Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 9
vism Föstudagur 5. mars 1976 9 Aldrei nokkurn tima er manneskjan jafn forvit- in, jafn áliugasöm um nvja hluti og reynslu og á þeim aldri sem hún lærir að skriða, fram að 3ja ára aldri. Og lifið er sjaldan jafn hættulegt og ein- mmitt þá. Barnið uppgötvar að það getur hreyft sig. Með þvi að skriða getur það skoðað nánar þeunan stóra, skritna heim, sem kallast „heimili” — og sein oft er hættulegur hcimur. Þvi miður sjaidnast byggt eða innréttað með öryggi barnsins i huga. Sjálf getum við þó gert margt til bóta, sem komið getur i veg fyrir hroðaleg slys. Barnið þarf stöðugt eftirlit Barn á þessum aldri þarf að snerta á öllu og það þarf að bragða allt. Það þarfnast stöð- ugs eftirlits. Barnið hefur litinn skilning á þvi að hlutir geti verið hættulegir. Að slá á hendur barnsins eða vara það við með þvi að segja ,,ó, ó”, er þýðingar- laust. Barnið gleymir þvi á einni sekúndu. Heimilin eru þvi miður oft hættuleg börnunum. Sums stað- ar er jafnvel að finna heilar dyr úr gleri, sem myndi brotna ef barn hlypi á þær. Þá þarf enginn að spyrja að meiðslum. Þetta gildir um fleira á heimilum. Þvi miður gerir fólk sér oft á tiðum allt of litla grein fyrir hættunum sem eru fyrir hendi. Enn sem komið er, virðist allt of litil áhersla lögð á öruggt og hættu- laust heimili fyrir börn. í eldhúsinu eru hætturnar margar 1 eldhúsinu vill barnið helst vera, enda er fullorðna fólkið mest þar. 1 augum barnsins er eldhúsið dýrlegur staður. Þar er lif og fjör og heill hellingur af spennandi hlutum. En eldhúsið er oft hættulegasti staður heimilisins. Gæta verður þess að hnifar og önnur hættuleg áhöld séu hvergi á glámbekk. Ráðlegast væri að geyma slik áhöld i læstum hirsl- um, þar sem börn geta ekki náð til þeirra. Eldavélin er hættuleg. Þess verður að gæta sérstaklega að barnið geti ekki náð i potta eða pönnur sem verið er að sjóða i eða steikja á. Athuga verður að sköft á pottum og pönnum snúi þannig að barnið geti ekki gripið um þau. Ekki vitum við til þess að öryggistæki i sambandi við eldavélar fáist hér, en erlendis mun vera hægt að fá brik, sem sett er þannig að barnið nær ekki upp i hellurnar á eldavél- inni. A meðan ekkert slikt fæst hér, verður aðgátin að vera enn meiri. öll eiturefni i læstum skápum Þess verður einnig að gæta að barnið geti ekki teygt sig i ketii með sjóðandi vatni i. Hann verður að vera svo langt frá borðbrúninni að engin hætta sé á að barnið geti teygt sig i hann. Það geta allir imyndað sér hversu hroðalega barn gæti brennst, ef það fengi sjóðandi vatn yfir sig. Þaii eru ófá slysin sem orðið hafa vegna þess að börn hafa náð i eiturefni. Innrétting- ar i islenskum eldhúsum gera yfirleitt ekki ráð fyrir neinum sérstökum öruggum hirslum fyrir eiturefni. Vio höfum fregn- að að á Norðurlöndunum séu sérstakar reglugerðir um þetta. Til dæmis munu vera litlir læst- ir skápar inni i þeim skápum sem geyma þvottaefni og önnur slik, ætlaðir eingöngu fyrir efni sem eru hættuleg. Hér á landi munu nú fast sænskar innrétt- ingar sem bjóða upp á slikar hirslur. Brýna verður fyrir barninu að uppþvottavélar, þvottavélar og önnur tæki á heimilinu eru ekki leikföng, og það verður að kenna þvi að fikta ekki i þeim tækjum. Straujárnið er hættulegt þegar verið er að nota það. Munið að skilja það aldrei eftir á strauborðinu þar sem barnið getur togað i snúruna og tellt járnið niður og um leið brennst. Skiljið barnið ekki eitt eftir i barnastól Börn á aldrinum 1-3 ára verða Stigarnir eru freistandi. öruggar grindur geta bjargað mikiu. oftast fyrir slysum á heimilum. Oft verða slysin vegna þess að börnin detta niður af einhverju. Þau geta dottið úr barnastólun- um, og þvi ætti aldrei að skilja barn eftir eitt i slikum stól. Velj- ið stól sem er stöðugur, og þægi- legur fyrir barnið, þegar það borðar. Gluggar eru stórhættulegir, og fyrir kemur að börn detta út um glugga. Engar öryggislæs- ingar eða öryggiskeðjur á glugga munu vera fáanlegar i verslunum hér. Það verður þvi hver og einn að gæta þess eftir bestu getu að svo vel sé gengið frá gluggum að ekkert slys geti hent. Þess ber lika að gæta að barn nái ekki að klifra upp i gluggana. Börn sækja i stiga. Auðvitað verða þau að læra að komast þá upp og niður, en gæta verður þess að þau fari ekki ein i stig- ana. Hægt er að fá grindur til þess að setja fyrir stiga að ofan- og neðanverðu ef þess er þörf. Skiljið barn aldrei eftir eitt i baði Barn á aldrei að skilja eftir Snyrtivörur ættu ekki að vera þar sem börnin ná þeim. öskubakkar með sigarettu- stubbum ættu hvergi að vera á glámbckk. öruggustu ösku- bakkarnir — ef illa fer — eru þannig að aarnið nær lielst ekki stubbunum upp úr þeim. eitt i biaði. Vatnsmagnið þarf ekki að vera mikið, til þess að barnið geti hreinlega drukknað. Reyndar er baðherbergið ekki æskilegur staður fyrir barnið. Þar eru oft hættuiegir hlutir. Gætið þess að skilja ekki hættuleg efni eftir i opnanlegum baðskáp. Og gleymið ekki rak- vélarblöðum á glámbekk. t bað- karinu ætti að vera gúmmi- motta svo að ekki sé hætta á þvi að barnið renni á meðan það er baðað. Börn hafa gaman af þvi að opna hurðir og skella þeim aftur. Þá geta þau klemmst illi- lega. Gott ráð er að setja hand- klæði eða dúk yfir hurðina, svo ekki sé hægt að skella hurðinni alveg aftur. Öskubakkar og rafmagn Tóbak og eldspýtur er nokkuð sem börn ættu ekki að ná i, svo ekki sé talað um sigarettu- stubba. Börn stinga þeim gjarn- an upp i sig, og þvi ætti að var- ast að hafa öskubakkana á stað sem börnin ná i þá. Best er að öskubakkar séu þannig að börn- in nái helst ekki stubbunum upp úr þeim, ef svo illa kvnni að fara að öskubakkinn væri á giám- bekk. Innstungur eru hjettulegar. Börn stinga gjarnan puttunum eða einhverjum oddhvössum hlutum i innstungurnar. Nú munu vera komnar á markað- inn innstungur sem eru þannig út garði gerðar, að ekki er hægt að stinga i þær. Eins munu fást hér sérstakar lokur fyrir inn- stungur. Kertaljós eru mjög freistandi og eins gott að litil börn komist ekki i þau. Sjálfsagt er að kenna börnunum að fara með eld. Leyfið eldri börnum að kveikja sjálfum á eldspytum öðru hverju, — undir eftirliti — svo þau læri það og læri að virða eld- inn. Um leið fá hugmyndir þeirra um eldinn útrás. Ýmis fleiri atriði mætti telja upp. Hvernig væri nú að fá sér smágöngu um ibúðina? Hvar eru hættur? Er ekki hægt að koma i veg fyrir þær með smá- breytingu? Um leið fá þeir fullorðnu tækifæri til þess að slappa svolitið af. ef þeir eru vi'ssir um að börnin eru ekki alls staöar i hættu. Skiljið barnið aldrei eitt eftir i barnastól. Það getur hæg- lega dottið. Gætið þess að stóllinn sé stöðugur og þægi- lcgur fyrir barnið þegar það borðar. Læstur skápur fyrir lyf og önnur hættuleg efni er nauðsynlegur. Það er freistandi að teygja sig upp i þessa spennandi hluti....

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.