarfrest sem og
aðrir yfirmenn, stýrimenn, vél-
stjórar, brytar og loftskeyta-
menn, á meðan aðrir skipverjar
hafa aðeins eins mánaðar upp-
sagnarfrest.- Á íiskiskipum er
hann þó aðeins vika. Að visu
gera lögin ráð fyrir að öðruvisi
kunni að veröa um samið en i
samningum sjómanna er ekki
minnst á uppsagnarfrest.
Lög ,,um réttindi og skyldur
starfsmanna rikisins” geyma
ákvæði um uppsagnarírest.
Skal hann vera skriflegur og
gerður með þriggja mánaða
íyrirvara.
Þessisömu lögheimila að sett
verði i ráðningarsamninga for-
stjóra atvinnufyrirtækja, er rik-
ið rekur, ákvæöi um uppsögn.
Hefur uppsagnarfresturinn i
slikum ráðningarsamningum
gjarnan verið kveðinn sex
mánuðir.
Bankastjórar Landsbankans
og Utvegsbankans eru ráðnir
með tólf mánaöa gagnkvæmum
uppsagnarfresti.
Uppsagnarfrestur
í kjarasamningum
Uppsagnarfrestur i hinum
ýmsu kjarasamningum er tals-
vert mismunandi enda fjöl-
margir.
Þannig er hann i samningi
Dagsbrúnar ein vika fyrir þá,
sem öölast hafa rétt til fasts
vikukaups, þ.e. þeir, sem unnið
hafa hjá sama vinnuveitanda
sex mánuöi og lengur. Eftir eitt
ár hjá sama vinnuveitanda
gilda fyrstneínd lög um eins
mánaöar uppsagnarfrest.
Mánaöarkaupsmenn eiga ávallt
eins mánaðar uppsagnarfrest.
Uppsagnarfresturinn er einn
mánuöur fyrir mánaðarkaups-
menn hjá heildsölum og oliu-
félögum.
Þessi ákvæði Dagsbrúnar
eiga sér hliöstæöur i öðrum
samningum, svo sem Hinn al-
menni kjarasamningur verka-
lýðsfélaga og vinnuveitenda á
Norðurlandi.
1 kjarasamningi Starfs-
stúlknafélagsins Sóknar er 1 1/2
mánaðar uppsagnarfrestur. í
samningi Verslunarfélags
Heykjavikur er hann 3 mánuðir.
í Iðjusamningum er upp-
sagnaríresturinn mismunandi:
Ein vika l'yrir vikukaupsfólk, en
tvær vikur fyrir mánaðar-
kaupsfólk. Eyrir þá, sem hafa
unnið hjá sama fyrirtæki eitt ár
eða lengur skal hann vera 2
mánuðir.
Framreiðslumenn eiga 14
daga uppsagnarfrest ef þeir
hafa unnið skemur en eitt ár á
samastað,einn mánuð, ef unnið
hefur veriö lengur en eitt ár, en
skemur en þrjú ár, og tvo
mánuði, eftir þaö.
1 samningi Hins islenska
prentaral'élags er ákveðið, að
uppsagnarfrestúr skuli vera ein
vika. Bókbindarar hafa sama
uppsagnarfrest.
Félag starfsfólks i veitinga-
húsum hefir eins mánaðar upp-
sagnarfrest, hafi það unnið hjá
sama vinnuveitanda eitt ár eöa
lengur, annars hálfan mánuð.
Fyrsta mánuðinn, sem er
reynslutimi, er uppsagnarírest-
urinn enginn.
Starfsmenn Alversins i
Straumsvik eiga eins mánaðar
uppsagnarfrest fyrstu þrjá
mánuðina, sem er reynslutimi,
1 1/2 mánuð næstu 9 mánuðina
og úr þvi, eða eftir eitt ár,
þriggja mánaða uppsagnar-
trest.
Starfsmenn sveitarfélaga,
sem ekki þiggja laun sam-
kvæmt kjarasamningum verka-
lýðsfélaga, hafa 3 mánaða upp-
sagnarlrest.
Allt frá einni viku upp i
þrjá og jafnvel tólf
mánuði
Samkvæmt þvi, sem nú hefúr
verið rakið, rikja mismunandi
reglur um lengd uppsagnar-
frestsins bæði þar, sem löggjaf-
inn hefir látið þessi mál til sin
taka og á þeim sviðum, sem
kjarasamningar taka til.
Þannig ákveður löggjafinn
allt frá einnar viku uppsagnar-
frest fýrir undirmenn á fiski-
skipum upp i lólf mánuði fyrir
bankastjóra Landsbankans og
Útvegsbankans. Kjara-
samningar geyma og upp-
sagnarákvæöi lrá einni viku upp
i þrjá mánuði.
Hér er komið að eftirtektar-
verðu atriði. Fjölmennar stéttir
margar hverjar hafa aðeins
einnar viku uppsagnarfrest i
kjarasamningum sinum. Ef
dæmi er tekið um prentara, þá
kveöur kjarasamningur þeirra
á um einnar viku uppsagnar-
frest, og það þótt þeir hafi unnið
um margræ ára skeið hjá sama
vinnuveitanda. Hann kemst þó
hiklaust undir ákvæði fyrst-
nefndra laga þessarar greinar,
og á þvi rétt á eins mánaðar
uppsagnarfresti.
Þarnaer þvi mikiö bil á milii
þess, sem hinar ýmsu stettir
semja og laganna. Spurning er
um, hvort forsvarsmenn hinna
ýmsu stéttarfélaga hafi áttað
sig á þvi, að samningsákvæði
um uppsagnarfrest geti riðið i
bága við nefnd lög. Minna
má og á lög ,,Um starf-
kjör launþega o.fl.”. Upp-
hafsákvæði þessara laga
segir, að laun og önnur starfs-
kjör, sem aðildarsamtök
vinnumarkaðarins semja um.
skuli vera lágmarkskjör fyrir
alla launþega i viökomandi
starfsgrein á þvi svæöi, sem
samningurinn tekur til.
Samningar um lakari kjör eru
ógiidir. Þessi lög geta haft áhrif
i sambandi viö ágreining um
uppsagnarfrest. Það er vissu-
lega slæmt að misræmi skuli
gæta milli laga og kjarasamn-
inga um uppsagnarírest. Slikt
býður heim misskilningi, er
leiðir til ágreinings, sem svo
getur leitt til málalerla, er kom-
ast mætti hjá, ef reglur væru
Ijósari og samræmdari.
úrlausnir dómstóla
Dómasal'n hæstaréttar hefúr
að geyma fjölmarga dóma, sem
gengiö hala i málum út af upp-
sögnum og uppsagnarfresti. Er
það ef til viil ekki svo óeðlilegt
þegar litiö er til þess, hversu
reglur um uppsagnarfresti eru
mismunandi og raunar hversu
löggjafinn hefur litið látið sig
þetta atriði skipta.
Má af þessum dómum ráða,
aö hæstiréttur hefur talið eðli-
legt, aö uppsagnarfrestur sé
þrir mánuðir, nema lög eða
kjarasamningar heimili glögg-
lega annan uppsagnarfrest.
Þá virðist það vera svo, bæði
hjá löggjafanum og dómstólum,
aö þvihærra sem starfið er met-
iö til launa, þeim mun lengri er
uppsagnarlresturinn.
— Lögbundin ákvæði um uppsagnarfrest eru
frá einni viku fyrir undirmenn á fiskiskipum og
upp i tólf mánuði fyrir bankastjóra Lands-
bankans og Útvegsbankans.
— 0 —
— Uppsagnarákvæði i kjarasamningum eru
allt frá einni viku upp i þrjá mánuði.
— 0 —
— Fjölmennar stéttir eins og t.d. prentarar
hafa samningsbundinn uppsagnarfrest eina
viku en samt lögvarinn rétt á þriggja mánaða
uppsagnarfresti.
-0 —
— Hafa fyrirsvarsmenn hinna ýmsu stéttar-
félaga áttað sig á þvi, að samningsákvæði um
uppsagnarfrest geti riðið i bág við lögákveðinn
rétt.