Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 6
6 vism Guðmundur Pétuvsson SPRtHGING í 600 MANNA LEST I LONDON en allir farþegar farnir örfáum mínútunt áður Kröftug sprengja sprakk í járnbrautarlest í London í gær, örfáum minútum eftir að 600 farþegar höfðu yfirgefið lestina. Sprengingin var svo kröftug að átta far- þegar slösuðust í lest, sem ók framhjá í sama mund og sprengingin varð. Almenningur i London er nú á varðbergi vegna ótta um nýja öldu hryöjuverka. Lögreglan segir að þetta sé i fyrsta sinn sem sprengju er komið fyrir i almenningsflutningatækjum og óttast mikið blóðbað ef ekki tekst að finna ódæðismennina áður en þeir reyna næst. Sprengjan sem sprakk i lest- inni við stóra stöð i Cannon Street var fjögurra kilóa, og þar með ein af þeim stærstu sem sprungið hafa i London. Tvær aðrar sprengingar urðu i miðborg London i gær. Hvort tveggja voru hálfs kilóa sprengjur. Aðeins einn slasað- ist. Lögreglan hefur sérstakar áhyggjur af að hryðjuverka- menn skuli snúa sér að al- menningsfarartækjum. Þar þarf nefnilega ekki nema litlar sprengjur til að valda dauða og limlestingum margra. Hefur lögreglan beðið fólk að veita sérstaka athygli töskum og pökkum sem enga eigendur virðast eiga. Ellefu sprengingar hafa þá orðið siðan irinn Frank Stagg lést vegna hungurverkfalls i fangelsi i Englandi. Lögregla hélt sig vera aö komast fyrir sprengingarnar þegar sprengjuverksmiðja fannst fyrir nokkrum dögum. Ströng skömmtun á eldsneyti f Ródesfu tbúar Ródesiu fengu i gær að finna fyrsta smjörþefinn af lok- un landamæranna viö Mozam- bique. Eldsneytisskammtur á bila var minnkaöur um fimmtung. Vegna efnahags- þvingana hefur eldsneytiö alltaf verið skammtaö. Nú fá bilstjór- ar fjóra litra af bensíni í staö fimm áður fyrir hvern skömmtunarseðil. Viöskiptaráðherra Ródesiu sagði að þetta væri nauðsynlegt vegna truflana á flutningum frá landinu og til þess. Ekki liggjr enn ljóst fyrir hvert hægt muni að beina þeim flutningum sem fóru um Mozambizue áður en Machel forseti fyrirskipaði algjöra lok- un landamæranna. Ródesia liggur ekki að sjó. Þrir fjórðu samgangna við hafnarborgir hafa veriö um Suður-Afriku, en fjórðungur um Mozambique. Ródesiumenn fundu litla huggun i oröum John Vorster, forsætisráðherra Suður-Afriku, þegar hann ræddi ástandið á þinginu i Höfðaborg i gær. Vorster ræddi um hve ástand- iö væri alvarlegt, en gat ekkert um það hvort Suður-Afrika væri reiðubúin að hlaupa undir bagga með flutninga. Ekkert hefur komið fyrir á landamærum Ródesiu og Mozambique siðan þeim var lokað. Landamæraverðir og tollverðir Ródesiu bera nú byss- ur i fyrsta sinn fyrir augum allra. Nokkrum verkamönnum frá Mozambique, sem hafa starfað i Ródesiu, var snúið frá þegar þeir reyndu að fá að kom- ast til heimalands sins. James Browning, ákærandinn viö réttarhöldin yfir Patty. Hann hefur staöiö í ströngu viö að glima viö færustu lögfræö- inga Bandarikjanna. Ráðabrugg Patty um bankarán ógilt fyrir rétti Dómarinn viö réttarhöldin yfir Patty Hearst neitaði i gær að taka gildar sem sönnunargögn áætian- ir um bankarán, sem Patty skrifaði. Aidrei varð úr þessu bankaráni. Þessi uppdráttur af banka með tölum um fjölda starfsmanna var eina skjalið sem Oliver Carter dómari hafnaði sem gildu sönnunargagni. Verjendur Patty höfðu krafist þess að ekkert þeirra gagna sem fundust hjá Harris hjónunum mætti nota sem sönnunargögn, vegna þess að lög- reglan hefði ekki haft húsleitar- heimild. Harris hjónin voru félag- ar i Symbionesiska frelsishern- um, og með þeim dvaldist Patty vikurnar áður en hún fannst. Ákærandinn vildi nota upp- dráttinn til að sýna og sanna kvið- dómnum og dómaranum að snemma á siöasta ári hafi Patty verið með ráðagerðir um banka- rán. Þegar Carter dómari neitaði ákærandanum James Browning um að fá að nota uppdráttinn, sagði hann að allt málið væri við- kvæmt vegna hættu á fordómum. Browning fær hins vegar að sýna sem sönnunargagn skjal sem sagt er vera leiðbeiningar- listi um hvernig á ræna banka. Fingraför Patty eru á þessu skjali. Einnig fær ákærandinn að framvisa innkaupalistum og póli- Afntmli CVOrAn/lfAVnic iim niðurstöðu dómsins. Nefnilega MTmŒii sveroayieypis að hann yröi fundinn sekur Svissneskur skemmtikraftur, Má vera, að það hafi eitthvað sem kallar sig Ali Ben Camelia mildað dómarann, þvi að hann lét fakir hélt upp á fimmtugsafmæli þó ógert að sekta spákarlinn. sitt i Genf i gær með þvi að gleypa, það sem honum telst vera 50 þúsundasta rakvélablaðið sitt. Lögreglumenn gengu úr skugga um að rakblaðið væri ekta. Fakirinn hefur haft vægast sagt óvenjulegt mataræði, siðan hann byrjaði ungur að koma fram i sirkusum. Skeiðar, byssustingir og sverðeru þar ofarlega á lista. — En eins og hann segir sjálfur: „Járn gerir gott i kroppinn! ” Sannspár um dóminn Astralskur seiðkarl (aðeins tvi- tugur að aldri), sem hefur stundað það að spá fyrir fólki auðvitað gegn sanngjarnri þóknun, var dreginn fyrir rétt i Adelaide og sakaður um i allt að átta ára fangelsi i Flórens á að svikja fé út úr fólki á fölskum ítaliufyrir að hafa framleitt og selt forsendum. svikin vin. Fölsuðu þeir merkimiða En hann sannaði allavega spá- á flöskurnar til að auðvelda sölu á dómsgáfusina með þvi aðspá fyrir glundrínu. Fjörtán menn hafa verið dæmdir tiskum yfirlýsingum, sem Patty skrifaði sjálf. James Browning ákærandi heldur þvi fram að ef Patty hafi getað fariö út að versla hafi hún verið frjáls feröa sinna og ekki þvinguð til aö vera hjá félögum frelsishersins, eins og hún heldur fram. Patty Hearst á leið frá réttar- höidunum i þinghúsi San Fransisco i fylgd meö lögreglu- þjónunum Janey Jimenez og Jim Ledgerwood. Jimenez fylg- ir Patty ætiö til og frá réttar- höldum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.