Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 2
JVISIR'* spyr Lestu mikiö af bókum? Guðrún Gauksdóttir, 12 ára: — Ég les mikið af bókum. Mest les ég af ævintýrabókum. Ég á mest af bókunum sem ég les sjálf og fer frekar lítið á bókasöfn. Jenný Lind Grétudóttir, i skóla: — Ég les skólabækurnar feyki- lega mikið. Ég les reyndar ekkert annað en skólabækurnar, það gerir samviskusemin. Elin Jóhannsdóttir, frá Hellis- sandi: — Ég geri talsvert af þvi. Aðallega les ég reyfara. Ég á bækurnar sem ég les yfirleitt sjálf bókasafnið hjá okkur er svo litið. Gisli Vilhjálmsson, tannlækna- nemi: — Já ég les mikið. Aðallega les ég skólabækurnar. Auk þess leg ég alvarlegar bókmenntir svo sem eins og Asterix. Jón Dagsson i MT: — Ég les þó nokkuð af bókum. Það eru alls kyns bækur sem ég les. Bæði bók- menntalegs eðlis og inn á milli reyfara. bað er mikið af bókum til heima, en sjálfur á ég ekki margar, mér finnst þær of dýrar. bórir V. bórsson, i MT: — Ég get ekki sagt að ég lesi mikið af bók- um. bað eru þá helst spennandi skáldsögur sem ég halla mér að. Ég fæ þær bækur aðallega á bóka- söfnum. Föstudagur 5. mars 1976 VISIR bað þýðir ekkert annað en að þrifa sig sem best, og Snúlla gætir þess að fara í bað á hverjum laugar- degi. Fer í bað í hverri viku Beðið eftir skrúfuósnum ,,Við biðum núna eftir skrúfuásnum sem verið er að smiöa úti i býskalandi. Smiði ássins lýkur ekki fyrr en i næsta mánuði,” sagði Ragnar Thorsteinsson útgerðarmaður skuttogarans Karlsefnis sem nú liggur I Reykjavikurhöfn, vegna bilunar. Ragnar sagði að skipið hefði fengið i skrúfuna og hefði ver- ið stopp siðan i desember. Mikið verk er að smiða skrúfuásinn, að sögn Ragnars en búist er við að Karlsefni komist á veiðar um miðjan april. EKG Enn eitt innbrotið í Kaffivagninn Enn eitt innbrotið var framið i Kaffivagninn á Grandagarði i fyrrinótt. Að þessu sinni voru sökudólgarnir staðnir að verki og færðir i fangageymslur lögregl- unnar. Innbrotið var framið um klukk- an þrjú um nóttina, en talsverð brögð eru að þvi, að farið sé inn i Kaffivagninn, á þeim tima sem þess er si st óskað. —EA og dóist að sér í spegli ,,Ég er bara nokkuð sæt i dag....” — Snúlla notar hvert tækifæri til þess að skoöa sig i spegli. H ún heitir Snúlla og býr I kjallara i húsi nokkru i Vest- mannaeyjum. Snúlla þarf ekki á öllum kjallaranum að halda, þvi hún er frekar smávaxin, og henni nægir reyndar aðeins einn kassi. Snúlla er nefnilega lunda- pysja, afkvæmi lundans, en lundapysjurnar eru mjög vel- komnir gestir i Eyjum. Snúlla hefur veriö i 19 mánuöi á heimili i Vestmannaeyjum og þekkir reyndar ekkert annað. Fjölskyldan fann hana i lok júli 1974. bá var hún aðeins litill dúnhnoðri og alls ekki fær um að vera ein að flækjast i þessum stóra heimi. Hún var þvi tekin inn á heim- iliðog var fljótlega komið fyrir i kassanum. bangað fær hún svo sili, fisk og loðnu eins og hún getur i sig látið. Svo fer hún i bað á laugardögum, og þegar hurðin i kjallaranum er opnuö, röltir hún beinustu leið inn i baðherbergið og skoðar sig vandlega i spegli. Oftast virðist hún hin ánægðasta með útlitið. Snúlla fannst á nokkuð óvenjulegum timg, þvi aö lundapysjutiminn svokallaði hefst venjulega ekki fyrr en i ágúst ár hvert. bá fljúga pysj- urnar á ljós, detta niður á göt- urnar og komast ekki sjálfar i loftið aftur. bá bjarga Eyja- skeggjar pysjunum, fara með þær út að sjó og sleppa þeim. En Snúlla er undantekning. Hún dafnar svo vel meðal mannfólksins að henni hefur ekki verið sleppt, enda virðist hún alls ekki vilja fara. —EA barna er Snúila með krökkunum sem hún býr hjá i Eyjum. Til vinstri er Ragnar bór, þá Linda Kristin og loks Siguröur Ingi, sem heldur á Snúllu. Fósturforeldrar Snúllu heita Ragnar Jóhannesson og Friða Sigurðardóttir. Fœst leyfi fyrir nýju flugskýli? Flugmálastjóri hefur farið frarn á leyfi borgaryfirvalda til endurbyggingar flugskýlis á Reykjavikurflugvelli, I stað þess er brann i fyrravctur. Að sögn flugmálastjóra er ætlunin að nýja skýlið verði stálgrindahús með svipuðu sniði og hið gamla, en þó eitt- hvað stærra. Beiðni þessi fór fyrir bygg- ingarnefnd borgarinnar, en var þaðan send til umsagnar skipulagsnefndar. bar hefur málið ekki verið tekið fyrir ennþá. Endurbygging skýlis- ins er ekki I samræmi við hið nýja skipulag flugvallarins og er þvi óljöst hvaða afgreiðslu beiðnin hlýtur. —EB Nómsmenn vilja ekki köttinn í sekknum Kjarabaráttunefnd náms- manna hefur sent frá sér álykt- un þar sem hún lýsir furðu sinni og fordæmingu vegna þess bráðabirgöaákvæöis sem Al- þingi setti 26. febrúar um lána- kjör námslánanna. Segir þar að meö þessu ákvæði sé verið að bjóða náms- mönnum köttinnisekknum, þ.e. námslán á kjörum sem ekki hafa verið ákveðin. Kjarabaráttunefnd mótmælir þvi kröftuglega að námsmenn eigi að gjalda fjármálaóreiðu og þunglamalegra vinnubragöa rikisvaldsins. 1 ályktun almenns fundar námsmanna sem haldinn var fyrir skömmu, segir að áhersla sé lögð á að menntamálaráð- herra sviki ekki loforð sitt um að útborgun námslána hefjist eigi siðar en fyrsta mars. bá hafa námsmenn einnig lýst yfir furðu sinni og andúð á flestum meginatriðum frum- varps þess um námslán og námsstyrki sem menntamála- ráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Segir i. ályktun námsmanna að einu eðlilegu viðbrögð við samþykkt frumvarpsins væru að loka skólunum með allsherj- arverkfalli. —EB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.