Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: DaviO Guömundsson Ritstjóri og ábm : Þorsteinn Pálsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastjóri erl.frétta: Guömundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 llnur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. f lausasögu 40 kr. eintakið. Biaðaprent hf. Að huga að nýtilegum verðmætum Á degi hverjum köstum við á glæ ýmiskonar úr- gangsefnum, sem i mörgum tilvikum mætti nýta á nýjan leik. Hér er á ferðinni vaxandi vandamál i mörgum iðnrikjum. Augu manna hafa þó smám saman verið að opnast fyrir möguleikum á endur- vinnslu úrgangsefna. Full ástæða er fyrir okkur að huga frekar en gert hefur verið að þeim atvinnu- möguleikum, sem fyrir hendi eru á þessu sviði. Ingólfur Jónsson hefur á Alþingi flutt tillögu til þingsályktunar, þar sem skorað er á rikisstjórnina að láta fara fram itarlega athugun á þvi, hvort end- urvinnsluiðnaður i ýmsum greinum gæti orðið arð- vænlegur hér á landi, dregið úr gjaldeyriseyðslu og veitt mörgum örugga atvinnu. Með þessari tillögu hefur verið hreyft mjög þörfu athugunarefni. Á þessu sviði geta verið fólgnir margs konar möguleikar. Nauðsynlegt er að rann- saka til hlitar þá möguleika, sem fyrir hendi eru. í greinargerð með tillögu sinni segir flutnings- maður m.a.: „Þótt markaður sé ekki stór hér á landi er liklegt að endurvinnsla úrgangsefna gæti borgað sig beinlinis, auk þess óbeina hagræðis, sem af endurvinnslunni leiðir. Hér fellur mikið til af pappir, brotajárni, gúmi, gleri og i seinni tið all mikið af plasti. Úrgangsefnin skipta mörg hundruð tonnum ár- lega. Verði endurvinnsluiðnaður upp tekinn hér- lendis gæti það e.t.v. talist til stóriðnaðar á islensk- an mælikvarða.” Engum vafa er undirorpið að hér er um að ræða athyglisvert mál. Ingólfur Jónsson hefur réttilega bent á, að þjóðin hefur lagt minna upp úr hirðusemi og nýtni eftir að hún komst til bjargálna. Þessari þróun þarf að snúa við. Það er bæði rétt og skyn- samlegt að huga að öllum þeim verðmætum, sem eru nokkurs virði. • Viðskiptamenntun Rikisstjórnin hefur nú enn á ný lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um viðskiptamenntun. Frumvarp þetta var fyrst flutt fyrir tveimur árum, en hefur aldrei verið útrætt. Sannast sagna er það til van- sæmdar, hversu dregist hefur að koma þessu máli fram. Alþingi það, sem nú situr, getur ekki látið undir höfuðleggjastað afgreiða þetta frumvarp. Verslun- arfræðslan i landinu hefur fram til þessa hvilt að lang mestu leyti á Verslunarskólanum og Sam- vinnuskólanum, sem staðið hafa utan við rikis- skólakerfið. Frumvarpið gerir ráð fyrir að rekstrarkostnaður þessaia skóla verði að fullu greiddur úr rikissjóði. Óhætt er að fullyrða að sú skipan mála er forsenda fyrir áframhaldandi starfi þessara skóla i þeirri mynd, sem það hefur verið. Engum getur blandast hugur um hversu brýnt það er að tryggja þessum burðarásum verslunarfræðsl nnar öruggan starfs- grundvöll. í frumvarpi rikisstjórnarinnar er ennfremur að finna ýmis nýmæli. Athyglisvert er t.a.m., að gert er ráð fyrir að skólarnir geti falið viðskiptafyrir- tækjum að annast tiltekna þætti eðlilegrar starfs- þjálfunar. Tveir stærstu skólarnir á þessu sviði starfa i nán- um tengslum við verslunina i landinu. Leggja ber rika áherslu á, að svo verði áfram, enda eru þá meiri likur á að hér starfi lifandi fræðslustofnanir á þessu sviði. Föstudagur 5. mars 1976 vism Umsjón: Ólafur Hauksson } Vegna ótta um árásir skæruliða á oliuborpalla hefur herinn eftirlit með þeim. Störf á olíuborpöllum i Noröursjó eru álitin meö þeim hættulegustu í Evrópu. Fjallháar öldur, tíö fárviðri/ og mannleg og tæknileg mistök hafa tekiö drjúgan dauöatoll, og slasaö hundruð manna. Tvö óhöpp á innan við viku hafa undirstrikað þetta rækilega. Nítján þúsund tonna borpallur strandaði við strendur Noregs á mánudag i ofsa- veðri. Pallurinn var á leið til viðgerðar í Bergen. Áhöfnin fór í lífbát, sem sjór reið yfir, og sex menn fórust. Dagirin eftir kom upp eldur i öðrum norskum borpalli i Norðursjó. 40 menn yfirgáfu pallinn i þyrlum, en 20 urðu eftir til að berjast við eldinn, sem tókst um siðir að slökkva. Enginn mótmælir þvi að þarnaséum hættustörf að ræða. Á svæðinu sem bretar hafa til oliuleitar og vinnslu i Norður- sjó hafa 54 menn látið lifið i þau 11 ár sem þar hefur verið starf- að. 200 hafa slasast alvarlega. Þrátt fyrir þetta skortir ekki mannskap. Launin eru mjög góð, og eftirspurn eftir starfi meiri en framboð. Eyðilegging Transocean lll kostaði breska tryggingamark- aðinn 15,4 milljónir dollara. Ef Deep Sea Driller, sem strandaði á mánudag, verður úrskurðaður ónýtur, verða greiddar 19 milljónir dollara i tryggingabætur. Tíu sinnum hættulegri en i kolanámum Breska heilbrigðisstofnunin telur störf á oliuborpöllum tiu sinnum hættulegri en störf kola- námumanna, og fimmtiu sinn- um hættulegri en almenn verk- smiðjustörf. En er þá nægilega mikið gert til að auka öryggið? „Það verður aldrei hægt að gera þessi störf alveg hættu- laus,” segir talsmaður breska orkuráðuneytisins. „Norður- sjórinn er viðsjárverður. En við þeirra, byggingu og þegar þeim er komið fyrir. Stóru pallarnir Slys við boranir i Norðursjó hafa allflest orðið á sjálfum oliuborpöllunum. Mun færri hafa orðið á stóru pöllunum sem vinna oliuna úr sjónum, geyma hana, eða dæla eftir leið slum upp á latid. En enginn veit hvort þessir risastóru pallar á steinsteyptum stólpum munu til lengdar stand- ast þungar öldur Norðursjávar. Sérfræðingar kanna nú hvort steypan sé nægilega sterk, og hvort stálið þoli sifelldan titr- inginn. Skæruliðaárás Enn ein hugsanleg hætta gæti steðjað að stðru pöllunum — og Kafarar í mestri hættu Kafararnireru án efa i mestri hættu. 27hafa látið lifið við störf sin við ol.iuleit i Norðursjó. Þeir vinna við óhemju erfiðar aðstæður. Þeir þurfa að kafa dýpra en við önnur köfunar- störf. Hættan á hinni alræmdu kafaraveiki er mikil. Mannleg mistök hafa valdið dauða kafara. Einn sem vann við logsuðu sprengdi sjálfan sig i tætlur. Annar lést þegar akkerisfesti slóst utan i hann. Gífurlegt fjárhagstjón Biianir og mistök tæknilegs eðlis hafa valdið einna mestu fjárhagstjóni. 1965 valt borpall- ur, og 13 menn fórust. Þrir aðrir borpallar hafa eyðilagst. Sá siðasti sem þannig fór var Transocean 111. Bor- pallurinn sökk i fárviðri fyrir tveimur árum. Enginn fórst. Rannsókn leiddi i ljós að galli hafði verið i gerð pallsins. Borpallurinn Deep Sea Driller sem strandaði á mánudag. Sex menn fórust. teljum okkur minnka hættuna smátt og smátt.” Björgunarskip ætiö reiðu- búin Ýmsar kröfur eru gerðar um öryggisráðstafanir við oliubor- pallana. Þannig verður björg- unarskip alltaf að vera til taks i námunda við hvern einasta pall, ef óhöpp kæmu fyrir. Stofnanir sem rikisstjórnin viðurkennir, t.d. Lloyds, verða að fylgjast meö allri gerð pall- anna. Þær fylgjast með hönnun sú hætta væri aðkomin. Það er hættan á árás skæruliða. Margir óttast að skæruliðar kunni að reyna að ná slikum palli á sitt vald, og nota sér aðstöðuna til annað hvort að skemma, eða setja rikisstjórnum úrslitakosti i ýmsum málum. Hershöfðingi úr hollenska hernum hefur lýst yfir áhyggj- um sinum vegna þess að hann telur oliufélögin litið gera til að verja pallana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.