Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 14

Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 14
Meðlag - ðryrkjabœtur? Öryrki á Kleppsspitalanuni skrifar: Ég er búin að vera sjúklingur i um það bil 13 ár, þannig að ég hef ekki getað unnið utan heim- ilis, nema i takmarkaðan tima, þótt ég hafi gert mitt besta i þvi efni. Sjúkrasamlag Reykjavikur borgaði mér 155 þúsund krónur á siðast liðnu ári. Það átti að vera meðlag með þrem börnum og eiginmanni þann tima sem ég dvaldist á sjúkrahúsinu, en ég hef s.l. fimm ár dvalist meira og minna á Kleppspitalanum. Nú langar mig að fá svar hjá þeim sem að minum málum hafa staðið, hvort þetta sé rétt- lætanlegt gagnvart mér og minni fjölskyldu. Hvort ég hefði ekki átt rétt á örorkubótum eins og annað óvinnufært fólk. Einnig hvort ég hafi ekki átt rétt á að koma börnunum á barna- heimili eða dagheimili, eins og aðrar útivinnandi konur og ein- stæðar mæður eiga þegar eigin- maðurinn verður að mæta i vinnu til þess að halda lifi i fjöl- skyldunni. Við uröum að skilja börnin ein eftir, sex og fjögurra ára göm- ul, meðan ég var á sjúkrahúsi og hann i vinnunni. Viö gengum á milli liknar- og dagheimila en ekkert gekk. Nú langar mig til að spyrja þá sem vit hafa á, er þetta galli i kerfinu, eða höfum við verið hlunnfarin i þessum málum? Ef einhverjir, sem svipað hefur verið ástatt fyrir hafa orð- iðfyrir siiku sem þessu, vona ég innilega fyrir þeirra hönd og fjölskyldna þeirra, að þeir komi sinu máli á framfæri við rétta aðila. Að endingu langar mig að varpa fram einni spurningu. Hvorireru dýrari i rekstri lækn- arnir eða sjúklingarnir? Aleifur orðvari skrifar: Lag: Sjáið hve illan enda.eða Starfa þvi nóttin nálgast. Kannist þið nokkuð við k a u ð a, kafbáta og erkiflón, rógbera og refi blauða, sem ráðherrum baka tjón yrðlinga í æðstu grenjum, apa, sem gaspra á laun, aula, er andstætt venjum, ýfa upp sollin kaun? Kannist þið nokkuð við k a u ð a, kjaftaska og leiguþý, tittlinga túlagleiða troðandi upp pontum i. Kálhaus með kvarnasteina, kjaftforan ómerking. Ofmálga asna, er reyna óorði að varpa á þing? Kannist þið nokkuð við k a u ð a, karga og blauða í senn, Mafíu, mannorðssnauða, sem myrðir og lýgur senn. Rottur, sem róta í svaði og ritlingum leggja menn, varmenni á vissu blaði? Vona þeir rotni senn. Horfi ég einn til hæða held aðég sjái þ r j ó t. En púkar úr pennum læða prentsvertu. Hún er Ijót. Asni í landsins lögum leikur sitt hlutverk skjótt. Logi úr Ijótum sögum lifir. Ég anda rótt. Rýtingar rispa bakið roðveikt, en flannabreitt. Til undanhalds ei fæ hrakið illþýði kjaftagleitt. Öværð um allan kroppinn ýfir skap hverja nótt. Næðir um nakinn toppinn nagið i Vísis drótt. Sjáið hve illan enda ofbeldi og rógur fær. Skálkar úr skýli benda á skitmenni fjær og nær. M a f í u r margar dafna magnaðar vítt og breitt. Slúðri menn saman safna sit ég með ennið h e i 11. Silfurtunglið og nágrenni þess. Þessum stað hefir nú þegar verið lokað. Sameinumst gegn veitingahúsunum Burt með þau úr íbúðarhverfunum Lesandi skrifar: Ég vil byrja á þvi að þakka Visi fyrir ákveðna afstöðu i Klúbbmálinu svokallaða. Þá langar mig að koma á framfæri undrun minni yfir þvi að ibúðar- eigendur, eða kannski bara ibú- ar i nágrenni við vinveitingahús virðast alltaf eiga undir högg að sækja, þ.e. vera nær þvi rétt- lausir með kvartanir vegna næturóláta sem stafa frá þess- tim húsum. Hvernig væri að fólk sem býr i nágrenni við slik hús reyndi að mynda með sér hagsmunasam- tök, ef vera mætti að það gæti frekar með þvi móti komið yfir- völdum i skilning um að það hefði töluverðra hagsmuna að gæta að fá að vera i friði i hús- um sinum og fjölskyldan geti haft svefnfrið a.m.k. En Visir birti einmitt umkvartanir fólks sem bjó i nágrenni við Glaumbæ á sinum tima. Þegar þetta er i heild hugleitt þá læðist að manni sá grunur að hagsmunir þeirra sem reka þessi öldurhús séu mikið hærra skrifaðir heldur en fólksins sem býr i nágrenni við þau og verða kannski að þola óþægindin frá þeim árum saman. ibúar við umrædd hús! Stofnið samtök gegn vinveit- ingahúsunum. Þau ættu jú ekki að vera svo heilagar kýr að ekki megi blaka við þeim. Skoða lœknar stúlkur, sem sóttar eru um borð í erlend skip? S.J. skrifar: Varðandi frétt i Visi um islenskar stúlkur sem fundust um borð i grisku skipi á dögunum dettur mér i hug hvort ekki væri ástæða til að gera fyrirspurn til heilbrigðiseftirlitsins varðandi það hvort þessar ! stúlkur fari ekki, af sjálfsdáðum, eða annarra tilhlut- ' an i læknisskoðun. Meðan á verkfalli stóð varð að ioka skólum og öðr- um slikum stofnunum, þar sem ekki þótti óhætt að halda áfram starfsemi, ef ekki væri skúrað. Ég hefði haldið að þarna væri ekki siður hætta á eftirliti, ef verið gæti aö stúlkur þessar hefðu smitast af kynsjúkdómum, sem þær svo kynnu að bera manna á milli, e.t.v. óafvitandi. Þessar stúlkur vinna kannski á f jölmennum stöðum svo þetta er að minum dómi ekki þeirra einkamál. Athugasemd. Samkvæmt alþjóðalögum ber að tilkynna ef smit- næmir sjúkdómareru um borð iskipi. Berþvi að hafa uppi flagg til auðkennis og er það á ábyrgð skipstjóra að.þessum reglum sé framfylgt. Fari skipverjar i land ber þeim að framvisa ónæmisskirteini. Nokkurs misskilnings gætir hjá bréfritara með smitnæmi kynsjúkdóma. Þeir berast aðeins manna á milli við kynferðismök. Komi hins vegar upp smit er það borgarlæknis að bregðast við en hann stendur ekki við skipshlið og fylgist með skipverjum eða ferðum manna um borð i þau. Fundu ótta stúlkur um borð í grísku skipi Lögreglan fann i gær 8 stúlkur um borö i grfsku skipi i Straums- yfk. Stúlkurnar eru islenskar og hafa þær dvaliö alllengi um borö hjá sjóurunum, eöa allt upp I hálf- an mánuö. Asókn sumra kvenna um borð i útlend skip er aö verða áhyggju- efni lögreglumanna. Það er vitað að stúlkur hafa oft áður fundist um borð hjá erlenddm sjómönn- um. Ekki er friðleika þessara sjó- ara aHtaf fyrir aö fara, en-þeir viröast hafa upp á eitthvað að bjóða, t.d. sigarettur eða brenni- vin. Lögreglan taldi sig ekki geta rekiö þessar 8 stúlkur I land, enda allar komnar á þann aldur aö þær eru sjálfráðar. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.