Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 10
Föstudsgur 5. mars 1976 visra Atriði úr Náttbólinu. Steinunn Jóhannesdóttir i hlutverki Natsju, Róbert Arnfinnsson sem Búbnov og GIsli Halldórsson i hlutverki Lúkasar. Frœgt leikrit eftir Maxím Gorkí á fiöl- um Þióðleikhússins Þjóðleikhúsið frumsýndi s.l. sunnudag leikrit Maxims Gorkls, Náttbólið. Þetta er fyrsta uppsetning hérlendis á þessu vinsæla leikriti Gorkis og er það jafnframt I fyrsta skipti, sem leikrit eftir hann er sviösett hér. Leikstjóri Náttbóls er Viktor Strizhov. Hann er mikilsmetinn leikstjóri i Sovétrikjunum og hefur viða starfað, en lengst i borgunum Sevastopol, Odessa og Tasjkent. í Tasjkent er hann nú aðalleikstjóri við Gorki-leik- húsið og er hann þaulkunnugur verkum Gorkis. Náttbólið setti hann siðast á svið fyrir 9 árum. Strizhov hefur unnið mikið með leikmyndateiknaranum David Borovski, sem gerir leikmynd- ina við Náttbólið hér. Hann er aðalleikmyndateiknari við Taganka-leikhúsið i Moskvu, en leikhús þetta er talið i fremstu röð sovéskra leikhúsa og reynd- ar eitt virtasta og athyglisverð- asta leikhús veraldar i dag. Aðstoðarleikstjóri er Ingi- björg Haraldsdóttir. Hún lauk námi i kvikmyndaleikstjórn i Moskvu árið 1969 og hefur siðan verið búsett á Kúbu. Er þetta fyrsta verkefni hennar fyrir Þjóðleikhúsið. Yfir 20 hlutverk eru i leikrit- inu og eru þau flest nokkuð stór. Flestir reyndustu leikarar Þjóðleikhússins taka þátt i sýn- ingunni og má þar nefna Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Bessa Bjarnason, Kristbjörgu Kjeld, Erling Gislason, Hákon Waage og Steinunni Jóhannes- dóttur. Auk þess leikur Gisli Halldórsson sem gestur Þjóð- leikhússins, en hann hefur eins og kunnugt er verið um árabil einn fremsti leikari og leikstjóri Leikfélags Reykjavikur. í leikskrá er vitnað i lýsingu rússneska leikhúsmannsins Konstantins Stanislavski á að- draganda að frumsýningu Nátt- bólsins i Listaleikhúsinu i Moskvu árið 1902. Hann segir m.a. um verkið: ,,Þar lýsir Gorki ævi og lifn- aðarháttum fólks, sem hann hafði kynnst i bernsku og unn- að, og sem gert hefur nafn hans frægt. Hingað til höfðu úrhrök þjóðlifsins aldrei verið sýnd á rússnesku leiksviði, en nú vöktu þau sem og allt það, sem kom neðan frá, mikla athygli. Við leituðum þar að nýjum snilling- um. Og um skeið komu nærfellt allir ungu leikararnir við leik- hús okkar úr alþýðustétt. Og Gorki, sem hafði llkt og sprottið upp úr jörðinni, var einmitt maðurinn, sem leikhúsið þurfti á að halda. Við báðum hann að ljúka svo fljótt við leikritið, að við gætum sýnt það, er nýja leikhúsið yrði opnað. En Gorki kenndi persón- um leiksins um, hve seint gekk: „Þær gera mér ljótan grikk,” sagði hann. „Þarna þyrpast þær i kringum mig, persónurnar minar, stjaka og hrinda hver annarri og ég get hvorki haldið þeim i skefjum eða sætt þær. Þetta er heilagur sannleikur. Þær tala allar, tala og tala, og þeim segist svo vel, að það væri synd og skömm að þagga niður i þeim”.” DANS- HÚSIN Hótel Saga: Föstudagur: St jörnusalur, Astrabar og Mimisbar opnir, annars lokað vegna einkasam- kvæma. Laugardag er opið eins og venjulega. Hljómsveit Ragn- ars Bjarnasonar. Á sunnudags- kvöld er grisaveisia á vegum Sunnu. Hótel Borg: Hljómsveit Arna Isleifs og Linda Walker skemmta. Klúbburinn: Föstudagur: Laufið og Hljóm- sveit Guðmundar Sigurjónsson- ar leika. Laugardagur: Experi- ment og Hljómsveit Guðmundar Sigurjónssonar. Sunnudagur: Kabarett og Dynamit. Tjarnarbúð: Föstudagur: Pelican leika. Laugardagur: Dögg skemmtir. Lindarbær: Gömlu dansarnir á laugardags- kvöld. Hljómsveit Rúts Kr. Hannessonar og Jakobs Jóns- sonar skemmta. Sigtún: Pónik og Einar skemmta föstu- dags- og laugardagskvöld. Drekar leika fyrir gömlu döns- unum á sunnudagskvöld. Glæsibær: Ásar leika um helgina. Leikhúskjallarinn: Skuggar skemmta um helgina. Skiphóll: Hljómsveit Birgis Gunnlaugs- sonar skemmtir um helgina. Óðal: Diskótek. Sesar: Diskótek. Röðuli: Föstudagur: Alfa-Beta leikur. Laugardagur: Hljómsveit Þor- steins Guðmundssonar skemmtir. Sunnudagur: Alfa- Beta leikur. Stapi: Kabarett og Dynamit leika á föstudagskvöld. Heilubió: Laugardagur: Haukar skemmta. Festi, Grindavik: Paradis og Galdramenn leika laugardagskvöld. Sýningar Listasafn islands: Sýning á dánargjöf Gunnlaugs Schevings og fleiri verkum safnsins. Islensk popplist. Sýning á 43 verkum eftir 15 þekkta lista- menn. Safnið er opið þriðju- daga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga frá kl. 1.30-4. Norræna húsið: Sigurður örlygsso.n sýnir 55 myndir. Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld og er opin daglega kl. 14-22. Loftið: Gunnar örn sýnir 50 kol-, grafik- og blýantsteikningar. Sýningin hefur verið fram- lengd til hádegis á laugardag. Mokka: Hjalti Þórðarson sýnir 30 acryl- og vatnslitamyndir. Sýningin stendur enn i u.þ.b. viku. Síðustu forvöð að sjó sýningu Sigurðor í Norrœna húsinu Málverkasýningu Sigurðar örlygssonar i Norræna húsinu lýkur n.k. sunnudagskvöld. A sýningunni eru 55 listaverk og hafa nokkur þeirra selst. Meðal annars hefur Listasafn tslands keypt þrjár mynda Sigurðar. Sýningin hefur nú staðið i tæpa viku og er opin frá kl. 14-22 daglega. Leikhúsm Þjóðleikhúsið: Föstudagur. Carmen 37. sýning. Laugardagur. Barnaleikritið Karlinn á þakinu kl. 3, Náttból, 3. sýning kl. 8. Sunnudagur. Karlinn á þakinu kl. 3, Spor- vagninn Girnd kl. 8. Iðnó: Föstudagur. Skjaldhamrar Jónasar Arnasonar kl. 8.30. Laugardagur. Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson kl. 8.30, miðnætursýníng I Austur- bæjarbiói á Húrra krakki 130. og allra siðasta sinn. Sunnudagur. Kolrassa á kústskaftinu kl. 3. Equus eftir Peter Schaffer kl. 8.30. Leikfélag Hafnarfjarðar: Sýning á barnaleikritinu Halló krakkar I Félagsheimili Kópa- vogs kl. 1 á sunnudag. Leikfélag Akureyrar: Barnaleikritið Rauðhetta eftir Evgeni Schwarts verður sýnt á laugardag og sunnudag kl. 2. Miðasala er kl. 4-6 daginn fyrir sýningardag. Leikféiag Húsavikur: Sunnudagur. Pétur Gautur eftir Ibsen kl. 8.30 i Samkomuhúsi Húsavikur. Nýstárleg starfsemi Listasafn islands mun i april og mai n.k. stofna til námshópa um „Myndlist á 20.öld.” 1 hverj- um hópi er fyrirhugað að veröi um 10 manns og að hver hópur komi saman alls átta sinnum, eitt kvöld I viku. Leiðbeinandi verður Ólafur Kvaran, listfræð- ingur. Listasafnið bendir þeim, sem hefðu áhuga á að gerast þátt- takendur, á að tilkynna þátttöku sina fyrir 15. mars n.k. til safns- ins og veitir það allar nánari upplýsingar. Síðdegisstund með Ólafi Jóhanni Mál og menning gengst fyrir kynningu á Ólafi Jóhanni Sigurðssyni, rithöfundi og verk- um hans, iNorræna húsinu kl. 4 á sunnudaginn. Vésteinn Ólason, lektor, flytur erindi um skáldið. Einnig verð- ur lesið úr verkum Ólafs Jó- hanns og munu þeir Gisli Halldórsson, Karl Guðmunds- son og Þorleifur Hauksson m.a. sjá um upplesturinn. Ölafur Jóhann hefur verið i Kaupmannahöfn þessa viku, þar sem hann tók á móti bók- menntaverðlaunum Norður- landaráðs, en hann mun verða kominn heim i tæka tið fyrir lr\7nnin0iina i Nnrrapna húsimi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.