Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 5

Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 5
vism Föstudagur 5. mars 1976 5 Rosi fer á sjóskíði á sumrin Hvað gerir Rosi Mittermaier, tvöfaldur ólympiumeistari á skiðum á sumrin þegar lítinn snjó er að finna? Nú, hún fer auðvitað á sjóskiði! Rosi sleppir þó ekki alveg hin- um skiðaæfingunum, þvi hún bregður sér við og við á þá skiðastaði i Vestur-Þýskalandi sem opnir eru á sumrin. >ai æf- ir hún af mikilli hörku. Yfirleitt hafa myndir af Rosi verið frá skiðamótum, þar sem hún er klædd vigalegum skiða- búningum, svo aðeins sést i glaðlegt andlitið. En þessi hnellna skiðakona, sem nú er eftirlæti allra landa sinna, kann einnig að slappa af i sólinni — einsogsjá máástóru myndinni. Ólafur Hauksson skrifar: Lœtur kunnuglega í eyrum Við rákumst á þetta lesenda- bréf i norska blaðinu Verdens Gang. Það er skrifað á gamal- norsku, sem hefur mörg orð og orðatiltæki lik islensku. Auðvitað er meginhluti málsins orð sem ekki finnast i islensku. En þarna koma fyrir nokkur sem láta kunn- uglega i eyrum — vitlaust — VITLAUST FYLLEPRAT undrast — ved högljos dag — fylgjesveinen — ofselege — meir er ikkje a segja — samanblanding o.s.frv. En það er best að láta lesendum eftir að ráða fram úr bréfinu, þrátt fyrir að letrið sé i smærra lagi. m Árbœjarhverfi Æskulýðsráð boðar til almenns fundar i Árbæjarhverfi föstudaginn 5. mars. Fund- urinn verður i samkomusal Árbæjarskóla og hefst kl. 20.30. Fundarefni: Félagsmiðstöð i Árbæjar- hverfi, kynning og umræður. /Eskulýðsráð Reykjavíkur Útboð Tilboð óskast i smiði á gufuskiljum, raka- skiljum og hijóðdeyfi vegna Kröfluveitu fyrir Orkustofnun. Útboðsgögn verða afhent gegn 5.000 kr. * skilatryggingu hjá Virki h.f., Verkfræði- stofu Guðmundar og Kristjáns, Laufásveg 19 og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen s.f., Ármúla 4, Reykjavik. Tilboðum skal skilað 22. marz 1976. Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen s.f. Nóg að gera hjá Liv Ullmann: Liv Ullmann er þessa dagana að ieggja siðústu hönd á bók, sem hún hefur veríð að skrifa undan- farin ár. Bókin hefur fengið nafn- ið „Breytingin”, og verður gefin út í september, samtimis i Dan- mörku, Noregi og Sviþjóð. Liv hefur siðustu vikur dvalist i heimalandi sinu Noregi, og leikið i leikriti eftir O’Neill i Oslo Nye Teater. Upphaflega miðaði Liv aðeins við norskan markað, þegar hún hóf að skrifa bók sina. En mikill frami hennar i Bandarikjunum, bæði fyrir leik i kvikmyndum og á leiksviði, hefur valdið þvi að hún miðar meir við aljóðlegan les- endahóp. Vegna vandkvæða við þýðingu kemur bókin þó ekki út i Bandarikjunum fyrr en snemma á næsta ári. Bóksölumenn búast við mikilli sölu á bók Ullmann, og hafa fjölmargir útlendir útgef- endur lagt leið sina til ósló til að tryggja sér útgáfurétt. Liv Ullmann fer aftur til Bandarikjanna i april, til að vera viðstödd frumsýningu kvikmynd- arinnar „Augliti til auglitis”. Þegar hún kemur heim aftur, hekiur hún áfram að leika i Nye Teater. Liklega verður nóg að gera h já henni, þvi einnig eru i bigerð upptökur á nýrri mynd hjá Ing- mar Bergman. — En ég veit ekki nákvæmlega hvenær upptökur hefjast, þvi það sem hefur gerst að undanförnu vegna skattarannsóknanna hefur valdið einhverjum breytingum. Liklega seinkar þeim eitthvað, segir Liv. Sem kunnugt er fékk Bergman svo herfilega á baukinn hjá sænskum skattayfirvöldum að hann lagðist sjúkur. Liv hefur fengið tilboð um að leika á Broadway næsta vetur. — Ég býst við að taka þvi, segir hún. Það þýðir að mörg tilboð sem liggja fyrir um kvikmyndaleik i Bandarikjunum verða látin sitja á hakanum enn um sinn. ^KIammer heldur sér í œfingu Austurriski skiðamaðurinn Franz Klammer, sem vann gull á siðustu Ólympiuleikum, á þrjú aðaláhugamál — auk skiða- iþróttarinnar að sjálfsögðu. Mótorhjól, skógarhögg og kvenfólk — i þessari röð. A sumrin þeysir hann um egg- sléttar hraðbrautir Evrópu, eða upp beygjur Alpanna á ein- hverju þriggja mótorhjóla sinna. — Maður verður að halda hraðanum, segir skiðamaður- inn. Skógarhögg kemur næst. — Þetta er mjög sérstakt áhuga- mál, og ég nýt þess að höggva tré. Auk þess þjálfar maður lik- amann á þvi. Númer þrjú: kvenfólk. — Maður verður að halda sér i æfingu, segir Klammer. Hann hefur nokkrum sinnum veriðkærðurfyrir aðhafa mari- juana i fórum sinum, en ekki verið strangt á þvi tekið. En lög- reglan gerði fyrir stuttu húsleit heima hjá honum, í lúxusviliu hans i Hollywood. Þar fundust ýmsar tegundir fikni- [ efna, i nokkru | magni. Lögfræðingur 5 O’Neal bað uml að hann fengií aðeins skil-f orðsbundinn dóm. A það var| fallist, með þvii skilyrði þó aðj leikarinn sækti’ skaðsemi fikniefna. Leikarinn samþykkti, og verður nú i sex mánuði að sækja nær daglega fyrirlestra um óhollustu fikni- efna og skaðsemi þeirra. Samúðin er öll Ryan O'Neil dœmdur með Bergman Kvikmyndaleikarinn Ryan O’Neal fékk nýlega skilorðs- bundinn dóm fyrir að hafa á heimili sinu umtalsvert magn fikniefna. Samúðin er öll með Inginar Bergmann vegna krafna sænskra skatty firvalda um greiðslur í rikissjóð sem Berg- mann segist ekki hafa haft hug- mynd um að hann ætti að borga. Málið fær næstum jafn mikið rúm i enskum og ameriskum blöðum og væntanleg úthlutun Óskarsverðlaunanna. Frægir leikarar og leikstjórar gefa út harðorðar yfirlýsingar um með- ferðina á kollega sinum. Allir eru sammála um að sviar séu stórbilaðir — nema Bergmann auðvitað. Leikkonan Shirley MacLaine er i fararbroddi mótmælafólks- Hvernig er hægt að auðmýkja jafn ágætan listamann á þennan hátt. Ingmar Bergman er besta auglýsing sem Sviþjóð fær. en hvað er honum svo gert? spyr þessi herskáa leikkona. — Það hlýtur að vera íerlegt skrifstofuveldi sem heldur að besti kvik- myndafram- leiðandi heims geymi peninga undir koddan- um. Skrifstofu- veldi sém veit ekkert um fólk- ið, heldur fer bara eftir regl- unum. Stórbiluð þjóð! þrumar MacLaine.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.