Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 11
Aldarafmælis
Ásgríms Jóns-
sonar minnst á
veglegan hátt
í tilefni aldarafmælis Ásgrims Jónssonar, listmálara, 4. mars,
verður opnuð yfirlitssýning á verkum hans á Kjarvalsstöðum n.k.
laugardag. Reykjavikurborg stendur fyrir þessari sýningu i sam-
vinnu við Ásgrimssafn.
Birgir isleifur Gunnarsson,
borgarstjóri, segir m.a. i
sýningarskrá: „Asgrimur Jóns-
son var brautryðjandi i islenskri
myndlist. Hann var að visu ekki
fyrsti islenski myndlistarmað-
urinn, en hann flutti með sér
ferskan andblæ og lifsþrótt i is-
lenskt myndlistarlif. Með verk-
um sinum þroskaði hann þekk-
ingu landsmanna á myndlist, og
yngri mönnum varð hann fyrir-
mynd og aflgjafi, en margir
okkar bestu listamanna, sem á
eftir honum komu, nutu leið-
sagnar hans, áður en'þeir heldu
utan til náms.”
Á sýningunni eru eingöngu
verk úr Asgrimssafni, og er
meginþorri þeirra dánargjöf
listamannsins til þjóðarinnar.
Þetta mun vera stærsta sýning,
sem haldin hefur verið hér á
landi á verkum eins listamanns.
i báðum sölum Kjarvalsstaða,
kaffistofunni og göngum eru 274
verk og mun það vera um 2/3
hlutar heildarsafnsins.
i sýningarnefndinni, sem sá
um val myndanna og uppsetn-
ingu eru listamennirnir Þor-
valdur Skúlason, Guðmundur
Benediktsson og Hjörleifur
Sigurðsson. Auk þeirra er i
nefndinni Bjarnveig Bjarna-
dóttir, safnvörður Asgrims-
safns. Bjarnveig er frænka
listamannsins og hefur hún haft
umsjón með safninu frá þvi að
Asgrimur lést árið 1958.
Hjörleifur Sigurðsson sagði
blaðamanni Vísis, að sýningar-
nefndin hefði valið þann kostinn
að skipa myndunum eftir mótif-
um. Þannig skiptist sýningin i
nokkrar deildir og eru myndir
frá Húsafelli saman i einni
deild, i annarri eru eldgosa-
myndir, þá er Þingvalladeild,
Þjóðsagnadeild, myndir frá
gömlu Reykjavik, svo nokkuð sé
nefnt. Eru oliumálverk og
vatnslitamyndir hlið við hlið og
ber ekki á öðru en að það fari
vel, þótt það sé heldur óvana-
legt.
Bjarnveig Bjarnadóttir sagði,
Elsta mynd, sem til er eftir Asgrim Jónsson. Þessi mynd var safninu gefin nýlega og mun lista-
maðurinn hafa málað hana cftir hugmynd 14 ára gamall.
að Asgrimur hefði málað mikið
gömlu Reykjavik, meðan þar
rikti ró og friður. Hins vegar
hefði hann litið gert af þvi hin
siðari ár og þá helst útsýnið út
um gluggann sinn á Bergstaða-
strætinu. Að sögn Bjarnveigar
eru á þessari sýningu um 120
myndir úr vinnubókum og
möppum listamsnnsins og hefðu
þær ekki verið sýndar áður.
Ásgrimur Jónsson var mikill
unnandi sigildrar tónlistar og
átti hann gott plötusafn. Mest
dálæti hafði hann á verkum
Mozarts og mun borgin gangast
fyrir tveim Mozart-tónleikum
að Kjarvalsstöðum á meðan á
sýningunni stendur.
Sýningin verðuð opnuð að
viðstöddum boðsgestum kl. 3 á
laugardaginn og verður hún öll-
um opin kl. 5. Er ætlunin að sýn-
ingin standi i nokkrar vikur.
Hér er svo siðasta mynd Asgrims. Þetta er þjóðsagnamynd, teiknuð
með bleki og blýanti og vann listamaðurinn að henni 4 dögum áður
en hann dó.
HAFNARFJÖRÐUR OG KEFLAVÍK sameinast í söng
Karlakór Keflavikur
og Karlakórinn Þrestir
i Hafnarfirði efna til
óvenju fjölbreyttra
tónleika um helgina.
Verða þeir haldnir i
Bæjarbiói, Hafnarfirði,
i kvöld 5. mars og i Fé-
lagsbiói, Keflavik á
morgun, laugardag
Auk framangreindra kóra,
og sameiginlega, munu koma
sem syngja bæði sitt i hvoru lagi
fram blandaður kór frá Haínar-
firði, tvöfaldur kvartett frá
Keflavik og einsöngvararnir
Inga Maria Eyjólfsdóttir, Hafn-
arfirði oe Haukur Þórðarson,
Keflav syngja einsöng og tvisöng.
Stjórnendur kóranna eru
Gróa Hreinsdóttir og Eirikur
Sigtryggsson og undirleikarar
eru m.a. Agnes Löve, Gróa
Hreinsdóttir og Ingvi Steinn
Sigtryggsson.