Vísir - 05.03.1976, Side 4

Vísir - 05.03.1976, Side 4
4 Föstudagur 5. mars 1976 visrn Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik og heimild i lögum nr. 10,22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér i umdæminu, sem enn skulda sölu- skatt fyrir október, nóvember og desem- ber 1975, og nýálagðan söluskatt frá fyrri tima, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrif- stofunnar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 2. marz 1976 Sigurjón Sigurðsson. Nauðungaruppboð annað og siöasta á Noröurfelli 7, þingl. eign Gests Geirs- sonar fer fram á eigninni sjálfri, mánudag 8. mars 1976 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Fjölskyldutónleikar i Háskólabiói laugardaginn 6. marz kl. 14. Á efnisskránni eru þessi verk: HÁTÍÐ DÝRANNA eftir Saint-Saens, Lagasyrpa úr WEST SIDE STORY eftir Bernstein og enn- fremur LÍNA LANGSOKKUR. Kynnir er KJARTAN RAGNARSSON leikari. Aðgönguiniöar seldir við inn- ganginn. Ull SINFÖXÍl'IILlOMSVEIT ÍSLANDS HÍKISIIAARITO Klippingar - Klippingar Klippum og blasum hárið •• Hárgreiðslustofan VALHOLL Laugavegi 25. Simi 22158] Verndarskipin hafa neyðst til að breyta um /bardagaoðferð7 — vegna ,þrjósku' íslensku skipherranna Rétt fyrir vaktaskiptin. Týr er rétt kominn og Þór rétt ófarinn. Það urðu vaktaskipti á mið- unum i gær. Týr kom I höfn eftir nítján ijaga útiveru-en Þór fór á miðin til að hrella tjallann i hans stað. Þetta var nokkuð strangur túr hjá Tý, eins og þeir eru reyndar allir hjá varðskip- unum þessa dagana. Túrarnir eru strangir vegna þess að varðskipsmenn ganga hart fram. Og vegna þess að þeir ganga hart fram, hafa bretar séð sig tilneydda til að breyta um baráttuaðferð. Skipa þeim að hifa Lengst af, hafa freigáturnar og dráttarbátarnir hvatt togar- ana til að halda áfram veiðum, þótt varðskip nálgaðist. Þessir vösku verndarar hafa lofað að þeir skyldu sjá um varðskipin, og verið ósparir á stóryrðin. Nú ráðleggja þeir hinsvegar togur- unum að hifa hið bráðasta, þeg- ar varðskip nálgast. Hvers vegna?- — Þeir hafa einfaldlega gert sér grein fyrir þvi að þeir geta ekki veitt togurunum hundrað prósent vernd, sagði Guðmund- ur Kjærnested, skipherra á Tý. — Þeir hafa séð að það er sama hvernig þeir bægslast og sigla á varðskipin, það dugar ekki til þess að þau hverfi af hólmi. Það kemur fyrir aftur og aftur að okkur tekst að snúa freigáturnar af okkur og klippa. Þvi hafa þeir nú breytt um að- ferð. Orðum Guðmundar til sönn- unar má benda á að Týr ,,los- aði” tvo togara við veiðarfærin i þessum túr. Freigátan Scylla var i „fylgd” með Tý i bæði skiptin, en Guðmundur lék á skipherra hennar, hristi hann af sér og klippti. Freigáturnar eru lipr- ari En hvernig fara varðskipin að þvi að klippa með þessa hrað- skreiðu jötna sífellt I kjölfarinu. Lengi vel hugguðum viö okkur með þvi að þótt freigáturnar væru hraðskreiðari, væru varð- skipin snarari i snúningum. Það hefur þvi miður komið i ljós að svo er ekki. — Ég var eiginlega hálf hissa, segir Guð- mundur. — Ég hélt i fyrstu að við værum snúningsliprari en það hefur komið i ljós að þær geta snúið sér i miklu krappari hringi. Þær eru með tvær skrúf- ur og tvö stýri og þótt þær séu einum þriðja lengri en varð- skipin, geta þau snúið „inni i okkur”. Þaðeina sem við höfum framyfir er að við erum fljótari að stöðva og komast af stað. — Það er lika taktikin sem við notuðum mest. Við setjum á fullt afturábak og svo fullt áfram og skjótumst afturfyrir skutinn á þeim áður en þeim tekst að draga nægilega úr ferð- inni. Eða þá að við skjótumst fram fyrir þær, áður en þeim hefur tekist að ná-sér upp. Eins og skylminga- menn Það er auðvitað fleira sem kemur til. I öllum þeim látum sem upphefjast þegar varðskip og freigáta eigast við, skiptir miklu máli að geta séð nokkuð fram i timann. Það er sveigt og beygt, bakkað og keyrt á fullu Rabbað við Guðmund Kjœrnested og er þá mikilvægt að geta „reiknað út” hver afstaða skip- anna verði eftir sveigjurnar, og hvað andstæðingurinn geri næst. Þaö má kannski likja þessu við tvo skylmingamenn sem i hita bardagans hugsa tvær til þrjár „sveiflur” fram i timann, til að finna höggstað á andstæð- ingnum. íslensku skipherrarnir hafa sannað það aftur og aftur að þeir eru meistarar i þessum leik. „Óábyrgur fanatiker” Það hefur komið fram i er- lendum fjölmiðlum að breskir togaraskipstjórar og skipherrar freigátanna, hafa sérstaklega illan bifur á Guðmundi Kjærne- sted. Þeir kalla hann „The Bloody Axeman”, fyrir tið- ar klippingar. Einn freigátustjórinn sagði i þörskastriðinu 1973 að hann væri stórkostlegur snillingur við skipstjórn, en harkan vævi svo mikil, að hann væri „óábyrgur fanatiker”. (Abrilliant seaman, but an irresponsible fanatic) Þessi óánægja með Guðmund er til komin vegna þess að hann hefur þann leiða vana (að bret- um finnst) að gefast aldrei upp. Breskur freigátustjóri minnt- ist þess að hrolli við komuna til Bretlands, að i heilan sólarhring hefði hann ekki fengið augna- bliks frið. Hann hefði þurft að standa stanslaust i brúnni þvi Guðmundur hefði gert að hon- um hverja atlöguna af annarri. Einvigin eru þreytandi Svona aðgerðir heyra undir taugastriðið á miðunum, sem er svo mikið talað um. En hvernig sem á þvi stendur þá er alltaf talað um taugastrið gegn bret- um. Hefur þetta þá engin áhrif á okkar menn? Guðmundur hlær. — Við höf- um tekið eftir þessu. Það er eins og fólk haldi að við höfum engar taugar. Eina görn kannski, eins og hrafninn. En það er nú ekki svo vel. Þessi einvigi taka lika á okkur, ég get fullvissað þig um það. — Eftir þessi einvigi kemur yfir mann mikil þreyta. Það er eins og að vera lengi á flugi i lit- illi flugvél I vondu veðri. (Sá ég glott þegar þú sagðir „litilli” flugvél Guðmundur?). — Það er ekki eins og venjuleg þreyta eft- ir vinnu, það er eiginlega eins og þrótturinn hafi verið „sogaður” úr manni. En allir fara þeir aftur Ahöfnin á Tý er því áreiðan- lega vel að hvildinni komin eftir stanslitil einvigi siðustu nitján daga En henni er ekki lengi til setunnar boðið. Meðan tjallinn er á miðunum, verður að herja á hann. Það líður þvi ekki á löngu þar til Týr beinir enn stefninu úr höfn. Nákvæmlega hvenær það verður, er að sjálfsögðu vand- lega varðveitt hernaðarleynd- armál. ÓT. Varöskipin eiga við ofurefli að etja, eins og sést á þessu korti. Freigáturnar eru fleiri, hraðskreiöari og snúningsliprari. Einhvcrn vegin I andsk...halda varðskipin samt áfram aðklippa.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.