Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 15

Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 15
VISIR Föstudagur 5. mars 1976 15 Hrúturinn 21. mars—20. apríl: ÞU getur komið miklu góðu til leiðar varðandi heimili þitt eða aukið arðsemi eigna þinna. Þetta er tilvalinn dagur til að bjóða heim gestum óg ræða um daginn og veginn. NautiA 21. aprll—21. mai: Ættingjar eða nágrannar bjóða þér að taka þátt i einhverjum áætlunum. Forðastu óhóf og hugsunarleysi i innkaupum. Sýndu öðrum að þú kunnir að meta vinsemd þeirra. m Tvihurarnir 22. mai—21. júni: Forðastu óþarfa sóun eða óhóf. ÞU hefur tilhneigingu til að eyða meiru en þörf krefur. Varastu bannsetta verðbólguna. Treystu ekki um of á hlutina i dag. Krabbinn 21. júni—23. júll: ÞU hefur tilhneigingu til að sökkva þér niður i eigin málefni i dag. Hugmyndir annarra kunna að virðast litilf jörlegar eða ósam- kvæmar i þinum augum. Gættu þess að valda ekki misskilningi meö framkomu þinni. I.júniA 24. júlí—23. ágúst: Leggðu þig fram við undirbún- ingsstörf. Kynntu þér vandlega verkefni sem þú gætir fengið til Urlausnar. Vertu orðvar i óundir- búnum samtölum. Meyjan 24. ágúst—23. sept.: Ef þú kemst i réttan hóp ættirðu að geta skemmt þér konunglega, þótt þér kunni aö finnast nóg um kostnaðinn. Farðu eftir þvi sem vinir þinir mæla með, svo framarlega sem þaö er löglegt. Vogin 24. sept.—23. okt.: Vinnubrögðin geta reynst dálitiö óbrigðul i dag. Taktu ekki ákvaröanir án þess að leita ráö- legginga. Foreldrar eöa einhver nákominn gæti átt i fjárhags- erfiöleikum. Drekinn 24. okt.—22. nóv.: Það gæti orðið bið á viðurkenn- ingu fyrir störf þin: þú þarft að leggja harðar að þér, þó geta fleiri haft rangar hugmyndir en þú. Orð eru oft innantóm, trúðu ekki öllu sem sagt er. BogmaAurinn I 23. nóv.—21. des.: ÞU kannt á einhvern hátt að flækjast i fjármál annarra. Vertu á varðbergi ef þú færð beiðni um lán. Prófaðu að spreyta þig á björgunarstarfsemi. Steingeitin 22. des.—20. jan.: Gefðu þér tima til að sýna meira en sýndaráhuga á skoðunum og hugöarefnum annarra og þér verður rikulega endurgoldið. Gakktu frá kaupsamningi áður en það verður um seinan. Vatnsberinn 21. jan.—19. febr.: ÞU verður sennilega að fara þér hægt i dag. Vertu þó ekki seinn til að gera einhverjum greiða. Freistingar i mataræöi biða þin. Fiskarnir 20. febr.—20. mars: Venjuleg helgi lramundan kann að virðast óskaplega fábreytileg núna. Þú þráir iif og fjör og ný spennandi ævintýri. Sýndu ást- vinurn fulla tillitssemi. Hann kornst rétt i tæka tið til að sjá hvernigRarnbulhugðist leika sér rneð Harrigan. I var ættargripur! 11-19 ' /'7 Corytijhl O W»lt Ditncy Ptoduction* World Rijhtt Retcrved h<ŒN<2 ! CC-a ^ —fzm>- IIX□ JJDír <2QŒIíJC0 :QZQ § 0Œ- _LLgLUQQ-_J-U)< tí -J’<*-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.