Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 17

Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 17
vism Föstudagu r 5. mars 1976 „Fólk reynir að gifta mig hverri slólku...." Warren Beatty gætir sin vel á hlaöamönnum. Iiann neitar að svara of persónulegum spurning- um, og sist af öllu svarar liann spurningum scm fjalla um sam- bönd hans við kvcnfólk. llann sam- þykkir viðtöl, en kýs helst að ræða siðustu kvikmynd sina. Ilann vill ekki tala of mikiö um sjálfan sig eða cinkalif sitt. Ef spurningarnar verða of persónulegar, snýr Beatty út úr og hefur stundum orðið feyki- lega reiður. Við sjáum Warren Beatty i sjón- varpinu i kvöld. ,,t skugga fortiðar- innar” heitir myndin, sem hann fer með aðalhlutverkið i. Myndin er frá árinu 1965. Siðan þá hefu margt breyst hjá Warren Beatty. Hann er orðin stjarna og reyndar kvik- myndaframleiðandi. Skemmst er að minnast myndarinnar ,,Bonnie og Clyde” og myndarinnar „Shampoo”, sem við höfum reynd- ar enn ekki fengið að sjá hér. Þar leika þær Julie Christie og Goldie Hawn aðalhlutverkin ásamt Beatty. //Gangandi þversögn" Warren Beatty er stundum sagð- ur „gangandi þversögn”. Fólk veit ekki hvar það hefur hann. Þá sögu hefur blaðamaður nokkur hjá frægu bandarisku timariti að segja. Warren Beatty tók honum „óeðlilega” vel. Hann svaraði öll- um spurningum sem blaðamaður- inn lagði fyrir hann. Þegar viðtalinu var lokið, sagði blaðamaðurinn Beatty frá föður sinum, sem var mjög mikill aðdá- andi leikarans. Hann lá þá mjög veikur á heimili sinu i New York. Beatty lofaði blaðamanninum þvi að hann myndi hringja i föður hans, þegar hann kæmi til New York. Hann lét ekki þar við sitja. Beatty tók sér leigubil, heimsótti gamla manninn og sat hjá honum i klukkutima og ræddi við hann á rúmstokknum. V.-', annað, en að hún geri nokkurn veg- inn það sama og hann, þegar hún er spurð um sambandið við hann. Hún á það til að svara: „Warren Beatty? Hver i fjáranum er það?” Fyrir ekki löngu keypti Warren Beatty stórt höfðingjasetur, sem „stórkostlegasti elskhugi allra tima”, Rudolph Valentino átt eitt sinn. Það er fyrsta húsið sem Beatty kaupir og fyrsta heimilið sem hann sjálfur á. Beatty er sagður leikari. sem gæddur er talsverðum hæfileikum. Við ættum þó að kynnast þvi nánar i myndinni i kvöld. Þar leikur Beatty skemmtikraft á næturklúbb. Vinsældir hans fara þverrandi, og hann hefur glatað sjálfstraustinu. Umboðsmaður hans er i slagtogi við glæpamenn, sem hyggjast græða á skemmti- kraftinum. Myndin hefst klukkan 21.40. —EA AÐAlHLUTVER*'0 / ATTY, Sl» //Fólk reynir að gifta mig hverri stúlku" „Fólk reynir að gifta mig hverri stúlku sem ég hef farið út með, sið- ustu 15árin,” segirBeatty. „Ég hef hins vegar ekki ráðgert hjóna- band,” bætir hann við. Það er þó sagt, að hann þurfi ekki að vera i vandræðum með að velja úr, þvi hann er sérlega vinsæll af kvenfólki. Um sambönd sin við kvenfólk ræðir hann ekki, og ætlast til að sú kona sem hann er með hverju sinni, ræði ekki sambandið heldur. Þær konur sem mest hafa átt saman við Warren Beatty að sælda, eru Leslie Caron, Natalie Wood, Julie Christie, Joan Collins og Michelle Philips. Julie Christie bjó með Beatty i 6 ár. Það er tæplega hægt að segja Warren Beatty sen skemmtikrafturinn Micke' One i mynd sjónvarpsins kvöld. Við viljum minna ykkur á, að ef þið viljið hrósa sjón- varps- eða útvarpsefni, eða kvarta yfir þvi, þá þurfið þið ekki að gera annað en að taka upp tólið i hádeginu á milli kl. 12. og 1. Siminn er 86611 og við komum lirósi ykkar, kvörtunum eða tillögum á framfæri. En það voruð þér sjálfur sem stunguð upp á að þci hélduð á regnhlifinni undir hendinni til þess að cg þckkti vður! FÖSTUDAGUR 5. mars 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Hof- staöabræður” eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili, Jón R. Hjálmarsson les (6). 15.00 Miðdegistónleikar. Kon- unglega hljómsveitin i Kaupmannahöfn leikur „Sögudraum”, hljómsveit- arverk op. 39 eftir Carl Niel- sen, Igor Markevitsj stj. Filharmoníuhljómsveitin i Stokkhólmi leikur Serenöðu f F-dúr fyrir stóra hljóm- sveit op. 31 eftir Wilhelm Stenhammar, Rafael Kube- lik stjr. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphom. 17.10 Útvarpssaga barnanna: Spjall um Indiána. Bryndis Viglundsdóttir byrjar frá- sögu sina. 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál.Guðni Kol- beinsson flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá. Kári Jónasson sér um þáttinn. 20.00 Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar Islands i Háskólabiói kvöldið áöur. Stjórnandi: PállP. Pálsson. Einlcikari á pianó: Halldór Haraldsson. a. Fornir dans- ar eftir Jón Asgeirsson. b. Pianókonsert nr. 2 i G-dúr eftir Tsjaikovský. c. Petrúsjka, balletttónlist eft- ir Stravinsky. — Jón Múli Árnason kynnir. 21.30 Útvarpssagan:. „Kristnihald undir Jökli” cftir Halldór Laxness. Höf- undur les sögulok (17) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (16) 22.25 Dvöl. Þáttur um bók- menntir. Umsjón: Gylfi Gröndal. 22.55 Afangar. Tónlistarþátt- ur i umsjá Asmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 5. mars 1976 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Kastljós. Umsjónar- maður Guðjón Einarsson 21 40 l skugga lortiðarinnar. iMiekey Oneu Bandarisk biómynd l'rá árinu 1965. Leikstjóri er Arthur Penn. en aðalhlutverk leika Warren Beatty. Hurd Hat- field og Alexandra Stewart. Mickey One er skemmti- kraftur á næturklúbbi. Vin- sældir hans fara þverrandi. og hann hefur glatað sjálfs- traustinu. Umboðsmaður hans er i slagtogi við glæpa- menn. sem hyggjast græða á Mickey. Þyðandi Krist- mann Eiðsson. 23.15 Dagskrárlok. Smurbrauðstofan NiölsgStu 49 - .Sirni 15105

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.