Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 24
VÍSIR Föstudagur 5. mars i976 Nokkuð um innbrot — litlu stolið Nokkuð var um innbrot i nótt, en litlu var stolið. Brotist var inn i versluna Melissuvið Austurstræti 6. Þar var eitt- hvað rótað i peningakassa og hillum. Talið er að útidyra- hurðin hefði verið skilin eftir opin, og þannig verið komist inn. Þá var opið inn i húsa- kynni franska verslunarfull- trúans, en þangað mun ekki hafa verið farið.' Innbrotstilraun var gerð i Matvælabúðina við Efstasund 9. Styggð mun hafa komið að tveimur unglingum sem þar voru að verki, og lögðu þeir á flótta. Vinskápur var brotinn upp i Klúbhnum i nótt, eftir að dansleik var lokið. Er talið að einhver gesturinn hafi orðið eftir, og ætlað að fá sér meira. Ateknar flöskur munu hafa verið i skápnum. Rúða var brotin i Bæjarnesti við Miklubraut, en fátt mun hafa verið tekið, enda þjófa- bjalla á staðnum. _ ea. Bflveha BQvelta varð i gærkvöldi á Breiðhol tsbraut. ökumaður slasaðist ekki alvarlega, en hann mun hafa verið undir áhrifum áfengis. BQlinn var á leið niður eftir Breiðholtsbraut, þegar ökumaður missti stjórn á bifreiðinni. Fór bQlinn upp á umferðareyju, það- an á ljósastaur, og stöðvaðist á hinni akreininni. Konan, sem ók bifreiðinni, var flutt á slysadeild, en var ekki tal- in alvarlega slösuð. —EA Gengur Karvel yfir í Alþýðuflokkinn? Samkvæmt áreiðanleg- um upplýsingum sem Vísir hefur aflað sér er það nú rætt meðal ráðandi manna í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna á Vest- fjörðum að starfsemi flokksins þar verði hætt. Myndi það væntanlega þýða að Samtökin í heild sinni hættu starfsemi sinni. Eins og kunnugt er hafa Sam- tökin aðeins einn kjördæmakjör- inn þingmann. Er það Karvel Pálmason á Vestfjörðum. Ef hann ásamt verulegum hluta fylgismanna sinna gengi i Al- þýðuflokkinn eins og liklegt er talið, mætti eins búast við þvi eft- ir næstu kosningar, að Samtökin yrðu þingmannslaus ef þau þá störfuðu áfram. Það er þvi álitið að Samtökin hætti starfsemi sinni um leið og Karvel sameinast Al- þýðuflokknum. Þá mun það nær fullráðið að Jón Baldvin Hannibalsson, skóla- meistari á tsafirði og varaþing- maður Karvels verði stjórnmála- ritstjóri Alþýðublaösins, þar sem Sighvatur Björgvinsson er að hætta. Búast má við að linur skýrist i þessu mál um og eftir páska. — EKG 5 þúsund krónur - of lítill fengur Brotist var inn i Netaverk- stæði Suðurnesja i nótt. Þeim, sem þar voru að verki, fannst of litið að hafa með sér fimm þúsund krónur út aftur, svo þeir fleygðu þeim bara á gólfið og skildu aurinn eftir. Peningurinn hafði legið i skrifborðsskúffu, og er það liklega það eina sem þjófarnir fundu. Þeir reyndu að brjóta upp peningaskáp á skrifstofu verkstæðisins, en gáfust upp. Einhverjar skemmdir unnu þeir, svo sem á skrifborði og skjalaskáp. Málið er i rannsókn. — EA. Loksins er skólastarf ið komið í eðlilegt horf eftir verkföll og öskudag. Standa nú vonir til að kennarar og nemendur hafi sæmilegan vinnufrið fram að páskum. Það er ekki að sjá á þeim þessum, að þeim falli það neitt illa aðtaka til starfa á nýjan leik. Ljósm. Jim. STÖÐVAST lagning hita- veitu til Hafnarfjarðar? Engin ný útboð eru nú gerð í sambandi við hita- veituf ramkvæmdir til Hafnarf jarðar. Jóhannes Zöega, hitaveitu- stjóri, sagði Visi að ástæðan væri allt of lágt verð fyrir vatnið á dreifingarsvæði Hitaveitu Reykjavikur. Það ylli þvi að svo litið fjármagn myndaðist til framkvæmda að velja yrði milli framkvæmda við virkjanir og framkvæmda við stækkun dreifikerfisins. Taldi Jóhannes að litið þýddi að stækka dreifikerfið, ef ekki væri til vatn i það og þvi væri fjármagninu fremur varið til nýtta virkjana. — SJ. Bœjarútgerðin hygg- ur ó skuttogarakoup Helgi Gunnlaugsson og Einar Sigurþórsson viö vinnu slna á KR-vellinum í morgun. Ljósm. Jim. Tillaga frá formanni út- heimildar borgarráðs væri leit- gerðarráðs Bæjarútgerðar að til að kaupa skuttogarann Reykjavikur, þess efnis aö Freyju frá Reykjavik, eða tog- Fjörutíu milljóna fram- kvœmdir hjó KR-ingum „Við erum að endurbyggja alla okkar grasvelli. Byggja stóran og fullkominn malarvöil fyrir knattspyrnuna og auk þess malbikaða velli fyrir hand- knattleik og körfuboita. Þessar framkvæmdir eru áætlaðar, samkvæmt útboöi, upp á fjöru- tiu milljónir,” sagði Sveinn Jónsson, formaður Knatt- spyrnuféiags Rcykjavikur, i viðtali við Visi í morgun. „Það er unnið að þvi að skipta um jarðlög i tveim gömlum grasvöllum og einnig ætlum við að breyta gamla malarvellinum i grasvöll. Við stefnum að þvi að fá i notkun einn grasvöll og einn malarvöll i sumar, en að allir vellirnir komi i gagnið á næstu tveimur árum.” Aðspuröur sagði Sveinn að það sem gerði þeim KR-ingum kleift að leggja i þessar fram- kvæmdir væri breytt stefna borgaryfirvalda, siðan bygging valla fyrir yngri félög borgar- innar hófst. Auk styrks frá borginni sjálfri, yfirtekur hún rikisstyrkipn, og greiðir þannig 80% af kostnaðinum jafnóðum. „Það ýmislegt fleira á döfinni hjá okkur á næstu tveim þrem árum, m.a. að bæta skiðaað- stöðuna i Skálafelli. Þar er fyrirhuguð ný lyfta og skáli og á þessu verður byrjað i sumar. Þá er einnig i ráði að festa kaup á snjótroðara fyrir Skálafellssvæðið,” sagði Sveinn Jónsson. — EB ara af svipaðri stærð, var sam- þykkt einróma i útgerðarráði I gær. I samtali við formann út- gerðarráðsins Ragnar Júliusson kom fram að samningaviðræður hafa undanfarið staðið yfir milli Bæjarútgerðarinnar og eiganda Freyju, Gunnars Hafsteinsson- ar. Sagði Ragnar að Bæjarút- gerðin hefði nú fengið tilboð frá Gunnari og væri samþykkt út- gerðarráðs gerð til þess að afla heimildar um að mega halda áfram samningaumleitunum. I samtalinu við Ragnar kom fram að Bæjarútgerð Reykja- vikur átti átta togara en á nú að- eins fjóra. Þar að auki hefði Freyja lagt upp hjá Bæjarút- gerðinni og myndi það þvi hafa veruleg áhrif ef Freyja yrði seld burt frá Reykjavik. - EKG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.