Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 7
VTSIR Föstudagur 5. mars 1976 og Ólafur Hauksson SIMAMYND AP I MORGUN Vínstríðið harðnar á nýjan leik Horfur á sáttum i vinstríði Frakklands og ttaiiu minnkuðu til muna aftur i gærkvöldi, þegar frakkar juku enn skilmálana fyrir þvi að fella niður 12% inn- flutningstolla á itölsku vinin. Þessi harðnandi afstaða frakka sprettur upp úr óeirðum, sem urðu i einu vinræktarhéraði Frakklands i gær. Einn vinyrkju- bóndinn og einn lögreglumaður létu þar lifið i átökunum, en Franskir vinbændur ryðja burt járnbrautarteinum með skurðgröfu. t óeirðunum i gær létu tveir lifið, vinbóndi og lögreglumaður. Franskir vínbœndur í vígahug Þótt allt ætti að heita með kyrrum kjörum i vinræktar- héraðinu Languedoc i Frakk- landi í morgun, var loft þar lævi blandið eftir óeirðirnar í gær, sem kostuðu tvo menn lifið og meiðsli þrjátiu og fimm. Þykja þetta verstu óeirðir, sem orðið hafa i Frakklandi sið- an aðskilnaðarsinnar á Korsiku hleyptu öllu i bál og brand i fyrra. Lögreglumaður og vlnræktar- bóndi voru skotnir til bana i átökum, sem spruttu upp, þegar nokkur hundruð lögreglumenn reyndu að dreifa um 500 manna mótmælagöngu. í hálfa klukku- stund geltu vélbyssur i takt viö dimma hvelli úr haglabyssum bænda. — Mótmælahópurinn hafði i bræði sinni rifið upp járn- brautarteina skammt utan við bæinn Narbonne. Flestir hinna særðu voru úr hópi lögreglumanna — eða tuttugu og sjö, meðan átta bændur hlutu skotsár. Michel Poniatowski, innan- rikisráðherra, átti i gær viðræð- ur við Valery Giscard D’Estaing, forseta, um ástandið. Kom hann eftir það fram i sjónvarpi og lýsti þvi yf- ir, ,,að lögum og reglum yröi framfylgt með styrkri en sann- gjarnri hendi”. Atökin i gær voru hápunktur mótmælaaðgerða, sem undan- farið hafa blossað upp i Nar- bonne og öðrum bæjum i Languedoc. Þaðan koma 40% allra franskra vina. En vin- framleiðendur eiga um sárt að binda vegna samkeppninnar við innflutt itölsk vin, sem eru miklu ódýrari i framleiðslu og hafa nú orðið miklu ódýrari eftir gengislækkun lirunnar. Vinbændur hafa misst þolin- mæðina með aðgerðarleysi stjórnarinnar við að bæta þeirra hag. Þeir hafa i bræði sinni brennt skattstofur og sprengt upp endurvarpsstöövar sjón- varps, svo að nú nýtur ekki lengur sjónvarps við i héraðinu. — Þeir hafa sums staðar komiö fyrir vegartálmum. þrjátiu og fimm meiddust. Þetta atvik var að visu naum- ast nefnt á fundi landbúnaðarráð- herra EBE i Brussel í gær, en það þóttust fundarmenn finna glöggt, að heldur kveður við annan og kaldari tón hjá franska ráðherr- anum. Samningstilraunir höfðu gengið vel, og þá einkanlega siðustu tvo daga, svo að menn þóttust sjá fram á sættir á einhverjum næstu funda. En nú hafa frakkar gert það að höfuðskilyrði, til þess að afnema tollana, að sett verði trygging fyrir þvi, að heima- markaði þeirra verði ekki i framtiðinni spillt með þvi aö hella inn á hann ódýrum innfluttum, itölskum vinum. Ennfremur gerir Bonnet land- búnaðarráðherra kröfu til þess að EBE greiði niður fjórar milljónir hektólitra af itölsku hvitvini til eimingar i vinanda til iðnaðar- þágu. Þarna á hann við innflutt hvitvin. EBE bauðst i upphafi til að miðla málum, að það skyldi greiða niður 1,5 milljónir hektó- litra, og hefur siðan hækkað tilboðið i þrjár milljónir hektó- litra. — Ber þá enn eina milljón i milli. Hins vegar eru italir ekki hrifn- iraf þessum tilboðum. Segja þeir, að niðurgreiðslunar séu alltof lágar. Italskir varnarmálaráðherrar krefjast nafnbirtinga í Lockheed mútuhneykslinu Uppljóstranir um mútur Lock- heed flugvélaverksmiðjanna bandarisku til áhrifamanna i hermálum 'viöa um heim hafa vakið mikla ólgu. Engin nöfn hafa verið nefnd opinberlega um mútuþega, en ýmislegt gefið I skyn um hverjir þeir séu. Þvi hefur fyrrum varnarmála- ráðherra Italiu, Luigi Gui, beðið rannsóknardómara sem kannar mútugreiöslur þar, um að fá bandaríkjamenn til aö hreinsa andrúmsloftiö og birta nöfn þeirra seku. Skýrsla þingnefndarinnar bandarisku sem rannsakaði mál- ið segir m.a. að Lockheed hafi greitt tveimur fyrrverandi varnarmálaráöherrum ítaliu til að liðka fyrir um sölu á 14 C-130 flutningaflugvélum til italska flughersins. Luigi Gui segir að eina ráðið sé liklega að fara sjálfur til Bandarikjanna og fá þar ýmislegt skýrt. Gui neitaði að taka þátt i mynd- un rikisstjórnar Aldo Moro til að geta helgað sig þvi áð heinsa nafn sitt, eins og hann orðaði það. Annar fyrrum varnarmálaráð- herra ftaliu, Mario Tanassi, hefur einnig neitað þvi að vera viðrið- inn mútuhneyksliö. Tanassi ætlar i mál við itölsk dagblöð fyrir að nefna nafn sitt i sambandi við mútugreiöslurnar. Einn af ráðherrum núverandi rikisstjórnar, Guilio Andreotti, hefur varað bandarikjamenn við þvi, að ef ekki yrði varpað fullu Ijósi á Lockheed-múturnar og hneyksiið varðandi leyniþjónust- una CIA mundi samband rikj- anna skaðast. Sakna mannrétt- inda í Indlandi Tennisstjarnan, Arthur Ashe, þjóðlagasöngkonan, Joan Baez, og l'leira frægt fólk i Bandarikjunum hefur skrifað undir yfirlýsingu, þar sem þaö harmar ,,missi grundvall- ar mannréttinda i Indlandi” eftir að neyðarástandi var lýst þaryfir i júni i fyrra. Þetlafólk krefst þess, að indverj- um verði (ryggðþessi mannréttindi aftur. Paul Samuelsson, hagfræöingur og Linus Pauling — báöir Nóbels- verðlaunahafar —erumeðal þeirra sem skrifuðu úndir. Sömuleiðis skáldin, I.ewis Mumford og John Updike. — Og svö fjöldi af mann- rétt indaba rá ttum önnum. 1 yfirlýsingunni cr tekiö lil, að þúsundir stjórnarandstæðinga á Indlundi hafi veriö hneppt i langeisi án nokkurra saka. „Fjöl- miðlareru undir strangri ritskoðun skjölin, þegar nefndin vann að at- hugun á starfsháttum leyniþjónust- unnar. — Formaöur nefndarinnar, Otis Pike, segir að nefndin hal'i þessi skjöl ekki lengur undir hönd- um. Hann heldur, að skjölin hafi ann- að hvort verið eyðilögð eða send viðkomandi ráðuneyti. Pike kveðst ekki trúa þvi, að skjölunum hafi verið stolið. Vafalaust e.r sú trú mannsins leyniþjónustunni mikil huggun. og almennnr kosningar hala nú verið alnumdar.” Frumkvöðull þessaru undir- skriftasöfnunar \ar Bed Menlha, kunnur indverskur rithöfundur, sem nýlega gerðist bandariskur rikisborguri. Leyniskjölin týnd Úppi varð fótur og fit i Washing- ton, þegar i ljós kom, að um 200 leyniskjöl CIA-leyniþjónustunnar eru ófinnanleg. CIA segist hafa lánað þingnefnd Sjón- varps- skák Til glöggvunar fyrir sjónvarps- áhorfendur munu fjorar skák- kempur skyra skákina jafnliarðan, en það eru allt heimsmeistarar. nu- verandi eða lyrrverandi. Nefnilega Anutoly Kurpov . Tigran Petrosjan, Mikhail Tul og dr. Max Euwe. Þetta verður bein útsending og mun Nonu lefla i upptökuherbergi i Belgrad. meðan Matulovic. situr i upptiikuherbergi i Sarajevo. 1!aunaf átti þátturinn að vera siðasta laugardag, en vegna 25. tlokksþings sovéska kommúnista- Ilokksins hefur annriki sjónvarps- stiiðva austantjalds verið þvilikt, að annað hefur naumast kómistað. Núna á laugardaginn verður sýndur i júgóslavneska sjónvarp- inu'hálfrarstundar skákþtittur, þar sem heimsmeistari kvenna i skák. Nona Gabrindashvili, teflir við stórmeistarann, Milan Matulovic. Misnotkun bóluefna Hópur lækna og felagsfræðingu, sem a vegum heilbrigöismala stofnunar Sameinuðu þjoðanna sitja þessa dagana fund i Geni. varar við þvi, að skortur á eftirliti með bólusetningu og misnotkun bolusetningarefnis geli leitt til þess, að sjúkdómurinn. sem bólu- setningin a að fyrirbyggja, heltaki þann bólusetta. Fundi þessutn lýkur i dag. og er búist við þvi að hann sendi fra ser alyktun um að komið verði a attknu eltirliti með holuetnisrannsoknum og tilraunum með boluefni llja fundarmönnum hai'a konnið fram da'tni um, að börn i Banda- rikjunúm, sem bólusett voru fyrir barnaveiki. dóu vegna þess að bakterian. sem notuð var i bolueln ið og átti að vera dauð. reyndist sprelllilandi. t Belgiu hefur komið i Ijós. að akveðin böluefni setn mælt hefur verið með og notað. eru vita gagtts- laus.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.